Vísir - 22.11.1913, Blaðsíða 3
V I S I R
Sigurðssonar.
Frh.
Næsta morgun , þriðjudaginn
18. júní var lagt upp snemma
og var nú yrir sljeíta sanda að
fara austan um Dyngjufjöll og
vestan Vaðöldu til Jökulsár (á
Fjöllum). Varð að fara yfir hana
hvort ljúft var eða leitt, en hún
er eitt með mestu vatrisföllum á
landinu og talin rnjög ílí yfirferð-
ar. Kviðu því margir þeirri yfir-
ferð.
En hjer fór öðruvísi en búist
var við, þVí hún var nú lítil sem
bæarlækur.
Allt er hjer eintómur sandur
og liggur allmikið í. Er að jökl-
inum kom, virtist sem hún hefði
horfið í sandinn, því í farvegin-
um gaf að líta víðsvegar mikla
froðu.
Haldið var nú suður til Kverk-
hnjúkarana, en hann liggur norður
ir Kverkfjöllum.
Út á milli rana þessara
liggur hraun mikið og íllt yfir-
lérðar, en þar um 'liggur leiðin
'1 Hvannalinda. Er þar eini
i róðrarbletturinn þar uppfrá og
or þar grösugt mjög á sumrum,
■ ftir þvi að dæma, hversu grænt
var orðið þar nú. Hvannstóð er
þar mikið og verpa þar grágæsir
hópum saman. Voru þær nú
búnar að unga út, en ungarnir
ekki fleygir, voru þeir að leika
sjer á lindunum og var garnan
að sjá þá þar græna eins og
grasið, og ekki var þeim mein
gjört af þeim fjelögum.
Náttstaður var valinn á lindar-
bakkanum. Voru hestarnir nú
heftir og látnir svo eiga sig, því
bæði voru þeir þreyttir og hjer
var góður hagi. Var hjer .verið
um kyrt nóttina og næsta dag,
en þá fóru þeir aftur til byggða
Jón gamli og Sigurður Sumarliða-
son með 13 af hestunum.
Föstudag var enn lagt upp,
suðaustur upp undir Vatnajökul,
varð þá að fara yfir Kreppu, en
það er önnur kvíslin er myndar
Jökulsá á Fjöllum og upp á Brúar-
jökulinn; er svo kallaður nokkur
hluti af norðurrönd Vatnajökuls.
þegar komið var að jöklinum
varð fyrir þeim aurbleyta mikil
og láu hestarnir mjög í og var
það hin versta ferð. Upp á jökul
var ha(dið um kl. 6 um kveldið?
var þar fyrst upp á auðan mel
að fara, en þá tók viö jökullinn
allflatur. Var nú komið frost þó
sólskin væri. Útsjónin norður
yfir landið var hjer hin fegursta í
kveldsólinni. Svartar hraunbreið-
urnar, grænar hvannalindir og
Kreppa silfurhvít, og í fjarska
Herðubreið með gyltan skallann
af sólskininu, en hamrabeltið
dimmblátt undir.
Nú var haldið áfram á jökul-
inn og var tilætlunin að vera á
ferðinni um nóttina, því að talið
var að þá væri betra að ferðast,
en að degi, þegar snjór væri meir-
ari og hætt við snjóbirtu bæði
fyrir menn og hesta.
En þetta gat ekki oröið, því
Nærföt. Mjög miklu úr að velja af vönduðustu nærfötum bæarins.
Utanyflrföt fyrir vjelamenn, að kalla óslítandi og mjög eftirspurð.
Olínfötunnm ágætu má þó enginn gleyma.
Allt þetta fæst nieð liinn alþekkta lága verði í
Velðarfæraversluninni ,Verðandi’.
var er besí að kaupa kol í
bænutn?
Því getur efnafræðingur best svarað. Óvilhaliast-
ur og ódýrastur efnafræðingur til þeirra hiuta er
ofninn yðar og eldavjelin og þeirra svar mun
verða: Kaupið aldrei Ijett, smá, skotsk kol, sem
liggja úti og rigna, heldur
kaupið ætíð sterk sigíuð, ensk
kol. sem geymd eru í húsie
Þau sefur;
frostskánin sem kom á snjóinn
bar ekki hestana, en skar þá
aftur á móti á fótunum. Varð
því að hætta förinni um kl. 9
um kveldið.
Hestunum var nú gefið hey og
þeir siðan bundnir saman tveir
og tveir. Var spennt teppi yfir
hvern hest til þess að verja þá
kulda, og þeir þvo látnir standa
allþjett saman rjett hjá tjaldinu.
Frh.
Eftir
H. Rider Haggard.
Frh.
»Og seg þú mjer nú, Jón lávarður
frá'Kleifum, hvers vegna þú vilt
reyna að skilja þau að, er elska hvort
annað og guð hefur viljað sarnan
leiða? Gerir þú þetta fyrir auðsins
sök og ímyndaðs heiðnrs, er þú upp-
sker aldrei? Hví vilt þú selja barn
þitt fanti þessurn hinum gulli glæsta
er hún hatar hann og hefur viðbjóð
á honurn? Nei, gríp þú ekki fram
í fyrir mjer! Jeg þyrði að kalla hann
fant og svikara upp í opið geðið á
honum og enginn hefur enn vogað
að bera mjer lygamál á brýn. Hvernig
gatst þú fengið af þjer, að líða þess-
urn frakkneska þrjóti eða syni þín-
urn eða þeim báðum í sameiningu,
að reyna að brenna og svæla til
bana í skóginum Huga frá Krossi og
Rögnu rauöskikkju dóttur þína, eins
og þau væru refir eða roltur í
bæli?«
»Þú spyr þessa, faðir, og skal þjer
svarið veitt! Því veldur það, að jeg
vil sjá dóttur mína liafna hátt í fje-
lagi lávarða og konungborinna
manna, sem tignarfrú ber, en ekkí
konu prangarastráks, sem að lögum
má ekki öðru klæðast en vaðmáls-
fötum og hjeraskinni. Því veldur
og það að jeg hata hann og allan
hans ættlið. Og hafi þetta rjettmætt
verið í gær, hve miklu rjettmætara
er það nú, er hann hefur vegið soii
minn og látið þennan bannsetta úlf,
er eltir hann eins og hundur, drepa
gesti mína með ötvum sínum og
baka nijer kvöl og greniju. Hugsa
þú ekki, að jeg hætti fyr en jeg hef
hefnt mín á honum grimmilega og
allri lians ætt. Jeg mun klaga fyrir
konungi, og ef hann vill ekki leyfa
mjer að ná rjetti mínum, skal jeg
taka hann sjálfur með valdi. Já,
þó að þú sjert gamall orðinn, skalt
þú samt lifa það, að sjá grafhvelfing
Krossverja fyllast af ‘þeim, er enn
lifa og fjendur þá safnast til feðra
sinna!«
Aiidrjes klerkur hjelt snöggvast
hendi fyrir augu, eins og hann væri
að skyggnast eftir einhverju, ljet hana
svo falla og mælti í breyttum róni:
»Svo ber mjer fyrir sjónir sem
nú mælir þú sannleik, Jón lávarð-
ur, því síðan fundum niínum bar
saman við ónefndan, voldugan höfð-
ingja í Austurheimi, er jeg stund-
um skyggn á óorðna hluti og at-
burði. Svo segir injer hugur um,
að sorg niikil og ógæfa sje í vænd-
um hjer í laudi og víðar um lönd.
Ekki er mjer ugglaust, að svo geti
farið, að margar grafhveifingar
og margir legstaðir og kirkjugarð-
ar verði líkum fylltir áður en langt
um líður. Og ekki kemur mjer á
óvart þótt senn verði opnuð graf-
livelfing ykkar Kleifarnanna í Blíðu-
borg. Vera má og að heimsendir
sje í vændum og ragiiarök bíði
bráðlega allra manna, jafnt mín sem
þín. Jeg veit það ekki, en áðan var
sarmspá á vörum þínum ogj senni-
lega okkar beggja. Ó, maður, mað-
ur!« mælti klerkur enn fremur eftir
litla málhvíld. »Óska þú engum
bölbæna hjá guði, því vel mættu
óbænir þær snúast gegn sjálfum
þjer. Far þú heim og grátbið guð
á knjánum að fyrirgefa þjer hefnd-
arhug þinn og harðsvírað hjartalag.
Sjúkleikinn færist nær þjer! Dauð-
inn er að nálgast þig og eftir hann
er — dómurinn! Jeg hef lokið
niáli mínu!«
Við ræöu þessa brá Jóni lávarði
nokkuð og hann bliknaði við í
fyrstu og rann honuin reiðin. En
við síðustu orðin klerks logaði
heiftin aftur upp í honum.
*Lát þig ekki dreyma, það að jeg
óttist álög þín og fjölkyngi, gamli
galdrahundur!« öskraði Jón. Jeg
er enn heill á húfi og kenni mjer
einskis meins, þótt rnjer renni stund-
um í skap, er jeg er rangindum
beittur sem nú. Og jafnaðarreikning
minn við guð get jeg gert upp án
þinna ráða eða aðstoðar. Og viltu
því nú sleppa dóttur minni eða
ekki?«
»Nei, í kjaustri skal hún verða
kyr, svo lengi sem lienni sjálfri
þóknast.«
Frh.
^kau§- o$
3&\ói&MsaÍau
á Laugaveg tó. er flutt aftur á
Hrosshár
(tagl- og faxhár) er keypt afar-
háu verði i Þinghoitsstræti 25
ki. 9—10 árd.
tímanlega.