Vísir - 23.10.1913, Síða 2

Vísir - 23.10.1913, Síða 2
V I S I R v^§) ;CW £lísabet. Amerísk saga. Rvík. Prentsm. D. Östlunds 1913. 8vo bls. 112. Verö: kr. 0,40. Saga þessi lýsir fjölkvænis-svívirð- ingum Mormónakirkjunnar og háska- legum afleiðingum þeirra. Mormón ar munu svara því til, að nú sje kirkja þeirra sýkn þeirra saka, þar setn Ingbann gegn fjöikvæni hafi verið gefið út af stjórninni 1870 og síðar ítrekað. En kutinugra álir er það, að ekki sje háskastður þessi aldauður enn meðal Mormóna og fulla trú hafi »feður« kiikjunnar enn á rjettmæti fjölkvænis og geti lög- bannið þar engu um þokað. Saga þessi er þýdd úr dönsku og hefur lestur hennar erlendis orðið ungum og óspiltum stúlkum vörn gegn veiðibrellum Mormóna og ekki ólík- Iegt að svo fari hjer. G. G. Hallgr. Jónsson og Stein- gr. Arason. Leikföng. Lesbóká eftir stafrófskveri. U g. JörundurBrynjólfsson. Gutenberg 8vo 112 bls. Þetta er smásögu kver og sögurn ar allar snotrar, miðaðar við þroska- hæfi barna, er byrja að lesa að loknu stafrófskversnámi. Efnið er látlaust fram sett, og flestar sögurnar hafa einhver góð frækorn að geyma fyr ir barnssálina, er þroskast geta og blómgast við samtal og skýringar góðs kentiara. Málblærinn er ljettur, víðast hvar, þótt fyrir bregði á stöku stað stirðu eða miður rjettu máli, en það er svo örsjaldan að slíkt er óþarfi að tína til. Myndir eru í kverinu, laglegar og eru þær jafn- au börnnm kærkomnir gestir; hver einasta barnabók ætti að vera með myndum, góðum myndum. Þær vekja og auka lestrar.öngun, vilja og skilning, ekki aðeins barna á þeirra reki, er bók þessi er ætluð, heldur og miklu eldri barna og — fullorðinna líka. Allar eru sögurnar í kverinu frum- samdar, og er það kostur, þegar vel er samið, því best skilja börnin og kærastar eru þeim sögur úr sínu ríki, — bæði umhverfi því, er þau lifa í, og æfmtýraheimi þeim, sem vinir og vandamenn beina fyrst hug þeirra inn í á bernskuskeiðinu. G. G. innlendai og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG kaupa menn í BÓKAVER8LUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. l.ækjargötu 2. werður selí á bryggur.ni í dag og á morgun B0IS* mjög ódýrt, Jón frá Vaðnesi. ag;anes ******* f) Borðið aðeiris Suchards súkkulaði. Án efa besta át- súkkulaðið. Fæst alstaðar. Frá bæarstjórnarfundi. 16. okt. Um hafnarsiysið 11. júní. Borgarstjóri las upp brjef frá stjórnarráðinu þess efnis, að það fyndi ekki ástæðu tii að verða við þeirri ósk bæarstjórnarinnar að krefj- ast rannsóknar út af slysi því er varð við hafnargerðina 11. júní í sumar, eftir svar, er bæarfógeti hafði sent því um slysið. (Svar bæarfógeta stóð í brjefinu.) Meðal anpars var það í, að bæarfógeti hafi fsest keyptur í því ástartdi, sem hann nú er í, í Slippn-. um. SKrifieg tilboð sendist H P. J. Thorsíeinsson & Co. í Reykjavík, fyrir 25. þ. m. sem var í þurkhúsinu í Viðey fæst keyptur. Mjög hentugur til iniðstöðv- arhitunar. Uppiýsingar hjá H f P. J. Thorsíeinsson & Co. Reykjavík. talað við bæarverkfræðinginn uni slysið, og hafi hann skýrt svo frá, að hans fyllsta sannfæring hafi ver- rð sú, að verkpallarnir (er brotnuðu) hafi verið nógu sterkir, en verið mikið útsettir fyrir skemmdir af grjóti, sem lenti á þeim, enda þurft endurbóta við eftir hverja grjótferð. Það hlýtur að hafa eitthvað bilað að kvöldi þess 10 júní, sem ekki hefur verið tekið eftir eða endur- bæft, er hefur orsakáð slysið að morgni þess ll.júní, er fyrsta lestin rann út á pallana. — Ekkert hegn- ingarvert orsakað slysið. Hafnar- nefnd heldur ekki haldið lcröfu um lögreglurannsókn til streitu, er hún æskti rannsóknar út af slysinu. — Sv. Björnsson : Það hefur staðið lengi á þessu svari til stjórnarinnar, 3 mánuðir, síðan rannsóknarinnar var krafist. Og er mjög- óheppilegt hve tregur bæarfógeti er að rann- saka svona mál, sem undir öllum kringumstæðum var lögreglumál. Það er rangt eða niisminni hjá bæarfógeta, að hafnarnefnd hafi ekki haldið fram kröfu sinni um rann- sókn út af slysinu. P. G. Guðmundsson : Ábygg- ing úrskurðar þessa frá bæarfógeta virðist veik, byggð á ummælum bæ- arverkfræðingsins, er í brjefinu standa, er geta vart álitist fullnægj- andi og á sömu ástæðu byggir stjórnarráðið og sinn úrskurð. Hafi verkpallarnir verið álitnir nógu sterkir, hversvegna voru þeir hafðir þá sterkari og traustari á eftir, er við þá var gert? Mjer finnst þar með viðurkennt, að þeir ekki hafi verið nógu sterkir áður. Annars virðist ekki nægilega mikil aðgæsla höfð við grandagarðsbygginguna, Núna við síðari slysið er varð þar, er maðurinn drukknaði, var enginn bátur nærri til björgunar.eða björg- unarhringur að kasta til mannsins. Œtli út af því slysi verði rannsókn hafin fremur hinu ? K- Zimseu : Það er of fljótt að gera aðfinnslur út af því slysi, á meðan próf standa yfir út af því. Rangt, að bátur hafi ekki verið nærri. Hann var svo sem 400 metra í burtu. Nóg af lausum staurum við hendina að kasta til mannsins, sem var gert, en reynd- ist árangurslaust. P. G. G.: K. Z. vill verja þetta mál. Það var enginn bátur við garðsendann; ekki sama, hvar bátur er, hvort hann er 400 meter uppi á þurru landi eða úti á sjó. Frh. Massage læknir Guðm. Pjeiursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (níðri). Sími 394. Fisksala. Frumvarp til reglugerðar fyrir fisksölu í Reykjavík. 1. gr. Enginn iná hafa fisk, sem veiddur er í sjó, hverju nafni sem | nefnist, á boðstólum fyr- ir bæarbúa, nema hann hafi þar til fengið skriflegt leyfi bæar- stjórnar. Bæarstjórnin veitir slík Ieyfi er fullnægt er þeim ákvæð- um um tilhögun fisksölubú'ða, sem talin eru í reglugerð þessari. Undanþegnir þessari grein eru þó þeir, sem stunda sjálfir sjó- róðra frá Reykjavík. 2. gr. Fisk má eigi selja á öðrum stöðum en í fisksölubúð- um, sem útbúnar sjeu á þann hátt, sem reglugerð þessi mælir fyrir um. Þó skal þeim, sem stunda sjóróðra frá Reykjavík, heimilt að selja nýan fisk úr róðri á lend- ingarstaðnum. 3. gr. Öll fisksala á götum bæ- arins er bönnuð. 4. gr. Fisksölubúðir má eigi hafa á öðrum stöðum en þar, sem fráræsli er um neðanjarðar holræsi. 5. gr. Fisksölubúðum skal haga eftir fyrirmælum heilbrigðisnefnd- ar. í slíkum búðum má eigi hafa aðrar vörur á boðstólum en fisk, og skulu þær að minnsta kosti fullnægja þeim skilyrðum er hjer fara á eftir, enda má eigi taka þær til afnota fyr en fengið er leyfi heilbrigðisnefndar. 1. Gólfið skal vera steinsteypt og í því skolpop; slcal það hafa halla að skolpopunum, en þaðan holræsi til sjávar eða í götuhol- ræsi. 2. Búðin skal eigi vera lægri en svo, að 4 álnir sjeu undir loft. Loft skal gipsa. Veggi skal fóðra með gleruðum flögum, ella rjóða á þá vandaðri sementsblöndu. 3. Söluborð skal vera í búð- inni, skal á því, svo og öðrum borðum, sem fiskur er lagður á, veramarmarahella eðaflögusteins- þynnur eða sinkþynnur. 4. Hafa skal í búðinni vatns- þró og vatnshana og veita að vatni svo auðvelt sje að skola fiskinn og þvo. 5. Búðin skal vera björt og gluggar skuiu vera á tveim mót- settum hliðum og þá hægt að opna svo að blásið geti í gegn- um búðina. 6. Fiskinnýfli, slor eða úrkast úr fiski má eigi hafa í búðun- um. 7. Fast við fisksöiubúð skal vera vatnshelt, lokað slorilát eða slorgryfja, sem útbúin sje á þann hátt, sem segir í 20. gr. heil- brigðissamþykktarinnar um áburð- argryfjur. v 6. gr. Bannað er að selja fisk, sem er úldinn. Næturgamlan fisk má selja ó- slægðan fram til kl. 3 e. h. á daginn. Eftir kl. 3 e. h. tná engan fisk selja óslægðan. Eldri fisk en næturgamlan má eigi selja óslægðan. Bannað er að frysta skemnid- an fisk til þess að hafa liann síð- an á boðstólum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.