Vísir - 29.12.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 29.12.1913, Blaðsíða 2
V í S 1 R Mánud. 29. des 1913. Háflóð kl. 6,32’ árd. og kl. 6,51 ’ síðd. Á morgun Aftnœli: Þuríður Björnsdóttir, ljósmóðir. Helgi Thordersen, trjesmiður. Almenningsálit gegn dómi. f suniar, 26. júlí, rotaði 18 ára unglingur, Hiiton að nafni, bóksala einn í London; að verki með hon- um var tvííugur maður, Kelly að nafni. Hilton slapp við dauða- hegningu, var náðaður vegna æsku sinnar og þess, að hann hafði aldrei verið með fullu viti frá bernsku. En Kelly var dæmdur til dauða og þrátt fyrir áskoranir til stjdrnarinnar um að náða hann frá mörguni þúsundum manna, var þess synjað. Þegar taka skyldi Kelly af lífi 17. þ. m., gerði lýður- inn aðsúg að fangelsi því, er hann vai í og ólæti urðu með ódærffum á aftökustaðnum; lýðurinn hrópaði: »Iifi Kelly!« »Niður með þá dóm- ara og þá stjórn, er sleppir aðal- morðingjanum, en vegur meðvit- orðsmanninn!« Gluggar voru brot- ir á vögnum, hver gluggi brotinn á lögreglustöövunum, grjóti kastað í lögregluna og margir urðu sárir og meiddir. Ekki var vopnað lið Iátið dreifa múgnum, en 200 lög- reglumenn vörðu aftökustaðinn og fangelsið. Steinum var kastað á fangelsisdyrnar og hrópin kváðu við: » Við gerum uppreisn, ef Kelly er ekki laus látinn!« En er lýð- urinn sá, að hann mátti ekki koma í veg fyrir aftökuna, sló þögn í svip, en í sömu andrá hvað við úr þúsundum barka söngur: »Hærra, minn guð til þín, — hærra til þín!« Söng lýðurinn sálmin meðan af- takan fór fram. Sá einn er rólegur var, var Kelly. Hann gekk á af- tökustaðinn og bar liöfuðið hátt. Að síðustu bað hann þess klerk þann, er bjó hann undir dauðann, að sjer væri veitt sú bæn að mega kveðja fangavörðinn með handa- bandi. Lögreglustjóri veitti það, og kvaddi Kelly hann innilega og varð vel við dauða sínum, Fór lýð- urinn svo heim,sinn í hverja áttina, en sár sorg og bitur gremja saud og svall í hverju brjósti. Rampolla kardínáii láfinn. Hann lje3t í Rómi miðvikudag 17. þ. m. Varð ail brátt um hann. Er þar að velli fallinn einhver hinn mesti og merkasti sköiungur ka- þólsku kirkjunnar í nútíðinni, — fastheldinn við forna stefnu, en svo mikill ágætismaður, að jafnvel mót- stöðumenn hans dáðust að mann- kostum hans og skörungsskap. Hann var hníginn á efri aldur, 71 árs, fæddur á Sikiley af fornum höfð- ingjaættum. Varla er vafi á, að ef hann hefði verið uppi á fyrri öld- um kirkjunnar, hefði nafn hans lifað fyrir stórvirki í sögunni, en tíðar- andinn var honum andstæður, svo hann fjekk litlu áorkað, — stóð einn höfði hærri stjettarbræðrum sínum, sem drangur úr ólgusjó. Þegar Giuseppi Sarto var kosinn páfi við lát Leó XIII., bjuggust flestir við að Ramþolla kirkjuríkis- Sörnin fá ekki oelri gi ir, en hinar ágætu niynda- bækur og sögubækur með myndum frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Sökum vöruupptalnings verður búðin lokuð á þriðjudaginn til kl. 4 e. m. VÖRUHÚSIÐ. SÍMI 281, SÍMI 281. S • Sv^a$ow ritarinn kaþólski yrði fyrir valinu, en svo varð þó ekki, — rnun þar nokkru hafa utn ráðið, að stefnu- breytingamenn rómversku kirkjunn- ar, »modernistar«, hafa búist við að Rampolla yrði helst til harður í horn að taka. Fjekk hann í fyrstu flest atkvæðin, en stjórn Austurríkis- manna andmælti honum af póli- tískum ástæðum. Hitt er víst talið að núverandi páfi bjóst við því að hann yrði eftirmaður sinn á hinum helga stóli og er sorg mikil yfir láti mikilmennis þessa um allan hinn kaþólska heim. Menilek keisarl dó föstudaginn 12. þ. m. að því er nú er áreiðanlega frjett eftir skýrslu breska sendiherrans t Addi Abe’oa Söngkona njósnari. Söngkona frá Vesturheimi, Miss Mac Vane, hefur verið tekin föst í Rómi, grunuð um njósnir viðvíkj- andi herflota ítala, — hafði hún oft sjest á sveimi á flotastöðvum þeirra ásamt frakkneskri stúlku og haft of fjár yfir að ráða. Sendiherra Bandamanna hefur snúið sjer til flotamálaráðuneytisins ítalska og krafist ítarlegrar rannsóknar á máli hennar. Stóð rannsókn sú yfir 20. þ. m. tlaessetv, Yfirrjettarmálaflutningsmaður, Póslhússtræti 17. Venjulegaheima kl. 10—11 og4—5. Talsími 16. hafa birgðir af ýmsum vörum iil heildsölu handa þar á meðal: Kaffi (baunir og export), Melís (heilan og mulimn), Cacao, Ávexti (ferska og niðursoðna), Sveskjur, Döðlur, Fíkjur, „Caramels“, Átsúkkulaði (Nesties), Vindla, Vindlinga (Three Castles), Plötutóbak, Osta (Mysu, Eidam & Gouda), Víkingmjólk, Kex. Margarine (í stykkjum), Sago, Hrísgrjón (2 tegundir), Hveiti (6 tegundir), Haframjöl, Baunir, Bankabygg, Bankabyggsmjöl, Hænsnabygg, Hafra, Fóðurtegundir (ýmiskonar), þakjárn, Saum (ýmiskonar), Dósablikk, Cement, Baðlyf, Umbúðapappir & poka, Tvíritunar-bækur, Eldspítur, þvottasóda, Kerti (ýmiskonar), Sápur (ýmiskonar), Leirvörur, Leirrör, Ritvjelar, Peningaskápur, o. fl. o. fl. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrœti 8. Venjulega heima kl. 10—11. Magdeborgar-Brunabótaf|elag. Aðalumboðsmenn á íslandi: Q. Johnson & Kaaber. sem stöðva hárlos eftir eitt eða tvö böð, fást f Þingholtsstræti 26. —- Talsími 436. Kristín Meinholt. Kanaklukkur ágætar til sölu hjá Nic. Bjarnason. ct 3 1 < < tu So u cö iO Z M z >* U* JS I 'O 03 '3 -=3 S1 C X) QC :® a. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.