Vísir - 28.12.1913, Blaðsíða 3
að villa almenningi sjónir svo lát-
laust og lengi, að hann getur enga
grein sjer gert fyrir því, hvort það,
sem söngmenn eða hljóðfæraleik-
arar láta til sín heyra, er gott, við-
unandi eða óhæfilegt, fyr en þessir
herrar hafa látið uppi álit sitt um
það í blöðunum. þd geta allir
dæmt um það og alveg óþarft
fyrir fólk að vera að grufia neitt
út í það eða gera sjer grein fyrir
því sjálft, hvort það, sem á boð-
stólum er, eigi viðurkenniugu skil-
ið eða ekki. Þessu líkt er það
einnig hvað aðrar listir snerlir hjer
í bæ, t. d. sjónleikana, málaralist-
ina, íþrótlirnar ug skáldskapinn.
Dómarnir hlutdrægir, ýmist byggð-
ir á vanþekkingu eða misskilningi,
enda stundum á eigingirni og því
mjög villandi. Um þetta mætti rita
langt mál og tilfæra mýmörg ó-
hrekjandi dæmi þessu til sönnunar
og væri þess full þörf; en skeð
gæti að þeim, sem slíkt verk tækist
á hendur, kynni að verða það til
s óþæginda og valda honum óvildar.
En svo jeg víki í fám orðum að
samsöng Fpstbræðra í fyrrakvöld,
skal jeg geta þess að þeir eru með
sama markinu brenndir ogflestiraðrir,
er syngja opinberlega hjer í bæ:
Þeir hafa fátt annað en erlend lög
með erlendum textum. Að þessu
hefur oft verið fundið áður, þegar
samsöngvar hafa verið haldnir, en
að mínu áliti er þetta síst ámælis-
vert, í fyrsta lagi vegna þess, að
lögin njóta sín miklu miður þegar
tekstarnir eru þýddir á íslensku, og
í öðru Iagi vegna þess, að við ís-
lendingar erum hvorki auðugir að
íallegum íslenksum lögum nje held-
ur að frumorktum kvæðum, sem
kveðin hafa verið undir fallegum
erlendum lögum. Eitt al-íslenskt
lag, »Lát koma vor« eftir Árna
Thorsteinsson, var á söngskrá Fóst-
bræðra í fyrra kvöld. Kvæðið eftir
Þorst. Gíslason. Hvorttveggja, lag
og teksti fallegt og vel bjóðandi
á samsöngva. Hinir tekstarnir flestir
sænskir.
Flest lögin þótti mjer falleg, ekki
síst finnsku þjóðlögin, »Skön förvist
min álskte er« og »Liten pilt«, og
sungu Fóstbræður öll lögin vel,
sum framúrskarandi vel, t. d. »Ton-
ernes Flugt« (með Piano-undirspili),
»1 nattens stillhet« (einsöngur Pjet-
urs Halldórssonar) og síðasta lagið,
»Hej, dunkom, sá lánge vi lef-
vom.«
Fóstbræður eru vel æfðir og sýndu
óvenjulega góö svipbrigði í andliti
eftir því sem við átti í lögunum
og tekstunum.
Raddir þeirra eru góðar, einkum
Pjeturs Halldórssonar, en þó rödd
Einars Indriðasonar sje þýð, er hún
of mjógerðarleg til að samþýðast
nógu vel röddum hinna, sem eru
breiðar og fyliandi; þessa mundi
þó eigi gæta, svo mikils, hvað söng
E. I. snertir, ef rödd Jóns Halldórs-
sonar væri ekki eins breið og fyll-
andi sem hún er.
Söngur þeirra var að mínu áliti
lýtalaus, á mörgum Iögunum ágæt-
ur ,og óska jeg að heyra sem allra
oftast Fóstbræður syngja.
Söngvinur.
JL
'D
O
Z
<
CL
o
<
D
J
cn
CC
UJ
>
VERSLUNIN
KAUPANOUR
LSndargötu 41.,
selur góðar vörur ódýrara, en aðrir, t. d.:
Kaffl, óbrennt,..........pd 78 au.
Melís í kössum...........— 23 —
Kandís í kössum .........— 25 —
Rúsínur..................— 25 —
Jólahveltið góða........- 12-13 -
Haframjöl...............— 15 —
Hrísgrjón................— 15 —
Malaðan maís í sekkjum'(126pd.) kr. 9,50
Heilan maís í sekkjum (126 pd.) kr. 9,25
Sykursaltað sauðákjöt . . au. . . pd. 32
Stumpar allskonar.......kr. 1,40
Skófatnað allskonar, einkum handa
börnum, sterkari en annarsstaðar. Til-
búinn fatnaður seldur með 25% af-
slætti. Alnavara seld með. 20% afslætti.
Ýmsar nýársgjaflr ódýrar og fallegar. Alls-
konar barnaleikföng o. m. fl.
CÞ
P
&
*8
ss
c*
p*
O»o»
nO
eA
€>
c£>
*tS
■3
oP
sO
-2
§
Höfuðböð
sem stöðva hárlos eftir eitt eða tvö böð,
fást í Þingholtsstræti 26. — Talsími 436.
Kristín Meinholt
DAILY MAIL
— vikublað —
WaS fve\ms\t\s.
9
Öd^tasta MaS f\e\msvtvs»
Utbreiddast allra erlendra ‘bíaða á Islandi.
ÚR
•ÁGKLEFJÁLL"
s
ENT beint frá London lil áskrifenda hjer.
Tefst ekki hjá milliliðum.
Kostar í 12 mánuði að með-
töldum burðareyri að eins kr.
4,75-
3sUt\ds-a5aife\8slatv Ulivu \)\3 pdntunum.
Kanaklukkur
ágætar til sölu hjá
Nic. Bjarnason.
Magdeborgar-Brunabótafjelag.
Aðalumboðstnenn á íslandi:
O. Johnson & Kaaber.
Eftir Albert Engström.
----- Frh.
Kæri lesari úr sveitinni! í litlu
matvælabúöinni, þar sem þú kaupir
hið nauðsynlegasta til heimilisins,
sjer þú einsamla síldartunnu opna
einhversstaðar úti í horni. Þú furðar
þig, ef þú sjerð tvær — skildu mig
rjett, — en þegar jeg segi þjer, að
fyrir utan Siglufjörð veiðist yfir
þúsund tunnur af síld að meðal-
tali daglega — hvað segir þú við
því? Emmy liggur einmitt fyrir
framan þær bryggjur, sem öll þessi
síld er hreinsuð og söltuð á.
Bærinn lítur út fyrir að hafa
verið gerður í flýti. Jeg hugsa mjer
að Dawson city eða aðrir ný-bæir
í Klondyke hafi hlotið að líta út
líkt og þessi bær einhverntíma.
Húsin eru flest þakin bárujárni.
Það heitir á norsku bölgeblik.
Skáldlegt, er ekki svo? Fyrst er
jeg heyrði það, kom sólglit á haf-
inu eða eitthvað þesskonar mjer
fyrir hugskotssjónir, en ber veru-
leikinn sveik mig hraparlega. Svona
er lífið!
Skipverjar voru komnir undir
árar. Við stigum í bátinn og eftir
örlitla stund vorum við komnir
upp á næstu bryggju. Þar var fyrir
John Wedin, gestgjafi vor, og bauð
oss velkomna. Hann hafði sjeð út
um glugga sinn er Emmy kom.
En nú byrjaði sjógangurinn fyrst
verulega. Mjer virtist ísland ætla
fljótlega að staðfesta það, sem um
það er sagt, að þsð sje allra landa
óstöðugast. Jeg varð aö grípa í
handlegg þeim, er næst mjer gekk,
til þess að geta staðið. Jörðin með
öllu síldarlöðrinu gekk í öldum,
fjöllin bærðust eins og þeim væri
flökurt, og! jafnframt fannst mjer
jeg vera svo ljettur, aö jeg gæti
flogið. Og ekki hætti sjóriðan þótt
jeg væri farinn að hagræða mjer í
þægilegum sófa.
Eins og kunnugt er, hefur ísland
enga skóga; allan við verður að
sækja til Svíþjóðar og Noregs —
en pang! Ekki einu sinni hjerna
losnar maður við að heyra til tal-
símans, þessarar blessaðrar helvítis-
vjelar, sem hefur komið of snemma
í heiminn, að minnsta kosti frá
núnu menningarstígi sjeð.
Þótt furðu gegni, hefur Norður-
ísland talsímalínu og hefur kostað
feykilega mikið erfiði að leggja
hana, og ekki síður fje. Ekki hafa
vegir verið til hjálpar, því hjer finn-
ast ekki vegir. Staurarnir hafa verið
dregnir yfir fjöllin, í svo villtri nátt-
úru sumstaðar, að maður getur varla
hugsað sjer mannvirki á hrjóstr-
ugri stöðum. Frh.
Violanta.
(Framhald af Cymbelínu.)
--- Frh.
»Jeg þori ekki — jeg hefi enga
lyst á að borða?«
»En þjer er það óhætt, — jeg
vil þjer vel, — þú verður að borða
— og horfðu nú á krossinn þarna
og blessaða myndina Guðsmóöur
á þilinu þarna gegnt þjer, Þaðan
f* jeg styrk, þaðan fjekk jeg þrótt-
1