Vísir - 18.11.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 18.11.1913, Blaðsíða 2
 I dag. Háfíóð kl.8.3‘ árd. og kl. 8.27‘síðd. A morgun: Afmœli. ! Frú Ástríður Petersen. Frú Friðrikka Briem. Frú Margrjet Ólafsdóítir. Gunnar Gunnarsson, kaupm., j 60 ára. \ Sigurður Hjaltested, bakari. > Póstáœtlun. i fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda- bækur og sögubækur með myndum frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. œaauct w’wwaœrwsn.xKB 5kaum\)\suY. er Hafnarfjaröarpóstur kemur og fer. Álftanesspóstur kemur og fer. Þilskipa-ábyrgðarfjeSagsins við Faxafióa verður haldinn í lðnó upp á lofti þriðjudaginn 18. þ. m., Jjl. 5 e. m. Hetsta umræðuefni er um bætur fyrir sldpið »Ágúst*, sem brann við Snæfellsnes hæstliðið haust. Um vorið hafði verið ráðinn til Grænlands-fararinnar með Koch Vigfús Sigurðsson, bóndi á Brekku á Álftanesi, alvanur ferða- maður og kunnur að hinum mesta • vaskleik, einkum hafði hann sýnt mikinn dugnað við póstfiutning • milli Seyðisfjarðar og Grímsstaða, j er hann hafði á hendi um nokk- j urt skeið. í tilefni af þessari för brá Vig- fús búi á Brekku og flutti með konu sína og börn hingað til bæarins. Vigfús keypti þá um vorið 16 hesta til Grænlands-fararinnar, alla í Eyafirði, og hafði þá þar undir hendi um tvo mánuði áð- ur Kock kom, vandi hann þá við að jeta fóður það sem þeim var ætlað á Grænlandi og lítilsháttar fyrir sleða, en þá var sleðafæri af, svo því varð ílla við komið. Af þessum hestum varð síðar frægastur „Gráni“ frá Bitru- gerði. Hann lifði lengst allra hestanna á Grænlandi og reyndist ótrúlega þolgóður og þrautseigur og voru tár felld yfir honum, er þeir fjelagar neyddust til skjóta hann, er þeir höfðú nærri lokið ferð sinni, svo sem kunnugt er. Koch dvaldi á Akureyri þann dag er hann kom þar og hinn næsta, en um morguninn föstu- daginn 14. júní hófst ferðin frá Akureyri. Voru í henni auk Kochs og hinna tveggja útlendu fjelaga hans, Vigfús og þeir nafn- ar Sigurður Símonarson frá Reykjavik og Sigurður Sumar- liðason pósts frá Bitrugerði, en hann hafði verið eigandi Grána hins góða. Veðrið var hið ákjósanlegasta, sólskinsblíða og stafaði í sjóinn. Farangur allur hafði verið sendur áður sjóveg yfir að Veigastöðum, svo þeir fjelagar höfðu að eins lausa hesta til rekstrar. Voru “hestarnir alls 27. Eyafjarðará var mjög í vexti um þetta leyti og varð að fara hana á ferju inn hjá Gili, en er yfir ána kom var heldur sprett úr spori og farin þeysireið út að Veigastöðum og þótti útlending unum nóg um hraðann, en Is lendingarnir voru hreyknir af hestum sínum. Frh Röntgenstofnun Mskólans ^ _ - i___ *b óskar að fá ii\ leigu í a u s t u r bænum frá 1. jan næstkomandi eitt herbergi, ca. 7x9 aínir, og tvo lítil herbergi. Menn snúi sjer tíí Gunniaugs Claessens Eæknis, , , _ Talsími 77. Bókhlöðust.g 10 Eggert Claessen, Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl 10—11 og 4—5. Talsími 16. stærsta og besta er Einars Árnasonar Sími 49. Aðalstræti 8. Mikið úrva! af (gull, silfur og plett), ásarnt stóru úrvali af steinhring- um o. fl. smíðisgripum mjög ódýrt hjá Birni Símonarsyni gullsmið. | Vallarstræti 4. Minnispeningar ágrafnir og leturgröftur á aðra hluti ódýrast hjá Jóni Sigmundssyni gullsmið, Laugaveg 8. AXA hafralím fóður er besta og ódyrasta fóðurmjel handa kúin —Efnarannsókn próf. Dr.ScmidtsíStokk- hólmi er þessi: Eggjahvítuefni 8 9%. fita 4°/0, kolvatnseldi 73,1%, vatn 8,5'%, aska 5,5%-—Tekið á móti pöntunum í versl. VON. Sýnishorn fyrirliggjandi. HrossMr (tagl- og faxhár) er keypt afar háu verði i Þingholtsstræti 25 kl. 9—10 árd. Jónas (juðnmndsson, löggiltur gaslagningamaður, Laugaveg 33, sími 342. m Fallegustu líkkisturnar fást g hjá mjer—altaf nægar birgð- „ ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- | klæði (einnig úr silki) og lík- Í kistuskraut. | Eyvindur Árnason. í blaðinu »Reykjavíi:« í dag verið að segja frá draumvísum. Þeg- ar jeg las greinarkorn þetta varö það til þess, að mjer datt í hug að framkvæma það, sem jeg reyndar hafði ætlað mjer að gera einhvern- tíma: að segja frá dálítið einkenni- legum draumi, er fyrir mig bar í fyrravetur á ísafirði, þótt ekki sje heil vísa í. Jeg lá vakandi litla stund en sofn- aði svo aftur undir morguninn að- faranótt hins 23. nóveinber 1912. Mig dreymdi þá að jeg væri síadd- ur á alfaraveginum fyrir austan Ragnheiðarstaöi í Flóa. Veður var mjög bjart og sá jeg langt upp í Flóann, lengra miklu, að jeg held, en unnt er að sjá af þeim slóðum í vöku. Var hann að sjá grassljett- ur miklar og man jeg ekki eftir að jeg sæi þar nokkra mishæð. Frammi við sjóinn fyrir neðan veginu sá jeg geysimikinn garð, háan og breiðan, úr steinsteypu að jeg hjelt, og voru sumstaða.r augu á eða göt niðri við grunn. Var garðurinn breiðastur neðst en mjóstur efst og þó allbreiður. Jeg sá ennfremurtvo aðra garða af líkri gerð liggjasnið- hallt upp Flóann, annan austan frá Þjórsá, jeg hjelt, sniðhallt í norðvestur og sá jeg ekki efri enda hans; hinn nokkru fyrir vestan mig frá sjó, sniðhallt í norðaustur; sá jeg heldur ekki efri enda hans, og talsvert bil var rnilli beggja norður- endanna. Meðfram þessum görðum voru grafnir geysimiklir skurðir og var vatn í þeim báðum. Var sljett- an, er við mjer blasti, eins og afar- stór þríhyrningur, breiðastur til suð- urs þar sem jeg var, en opin að norðanverðu. Jeg var að furða mig á þessu, en þóttist vita í svefninum, að mannvirki þessi heyrðu til Flóa- veitunni fyrirhuguðu, þótt ekki skildi jeg vel í þessu. Þykir mjer þá koma til mín ungur maður, á að giska tvítugur, nokkuð hár, hvat- legur mjög á fæti, í gráum »sport«- fötum, með gular legghlífar og enska húfu. Hann heilsaði mjer og sagði að jeg þekkti sig líklega ekki, kvaðst hann vera »bróðir Svein- bjarnar búfræðings frá Hjálmholti og þeirra bræðra«, en nafn hans mundi jeg ógerla er jeg vaknaði, — minnir þó að hann nefndi sig Jón, og ekki man jeg glöggt and- litsfallið, nema að hann var togin- leitur og rjóður og drengilegur mjög að sjá. Kvaðst hann vera »ingeniör« og eiga að sjá um verk þetta, og spurði, hvort mjer fyndist ekki mikið breytt hjer. Jeg játti því og ljet í ljósi eitthvað um mikils- verðar framfarir. Hann svaraði fyrst engu, en er jeg fór fleiri oröuni, sem jeg man ekki, um þetta, jank- aði hann aðeins, brosti undarlega raunalega, varð niðurlútur og pjakk- aði með keyri, er hann hjett á, ht- ið eitt í jörðina, sem mjer þótti nú vera sandur, þar sem viö stöðum. Svo segir hann: »Þjer hafið gam- an af kveðskap, er ekki svo?« JeS játti því. «Á jeg þá ekki aö lofa yður að heyra vísur, er ortar hafa verið hjerna nýlega?« segir hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.