Vísir


Vísir - 14.11.1913, Qupperneq 2

Vísir - 14.11.1913, Qupperneq 2
V I S I R ◄SH3 ssaaág^ *■ jsbsebÞ' lækur, innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG kaupa menn í BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. 9 L.ækjargöíu 2. ^aupati^ut - Sí ‘g ss °Sí s p «4* 5 cO Karlmannafatnaðir Dragtacfni Svuntutau Skófatnaður einkum handa börnum. Matvara allskonar, epli, appelsínur, laukur á 12 au. pd, o. fl. Maísmjöl ódýrast hjer. Saltkjöt betra en annarsstaðar. tfl <0 I LO W» 153 °\ a* 9» <5 O! «< 2S •jn cv PEYSURNAR FRÆGU og NÆRFOTIN erú nú komin í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. ____Döm ukjólar, blusur og pi 1 s, ásamt mörgu fleiru, er nýkomið í Nýu verslunina Vallarstræti. D OMUEE GrMÁPTJEN AE eru loksins komnar. Fagrir litir, ódýrar í Austurstræti 1. Ásg. Gr. Grimnlaugsson & Co. y S dag. Háflóð kl.5,9' árd. og kl.5,29’ síðd. Afrnœli. Marta Markúsdóttir, 80 ára. « A morgun Afmœli. Frú Guðrún Jónsdóttir. Axel Andersen, skraddari. Einar I. Erlendsson, trjesm. Helgi Teitsson, hafnsögumaður. Sólmundur Einarsson, kennari. Pósiáætlun. Ceres fer norður um land til útlanda. Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Vestan- og norðanpóstar koma. Hafnaríjarðarpóstur kemur og fer. | RADDIR ALMENNINQSj Sjómannaskýlið á Hörgslandsfjöru. Laugardaginn 9. nóv. tbl. 794. stendur í Vísi grein um skipbrots- mannahælið í Máfahlíðt Af því grein þessi er ekki að öllu Ieyti rjett1), og þar að auki ónákvæmlega Iýst húsinu o. fl., þá ætla jeg að skýra betur fra' því, þareð jeg var við það starf frá byrjun og þar til því var lokið, og því öðrum fremur skýrt það nákvæmlega. Staðurinn, sem húsið er á, heitir ekki Máfahlíð, heldur Máfabót, og er fram undir sjó, 2—3 tíma reið otan af Síðu. Húsið stendur á 6 sementsstöpi- um, sem steyptir eru rúmar 2 álnir ofan í sandinn, en eru það háir fyrir ofan sand, að vel má ganga hálfboginn undir grunn húss- ins. Á þessum stöplum liggja 3 sterkir járnbitar, sem húsið hvílir á, og eru járnboltar úr stöplunum gegnum þá með sterkri »ró« á endum. Húsið er hvítmálað með rauðum krossi á hvorri hlið, og mænir ca. 1 meter á breidd. Rúm er fyrir 12 manns, fatnaður, alls- konar matur, kol, olía, mikið af smíðatólum.apótek, flugeldaro. m. fl. f húsinu er 1 bátur, sem Ieggja má saman, snildarlega gerður, og má þannig bera hann á milli sín. Tveir sleðar eru þar og 2 tjöld, eins og áður er getið. En auk þessa 1 báts eru 2 aðrir við hvorn ós, (því húsið stendur á milli Veiðióss og Skaftáróss,) svo ef skip strandar fyrir austan eða vestan þessa ósa, geta þeir komist yfir þá til hússins, þareð bátarnir eru til taks. En ef þeir stranda milli ósa, er húsbáturinn til þess ætlaður að komast á honum austur eða vest- ur yfir ósana, svo strandmenn geti fylgt stikum, er þaðan liggja til bæa. Á þaki hússins eru kassar 2 fyrir »Iugtir« þannig gerðir, að Ijósið sjest til bæa, en alls ekki út á sjó, sem gæti valdið misskilningi og villu fyrir sjófarendur. Ennfremur var byggt sjómerki 25^2 alin á hæð, allt úr járni, og er það nær sjó en húsið, ca. 74 klukkutíma gangur. Það stendur ’) Hún er tekin eftir Lögbirtingablað inu. eins og húsiö á sementsstöplum, og er sem pýramidi í lögun með stóru tígulmynduðu eikarspjaldi efst, er snýr að sjó. Merkið er málað rautt og hvítt á víxl og frá því liggja 4 stikur upp að húsi, og er á hverri stiku hvítt spjald með rauðri ör, er bendir nákvæmlega í áttina á húsið, svo ómögulegt er annað en að finna húsið, þótt blindbylur sje. Frá merk- inu liggja einnig stikur út yfir Skaft- árós með samskonar örvamerkjum, er stefna þá til bæa frá ósnum og alla leið út að Steinsmýri f Meðal- landi. f austur frá merkinu eru líka stikur, sem liggja austur yfir Veiði- ós, og svo þaðan alla leið upp að Sljettabóli á Brunasandi, með eins merkjum og þær fyrnefndu. Áslik- ur þær, sem næstar eru ósunum, og sem bátarnir eru festir viö, eru kassar vatnsheldir með skjölum í og allskonar leiðbeiningum á 3 tungumálum, er segja til, hverr betra er að leita til hússins eða til bæa. Hús þetta, og allt þar tilheyrandi, er þess vert að því sje rjett lýst, því það er án efa merkasta strand- mannahæii, sem hjer hefur veriö reist, og um leið einkennilegasta hús að mörgu leyti. Eftirlit meö húsinu hefur hrepp- stjóri Þorlákur Vigfússon að Múla- koti á Síðu. Ritað 11. nóv. 1913. Ágást Jónsson. I Ahugasamir íþróttamenn, Síðastliðinn sunnudag gekk jeg árla morguns með kunningja mínum inn fyrir bæ, og sá jeg þá sýn, sem mjer þótti allmerki- leg. Á túninu rjett norðan við gasstöðina voru saman kornnir margir menn (um 20) og glímdu íslenska glímu af miklu kappi. Jeg varð mjög undrandi, því kl. var að eins liðlega 9, og jeg hafði þá skoðun, að menn á þeim aldri, sem 'þessir voru, svæfu út á sunnudagsmorgnana, og hins- vegar var jörðin svo freðin, að hún virtist allt annað en henfug til glímna, enda munu það engir heiglar hafa verið, sem voguðu sjer út á þann hála vígvöll. Jeg stansaði og horfði á um stund, gaf mig síðan á tal við einn þess- ara’glímumanna og spurði hann, hvers vegna þeir glímdu úti. »Höfum ekkert hús,« var svarið. »Ætlið þið þá að glíma þannig í allan vetur?« »Já, — eða svo oft sem hægt verður.« »Glímið þið oft í viku.« »Þrisvar þessa síðastliðnu, en framvegis verður þaðvístekki nema tvisvar«. »Og hvenær glímið þið næst?« »Þriðju- dagskvöldið er rjettur æfingatími, en við ihöfum eitt sinn orðið að beigja okkur fyrir íllviðrinu og svo getur hæglega farið oftar.« Á leiðinni var jeg að undra mig yfir viljaþreki þessara ungu manna, og hafði jeg orð á því við fjelaga minn, að rjett væri að geta þeirra í Vísi, en hann var fremur vondaufur um þoh gæði þessara kappa, sem jeg svo nefndi, og jkvað mjer best að bíða með það fram yfir þriðju- dags-æfinguna, því jeg mætt reiða mig á það, að þetta væri bölvað mont og annað ekki, þeir yrðu ekki fleiri en 4—5 á næstu æfingu, svo væri allt búið. Við deildum um þetta nokkra stund, en ákváðum að lokum, að láta þriðjudagskvöldið skera úr þræt- unni. Þriðjudagurinn kom, með frosti og fannkomu, og enda þótt jeg ekki byggist við að glímu- mennirnir teldu fært að glíma, þá rambaði jeg samt inneffir og bjóst við í það minnsta að sjá þar fjelaga minn, sem hafði verið á sunnudaginn. En það var hann, sem ekki sást, en 20 glímumenn voru þarna saman komnir, sumir

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.