Vísir


Vísir - 30.12.1913, Qupperneq 4

Vísir - 30.12.1913, Qupperneq 4
ii ii i iim ii— iiirrnriMi innrnmnn t ■ Þjer vitið að þjer hýsið hjer og berið fyrir brjósti argvítugan svik- ara, er situr um að ofurselja yður og frelsi yðar Frökkum í hendur. Berið eigi hönd fyrir höfuð bófa þeim, ef þjer eigi viljið hrópa yfir höfuð yðar hefnd konungs, er hef- ur skipað öllum embættismönnum sínum og lýð að grípa Játmund Akkúr lífs eða liðinn.« Þá varð þögn á þingi, því eng- tnn þorði að efa orð klerks og enginn vildi verða sekur um ó- hlýðni við boð konungs, — not- aði Hugi sjer þögnina og mælti: »Ætlar þú að gefast upp, Ak- kúr? Eða eigum vjer og borgarar Dúnvíkur, sem úti fyrir bíða, að taka þig höndum og menn þína?« Akkúr snjeri sjer við og mælti eitthvað í ákafa hljótt við Nikulás prest, meðan söfnuðurinu starði hljóður og höggdofa á þá Huga. Þá gekk fram Jón Kleifa-lávarður, er til þessa hafði horft fram og hlustað sem í draumi á orðskiftin, og mælti: -Hugi frá Krossi! Seg þú mjer, hefur hátíginn konungurinn ritað stefnu á hendur Jóni Kleifa-lávarði.« »Nei,« svaraði Hugi. »Jeg sagði hátíginn konunginum, að þú værir heiðursmaður, en værir í þorpara höndum!« Frh. FRÁ líTLÖNDUM jj i £otvdon. London 20. des. 1913. Jólaverslunin stendursem hæðst hjer i London þessa dagana, og hefur aldrei verið meiri en í gær. Versianir láta hið besta af hag sínum og segja, að salan hafi aldrei verið jafnmikil sem nú. Svo er þröngin mikil sumstaðar, að lögreglan verður að hafa gát á, að fólk troðist ekki undir. Það er fært í frásögur, að konungur og fjölskylda hans hafi aldrei sjest fara í búðir eins oft sem nú. Hjer er líka Manúel Portú- galskonungur tíður gestur’ í búð- um, og kona hans með honum, þótt íslensk blöð télji þau skilin. Óvanalega mikið er hjer keypt af demöntum eða demantsskreytt- um hlutum. Hálsbyndisnælur, sem kosta frá 50 kr. allt að 3600 kr. eru mjög algengar. í gær voruíeinni búð afgreidd- ir 20 000 menn, en giskað á, að 100 000 hefði komið inn í búðina. Önnur verslun sendir 80 000 póstböggla á dag til við- skiftavina sinna. Morðingjar, lyfsala Hallbergsson í Hammerby voru um daginn gripnir í Upsala. Voru það 2 ítalskir loddarar. Rakhnífar með eitruðum blöðum. Tveir stjórnleysingjar frakknesk- ir, er lögreglan hafði lengi leitað að, náðust í Nancy á leið frá París 17. þ. m. Þeir voru einn- ig innbrotsþjófar. Höfðu þeir meðferðis rakhnífa allmarga og voru blöð þeirra'hert í banvænu eitri (Curare), einnig höfðu þeir ; í fórum sínum allmargar skamm- byssur. Peir voru teknir, er þeir stigu út úr járnbrautarvagni og vörðust eins og Ijón, en urðu þó ofurliði bornir. Worðurför Viíhj. Stsfán-3- sonar. Lane skipstjóri á hvalveiðaskip- inu »Polar Bear« kom til Seaítle í Washington norðan úr íshafi 19. þ. m. og telur hann víst, að skip Vilhj. Stefánssonar, »KarIuk«, hafi farist í ísnum. Hann segir að afarstormur hafi geisað norð- ur í höfum síðari hluta septem- bersmán., einmitt mestur um það bil, er Karluk hvarf, og tel- ur óhugsanlegt að skipið hafi ekki farist þá. Hvalveiðaskip'ð var einmitf um það leyti á sömu slóðum, en sá ekkert til Karluk. SÍMI 281. SÍMI 281. hafa birgðir af ýmsum vörum til heildsölu handa feauipmÓYituxm o$ ^aup^elb^um, þar á meðal: Stjórnaróhæfa í Austur- ríki. í ríkisráði Austurríkis hefur mikið verið rætt um óhæfumál, er ráðherrann fyrir Oalizíu, Dlug- osz, hefur gert sig sekan í. Svo er að sjá sem hann hafi síðustu árin mútað Stapinski, foringja pólska þjóðflokksins, með 360 000 kr. til kosningabeitu. Hjelt Sta- pinski, að fje þetta væri úr vasa ráðherrans sjáfs, sem foringi lýðflokksins og milljónamæring- ur, en sannast hefur nú að fjeð var tekið úr ríkissjóði. Út af þessu er búist við stjórnarskiftum og þingrofi á hverri stundu, áð- ur en fjárlög fyrir árið 1914 verði afgreidd og verði þá að grípa til bráðabirgða fjárlaga eftir 14. grein, hinni svonefndu »viðlaga- grein* stjórnarskrárinnar. Radfum og krabbamein. Mikla athygli vekja um allan heim skýrslur tveggja helstu lækna Vesturheims, dr. Kelfy í Baltimore og dr. Rob. Abbe í New York um árangurinn af krabbameinslækning- um með radíum. Þeir Iýsta því yfir 17. þ. m., að nú væri óhætt að fullyrðaað radíum læknaði krabba- mein að fullu. Dr. Kelly hefur sýnt myndir af sjúklingum á undan og eftir radíum-lækningunni, og skýrir sjúerstaklegafrá að radíum liafi á 48 klst. læknað að fullu mann með krabbamein illkynjað mjög í and- Iiti. Segja læknar þessir að undra lækningar þær, er þeir hafa sjeð gerast, sjeu svo fádæma ótrúlegar að furðu sæti, en nóg vitni og yfirfljótanlegar áþreifanlegar sann- anir sjeu á reiðum höndum fyrir sanngildi þeirra. Rottur Mýs Óskaðlegt mönnum og húsdýru Söluskrifstofa: Ny Östergade Köbenh vn. Kaffí (baunir og export), Melís (heilan og mulimn), Cacao, Ávexfi (ferska og niðursoðna), Sveskjur, Döðlur, Fíkjur, „Caramels", Átsúkkulaði (Nestles), Vindla, Vindlinga (Three Castles), Plötutóbak, Osta (Mysu, Eidam & Gouda), Víkingmjólk, Kex, Margarine (í stykkjum), Sago, Hrísgrjón (2 tegundir), Hveiti (6 tegundir), Haframjöl, Baunir, Bankabygg, Bankabyggsmjöl, Hænsnabygg, Hafra, Fóðurtegundir (ýmiskonar), þakjárn, Saum (ýmiskonar), Dósablikk, Cement, Baðlyf, Umbúðapappír & poka, Tvíritunar-bækur, Eldspítur, þvottasóda, Kerti (ýmiskonar), Sápur (ýmiskonar), Leirvörur, Leirrör, Ritvjelar, Peningaskápur, o. fl. o. fl. Nýárskort á 5 aura með álímdu 3 aura frímerki í versl. VON“ Lauga_ „ Vv/Il^ vegi 55. TAPAЗFUNDIÐ. Svört silkisvunta tapaðist á leiðinni frá Laufásvegi vestur á Vesturgötu. Skilist á afgr Vísis. Peningabudda með rúmum 15 kr. í tapaðist. Skilist á afgr Vísis gegn fundarlaunum. Vettlingar fundnir. Vitja má á Kárastíg 13 B. KENNSLA Börnum innan 10 ára veitt tilsögn eftir þörfum á Njálsgötu 29. 3—5 börn frá hreinlegum heim- ilum geta fengið góða kennslu í miðbænum. D. Östlund gefur upp- Iýsingar. Stúllka óskar eftir vist fyrri hluta dags. Uppl. í Pósthússtræti 14 B. Stúlka óskast á fámennt og gott heimili barnlaust. Afgr. v. Stúlka óskar eftir vist eftir ný- ár. Helst sem innistúlka. Afgr. v. á Stúlka óskast í vist fyrri hluta dags frá 1. jan. n. k. á fámennt heimili. Afgr. v. á. Jarþrúður Bjarnadóttir, Grett- isgötu 59 B, strauar og þvær fyr- ir lágt verð. Stúlka óskast í vist nú þeg- ar og til 14 maí. Upplýsingar á Skólavörðustíg 15 B, niðri. KAUPSKAPUR Mjólkurhúsið á Grettisgötu 38 hefur næga mjólk til nýársins. Þar ættu hin ýmsu fjelög bæ- arins að panta mjólk til skemmti- samkomu sinna. Nýmjólk fæst kvöld og morgna í kjallaranum á Uppsölum. Þar fást einnig ný brauð. Yfirfrakki,saumaður af klæðskera, til sölu fyrir tæplega hálfvirði. Til sýnis á afgr «Vísis».__________ Útgefandi Einar Gunnarson, cand. phil.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.