Vísir - 29.12.1913, Blaðsíða 3

Vísir - 29.12.1913, Blaðsíða 3
V 1 S 1 R 0£ D O z < Cl D < * Z Z D CD 0£ UJ > VERSLUNIN KAUPANGUR Lindargöíu 41, selur góðar vörur ódýrara, en aðrir, t. d.: Kaffi, óbrennt..................pd 78 au. Melís í kössum.................— 23 — Kandís í kössum ...............— 25 — Rúsínur........................— 25 — Jólahveitið góða . . . , . - 12-13 - Haframjöl......................— 15 — Hrísgrjón......................— 15 — Malaðan maís í sekkjum (126 pd.) kr. 9,50 Heilan maís í sekkjum (126 pd.) kr. 9,25 Sykursaltað sauðakjöt . . au. . . pd. 32 Stumpar allskonar.............kr. 1,40 Skófatnað allskonar, einkum handa börnum sterkari en annarsstaðar. Til- búinn fatnaður seldur með 25% af- 9 slætti. Alnavara seld með 20% afslætti. Ýmsar nýársgjafir ódýrar og fallegar. Alls- konar barnaleikföng o. m. fl. OJ ss m s*6 ©f <3 P* & cP Besta og stærsta nýársgföfín er INGÓLFSHÚSIÐ. það var metið 19. þ. m. af 3 dómkvöddum mönnum til pen- ingaverðs á 10572 krónur. Dráttur um húsið fer fram á bæarþingsstofunni 2. janúar 1914 kl. 10 árdegis. Nokkrir lotteríseðlar eru enn óseldir. Tækifærið er nú að gefa vini sínum bestu nýársgjöfina með því að kaupa lotteríseðil fyrir tvær krónur. Lotteríseðlar fást hjá dagblaða-drengjum, hjá bóksölum og Ingólfsnefndinni. Smíðið, meðan járnið er heitt. 10572 krónur fyrir tvær krónur. Býður nokkur betur? DAILY MAIL YEAR BOOK1914. Stærð: 300 blaðsíður. Verð: 45 aurar. Verulega góð bók. Fæst í afgreiðslu Ingólfs, 3. Austurstræti. Violanta. (Framhald af Cymbelínu.) — Frh. »En jeg er varnarlaus — »Hjer er týgilknífur lítill, er jeg gef þjer, — hann getur þú falið milli klæða og svo líst mjer á þig, sem þú munir ekki árennileg þótt ung sjert, ef sýna skal þjer nær- göngli nokkra. En ekki skaltu beita þessu vopni, nema líf þitt og heið- ur sje að verja í ýtrustu nauðsyn.« Violanta tók við knífnum. Það var rýtingur lítill og bitur, skraut- legur mjög og skaftið sett steinum. — Þann dag hresstist Violanta vel, Giovanna sat oftast inni hjá henni og enginn annar kom þar inn. Um nóttina svaf hún vært og hress var hún að morgni. Stóð hún á fætur, snæddi og leið furðu vel, þótt órótt væri henni innan- brjósts. Giovanna kom inn til henn- ar viö og við. Um nónbilið var hún ein inni. Hún hcyrði mannamál úti fyrir á ganginum. Heyrði hún að Gio- vanna var að tala við einhvern, — færðist hljóðið nær stofudyrum hennar. Violanta gekk hljóðlega að hurðinni og hlustaði. Hún heyrði að Giovanna reyndi að tala hljótt, en var þó all byrst í svörum og hávær. , »Þjer þorið þó ekki að rengja TO'g, — þorið þjer það?« sagði hún fyrir utan. »Stúlkan er veik og jeg hleypi engum inn til henn- ar fyrri en hún frískast!« Violanta heyrði ekki hverju svar- að var. »Nei, Bonticelli! Hjer er jeg húsmóðir!« sagði Giovannna enn- fremur. »Ráð yðar eru ágæt, meðalið ágætt, en jeg er hjúkrunarkona, sem kann með að fara, — ykkur er best að skifta ykkur ekkert af henni meðan jeg gef ekki leyfi til; — þekkið þjer ekki hana Giovönnu? — Nú, jæja, þá er best að halda sjer í skefjum. Snáfið þjer ofan! — þjer hafið þar nóg til að skemmta yður við fyrst — þangað til —« Violanta heyrði ávæning af ein- hverju stímabraki, hún heyrði karl- mann hreyta úr sjer blótsyrði og svo var þotið burt — út og ofan stiga. Hún vissi að Giovanna stóð um stund við hurðina, svo var lykli snúið í skráargatinu og tekinn'úr. Giovanna fór líka ofan. Violanta var lokuö inni. Hrollur fór um hana, en hún vissi að það var Giovanna, sem læst hafði hurðinni og hún treysti henni. Frh. Eftir H. Rider Haggard. ------ Frh. »Ekki bíð jég«, svaraði Hugi. »Skipun konungs er ekki frekar íil borgarstjórans en til mín. Jeg fæ hana í hendur skrifara hans og fu!i- trúa og er henni þá löglega skilað, og nú fer jeg þegar í stað til Kleifa í Blíðuborg með hverjum þeim, er vill fylgja'mjer, ella fer jeg aleinn míns liðs. Kom þú, Rikki, því nú Iíður að nótt og tíminn er naumur.« Faðir hans reyndi nú að telja hann af þeirri för, en Hugi skeytti því engu, því óttinn rak hanti á- fram. Svo fóru leikar að heill hóp- ur þeirra, þrettán saman, þar á meðal menn Goðfreðs frá Krossi, riðu yfir heiðina til Blíðuborgar. En af því að hestar þeirra Huga voru þreyttir mjög, gátu þeir ekki ; riðið eins hratt og þeir vildu. Það var um sólsetur að þeir riðu upp hæðadrög þau, er liggja að Kleifamanna-höll og voru þar skóg- ar að á alla vegu. »Vígisbrúin er niðri yfir síkinu, guði sje lof,« mælti Andrjes klerkur. »Sjer þar, að ekki hafa þeir búist viö áhlaupi. En hræddur er jeg um, sonur, að frakkneski fugíinn sje floginn.« »Vjer komumst skjótt að raun um það,« svaraði Hugi. »Stígum nú allir af baki og fylgið mjer.« Þeir hlýddu því og var þó sum- um um og ó, er þekktu skaplyndi Jóns lávarðs. Tveir urðu eftir til að gæta hesta þeirra. Fóru þeir nú yfir brúna, en þ&tti kynlegt mjög hve undarlega hljótt var og eins og eyði yfir höllinni. Þeir komu nú í útgarðinn, — var þar bæn- hús við hann öðrumegin, en engan mann sáu þeir enn. Rikki klappaði á öxl Huga og benti upp í glugga einn á bænhúsinu, er Iá í skugga; kom þaðan birta nokkur dauf, eins og kertaljós loguöu þar inni á altari. «Hjer hygg jeg að verið sje að halda jarðarför,» hvíslaöi hann, »og mun þar hallarfólkið allt vera sam- ankomið.« Huga brá. Ekki var óhugsandi að verið væri nú að jarðsyngja Rögnu hans? En sjera Andrjes Arn- aldur tók eftir svipbrigðum hans og mælti: »Nei, nei, —Jón lávarður var sjúk- ur. Við skulum koma og sjá!« Bænhúsdyrnar voru opnar og þeir gengu inn svo hljóðlega sem þeim var unnt. Húsið var lítið og troðfullt af fólki. Þeir gáfu fólk- inu engan gaum, því við síðustu geisla kveldsólarinnar, er skein inn um gluggann sáu þeir sjón þá, er greip alla athygli þeirra. Þar stóð klerkur fyrir altari, er Ijós brann á og var að byrja að blessa yfir karl og konu, er krupu frammi fyrir honum. Brúðurin var í rauðri skikkju, er hrafnsvart hárið fjell niður á. Hún hallaðist all- örðugt að grátunum, eins og kona sem er að detta út af sofandi eða í yfirliði eða frá sjer numin í bæn. Það var Ragna Rauðskikkja og engin önnur! Við hlið hennar kraup riddari í glitrandi herklæðum, grá fyrir járn- um frá hvirfli til ilja. Rjett hjá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.