Vísir - 16.12.1913, Page 1
2
Kemur út alla daga. — Sími 400. 25 blöð (frá 16. des,) kosta á afgr. 50 au.
Agr. í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. Send út um land 60 au.—Einst.blöð 3 au.
Skrifstofai í Hafnarstræti 20. (uppi)
opin kl. 12—3; Sími 400.
, Langbestí augl.staður í bænum. Aug.
sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrirbirtíugu.
Þriðjud. 16. des. 1913
Biograíieater
Reykjavíkur
»En Rekrut f-a 64«.
Sjónleikur frá stríðinu 1864.
Aðalhlutverkið leikur
hr. Carlo With.
Sönn og mjög átakanleg aívik
koma fyrir.
Hver sem kaupir
1 pd. af Cacao
faer 1 dós af hinni halkunnu Vik-
ing-mjólk í kaupbætir, í vers).
Ásgríms Eyþórssonar
Sími 316. Austursíræti 18.
*^3\s\$.
[í blaðinu í gær vrr, sökum mi'-
skilnings, prentaðurskakkt verðlauna-
lisíinn (1 og 2 þar er hið sama).
Hjer kemur þá hinn rjetti lisii]:
1- verðlaun. Gluggi^Th. Th. f
Austurstræti með nýlenduvöru.
2. verðiaun. Vöruhúsglugginn.
3. verðlaun. Glugginn á bas-
arnum á Lækjartorgi (Melsteðs-
húsi).
Verðlaunin verða afhent á nýárs-
dag.
0 R BÆNUM 1
Hlutaveltu hjelt Skátafjelagiðhjer
f Bárubúð á sunnudaginn. Var þar
margt um manninn og fjörmikið.
Fengsælastir voru Axel Andrjes-
son unglingspiltur, er fjekk hluta-
brjef í Eimskipafjelaginu. MiIIer,
verslunarmaður og Carlqvist, versl-
unarmaður, 7 álna jólatrje alskreytt
hvor um sig.
Uppboð var haldið í gær uppi í
hegningarhúsi á nokkrum (um 30)
Kaupmannahöfn 15. des. 1913.
Konstantin Grikkjakonungur er komlnn til Kríteyar og hefur
þar eiginhendi dregið gríska fánann á siöng.
vínflöskum sem höfðu verið gerðar
upptækar lijá Nielsen kaffihússtjóra
um daginn. Hafði hann við það
tækifæri verið sektaður um kr. 250,oo
fyrir ólöglega vínsölu.
Á uppboöinu komst vínið í hæsta
verð.
Matgjafir þær, sem framkvæmda-
nefnd Umdæmisstúkunnar hjer í bæ »
er að ko.na á og getið hefur [veriö
áður hjer í blaðinu, er ætlast til’að
byrji nú um nýárið. Matgjafirnar
fara f>am í G. T.húsinu kl. 10—1
árd., er húsnæðið veitt ókeypis til
fyrirtækisins og mest öll vinnan við
það.’
Myndasýningin fyrir Vísisung-
lingana var í Bárubúð í gærkvöldi,
eins og til stóð. Sýndi Magnús
Ijósmyndari Ólafsson þar sínarjfeg-
urstu landslagsmyndir víðsvegar frá
fslandi, en sýninguna sóttu freklega
300 unglingar, og var auðsjeð að
þeir skemmtu sjer hið bcsta. Síð-
asta myndin var af Jóni Sigurðssyni
og var henni tekið með fögnuði.
Að sýningunni endaöri söng öll
samkoman »Eldgamla ísafoldc.
Hreppstjórinn, leikritið eftir
Eyólf Jónsson frá Herru, hefur verið
leikinn undanfarna daga á Eyrar-
bakka.
Kong Helge var ókominn til
Vestmanneya í morgun.
Búðargluggarnir. Margir voru
þeir fallegir í fyrradag á Vísisafmæl-
inu, þegar dómnefndin gekk um, og
mætti raunar eins ve! skrifa um þá
spalladóma* og t. d. Tryggva gamla.
Skóverslun Lárusar hefur oft
liaft góða sýningarglugga hjá sjer,
hafa þar verið málverk mikii og
sitt hvað annað.
A sunnud. var glugginn þar
óvenjuvel tilhafður. Þar var mjög
* smekklega raðað gljáandi skófatnaði,
en menn vcrða að gá að því,að skór
eru skór og e ki glysvarningur
með ótakmarkaðri fegurð.
í miðjum glugganum stóð maða
ur vel búinn, hann hjelt á hamri
í hægri hendi og hafði hann rekið
nagla mikinn í gegnum hina stóru
rúðu, og stóð hálfur naglinn út úr,
voru faliin stykki úr rúðunni kring
um naglagatið og öll var rúðan
sprungin þar út frá.
Menn, sem streymdu að glugg-
anum til að skoða hann, furðuðu
sig á að dýrmæt rúca skyldi vera
eyðilögð svo, í þvt augnamiði einu
að vekja eftirtekt og hófust veð-
mál um, hvort rúðan væri í raun
og veru brotin eða að hjer væri
um sjónhverfingar að ræða.
Maðurinn, sem naglann s!ó, vildi
segja sem svo (hann þagði nú ann-
ars), sá hittir rjett, sem verslar hjer.
En við skulum núj vonaj eftir
allt saman, að rúðan sje þó heil.
Gluggagœgir.
1. jólagjöfin ti! Vísis í velur er
laglegt veggalmanak frá V. B. K.
— Vísir þakkar gjöfina.
Send\ð
tímanlega.
Kirkjuvígsla.
Hin nýbyggða kirkja frík .kju-
safnað rins í Hafnarfirði var vígð
síðastliðinn sunnudag, kl. I1/*, af
presti safnaðarins, sjera Ólafi Ólafs-
syni, að viðstöddum um 500 manns.
Vígslan var hin hátíölegasta og
vígsluræðan hin ágætasta. — Messu-
skrúði allur var mjög snotur, rn
að því leyti frábrugðinn venjunnii
að höku linn var í íslensku litun-
um, blár með hvítum krossi og
leggingum. Messusiðir allir voru
viðhaföir hinir sömu og ve ija er
í þjóðkirkjunni. — Kirkjan er hin
snotrasta og söfnuðinum til sóma.
Byggingarkostnaðurinn er að sögn
um 11 þús. krónur. Orgel er í
kirkjunni, sem kostað hefur um
500 krónur, gefið af Jóhanni Reyk-
dal.
Samsæti 'var haldið að lokinni
vígslunni og átu það um 80 manns,
þar á meðal ýmsir Reykvíkingar,
er boðnir höfðu verið af sóknar-
nefndinni. — Meðal hclstu fram-
kvænidarmanna safnaðarins eru Sig-
fús Bergmann kaupmaður, Guð-
mundur Helgason bæargjaldkeri,
Jóhannes/'Reykdal, bóndi að Set-
bergi, og Jón Þórðarson, áður bóndi
á Hliði á Álftanesi.
Qamall Hafnfirðingur.
Komið með
skófatnað yöar, sem þarf að-
gerðar nú fyrir jólin, á skósmiða-
vinnustofuna á Laugaveg 22.
Góð vinna, gott efnl,
iægsta verð.
Bróderaðar gjafír til jólanna
Blaðabönd,
Skrifmöppur
og fleira, allt ódýrt.
í Þingholtsstræti 33.
Pantið vörur með Liverpools-póstunum ‘
■ ... ■ z þeir eru á ferð bæði dag og nótt. ..— ~
ð .*. _* .* * * *“ * * s
£ 3 6tas&6$a\xvaBxxvxv verður nú sem fyrr best að kaupa í £
Sfcóvevsl&w £, tv&xnassotvax,
p t. d. Karlm.-Boxcalfsstígvjel áður kr. 11,00, seljast nú á kr. 8,75, £
Kvenn-Boxcalfsstígvjel áður kr. 9,65, seljast nú á kr. 7,50,
Barna-Boxcalfsstígvjel áður kr. 6,25, seljast nú á kr. 5,00 (^ 31—35).
* Lítið í gluggann, þar gefur að líta fallegt safn af skófatnaði, hentugum til jólagjafa.
_ _* * * *L * * * * £