Vísir - 20.11.1913, Blaðsíða 3

Vísir - 20.11.1913, Blaðsíða 3
V I S I R CymMína Mn íagra. ----- Frh. »Láttu hana vera hjer eftir! Hjer er hennar staður, Marion!« sagði hann. Ungfrú Marion hneigði höfði og leiddi Cymbelínu blíðlega til sætis. »Vertu hjerna, góöa! Jeg ætla að fara til föður þíns og vera yfir honum í þinn stað!« sagði hún, kyssti hana og fór út. Hertoginn gat varla af borið að horfa á raunasvip þeirra. Hann sneri sjer undan, fór út og gekk fram og aftur. Ennþá var roða- glampi í loftinu frá brunarústunum og hásar raddir hrópandi mann- grúans heyrðust í næturkyrðinni við og við. Logar gusu upp úr rúst- unum öðru hverju. Bradworthy lögmaður kom til hans. »Lík konunnar er fundið, náðugi hertogi!* hvíslaði hann. — 'Það er nærri því óskemt, — hún hlýíur að hafa kafnað og líklega misst strax meðvitundina svo dauðdagi hennar hefur ekki orðið kvalafullur. Svo hefur hún grafist undir því fyrsta sem hrundi ofan í grunn.« »En — en hann, — maðurinn?« spurði hertoginn alvarlegur. Því Bradworthy hafði þá sagt honum alla söguna og einskis dulið hann. Gamli maðurinn hristi höfuðið »Það sjest ekki örmul eftir af honum, seni ekki er heldur við að búast«, svaraði lögm ður hátíðlegur á svip. »Hann fjell með þakinu og rjáfrinu og enn logar ákaflega í rústunum. Nei, Arnold Ferrers kemur ekki aftur il skila hvorki lífs nje liðinn!« »Og jarlssetrið nafnfræga er nú öskuhrúga ein,« mælti hertoginn og var þungt í huga. »Elsta og fegursta herrasetrið í þessu landi. Það er alþjóðartjón. Er það satt að fantur þessi hafi kveikt í því?« »Hann er dauður náðugi hertogi!« sagði gamli maðurinn Iágt. »Já, það er satt. Jeg talaði áðan við þjón hans, sem játaði að hann hefði sjeð hann kveikja með kertaljósi í dyratjöldum; gat þjónninn ekki varn- að honum þess, en hrópaði á hjálp — var jDað þá um seinan, því hann hafði þegar kveikt miklu víðar á sama hátt. Hann hlýtur að hafa verið vitskertur! Jeg man það nú, er það er orðið um seinan, að það var æðisgenginn slægðarsvipur í auguni hans, þegar hann gekk út úr stofunni. En þetta fer nú allt á besta veg samt!« »AHt á besta veg!« át hertoginn forviða eftir. »Já«, svaraði lögmaður alvarlega. »Ef höllin hefði ekki brunnið til kaldra kola, hefði Claude jarl af af Bellmaire aldrei fengist til þess að setjast hjer -að. Þetta fer allt vel, náðugi hertogi! Við þessa höll er í hugum fleiri manna, en mínurn, tengdur langur glæpasögu- bálkur, saga ójafnaðar og ranginda. Vel er það, að höll þeirri er við jörðu jafnað. Frh. Nærföt. Utanyflrfót Mjög miklu úr að veija af vönduðustu nærfðtum bæarins. fyrir vjelamenn, að kalla óslííandi og mjög eftirspurð. ágætu má þó enginn gleyma. Allt þetta fæst með flinu alþekkta lága verði i Vefnaðarvöt uversluninni ,Verðandi’. , v s\anö\, vevla se^áav í m. \ M. \ s\?d. vauBsM^a. Eftir H. Rider Haggard. VI. Frh. U Ö. TOBAKSBUÐIN býður sínum viðskiftamönnum stórt úrval af ágætum dönskum og hollenskum vindlum, einnig vindlinga, rússneska, tyrkneska, egyptska og ercska- Verðið er þekkt fyrir að vera hið lægsta í borginni á öllum okkar vörum. Allar vindlategundir okkar seljast svo vel, að við þurfum ekki að auglýsa neinn sjerstakan vindil eða vindling. Ojörið ekki kaup á vindlum eða öðrum tóbaksvörum, áður en þið hafið skoðað tegundirnar á Laugav. 5, j| Magdeborgar-Brunabótafjelag. | Aðaliimboðsmenn á Islandi: 1 I O. Johnson & Kaaber. i Fallegustu likkisturnar fást í| hjá mjer—altaf nægar birgð- ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- Í klæði (einrtig úr silki) og lik- kistuskraut. Eyvindur Árnason. {. Axa haframjöl, áreiðanlega besta haframjölið, sem fæst í bænum, pundið á 15 aura í versl. Von" Lauerav. 55. Þaö var aö nóni hins sama dags, er Hugi og fjelagar hans riðu af stað til Lundúnaborgar, að annar hópur manna hjelt innreið sína í Dúnvík. Fór' þar Jón lávarður frá Kleifum og margir manna hans. En þó var hvorki Játmundur Akkúr nje nokkur hinna frakknesku föru- nauta hans í þeirri för. Skap Jóns lávarðs hafði aldrei gott veriö, því þótt lífið virtist Ieika við hann, gerði hann hverjum manni lífið leitt, er nokkur mök átti viö hann. En sjaldan hafði hann þó verið reiðari en þenn- an dag, því nú var reiði hans blandin sárri sorg vegna missis einkasonar síns, er fallið hafði vegna þess að hann vildi bjarga heiðri systur sinnar og dóttur hans að áiiti þeirra beggja. Þar á ofan bættist það, að ráða- hagur sá, er hann vænti sjer mikillar sæmdar af að tækist með þessum glæsilega frakkneska lávarði og Rögnu dóttur hans og virtist all- álitiegur, var nú farinn út um þúfur og þessi þóttamikla, geðríka Ragna hafði flúið í helgan griðastað. Svo var það og, að unnusti hennar, yngsti kaupmannssonurinn, var riðinn til Lundúna,sjálfsagt í einhverjum erind- um, er ekki stóð nein heill af hvorki lávarðinum nje fólki hans, svo blóð- ug ættvíg voru óhjákvæmileg fyrir aðgerðir hans miili hinna auðugu Krossverja og allrar Kleifaættarinnar. Samt var einn sætur dropi í þess- um súra bikar lávarðarins. Nú von- aði hann að Hugi og heljarkarlinn hans, Grái-Rikki — þetta djöfulsins afsprengi, er öllu landinu stóð stugg- ur af og menn sögðu að væri óskil- getinn ættingi Krossverja og gýgjar- son — hlutu nú að vera báðir teknir og drepnir af þeim, er sendir voru á hæla þeim. Jón lávarðurreið að klaustrinu og barði ógurlega að eikidyrunum. Hurð var opnuð þegar í stað og sjera Andrjes Arnaldur lauk henni upp sjálfur, stóð hann í dyrum ýgld- ur mjög og úfinn; hjekk brandur mikill við vinstri hlið hans og sá í glitrandi riddarabrynju undir munka- kápu hans. »Hvert er erindi þitt, Jón Kleifa- lávarður, er þú ber svo hrottalega að dyrum þessa heilaga húss?« mælti klerkur bvrstur miög'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.