Vísir - 18.11.1913, Blaðsíða 3

Vísir - 18.11.1913, Blaðsíða 3
V í S 1 R Jú, jeg sagöist gjarnan vilja heyra þær. rór hann þá fyrst með eina vísu ferskeytta, er jeg mundi alls ekki nokkurt orð úr þegar jeg vakn- aði, nema mig minnti að hann nefndi þar í mannsnafnið Pjetur, og jeg hjelt að hann ætti við Pjeíur á Gautlöndum, og efnið var eitthvað um framfarir og ráðherra einhvern að mig minnti. En síðari vísuna mundi jeg aila, nema fyrstu ljóðlín- una, er jeg gat ómögulega rifjað upp fyrir mjer. Þegar hann hafði farið með vísuna vaknaði jeg. Vísan, eða vísubrotið, er svona: 1 ' sá er nú við dyrnar, jörmun efldi jötuninn, sem jafnar um framfarirnar. Jeg sagði konu minni drauminn um morguninn og ýmsum fleirum þar vestra síðar, því mjer og öðr- um þótti hann dálítið einkennileg- ur. Skal jeg og geta jaess, að jeg man ekki til að jeg hafi öðru sinni heyrt í draumi vísur, er jeg hef ekki heyrt í vöku. Má nú hver hlægja að mjer og draumnum sem vill. Rvík 15. nóv. 1913. Guðm. Guðmundsson. ITæ k n a rH|| Guðm.Björnsson j landlæknir. |§ p Amtmannsstíg 1. Sími 18 p H Viðtalstími: ld 10—11 og 7—8. Guðmundur Hannssson | prófessor. p Hverfisgötu 2A. Sími 121. p p Venjulega heima eftir kl. 5. |j Massage-lœknir Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394. ri»mi:«»ne«Be»a«neBea< Gunnlaugur Glaessen læknir. Bókhlöðustíg 10. Heima kl. 1—2. Sími 77. 'I M. Magnús, ® Ilæknir og sjerfræðingur í húðsjúkdómum. Viðtalstími 11 — 1 og 6V2 — 8. | Sími 410. Kirkjustræti 12. !Ö1 Gunnarsson , læknir. Lækjargötu 12A (uppi). Liða- og bein-sjúkdómar (Orthopædisk Kirurgi) Massage, Mekanotherapi. ® Heirna 10 —12. Sími 434. 6 ________________________ Þorvaldur Páísson læknir, sjerfræðingur í meltingarsjúkdómum Laugaveg 18. Viðtalstími kl. 10—11 árd. Talsímar: 334 og 178. 0\ Þórður Thoroddsesi fv. hjeraðslæknir. Túngötu 12. Sími 129. m Viðtalstími kl. 1—3. «3 m m liin fagxa. ----- Frh. »Jeg verð að ná íeinhvern kveun- mann, — einhvern, sem jeg get treyst,« sagði læknirinn óttasleginn. »Við skulum sjá ti),« svaraði her- togiun og fór hljóðlega ofan. í ganginum stóð ungfrú Marion náföl og titrandi, en iiarkaði vel af sjer, svo hún sýndist köld og róleg. Hún spurði einskis, en hertoginn svaraði þvi, er hann las út úr aug- um hennar. »já, hann er lifandi, góða!« sagði hann alvarlega. »Meira get jeg ekki sagt. Þetta er göfugmenni mikið! Veistu hvar hann er?« »Já, pabbi,« sagði hún blíðlega, og henni vöknaði’ um augu. »Og hann hætti lífí sínu fyrir þennan hund!« hrópaði hertoginn hásum rómi. »Mig vantar hjúkr- unarstúlku, Marion.* Hún leit á föður sinn. »Bíddu hjerna,« sagði hún og þaut ofan. Að fám mínútum liðnum kom hún aftur með frú Parkhouse. »Hjer er kona, sem vill hjúkra honum,« sagði hún og var móð mjög, þvi hún hafði hlaupið. Frú Parkhouse hneigði sig; hún tárfelldi en mælti ekki orð. »Það er gamla ráðskonan frá jarlssetrinu. Jeg hef sagt henni liver hann er, pabbi,« sagði ungfrú Ma- rion. »Við ætlum báðar að hjálpset að því að hjúkra honum.« Hertoginn renndi nú grun í leynd- armál dóttur sinnar. »Það er ágætt,» sagði hann blátt áfram. «Farið þjer upp á loft, frú Parkhouse. Við Marion verðum hjer niðri til taks, ef ú okkur þarf að halda. — Hvert ætlarðu, Marion?« »í Hjáleiguna, pabbi,« sagði hún rólega. »Þar er mín við þörf. Ves- lings stúlkan, sem hann ann og elskar hana svo heitt, pabbiU »Ungirú North?« spurði hertog- inn. »Já,« sagði ungfrú Marion oghorfði fast í augu honum án þess að var- ir hennar titruðu hið minnsta. — »Við verðum ekki síður að hugsa um hana en hann. Hugsaðu þjer, hvernig henni muni líða, pabbi, þegar hún kemur ti! sjálfrar sín. Hún veit ekkert enn, sem beturfer. — Hún iá í óviti sem dáin væri, eins og hann, þegar jeg skildi við hana. Jeg kem aftur rjett bráðuní. Ó, pabbi, bið þú, bið þú fyrir hon- um að hann lifi þetta af.« Og í fyrsta sinni sást ungfrú Marion þerra tár úr augum sjer. Og þá um leið kom einhver inn, — föl stúlka, frá sjer numin af sorg og hugarkvöl. Hertoganum brá. »Marion!« sagði hann aövarandi rómi. Ungfrú Marion leit við. »CyrribeIína?« hrópaði hún. »Er þetta virkilega þú?« — Þú hjerna! En, góða, — er þetta hyggilegt?« Hún faðmaði hana að sjer. Cym- belítia ljet sjer það lynda í fyrstu, en sleit sig svo lausa. »Godfrey?« var það eina er hún gat sagt. Frh. jg RftDDiR ALMEMINGSg Ríma af »Fram«-bardaganum í níutíu er- indum ort af »Jónmundi flokkleys- ingja« kvað vera hlaupin af stokk- unum og væntanleg fyrir aimenn- ingssjónir mjög bráðlega. Ríma þessi er víða »dýrt« kveð- in og í mjög fornum stí! og frá- sögnin lík og gerðist í rímum út af hinum válegustu orrustum til forna. Ein höfuð bardagahetjan vegur að »Jóni verkfræðing« með hvorlci handhægara nje óverulegra vopni en brúnni af Norðurá, en verk- fræðingurinn bregður þá »Lotterí- inu« á »axarskaft« og verst með því vopni af mikilli hreysti. — Þá eiga þeir herforingjarnir, »Claessen« og »Haagensen« ógurleg vopna- viðskifti og lýkur þeim svo, að »Claessen« klýfur »Haagensen« í herðar niður, o. s. frv. Er það spá vor, að bæarmenn muni keppast um að eignast rímu þessa, verðið má og heita lágt, þ. e. kr. 0,25, því í rímunni eru minnst 30 »dýrt« kveðnar vísur, en »dýrt« kvcðin vísa virðist ekki ofmetin á einn eyri, er því sann-nefnt gjaf- verð á rímunni allri. Vígiundur. eru smíðaðir fljótt og w vel hjá ^ f Birni Simonarsyni gullsmið, Vallarstr. 4. Íi eru oftast til |fyrirliggjandi hjá BirniJSímonarsyni gullsmið, Vallarstræti 4. Fóðurmjöl sjerstakléga gott fæst hjá Tryggið líf yðar í líísábyrgðarfjelaginu Carentia. Umboðsmaður Ö. Gr. Eyjólfsson, Austurstræti 3 (uppi). Ferðavátrygging- Duglega umboðsm. vantar. 1 ®—--------------------- Kína lífs-elixír fæst hjá Jlic, 3\aYtiascm. J.i imnwTmniwimnifiiiMWЗg—n^—■BBi Brennt og malað Kaffi ódýrast og best í versl. Ásgríms Eyþóissonar Austurstræti 18. Eftir H. Rider Haggard. ---- Frh. Hans Hátign nam stað frammi fyrir Ríkarði bogabendi og tók til máls: »Ríkarður bogabendir!* mælti konungur. »Aldrei hefur slík bog- list sjest á Englandi, sem þín er, aila þá tíð er vjer höfum setið hjer á veldisstóli, og víst skal hún ekki ólaunuð verða. Fje það, er þú lagð- ir undir, skai verða goldið þjer af fjehirði vorum. Og þar á ofan er hjer gjöf Játvarðs Englakonungs, vinar bogmannanna, er vjer von- um að þjer þykki sæmdarauki og ánægja að þiggja« — og að svo mæltu tók konungur ofan silkiflos- húfu sína, og tók úr henni gull-ör setta rúbínum, er í hana var smeld, og rjetti honum. »Þakkir kann jeg yður miklar, herra!« mælti Rlkki og skein út úr honum þótti og gleði. »Jeg slcal bera ör þessa meðau jeg lifi og óska þess að hverjum fjandmanni yöar, er sjer bana blika á höfði mjer, verði hún tákn og fyrirboði feigðar í nánd.« »Eflaust fer svo og það áður en á löngu líður,« mælti konungur, »því vita skaltu það, Ríkarður, að innan skamms snúum vjer stöfnum til Frakklands, hversu sem á móti blæs og þætti oss þá mikið við l'£gja> að þú værir í för með oss. Þess vegna tek jeg þig hjer með í tölu bogmanna vorra og örva- smiða og skipa þjer í bogmanna- lífvörð vorn. Mun Græni Kobbi vísa þjer á bústað og skýra þjer frá skyldum þínum í þessari stöðu; munuð þið reyna saman list ykkar bráðlega, en hafa þá Frakka að skotspónum.« »Herra!« svaraði Rikki. »Takið aftur ör yðar, því jeg get ekki orðið við þessari ósk yðar!« »Hvað er þetta, maður? Ert þú frakkneskur maður?« spurði kon- ungur reiðulegur mjög, því hann var ekki vanur því, að neitað væri sæmdarboðum hans. »Aldrei sagði móðir mín mjer það, herra, en þó veit jeg ekki fullvissu hver faðir minn var. Jeg held nú samt að frakkneskur hafi hann ekki verið, því jeg hata það íllþýði eins og hunda og rottur. En jeg á góðan vin og húsbónda, herra, og vil ekki skifta á honum fyrir nokkurn annan, en — afsakið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.