Vísir - 14.11.1913, Blaðsíða 3

Vísir - 14.11.1913, Blaðsíða 3
V 1 S 1 R í Kolasundi hefur nú meö Ceres fengið miklar birgðir af allskonar Leir- og glervöru Þar má sjá margt fallegt og fásjeð, sem of Iangt yrði hjer upp að telja. Meðal annars .sem komið hefur eru afar ódýr Bollapör, hentug á barnaheimili, þar sem þesskonar hlutum er hætt við falli. — Ennfremur': Diskar Könnur, Vatnsflöskur, Sykurkör af öllum gerðum og yfir höfuð allt sem nöfnum tjáir að nefna.— Lítið því inn þjer, sem þurfið að bæta við í bú yðar. Þið fáið þar, flest sem hugurinn girnist, og gjörið góð kaup glímandi, en aðrir stóðu'og bljesu 1 mæðinni. | í seinni tíð hefi jeg heyrt svo I marga tala um, að íþróttalífið | væri að dofna, allt af fækkaði j þeim,sem tækju þátt í kappleikjum, en mjer virðist þettajdæmi benda til þess gagnstæða. í það minnsta hvað snertir glímufjelagið »Ár- mann«, sem nú heldur uppi stöðugum útiæfingum, hvernig sem viðrar, og ætlar að gera það í allan vetur. Nú vil jeg spyrja: Er ekki hægt að Ijá »Ármanni», eða þessum áhugasömu íþróttamönn- um, eitthvert hús til æfinga? Sýnum við ekki yfirleitt íþrótta- mönnum okkar allt oflítinn sóma? Er ekki ástæða til að ætla, að þeir munu innan skamms láta bugast? Þótt svo færi, væri ekki hægt að kenna íþróttamönn- 1 unum það sjálfum, heldur fjöld- anum, sem gerir háar kröfur, til hvers sem þeir gera, en varast að sýna þeim nokkra hjálpsemi eða tillit til kringumstæðanna. Þorsteinn Þorsteinsson. Magdeborgar-Brunabótafjelag. Aðalumbodsmenn á íslandi: O. Johnson & Kaaber. W _ »»«IWMa5í0W»(íW8S9t»Sfi8aB«8SS5í!?Wí8WS ■Kærur yflr tekjuskatts- skránni sendist korgar- stjóra fyrir 15. nóy. Heil sett og einstakir o § 3^ M 5 u Smekklegast og ódýrast í Vöruhúsinu. — .... i — . . Eftir H. Rider Haggard. ----- Frh. »Vel er skotið!« var hrópað. Afíur skaut Rikki og fló ör sú jafn löngu innar í rauða augað hægra megin frá ör Græna-Kobba sem hin. »Þetta er bogaskytta!* hrópuðu nienn. »En síðasta skot Kobba getur hann ekki leikið eftir eða betur gert, þótt fjandinn sjálfur gengi í lið með honum.e • Þegið þið nú, bannsettirU æpti Rikki og eldur brann úr augum hans. »Já, þegið þið, þegið þið,« mælti konungur. »Slíka boglist sjáum vjer ekki dags daglega.« Nú glennti Grái-Rikki sig, Iagði ör á streng, hóf bogann þrisvar á loft, og ljet hann þrisvar sígaaftur, ef til vill vegna^þess að hann fann vindblæ nokkurn bærast í lofti, en til þessa hafði logn verið. Fjórða sinni hóf hann bogann á loft og benti hann nú ekki jafn órólega sem fýrri, — dró hann strenginn beint að eyra sjer og sleppti svo. Örin var stiku-Iöng og þaut af stað. Virtist hún fljúga lágt og ann- an veg en örvar venjulega. Hún klauf loftið og hæfði, og það varð steinhljóð, því enginn sá hvað við hafði borið greinilega, — menn misstu sjónar á örinni. Þá hljóp markvörður fram og hrópaði há- stöfum: >Þetía eru undur og fádæmi. Hann hefur klofið með ör sinni niiðör Græna-Kobba að endilöngu og skotið beint ígegnum törgunal* Nú ráku bogmenn upp hið venju- lega gamla siguróp sitt: >Hann, hann! hann, hannH en konungs- son fleygði húfu sinni í loft upp og konungur mælti: »Slíkir menn vildi jeg að marg- ir væru hjer á Englandi! Græni- Kobbi, svo er að sjá sem þú sjert sigraður.« »Nei,« sagði Grái-Rikki og sett- ist niður í grasið. »í þessum leik erum við jafnir. En hvað skal nú hafast að næst, herra?* Hugi einn sá, — því hann gaf honum nánar gætur, að stóru æð- arnar bólgnuðu á enni hans, en það bar vott um jafnan, að haun væri í geðshræringu niikilli. »Herleikinnmunum vjernúreyna,« inælti konungur. Þá gekk fram foringi bogmanna og lýsti leik þessum. Skyldu þar tveir reyna sig klæddir í leðurstakka með hjálmgrímu fyrir andliti og , skjóta hvor á annan með oddlaus- um örvum, er krít væri borin á end- an á, og skyldi sá talinn sigraður, er fyrstur yrði fyrir því skoti, er banvænt hlyti að verða, ef ör væri ydd. »Illa er mjer við oddlausar örv- ar,« mælti Rikki, »og yfirleitt allar aðrar örvar en mínar. Við hve marga á jeg að reyna mig? Við þá þrjá?« Foringinn kinkaði kolli; »Þá ætla jeg með leyfi þínu að { fást við þá alla í einu!« | Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.