Vísir - 02.01.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 02.01.1914, Blaðsíða 4
V í S I R DAILY MAIL YEAR BOOK 1914. Stærð: 300 blaðsíður. Verð: 45 aurar. Verulega góð bók. Fæst í afgreiðsiu Ingólfs, 3. Austurstræti. voru áriö 1913 35535. 1. veröl. Verðlaunin hlutu þessir: Dagbjartur Gíslason kr. 25,oó 2. — Jón Högnason — 20,oo 3. — Guðm. Kr. Guðmundsson — 15,oo ■ 4. — Óiafía Jónsdóítir — 10,oo 5. — Lárus H. Blöndal — 10,oo 6. — Sigríður Bjarnard. — 10,oo 7. — Styrkíarsjóður Vífilstaða — i 0,oo 8, — I. Rasmus — 10,oo 9. — Elías Dagfinnsson — 5,oo 10. — Kristjana Edílonsd. — 5,oo 11. — Óluf Hansen — 5,oo 12. — Guðrún Einarsd. — 5,oo 13. — Kristján Jónsson — 5,oo 14. — Helgi Jónsson — 5,oo 15. — Friðrik Sigmundsson — 5,oo 16. — Haraldur Guðmundsson — 5,oo 17. — Þorbjörg Styingrímsd. — 5,oo 18. — Ólafur V. Ófeigsson — 5,oo 19. — Sigm. Sigmundsson — 5,oo 20. — Guðbjörg Narfadóttir — 5,oo Ibúðarhús IS til sölu á framtíðarstað bæarins, rjett við höfnina. iBI (Til afnota 14. maí.) Afgr. v. á. Nýárssundið.—Frh. frá fyrstu bls. Eftir þetta hjelt doktor Helgi Pjetúrss, ræðu: Skýrði frá leiks- lokum og afhenti Erlingi nýárs- biiarinn til fulirar eignar, þar hann heföi unnið sund þetta 3 sinnum í röð. jáfnframt gat hann bess, að Ouðjón Sigurðsson úr- smiður liefði þegar heitið að gefa öðru sinni slíkau bikar til a keppa um næsta nýár, að öðru leyti birí- ist ræða H. P. í Vísi á morgun. Að ræðu Heiga lokinni .hjelt fólk heim til sín. Um nýársbikar þann er, Erlingur nú hlaut til eignar, var fyrst keppl á nýársdag 1910. Vann þá bikar- inn Stefán Ólafsson, er synti áður grsinda vegalengd á 46 sek., næsta ár hlaut hann bikarinn annað sinn og synti þá leiðina á 42 sek. Á nýársdag 1912 keppti Erlingur Páls- son fyrsta sinni og hlaut bikarinn, fór þá skeiðið á 37x/2 sek. Stefán kieppti þá ekki sökum afleiðinga af slysi, er hann varð fyrir og hefur eigi keppt síðan. Nýársdag 1913 hkut Erlingur bikarinn oðru sinni og syrki þá sundið á 383|4 sek. Það fundu sundmenn að við út- búnað undir kappsundið nú, að bryggjan var sleip og ílltað hénda sjer til sunds af henni, að fallið ofan af bryggjunni í sjóinn var of hátt, að sundmerki það, er að var synt sást alls ekki er þeir voru komnir í sjóinn, þrátt fyrir það, að þeir höfðu beðið umsjónarmann með sundinu að hafa sundmerkið svo hátt, að sjást mætti, sömuleiðis hafði strengur sá, er úr sundmerk- ina lá til bryggjunnar orðið sum- um þeirra til tafar. Verður von- andi úr þessu bætt, er næsta kapp- sund fer fram. Eins og áður er getið, er þetta sund Erlings það hraðasta, er nokk- ur islendingur hefur farið í seinni tíð; um hve sundhraðir forfeður vorir hafa verið, er ókunnugt. Sögn manna er, að einn heims frægur sundm.hafi farið 50 stikur á rúm- um 29 sek., en það má telja jafn- framt víst, að hann hafi að öllu leyti haft þægilegri aðstöðu við sundið en hjer átti sjer stað, því hinn ílli viðbúnaður lijer dró meira og minna tíma frá öllum þeim er sundið kepptu. Erlingur Pálsson hyggur á að fara mjög bráðlega til London á Englandi og verða þar við sund- kennslu frægra sundkennara. Til þeirrar farar hefur honum verið heit- inn styrkur af »íþróttasambandi ís- lands«, 500 kr., er því voru veittar á þingi í sumar í því skyni. Erlingur er fæddur 3. nóv. 1895 að Árhrauni á Skeiðum, sund fór hann að nema 11 ára gamall hjá föður sinum. Hrafnkell. f RADDIR ALMENNINGS^t Drápgirni. —— Nl. Menn verða að athuga það vel, að þótt stundarhagur sýnisí í aðra hönd, þá er oss því að eins manns- myndin gefin, að við kunnum að taka eitthvert tillit, sem ekki stjórnast af augnabliks ávinningi eingöngu. Því aðeins eigum vjer til í fórum vor- um fíngert og göfugt velsæmisskyn; að það sje notað í umgengni vorri bæði gagnvart mönnum og svo líka gagnvart þeim skepnum, sem náttúran leggur varnarlausar á vald vort. — Menn munu nú máske segja, að þá fari nú að verða erfitt að lifa, ef maður eigi að taka svo margskonar tillit. En hver hefur, má jeg spyrja, fengið nokkurt brjef fyrir því, að það sje auðvelt að lifa? — Allra síst getur það verið tómur leikur fyrir þá þjóð að lifa, sem er að berjast áfram til gagngerðar og stað- góðrar menningar, hún má sannar- lega ekki æða fram blint og stjórn- laust, eða telja sjer trú um að það sje vegurinn til þess, að reka það fyrirtæki sem heitir »maður» — því að það eru líka til gjaldþrot á því sviði, mega menn trúa. — — Og engin vafi er á því, að jafnvel þótt sjálf náttúran og mörg nauðsynin virð- ist skeytingarlítil íþessu efni.þá heyrir það þó til hinum æðri mannlegu tilfinningum, að hafa sæmilega sam- kennd með öllu, sem lifir og hrærist, — og ekki heya stríð gegn því að ástæðulausu eða rjett fyrir gamans- sakir. — Annars hygg jeg að vjer stöndum lítið öðrum að baki eins og jeg minntist á fyrst, einkanlega ef menn nenntu að víta hugs- unarleysi á þessu sviði nægilega oft — og mættu fleiri blöð á þetta minnast. H. J. Violanta. (Framhald af Cymbelínu.) ---- Frh. Hún fór nú í skot undir stigann, þar sem skugga bar á, til þess hún sæist ekki, ef einhver kæmi, og hugsaði sjer að bíða þar um stund og sjá hvað verða vildi. AUt í einu lukust upp vængja- hurðir miklar á ganginum skammt frá þar sem hún stóð. Sá hún þar út koma karlmann prúðbúinn og konu unga, hlægjandi og tildurs- lega mjög. Þau leiddust brosandi, bæði með vínglös í höndum, fram ganginn. Á eftir þeim kom Gio- vanna og lauk upp fyrir þeim dyr- um iengra frammi í ganginum. Svo kom hún aftur og hvarf inn um stóru dyrnar. En sjón sú, er Vio- lanta sá, þar sem hún horföi úr skuggafylgsni sínu inn um dyrnar, stóð henni síðan fyrir hugskots- sjónum alla æfi. Fyrst var henni sem gólfið væri að síga niður undir sjer, eða hún væri að hrapa ofan í eitthverí hyl- dýpi, — dýpra, dýpra! Og svo fannst henni hellt yfir sig ísköldu steypibaði, og enn aftur, sem borið væri að vöngum sjer glóandl járn. Hún kreisti höndinni fastar um rýtinginn, þrýsti sjer lengra inn í skotið og starði, starði inn í stór- an sal með ólýsanlegri hryllingu, skelfingu og viðbjóði. Frh. Afmælisháréíð st. Skaldbreið nr. 117 verður sunnudaginn 4. þ. m. í G. T. húsinu kl. Fjelagar hennar vitji aðgöngumiða til Helga Guðmundssonar, Laugav. 43, — helst fyrir laugardagskvöid. — Á sama stað geta nokkrir aðrir templarar fengið keypta aðgöngumiða. öð geta kvennmenn fengið á Iaugar- dögum kl.6 - 10 síðdegis og karl- menn á sunnudögum kl. 8 - 12árd. Sömuleiðis einstök böð eftir umfali. Hverfisgötu 4 B. (Dagsbrún). Sími 438. Reynslan hefur konum kennt: kafjið ódýrt, malað, brennt, best í jólabollann er. bara’ ef Nýhöjn selur þjer! Jarþrúður Bjarnadóttir, Grett- isgötu 59 B, strauar og þvær fyr- ir lágt verð. KAUPSKAPUR Sófi laglegur óskast til kaups. Afgr. v. á. 2—5 trjestóiar vænir óskast til kaups. Afgr. v. á. Mjólkurhúsið á Grettisgötu 38 hefur næga mjólk til sölu. — Þar ættu hin ýmsu fjelög bæ- arins að panta mjólk til skemmti- samkomu sinna. Nýmjólk fæst kvöld og morgna í kjallaranum á Uppsölum. Þar fást einnig ný brauð. HÚSNÆÐI Herbergi óskast til leigu. Afgr. v. á. 4-5 herbergja-íbúð óskast til leigu frá 14. maí—helst heilt hús. Afgr. v. á. Stöfunarbörnum veitt tilsögn eftir þörfum á Njálsgötu 29. 3—5 börn frá hreinlegum heim- ilum geta fengið góða kennslu í miðbænum. D. Östlund gefur upp- lýsingar. TAPAЗFUNDIÐ. Peningabudda fundin. Vitja má á Stýrimannastíg 10. J Prentsm. Östlunds.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.