Vísir - 12.11.1913, Side 1

Vísir - 12.11.1913, Side 1
798 Vísir er elsta — besta og út- || Sf? breiddasta dagblaðið á íslandi. "0\ 13 S\Y Vísir er blaðið þitt. Hann áttu að kaupa meðan samkeppnin varir. ‘X 1 Kemur út alla daga. — Sími 400. Afgr.í Hafnarstr. 20. kl. llárd. til 8 síðd. 25 blöð(frá 1. nóv.) kosta á afgr. 50 aura. Send út um land 60 au,—Einst blðð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstræti opin kl. 12-3. 20. (uppi), Sími 400. Langbesti augl.staður i bænum. Augí, sje skílað fyrirld. 6 daginn fyrir birtingu. ÍViiövd. 12. nóv. 1913. ðrátta í dag: •p s J3 r "O C > bfl a 3 *o Vestme. Rvík. ísaf. Akureyri Qrímsst. Seyðisf. Þórshöfn 739,8 0,1 745,1 0,5 751,2| 4,7 744.7 726,5 738.8 2,2 3,5 3,3 738,4j 8,5 i N N N NV N Heiðsk. Hálfsk. Skýað Hríð Hríð OÍSkýað 3iSkýað N—norð- eða norðr.n,A- aust-eða austan,S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan Vindhæð er talin ístigumþann- ig: 0—logn,l—andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaidi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—■ hvassviðri,9— stormur, 10—rok,l 1 — ofsaveður, 12—fárviðri. Skáleturstölur í hita merkja frost. Bíó Biografteater Reykjavíkur Bfó Ást Pierrots. Sjónleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverkin leika Frú Edith Psilander. Hr. Einar Zangenberg, Fögur og áhrifamikil ________ástasaga.___________ „Aldan”. Fundur í kvöld kl. 81/2 í '■Bárubúðc. Fjalagsmenn beðnir að mæta. Stjórnin. ■ tkklstur fást venjulega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. — Sími 93. — Helgi Helgason. Cr bænum verða haldnir í dag (miðvikudag) kl. 9 síðdegis undir sijórn Aðgöngumiðar verða seldir allan daginn í bókaverslunum og Sigf. Eymundssonar, svo og við innganginn, og kosta 1,25 og 1,00. Nínara á götuaugl. ísafoldar í SIMFRJETTIfl í Sílóam hafði það vcrið sem kviknaði á fimtudagskvöldið,] en ekki Betel. Lampi hafði fallíð nið- ur, en búið var að slökkva þegar brunaliðið kom. Edinboro’ Castl, botnvörpuskip frá Grimsby kom Vaiurinn með í gær hingað inn. Hafði hitt það að ólöglegum veiöum í landhelgi. Skip- ið var sektað hjer um 1800 kr. en afli og veiöarfæri gert upptækt. Ekki er útkljáð enn um hvortskip- ið fær að kaupa afla sinn og veið- arfæri utan uppboðs. Aflinn er 600 körfur. — Sektin er svona há af því að skipið var brotlegt áður. Föðurnafn eins brúðgumans var skakkt í blaðinu í gær. Átti að standa: Ö. K. Jósepsson en ekki Jónsson. Samsæti hjeldu nokkrir kunn ingjar Matth. Jochumssonar honum í Bárubúð í gærkveldi. Margir fleiri hefðu viljað vera þar með en vissu ekki um þetta fyr en um seinan. Fro botnvörpuskip frá Geeste- munde kom í gærkvöld með bilaða vjelina. Bragi kom af fiski í gær. Hafði aflað 1200 körfur. Fór til Englands f nótt. $QYwaYmov5’\. --- Kaupmannahöfu í gær. Rússneski gyðingurlnnn Beilis, er sakaður hafði verið um að hafa fórnfært kristnum dreng, hefur af dómstólunum verið aisýknaður af þessum áhurði- Gyðingaofsóknir er gusu upp, þegar’fórnfæringar- frjeftin barst út, eru nú rjenaðar. Báglega gengur að koma á skautasvellinu á Austurvellli. Var bunað á hann úr einum vatnsveitu- hanar.um tvo daga og nóttina milli og sáust lftil vegsumerki, svo lagði snjó yfir og þá kom þýðvindi svo ekki sjer annan árangur af þessu þriggja dægra starfi, en kostnaðinn. Nú er aftur frost og tækifæri að reyna. Gefin saman f gær Finnbogi Sveinsson og ym. Sæunn Sæmunds- dóttir frá Lágafelli í Mosfellssveit. Ilfl ÚTLÖNDLfM B Tammany-flokkurinn gjörsigraður. Svo mikinn ósigur beið hinn illræmdi Tammany4iringur í New- York við ríkisstjórakosningarnar 4. þ. m., að slíks eru engin dæmi í manna minnum. Tammany-flokkurinn studdi fil kosninga McCatl, stjórnmála- mann, en sá er í móti honum keppti, írinn John Purroy Mitchel, 34 ára gamall, var kosinn ríkis- stjóri með 110 000 meiri hluta atkvæða. Sömuleiðis hafa and' stæðingar Tammany-flokksins ver- ið kosnir á allar lausar lægri ríkisstjórnarstöðvar með 20 til 40 þúsund atkvæða meiri hluta; slíkt hið sama dómarar, er andstæðir eru Tammany- flokknum. í ríkisráði New-York ríkis hafa ándstæðingar flokksins 79 atkv. meiri hluta, og í öld- ungaráðinu 15manna meiri hluta. Republikanar, demókratar og fram' sóknarmenn gengu allir í einn flokk við kosninparnar gecrn Tammany-flokknum og nefndist sá sameinaði flokkur »fusiónist- ar«. Svo fór og að í New-Jersey var kosinn ríkisstjóri af demó- krata-flokki, J. F. Fielder, sem þeir Wilson og Bryan höfðu mjög mælt með, og hlaut hann 20 000 atkv. meiri hluta. Svo er ósigur þessi mikill fyrir flokkinn að tal- inn er hann gjöreyðilagður fyrst um sinn; eru þetta ávextir af hreinsunarverki því hinu mikla er Roosevelt hóf, en Wilson og aðrir foringjar hinnar nýu stefnu hafa öruggir fylgt fram. Járnbrautarslysið á Frakklandi- .Nánari fregnir en stóðu í sím- skeytinu hjer í blaðinu 6. þ. m eru nú komnar af því. Slysið varð við Melon járnbrautarstöð, 28 mílur frá París. Rakst hraðlest.frá Mar seille á járnbrautarvagn frá Lyon var þetta að kvöldi dags uin kl. 10 á brautamótum. Tók hraðlestarstjór inn, er ekið hafði með 66 enskra mílna hraða á klukkustund, ekki eftir merkjum þeim, er hinn vagninn gaf og rákust svo gufuvagnarnir á, svo mjög að þeir klemmdust hvor inn í annan. Vagnarnir stóðu þegar í ljósum loga, en svo var mikil þoka á, að ekki sást gerla yfir alla hrúguna. Mölbrotnuðu þeir og sprengdust sundur með braki og brestum, en fyrst að morgni sáu menn til hlíta, hversu umhorfs var. Bana biðu þarna 50 manns (aðrir segja 45—50) þar á meðal 20 póst- bjónar. Hversu margir hafi meiðst er enn ekki taiið, en þeir eru inargjr. Björgunarvagnar koinu til hjálpar, en örðugt injög var að bjarga fólkinu því allt var í einni hrúgu og livarvetna fyrir glóandi járn og brautarteinar sjóðheitir. Meða! dáinna er nefndur Dr. Ja- bóulet, prófessor í læknisfræði frá Lyon, vísindamaður mikill. — Feikn- in öll höfðu björgunarliðar fundið af dýrgripum, gimsteinum og banka- seðlum í öllu skraninú. Mikið er látið af dáðríkri framgötigu bróður flugmaunsins Vedríne í því að bjarga. ' Hraöleslarstjórinn hefur verið tekinn fastnr og búist við að hann verði látinn sæta ábyrgð fyrir aðgæsluskort er slysið bar að. Hörmungasögu segir af konu nokkurri er lá skorðuð í 8 stundir undir vagnbrotum. Björgunarliðar hjeldu að þeir hefðu náð öllum úr hrúgur.ni er á lífi voru og ætluðu að ná líkum póstmanna, er einn þeirra heyrði stunur. Ljós voru borin að og sjer til skelfingar sáu björgunarliðar konuna liggja þarna rígskorðaða. Fætur hennar voru fastir milli járnsláa úr annars flokks vagni er hún hafði farið í, og yfir brjóst hennar lá bjálki mikill, og þar á ofan var hár hennar flækt í einhverju svo höfuðið var reygt aftur á bak Ungur björgunarliðsforingi braust nú til konunnar, gat hann rutt frá trjám nokkrum, en er að henni kom sá hann að lítt tnundi auðið að bjarga henni. »Klippið af mjer hárið Það rneiðir mig!« voru fyrstu orðin er hún mælti. Svo bað hún um vatn, og bað þess að draga sig undan þessum þunga, áður en Iog- arnir næðu sjer. En skjótt sást að það var enginn vegur þá í svip, því ca. 40 .smálesta þungi af jární og trje hvíldi á bjálkum þeim er skorðuðu hana og væri við þeim hreyft, var auðsælt að aliur sá heljar- þtijtgi ntundi falla á hana og merja hana sundur. Tveir rnenn fóru til hennar með vatn og skæri. Þeir klipptu har hennar og höfði henn- ar komu þeir í lag og Iauguðu andlit hennar. Hún stundi í sífellu en missti aldrei meðvitund og töldu bjargliðar henni trú um, að hún yrði frelsuð von bráðar. Vesiings konan kvaðst vera lcona Amic liðs- fotingja. »Hvar er maðurinn minn? Hví er hann ekki hjá mier?« hróp- aði hún. Enginn hafði hugrekki eða brjóst í sjer til þess að segja henni að hann væri dáinn af slys- inu. Undir morgun gáfu læknar henni morfín. Kl. 5 að morgninum braust dr. Sicard, Iæknir járnbraut-, arfjelagsins með járnbrautarþjóni til hennar og var þar inannhætta að fara vegna hrynjandi járnbolta og illt vegna smá sprenginga að kom ast áfram. Var þá auðsætt að kon- an var að dauða komin; nú gat hún vara orði upp komið. Síðasta bæn hennar var sú, að læknirinn tæki skrautgripi sína og peninga og afhenti fólki hennar. Henni var nú gefin af nýu morfín-innspýting og rjett á eftir gáf hún upp and- ann. Hafði hún þá legið með marða limi og moiaðar fætur fullar 8 klukkustundir. Járnbrautarslys í Belgíu varð um miðnætti aðfaranótt 5. þ. m. við Liége. Margir menn rneidd- ust, þrír biðu bana og þrír voru taldir af.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.