Vísir - 12.12.1913, Blaðsíða 1
829
19
Vísir er elsta — besta og út
breiddasta
íslandi.
dagblaðið á
\)
\S\Y
Vísir er blaðið þitt.
Hannáttu að kaupa fyrst og fremst.
- Sími 400. 25 blöð (frá 25. nóv,) kosta á afgr. 50 au. Skrifstofa í Hafnarstræti 20, (uppi),
11 árd.til 8 síðd. Send út um land 60 au.—Einst.blöö 3 au. opin kl. 12—3; Sími 400.
Langbestí augl.staður í liænum. Augl.
sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrir birtingu.
Föstud. I!. des. 1913.
Btkklstur fást venjulega tiibunar
S á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
I gæði undir dómi almeunings. —
rnaaam Sími 93. — Helgi Helgason.
Komið í dag
til Fríkirkjuprestsins með krón-
una eða tíeyringinn til jólaglaðn-
ings fátækum.
Þjóðmmningardagurmn
vestra og hjer.
Þeim gengur betur Vestur-íslend-
ingum að halda »Íslendingadaginn'
hjá sjer, en okkur að halda »Þjóð-
minningardag« hjer.
í Winnipeg var kosin þegar 21.
október síðastl. nefndin, sem á að
standa fyrir deginum að sumri og
sitja í henni 14 manns.
Tekjur dagsins urðu í sumar
sem leið um 5000 kr. og útgjöld-
in um 3 600 kr., en auk sjóðsins
(um 1400 kr.) á dagurinn tölu-
vert af munum, og þar á meðal
vikingaskip.
í hvert sinn eru veittir margir
tugir verðlauna og eru sumir all-
glæsilegir, svo sem silfurbikar einn,
sem tekur 6 potta og er að hæð
um hálf önnur alin.
Ekki væri úr vegi að meiri rækt
væri lögð við Þjóðminningardag-
inn hjer heima, en hefur verið nú ?
um tíma og að ekki sje hann lát- ■
inn liggja niöri árum saman.
Best er að hugsað sje fyrir hon- *
um sem fyrst, en það er hlutverk 'j
Stúdentafjelagsins hjer, að hefja '
undirbúninginn. Má vænta að fje-
lagið láti málið ekki sofa lengur ;
hjá sjer. v
Frá bæarstjórnarfundi
4. des.
---- Frh.
Breyting nafns og húsnúmera á
Hverfisgötu. — Skúlaskeið.
Borgarstj. .las brjef frá bæarfógeta,
þar sem farið er fram á, að húsnúmer-
um sje breytt við Hverfisgötu, sök-
um ruglings þess er það veldur að
mörg hús með henni eru með sama
númeri. Skýrði hann einnig frá að
byggingarnefnd hafi haft mál það
til íhugunar og sannfærst um að
breyting þessi væri nauðsynleg, en
um leið og húsnúmerunum væri
breytt myndi heppilegast að breyta
nafni götunnar og fallist á að leggja
til, að nefna hana Skúlaskeið, svo
sem áður hefði komið til tals í nefnd
og bæarstjórn að hún hjeti.
K Zimsen mælti með tiiiögu
nefndarinnar. Nauðsyn væri á að
breyta húsnúmerum við þessa götu
sökum áðurgreindrar ástæðu. Um
götunafnið væri sjer ekkitkappsmál;
nefndin hefði fallist á að nafnið
væri ekki viðeigandi, verksmiðjur í
hefðu risið upp við götuna t. d.
Iðunn, og Skúli fógeti sem gatan
ætti að bera nafn af, hafi fyrstur
íslendinga stofnað iðnaðarverksmiðj-
ur. Komið hafi til tals að nefna
götuna þetta |áður (1903), en Jpá.
var sú uppástunga feld í bæarstjórn.
En nú mundi rjettara að breyta nafni
götunnar um Ieið og húsnúmerum,
hvort sem hún þá yrði nefnd Skúla-
skeið eða annað.
Kr. þorgrímsson sagði oft hafa
komið misjafnt frá byggingarnefnd,
en þetta væri það vitlausasta sem
hann hefði sjeð þaðan, því þetta
gæti enginn maður með heilbrigðri
skynsemi fallist á. Veðbrjef öll sem
menn ættu í húsum,tþyrfti að þing-
Iesa á ný, þar sem húsnúmerum og
götunöfnum væri breytt. »Jeg er
þó ekki skyldur að sýna þau veð-
brjef, sem jeg á í húsum við Hverfis-
götu, það varðar engan um þau«.
Skrítin bre yting orðin á hug K. Z.
áður var hann á móti Skúlaskeiðs-
nafninu, hefur nú í 12 ár verið að
sækja í sig veðrið, til að snúa við j
blaðinu. Skil jeg þó ekki að nafnið J
sje betra nú en þá.
7>. Ounnarson sagði Landsbank-
ann gæti þessi breyting kostað mikið
fje, því þá yrði hann að láta þing-
Iýsa öll sín veð aftur, eða hver ætti
að borga þann kostnað, bæarsjóð-
ur mundi verða skyldaður til
þess. Að kalla göluna Skulaskeið
væri afkáralegt og illa við eigandi,
Iðunn og fleiri verksmiðjur þar inn-
fra hefðu ekki verið svo arðsamar,
að vert væri að taka tillit til þess
með götunafni. Svo mætti taka þetta
nafn sem háð. Það væri versti veg-
ur á landinu er nefndist Skúlaskeið
(á Kaldadal), eða ef það ætti að
minna, ökumennina í bænum, sem
vart ljetu hestana hreifast. Þá mætti
eins vel kalla göíuna *Leggjabrjót«.
J. Por/áksson. Vil spyrja lögfræð-
ingana um, hvort þinglesa þurfi öll
veð á húsum aftur,jjef götunafni og
númerum er breytt.
Kl- Jónsson: Við því liggur ekkert
beint svar í lögum vorum, en hygg
að þess mundi þurfa.
Borgarstj. Álít að þinglestur á
nafni og númerabreytingu dugi.1; Hygg
að bæarfógeti sje sömu meiningar.
Sá þinglestur mundi Iítinn kostnað
hafa í för með sjer, bæarfógeti mundi
annast um hana. Síðar mætti breyta
nafni og húsnúmerum á veðbrjet'um
samkvæmt henni,
Eftir það var samþykt að fresta
máiinu, uns frekari upplýsingar væru
fengnar. Frh.
5^atfct\a vauBs^\^\a.
Eftir
H. Rider Haggard.
---- Frh.
»Getur það verið að þú sjert
faðir minn?« sagði hún rólega, en
átti auðheyrilega örðugt að mæla.
»Það eitt gleður mig, að móðir mín
lifði ekki þessa stund!«
Svo snjeri hún sjer á hæli og
mælti við þá, er handtóku hana:
»Heyrið orð mín, menn! Hver,
sem snertir mig minnsta fingri, er
feigur! Fyrr eða síðar skal hann
áreiðanlega deyja þeim dauðdaga, er
hann síst mun kjósa! Já, og þótt
þið myrðið mig, þá á jeg virii, er
komast munu fyrir sannleikann og
borga aftur í sarna mæli og með
hundraðföldum rentum kveinstafa
og kvala. Nú fer jeg. Verið við-
búnir, þrælar! og biðjið guð þess
að Ragna rauðskikkja stigi ekki aftur
fæti yfir þrepskjöld dýflissu sinnar.
Biðjið þess líka að þið þurfið aldrei
að horfa í sverðseggjar Huga frá
Krossi eða heyrið hvininn af örvum
Gráa-Rikka, nje að á yður hríni
bann og bölvun Arnalds klerks!«
Svo var svipur hennar ógnandi
skipandi og þóttaþrunginn, og svo
ægileg áhrif orða hennar, að þessir
örgu bófar hörfuðu undan og kerl-
ingin greip fyrir augu sjer. En Jón
lávarður ógnaði þeim svo og eggj-
aði þá bölvandi og ragnandi, að
þeir slógu hring um Rögnu, en þó
seint og ófúsfega. Gekk hún þá
út með þeim og bar höfuðið hátt
mjög og tigulega.
Fangaherbergið undir blýþakinu
á háturninum var kalt og hráslaga-
legt og húsgögn voru þar engin,
nema einn stóll og rúm á hjólum.
Fyrir því var eikarhurð mikil, er var
læst að utanverðu og slagbröndum
slegið fyrir, var á henni op örlítið,
er sjá mátti í fangann og gefa gæt-
ur á honum utan frá. Enginn gluggi
var á því, en uppí við þakið voru
smá göt eins og skotaugu á víg-
turni, er jafnvel barn hefði ekki
getað smogið út um.
Slíkur bústaður var Rögnu feng-
inn.
Þarna slcildu þeir við hana. Und-
ir kvöld var lokið upp hurðinni og
Sjana Mjöll kom inn með brauð-
hleif og vatnskrukku og setti á
gólfið.
»Vilt þú nokkuð annað ?« spurði
hún.
»Já, kerling,* svaraði Ragna.
»Þykku rauðu ullarskikkjuna mína
úr herberginu mínu og hettu þá,
er henni fylgir, og líka er rauð.
Þvottavatn vil jeg líka fá, til þess
að lauga mig, því hjer er fúlt og
kalt og jeg vil helst deya heit og
hrein. Frh.
Ágætur
Harðfiskur
og
Riklingur
fæst nú í pakkhúsinu austanvið
steinbryggjuna. Er nú á förum
í jólaösinni.
Nýkomið:
Epli — Vínber,
Kariöflur — Osiar,
Mais — Bygg.
lýlenduvörur allskonar
Margarínið ágæta.
Kaffi brennt og malað ódýrast í
V e r s! u n i n n i
Vesturgötu 39.
Jón Arnason.
Sími 112.
Ý Á B l Ó ‘ Amalíu —
——*—— en ekki meira!
e s ^ a UáUneJnv ve t v'a v \ s.
Almenningur er vinsamlegast beðinn — sjálfs sín vegna — að panta aðgöngumiðana í tæka tíð, þar eð allir aðgöngumiðar að
þessarí mynd hafa til þessa verið seldir fyrir kl. 93/4.
í sfðasta slnn í kveld.
Munið eftir símanr. leikhússíns 344. Oplð allan daginn.