Vísir - 20.11.1913, Blaðsíða 1
806
21
i \/ICft1 er e,sta — besta og út- i
§ ¥ loll breidda?ta dagblaðið á ®
— íslandi.
\S\Y
■ Vísír ér blaðið þitt.
Hann áttu að kaupa meðan samkeppnin
varir.
£6
Kemur út aila daga. — Sími 400.
Afgr.í Hafnarstr. 20. kl. llárd. ti!8síðd.
25 blöð(frá 1. nóv.) kosta á afgr. 50 aura.
Send út um land 60 au.—Einst blöð 3 au.
Skrifstofa í Hafnarstræti 20.,.(uppi),
opin kl. 12-3. Sími 400.
Langbesti augl.staður i bænum. Augt.
sje skilað fyrirkl. 6 dáginn fyrir birtingu.
Fimtud.|20. nóv. 1913.
Veðrátta í dag:
Loftvog £ :< Vindhraði bJ3 Jg n c *o (D >
Vestme, 732,1 0,5 sv 2 Hríð
Rvík. 734,2 0,5 0 Hálfsk.
ísaf. 738,0 0,2 NA 5 Alsk.
Akureyri 735,2 2,5 NV 1 Alsk.
Grímsst. 700,0 7,0 OAisk.
Seyðisf. 723,7 1,2 NA lHríð
Þórshöfn 731,3 ■ 6,8 vsv 5|Skýað 1
N—norð- eða norðan,A —aust-eða
austan,S—suð- eða sunnan, V— vest-
eða vestan
Vindhæð er talin ístigumþann-
>g: 0—logn,I—andvari, 2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9 — stormur, 10—rok,l 1 —
ofsaveður, 12—fárviðri.
Skáleturstölur í hita merkja frost.
' ' I Biografteater lirp ' '
lO| Reykjavíkur jolO
Fyrsta ástin.
Fórnin hennar.
Verulega fagur og átakanlegur
sjónleikur í þrem þáttum.
Aðalhlutverkið leikur
Frú Lilli Beck.
Bónorð Gissemands.
(Aukamynd).
Frammúrskarandi hlægileg.
®tkkistur fást venjulega tilbúnar
Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
gæði undir dómi almeunings.
Sími 93. — Heigi Hlelgason.
>
»Arvakur«
flytur 21. nóv. auk tramhalds af
byrjuðum greinum, meðal annars:
»Hreini gangurinn«— fsl.I stein-
olíufjelagið. — Danskur hnifur.
RikisráDsframmistaðan. — Kysst
á vöndinn. — Eftirhreitur af Fram-
fundi. — Nýustu innl. og útl. frjettir
o. m. fl.
Brennt og maiað
Kaffi
ódýrast og best í vtrsl.
Asgríms Eyþóissonar
Austurstræti 18.
ÖR BÆNUi
Anna Rósinkrans er 82 ára í
dag.
íslenski Rochefort-osturínn er
kominn í verslun Einars Árnasonar.
lngólfur Arnarson seldi afla
sinn í Grimsby á þriðjudaginn fyrir
kr. 8200,00.
Earl Monmouth seldi afla sinn
í gær í Grimsby fyrir kr. 8670,00.
Fálkinn skrapp hingað inn aftur.
Voru yfírmennirnir boðnir á dans-
leik hjá Borgaraklúbb Reykjavíkur í
gærkveldi. ________
Prentsmiðju D. Östlunds er lokað frá
sölarlatji á föstud. til sólarlags á laupard.
§1 SiwjtjeUu.
Isafirði í dag,
Bátur ferst á Súgandafirði ný-
lega og 6 rnenn. þeir rjeru til fiskjar
og hefur ekki spurst til þeirrasíöan
þeir lögðu frá landi.
Aflaíítið er hjerog gæfiir stopuiar.
Töluveröur afli var í gær og er þaö
í fyrsta skifli í langa tíð.
O'UTAK AF LÁKDI gj
Músavík (nyrðra); Nýtt sláturhús
hefur verið byggt hjer í sumar
vandað og veglegr. Á það Aðal- .
steinn kaupmaður Kristjánsson. Eru |
nú þrjú sláturhús í þorpinu.
Af fjenaði er hjer sett á vetur
um 30 kýr, 500 kindur og rúm-
lega 100 geitur.
Grenivik: Húsbruni varð hjer
nýlega. Var það býlið Þengilbakki,
eign Björns bónda Jóhannssonar.
Nær engu varð bjargað og fórst
þar allur vetrarforði bónda, fatnað-
ur, búsmunir o. fl. Er skaðinn
lionum mjög tilfinnaniegur, því
bæði hús og inunir var óvátryggt.
Akureyri: Lán hefur bærinn
tekið hjá eiganda Höepfnersversl-
unar til kostnaöarins við vatnsleiðsl-
una, en það skilyrði fylgir lánveit-
ingunni.að bryggja sje byggð fyrir
20 þús. krónur norðan við innri
hafnarbryggjuna.
Gangandi fóru um daginn tvær
stúikur norðan úr Miðfirði og suð-
ur í Borgarnes og voru fylgdar-
lausar allt af, nema yfir Holtavörðu-
heiði. Firam daga voru þær á leið-
iuni og gekk ferðin hið besta nema
síðustu dagleiðina, frá Munaðarnesi
til Borgarness, þá var hið versta
veður. Stúlkurnar heita Jónína og
Ástríður Pálsdætur írá Aðalbólf.
Komu þær hingað með Ingólfi í gær.
Ferðir Vigfúsar
Sigurðssonar.
---- Frh.
Eftir góðan morgunverð var
tíminn kominn að búa á klárana.
þá var líka vökumaðurinn kom-
inn með þá að tjaldinu.
Var nú lagt af stað um kl. 7
og haldið Sem leið liggur til
Skjálfandabrúar, var þá manna-
ferð mikil í hjeraði, því Suður-
þingeyingar höfðu efnt til
skemmtisamkomu að Ljósavatni
þann dag,‘ og komu stórir hóp-
ar móti 'þeim fjelögum af glöð-
um piltum og stúlkum, því þing-
eyingar eru hinir mestu gleði-
menn. Var og auðsjeð á öllu að
þeir hugðu gott til skemmtunar-
innar.
Nú var beygt af póstleið er
komið var yfir Skjálfandafljót og
haldið fram Bárðardal með ánni
austanverðri. Er Bárðardalurinn
fríður mjög, grösugar^hlíðar lyngi
vaxnar og sumstaðar skógur,
en áin rennur siifurhvít eftir
miðjum dalnum.
Var ráðgert að hafa náttstað
að Lundarbrekku, en er þangað
kom var bærinn tómur að kalla.
Að eins fy'rirfannst þar einn
kvennmaður og þorði hún ekki
að leyfa hagagöngu fyrir hestana.
En annars var hvert mannsbarn
úr bænum á samkomunni að
Ljósavatni.
Var nú beygt af suðaustur frá
fljótinu og haldið yfir Syngi vaxna
hálsa.
Var komið að Svartárkoti um
miðnætti og þá fólk allt í svefni.
Var guðað á glugga að góðum
og gömlum landssið og kom
einn sonur bónda út. það var
fljótt uppvíst að bóndi var ekki
heima. Hafði hann riðið sem
aðrir hjeraðsmenn með flestu
heimafólkinu á samkomuna góðu.
þó var húsfreya heima lijer og
leyfði hún hagagöngu og ljet
yngri son sinn vaka yfir hestun-
um um nóítina, en hestarnir voru
nú mjög órólegir sökum mý-
vargs, sem hjer var allmikið
af. Er hjeðan stutt til Mývatns,
þessarar allsherjar uppsprettu
mývargsins, og svo er nokkuð
mý einnig úr Svartárvatni,
Frh.
Þinglýsingar
20. nðv.
1. Lárus Lárusson kaupm. selur
22, júli þ. á. Jóni Þorkelssyni,
Flekkuvík á Vatnsley^uströnd,
fiú'seignina no. 6 í Brötiugötu
fyrir 22 000 kr.
2. Stefanía Ágústa Sveinbjarnar-
dóttir selur 30. sept. þ. á. Guð-
inundi Þórarni Sveinbjarnarsyni
húseignina no. 2 við Spítala-
stíg fyrir 8300 kr.
3. Gunnlaugur Pjetursson selur
14. þ. m. Pjetri Sigurði Gunn-
laugssyni 504 ferálna lóð við
Frammnesveg fyrir 252 kr.
BÍM'flTLðKDUMTM
!\5óbeisverð!aunsn.
Þann 11. þ. m. voru eðlisfræðis-
verðlaun þ. á. veitt prófessor Kjam-
erlingh Onnes í Leyden á Hollandi
og efnafræðisverðlaunin prófessor
Alfred. Werner í Ziirich. Þau eru
hvor um sig 150 000 krónur.
Heimasijórn á Skotlandi.
McKinnon Wood, þingmaður og
Skotlands-ráðherra, hjelt 10. þ, m.
ræðu mikla á fundi í Edinborg í
konungsleikhdsinu, ,þar sem mættir
voru 500 fulltrúar frá hinum ýmsu
kjördæmum Skotlands. Lýsti hann
yfir því, að það væri fyrirætlun
stjórnarinnar að veita Skotum hgima-
stjórn. Mælti hann fastlega 'með því
og kvað það tímabært rtiáf og myndi
samkvæmt þjóðarvilja Skota. Kvað
hann sjálfstjóru Skota með þingi
heima á Skotlandi myndi verða bæði
alríkinu til gæfu og Skotum sjálf-
um til góðs. Miklar umræður biaðá
og meðal manna hefur nýmæli
þeíta vakið, sem nærri rná geta.
Fíug mi!5í Paris og Cairo.
Frakkneskur flugmaður, Daucourt,
er tók sjer nýiega íiugferð á hend-
ur frá Patís til Cairo á Egyptalandi,
kpm, til Konstan)inópel 9. nóv.
Gekk terðin vel, þött regn og storm-
ur teíði nokkuð fýrir. En er þeir
Daucourt og Roux fjelagi hans
lcomu til Podima-þorps á Tyrklandi,
hugðu Tyrkir þar þá vera Búlgara
og vildu hvorki fæöa þá nje hýsa,
urðu þeir að liggja úti og skýla
sjer viö illviðrinu undir vængjum
flugvjelarinnar. Spiilti það og fyrir
þeim, að þeir höfðu aðeins búlg-
arska mynt, og var þeinr því neit-
að urn matarkaup í búðum. Þá varð
peim það til happs, að þeir hitta
þar skólakennara, er skildi frönsku,
og er hann sagði þorpsbúum að
þetta væru Frakkar en ekki erki-
fjandar þeirra, Búlgarar, var þeim
tekið tveim höndum og veittur besti
beini. Þeir ætluðu að hvíla sig í
Konstantinópel í 2 daga og halda
svo áfram ferðinni.
Rafmagrss-mjaHtavjelar.
Nýlega er farið að nota . á
þýskalandi rafmagnsvjel til þess
að mjólka kýr. Vjelinni er snúið.
með handafii, — hreyfívjelin hefur
Vio hestorku og vegur að eins
4300 grömm. Eftir því sem
prófessor Lane, sá er komið
hefur vjel þessari á gang, segir
frá, getur einn karlmaður eða
kona auðveldlega síýrt 4 vjelum
í senn og mjólkað 8 kýr í einu.
Með vjel þessari hefur einn mað-
ur mjólkað 60 beljur á 2 klukku-
tímum. Reynslan hefur sýnt, að
spenarnir eru jafngóðir eftir vjel-
ina sem með fingrum væri mjólk-
að; hefur landbúnaðarfíelag þjóð-
verja látið athuga það í marga
mánuði og ræður eindregið til að
nota vjelarnar, þar sem rafmagn-
straumurinn er ódýr, — kostar
rúman eyri á hverja kú — og
auk þess er hreinlætisauki afar-
mikill að áhaldi þessu, svo hjer
er um mikla framför í landbún-
aði að ræða og búist við að vjel-
in ryðji sjer til rúms víðsvegar
um heim, þar sem stór kúabú
eru.
Sioiíð heilum soidáni!
Fregnir berast 12. þ. m. til frakk-
neskra blaða frá Tangir um það,
að fyrverandi soldáni Mulai-Hafid
hafi verið stolið af Bedúinum og
sje hann í varðhaldi hjá þeim. Víst
er það, að soldáninn hefur horfið
og ekki fundist, hvar hann sje nið-
ur kominn.