Vísir - 06.01.1914, Blaðsíða 2
V 1 s I R
} í* 1 fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda-
'\/X bœkur • og sögubækur með myndum fré
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Nyir áskrifendur
að næsta flokki yísis"
geta fengið gefins blöðin, sem verða óútkomin af þessum
þeir skrifa sig fyrir blaðinu.
Menn gefi sigframá afgreiðslunni sem fyrst.
\Javs
daglega til sölu
\ w\SursuS\x\)evli5m\í\utvtv\.
Sími 447.
Palladómar.
---- Frh.
9. Magnús Kristjánsson,
þingmaðtir Akureyringa.
(F. 18. apríl 1862.)
Flann er þríærður þingmaður;
hefur þing selið 1905, 1907 og
1913, allt af í umboði Akureyringa.
M. K. er tæplega rneðalmaður að
hæð og svarar sjer vel ogfþó lítið
eitt bjúgur í herðum. Yfir sig er
hann ekki míkill og ekki fríður
sýnum, nefið langt og lágt, flatt og
þykkt að framan, hakan þykk, enni
ekki lítið og hveift, kirrnfiskasoginn
nokkuð, móleitur og ekki sljettleitur,
augun blágrá, skírleg og hýrleg.
Þingsaga M. Kr. er nú reyndar
hvorki löng nje niargbroún. Þess
er þó ekki að dyljast, að hann er
íhugumarsamur greindarmaður, og
lýsir sjer í ýmsu, að hann er fram-
fararnaður um margt, er varðar
versluu, atvinnuvegi og samgöngu-
mál. Flafa tillögur hans þar um
jafnan verið á rökum reistar og
gætni, þótt ekki i þær eða hann
verið með yfiriætiskeim. M. Kr.
er hvorki yfirlætismaður nje Skrum-
menni; virðist hugsa sitt mál og
fara að engu geyst. Talar hann því
aBajafaast sljett og skipuiega, en
nokkuð er hann veikróma og ekki
ólíkt því, að hann leggi helsti
mikla pokaprests áherslu á orö sín. I
M. Kr. hefur unnið sjer allgott
traust í þinginu, er sjá má af
því, að hann hefur verið skipaður
í sumar þær nefndir, er fjallað hafa
um raikilsverð mál, svo sem at-
vinnu við siglingar, varnarþing í
skuldamálam, fiskiveiðasjóð og
brunabótafjelag íslands, auk þess
er hann hefur setið í reikningslaga-
nefnd öll þrjú þingin. Hefur hann
jafnan þótt athugull í nefndum, en
að vísu ekki afkastamikill. Mundi
þó hafa verið þess öil þörfin, að
hann hefði látið nokkuð nieira til
sín taka í reikningslaga-nefnd síð-
asta þings, því bæði var það að
nefndinni sóttist seint starfið og
svo hitt, að flaustursbragð þótti á
því að lokum. Á hann þar sök á
ekki síður en hinir í nefndinni.
En nokkuð mundi hafa nær verið,
heföi hann verið skrifari nefndar-
innar, því það segja þeir, er best
þekkja hann, að honum sje sýnt
um reikningsmálin, og svo fer hann
með þann kost, er allir þingmenn
þyrftu að eiga, að hann skriíar svo
að vorkunnarlítið er að lesa.
Stærri stjórnmálin hafa lítt eða
ekki við M. Kr. konúö á þingi,
enda mundi hann ekki þar fremur
en annar9staðar verða verulegur
stórfiskur. En um þaö hvar hann
sje í sveit kominn í stjórnmála-
flokki fara víst fæstir villir vegar.
Á þingunum 1905 og 1907 skip-
aði hann Heimastjórnarflokkinn og
við kosningarnar 1908 var hann
ástvin Uppkastsins. Og fyrir síð-
asta þing var hann kosinn sem
þaulvígður sambandsmaður, og ekki
er enn í Ijós leitt að hann hafí
hafnað »Grútnum« svo nef»da. Víst
er það, að hann virtist á síðasta
þingi vera »þjenustubundinn« kög-
ursveinn stjórnarinnar, og tók sv@
svari hennar, fengi hann við komið.
Sögðu einhverjir að hann hefði talið
sjer þarí meiri vegsauka og virð-
ingu, en í því að hengja sig aftan
í valdaiausa menn, þótt margt hefði
til síns ágætis og valdavon, ef lán-
ið væri með.
Þótt það verði cngan vegion
með sanni sagt, að M. Kr. sómi
sjer ílla á þingi, þá verður því varla
haldið fram, að það sje ein af lífs-
nauðsynjum þjóðarinnar að hann
eigi þar sæíi. En sje það hugstæð-
ast Akureyringum, að eiga þann
maiin á þingi, er svarinn væri inn
í Sambandsflokkinn áður, þá er
eins gott að senda M. Kr. þangað,
eins og annan miður reyndan. Eng-
inn getur nú heldur sagt, hve nær
þurfi að taka til bræðslustarfanna.
Veit nokkur nema við poltinn kunni
að brenná, og gott gæti þá verið
að hafa góðar hendur og vanar,
til þess að losa frá honum.
Frh.
Ferðir Vigfúsar
Sigurðssonar.
---- Frh.
Nú fóru þeir þá einnig að fá
vind skáhallt á eftir. Voru þá höfð
segl uppi á sleðunum og gekk nú
greiðar, dagleiðin þá frá 30-^-4.Q
rastir. Er hjer var komið var svo
dregið af Grána, að hann gat ekki
gengið undir sjálfum sjer og var
honum ekið 1.—3. júlí, því þeir
fjelagar höfðu heitsíreflgt, að reyna
af fremsla megni, ð koma honum
lifandi yfirum og láia hann eiga
góöa daga til æfiloka. 2. júlí sáust
fyrst Nunatakar á Vestur-Grænlandl
og lágu þeir um 50 rastir inn í
jöklinum. Næsfa dag var komið að
jökuiá mikilli, sem rann í jökulgljúfri
alldjúpu. Varð að bíða við hana til
nætur, svo að f henni lækkaði og.
komið yrði á hana brú, og var brú-
að með sleðanum, en liann varalít
of veikur til að flytja hestinn á og
varð að hrinda honum í ána, en
bönd vnru á honum bæði að fram-
an og aftan og hann svo dreginn
upp .hinumegin. Nú var ekki tH
setunnar boðið. Var þegar lagt af
stað með hestinn, svo honum yrði
ekki of kalt. Tveirn tímum síðar
var komið að ísöldu mjög sundur-
rifinni af jökulsprungum og varð
vegurinn afar ógreiður, var þó reynt
að halda áfram þar til kl. 8 árd.,
en þá var tjaldað og hvílt. Fjekk
Gráni nú síðustu heytugguna, en
þá hafði hann tapað lyst og vilói
ekki við henni snerta. Sáu þehr fjft-
lagar þá vænst, að skoða veginn
niður af jöklinum, sem þá var um
6 rastir, og leita uppi forðabúr, sem
hafði verið sett undir jökulbrúnina
á auðu landi tveim árum áður í til-
elni af ferð þessari.
Forðabúrið fannst þegar, en veg-
urinn reyndist svo íllur þangað
Biður, að ekki var talið fært að
flytja Grána um hann. Var þá það
ráð tekið, að Larsen og Vigner
skyldu fara út á jökulinn og hafa
með sjer 10 pd. af brauði handa
Grána, ef hann væri betri til heilsu
nú en þegar þeir fjelagar skildu
viö hann, en annars skyldu þeir
skjóta hann þá þegar. En Koch
og Vigfús skyldu fara niður til Laxa-
^aedtar, um 25 rastir um ógreiöfært
land, og áttu þeir að líta eftir, hvort
vað fyndist á ánni, sem rennur í
fjarðarbotninn og Laxá heitir.
Frh.
Ya\\5sW&\a.
Eftir
Rider Haggard.
---- Frh.
Goðfreður af Krossi og flokkur
hans hafði rannsakað alla höllina
áður hann riði á brott, en ekki fund-
ið þar nema þjónustumenn og kon-
ur, er hann hjet hörðum dauða, ef
þau sýndi af sjer nokkra ótryggö
eða óhlýðni. Síðan dró Grái-Rikki
upp sviftibrúna og bjó um allt ör-
ugglega. Hann skipaði varðmenn á
vígið og ljet hafa eldivið til taks
í járnhylki á efsta turninum, ef
nauðsyn bæri i að kynda vita til
þess að kveðja hjálpar. En til þess
kom ekki, því að enginn þorði að
koma í nánd við múrinn fyrr en í
sólarroð um morguninn og vcru
það vinveittir menn úr Dúnvík, er
fluttn þau ófagnaðar tíðindi, að
Frakkar hefði sloppið úr landi.
Nær miðri nótt voru opnaðar
dyrnar að herberg því, er Arnald-
ur Klerkur kraup við sæng Huga
frá Krossi og Ragna rauðskikkja
gekk inn hljóðlega með kerti í
hendi, því að nú hafði hún heimt
aftur minni sitt og vissi um allt,
sem fram haföi farið.
»Er hann dáinn, faðir?. spurði
hún hálíum huga í iágum róm.
Svo beið hún grafkyr og þögul
eitjs og steinn eftir svari, sem henni
þótti meira undir komiö, en lífinu í
barmi sjer.
»Nei, dóttir mín. Krjúp þú á
knje og fær þú drottni þakkir. Hann
hefur stöðvað blóðrásina með kunn-
áttu þeirri, sem jeg lærði í Austur-
löndum. Jeg veit að hann mun
lifa.«
Hann sýndi henni því næst, hversu
brandur föður hennar hafði rennt
út af stálhúfunni, er hann hafði
gefið Huga, lamið hann í óvit, en
ekki brotið höfuðbeinin, sært hann
aftan á hálsinum, en þó ekki skorið
sundur nema ystu æðarnar. Sár þetta
hafði hann saumað saman með
silkiþræði og brennt yfir með járni
glóanda. Varð eftir ör, sem Hugi
bar til dauðadags, en með þessum
hætti fjekk hann styllt blóðrásina.
»Hvernig veistu, að hann muni
lifa?« spurði Ragna af nýu, »þegar
þú sjer hann Iiggja þarna eins og
veginn mann.«
»Jeg veit það, dóttir mín. En
spurðu mig ekki frekara. Hann
Iiggur í dái sakir höggs þess, er
hann fjekk og getur hann orðið
rúmfastur marga daga. Vafalaust á
hann lengi í því, áðuren hann verð-
ur jafngóður. En þú þarft ekki að
ugga um hann; Hann mun lifa.«
Nú var þungum steini ljett af
Rögnu. Hún rjettist við og varir
hennar urðu aftur blómlegar. Hún
fjell á knje og færði þakkir, eins
og hinn aldni klerkur hafði boðið
henni. Því næst reis hún upp, tók
í hönd honum og kyssti hana.
»Rjett eina spnrning enn, faðir!«
sagði hún. »Það varðar sjálfa mig.
Ómennið Ijet byrla mjer ólyfjan.
Jeg drakk mjólk og man síðan ekki
til mín, nema eitthvert draumarugl,
fyrr en jeg heyrði rödd Huga, þeg-
ar hann kallaöi. Nú er mjer sagt,
að jeg hafi staðið hjá altarinu við
hlið Játmundar Akkúrs og að klerk-
ur hans hafi[þulið yfir okkur hjóna-
vígslu, og — sjáið nú! Æ! Jeg
hefi ekki tekið eftir því fyrr en nú
— það er hringur á hendi mjer,«
og hún þeytti honum af sjer á
gólfið. »Segið mjer, faöir! er þessi
maöur samkvæmt kirkjunnar lögmáli
— er hann eiginmaður minn?«
Frh.