Vísir - 04.01.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 04.01.1914, Blaðsíða 4
V 1 S I R K. F. U. M. Kl. 4. Y.-D.-fundnr. Allir fjelags- drengir rnæti. — 61/-;. U.-D.-fundur. Frjettir frd sjera Friðrik. Ai 1 ir 14 —17 ára piltar velkomnir. — 8x/2 Almenn samkoma. Sjera Bjarni Jónsson: Að brenna og tiibiðja. landlækni (formann), Jón Jónsson dócent, Mattías Þórðarson þjóð- menjavörð, Ólaf Björnsson rit- stjóra og Þórarinn B. Þórláksson málara og er, henni ætlað að koma með tillögu sína um gerð íslenska fánans. Nefndin hefur haldið 1 fund með sjer og var þar valinn ritari Mattías Þórðar- HJÁLPRÆÐISHERINN. Barnahermannavígsla í kveld kl. 8ll2. Frá 1. jan. er Konfektbúðin í Austurstræti lokuð á sunnudögum, en inngangur til íbúðarinnar flR BÆNUM Ekknasjóður Reykjavíkur hjelt aðalfund sinn í nýlega. Veittar höfðu verið síðastliðið ár 660 kr. úr sjóðinum til ekkna. Sjóðurinn er nú orðinn 20500 kr. í honum eru 270 meðlimir með 2 kr. tillagi á ári. Fyrir rúmum 20 árum var hann stofnaður af 10 mönnum. Tilgangur' sjóðsins er sá að styrkja ekkjur þeirra manna, er hafa verið meðlimir hans. Ættu menn að styrkja jafn þarft fyrir- tæki með því að gjörast fjelagar, Er ekki annað en að snúasjertil. Gunnars Gunnarssonar kaup- manns, sem er gjaldkjeri sjóðsins, og veitir nyum meðlimum mót- töku; formaður er Jóhann þor- kelsson dómkirkjuprestur, þriðji maður í stjórninni (skrifari) er Magnús Guðmundsson kaupmað- ur. Hr. Blaðið Ingólfur hefur flutt afgreiðslu sína á Laugaveg 4 og er tekinn við afgreiðslu hans þar Bjarni bókbindari ÓLafsson. Mars seldi afla sinn 2. þ. m. í Hull fyrir kr. 9035,00. Hann lagði af stað hingað á leið í gær og hafði meðferðis 28 póstsekki. Er hann væntanlegur hingað á þriðjudaginn. Pacefic, línuveiðaskip enskt, kom hingað í gær. Hafði verið að veiða hjer í Flóanum, kom stórsjór að skipinu og kastaði einum manninum svo hart niður að hann meiddist allmikið og var hann fluttur á sjúkrahúsið. Afli er góður nú hjer úti á Flóanum, sögðu skipverjar. f Ólafur Magnússon bókhald- ari frá ísafirði (við Ásgeirssonar verslun) andaðist í fyrrakveld á Landakotsspítala. Var fluttur hingað fyrir nokkru, fárveikur. Kona hans og! dóttir komu hingað með hon- urn og stunduðu hann í veikindun- um. Dóttir hans önnur er í Kaup- mannahöfn og sonur í Frakklandi og annar á ísafirði. Apríl kom í gær að vestan. Sagði mikinn ís, sá hann þrjú botnvörpuskip föst í honum. Sjálfur slapp hann við illan leik frá ísnum. ís undan Horni fór með þriggja míina hraða. Skip- ið kom með 280 körfur. Blaðið Reykjavík hætíi að koma út nú um áramótin, aö minnsla kosti um tíma, en ekki fuilráðið um framtíð þess annars. Borgarafund segir »Árvakur«, að Jóíiáhn kaupm. Jóhannesson ætli að halda bráðlega hjer í bæ til þess áð ræða þar um fjárhags- ástandið og veðdeildarlögin. Guðm. Magnússon skáld er orðinn aðstoðarmaður á 3. skrif- stofu í stjórnarráömu. Innbrofsþjófnaður var framinn í nótt í Sælgætisbúðinni í Austur- stræti og stolið þar mildu af sæt- gæti, en ekki öðru, svo menn sjái. Annað innbrot var nýlega framjð á Jólabasarnum á Lækjartorgi og stolið þar um 20 kr. Fánancfnd setti . Stjórnarráðið 30. f. m. þá Guðm. Björnssou son. Einhvern næstu daga ætlar ráðherra að koma á fund með nefndinni og veita henni upp- lýsingar sínar. Hagstofan var sett á stofn 1. þ. m. Er forstjóri skipaður Þor- steinn Þorsteinsson cand. polit, en aðstoðarmaður Georg Ólafsson cand. polit. aan ■ —an.......hmm......—■i fyrir 100 árum. Margir munu hafa gaman af að sjá, hversu litið hefur verið á hag ísland fyrir 100 árum. Flytur Vísir því hjer enskan bækling, er þá kom út um það mál og er ritaður af skilningí góðum. þýðingin er tekin eftir Aidahvörfum Bjarna aiþm. Jóns- sonar frá Vogi. Bœklingurinn heitir: Skýrsla um orsakirnar til hins núverandi eymdarástands íslendinga og auðveld og örugg ráð til varanlegra umbóta á kjörum þeirra. Eftir Islending. Lær þú að liðsinna nauðstödd- um. London. Prentað fyrir J. J. Stokkdale, 41, Pall. Mall. 1813. [Verð 1 sh. 6 d.] Dr. Jón Þorkelsson getur þess helst til, að ritið muni vera eftir Magnús Stephensen konferenzráð (?7/i- 1762 —1 ?/, 1833). F o r m á 1 i. Skýrsla sú, er nú birtist álþýðu, og hjer fer á eftir, var í fyrstu ritin á latínu, og var hún búin undir útgáfu, þá er enskur heldri maður rjeðst í að veita henni búning þann, er hún nú ber, og urðu þá meiri líkur til þess, að hún drægi að sjer almennaathygli. Sú var ósk böfundarins, að þetta stutta og ófullkomna upp- kast að hinum handhægustu og áhrifamestu ráðum til viðreisnar landi sínu, skyldi tileinkað manni, sem á nafn sitt til prýði á bók- um, er síður þurfa vægðar við, en þessi. En honum fannst hann | ekki geta rjettlætt sig, hversu mikið sem ísland á herra Jóseph Banks upp að inna, ef hann gerði sjer svo dælt við hann, án þess að Iéita fyrst samþykk- is hans. Það var virðingarvott- ur, sem ekki hefði orðið drepið hendi við; ,en það var eigi svo hægt, að beiðast þess, þar eð höfundur vildi leyna sjer. Rit þetta er því eigi helgað neinum sjerstökum heiðursmanni, heldur boðið greindum og mann- úðleguin iesöndum, og mun stefna þess og tilgangur fylliíega hylja galla þess í þeirra augum. Frh. | er á horninu hjá rakaranum. Olsen. Nýir áskrifendur að næsta flokki Vísis . \ geta fengið gefins blöðin, sem verða óútkomin af þessum flokki, þegar þeir skrifa sig fyrir blaðinu. PRT Menn gefi sig fram á afgreiðslunni sem fyrst. Jeg undirritaður hefi hugsað mjer að láta byggja íbúðar- hús á þessu ári, húsið á að vera úr steinsteypu og vandað að öllu leyti. Þeir smiðir bæarins, sem vilja taka að sjer að skaffa nefnt hús að öllu leyti, eru beðnir að finna mig fyrir 20. þ. m., og geta þeir þá fengið að sjá alla uppdrætti og lýsingar af þessu fyrirhugaða húsi. • Þess skal geíið, að húsið verður borgað út með pen- ingum að verkinu loknu. Jóh. Jóhannesson Laugaveg! 19. Mismæli af stól. Hann var feiminn ungi prest- urinn og varð því á mismæli í textanum og fór með hann svo að mettaðir hefðu verið 5 manns með 5000 brauðum og 2000 smáfisk- um. „það get jeg líka gert“, gall Smith gamli við úti í horni. Prestur var ekki viðbúinn að svara, en hugsaði Smith þeigj- andi þörfina næsta sunnudag, og fer með sama textann og nú rjett. þeigir síðan um hríð, og lítur til hornsins þar sem Smith sat og segir: „Getið þjer það, herra Srnith?" „Jú, jeg held jeg reyndi það“, segir Smith. „Hvernig þá?“ spyr prestur. „Með leifunum frá því á sunn- udaginn var“. (Nýtt kirkjublað.) S t ú I k a óskast í vist í Vestmannaeyum, hátí kaup. Afgr. vísar á. TAPAЗFUNDIÐ. Skinntaska fyrir kvennmann hefur tapast frá Nýhöfn upp á Skólavörðustíg 14. Skilist á Skóla- vörðust. 14. í dómkirkjunni hefur fuudist: sálmabók, silkiklútur, tvennir fingra- vettlingar, krakkakragi og kjólbelti. Vilja má í dómkirkjuna. KAUPSKAPUR Sófi laglegur eða Chaiselongue óskast til kaups. Afgr. v. á. 2—5 trjestólar vænir óskast til kaups. Afgr. v. á. Orðabækurnar ensk-ísl. og ísl.- ensk óskast keyptar nú þegar.— Afgr. v. á. Ung kýr til sölu ogsömul. hey. Klapparstíg 7. HÚSNÆÐI 4 - 5 herbergja-íbúð óskast til leigu frá 14. maí—hzlst heilt hús, Afgr. v. á. Jónas Guðmundsson gaslagn- ingamaður, Laugaveg 33. Stúlka óskast í vist nú þegar og til 14. maí. Uppl. á Skólavörðu- stíg 15 B niðri. ' Eldri kona óskar eftir vist óákveðin tínia. Afgr. v. á. Stúlka óskast í vist nú þegar. Uppl. á Njálsgötu 42. KENNSLA Stöfunarbörnuni veiit tilsögn eftir þörfum á Njálsgötu 29. Rannveig Kolbeinsdóttir. Útgefandi Einar Gunnarson, cand. phil. Prentsm. Östluntís, /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.