Vísir - 08.01.1914, Blaðsíða 3
V í S I R
í smákaupum er ávalt til sölu
í niðursuðuyerksmiðj unni.
Sími 447.
I n n b roísþj ófar n í r
dæma
Þegar innbrotsþjófarnir rjeðust inn í Konfektbúðina í Austurstræii,
stálu þeir »Konfektinu« en ekki peningunum.
Þeir eru þá á sama máli og aliir bæarbúar, að Koðfektið hjá
Irma og Carla Olsen
(&£gjr' er betra en peningar
inn meiri til þess að bæta upp
hrakninga þá, er samfara eru dvöl-
inni í svo köldu loftslagi. Jeg vildi
leggja það til sem öruggt ráð v.ið
hinum alvarlegu annmörkum, sem
nú eru á, að stofnaður yrði sjóður
til þess að útvega skip, vel útbúin
að öllu leyti og rjett smíðuð, með
sömu gerð og síldarbátarnir, er
íbúar Orkneya og Hjaltlands nota.
Hvern bát ætti að lána fyrir gjald
eftir stærð, og samningur gerður
um greiðslu á vöxtum, sem ekki
færu fram úr tíu af hundraði hins
upphaflega útgerðarkostnaðar. Hlut-
hafarnir myndu smámsaman verða
færir um að gjalda fjárupphæð þá,
er þeim var lánuð til þess að smíða
og reiða bátana, eða jafna alveg
reikninginn, ef þannig væri dregið
hóflega frá hinum mikla arði, sem
hlyti að vaxa af starfsemi þeirra,
Þá er þannig er komið, yrðu þeir
að sjálfsögðu eigendur, 'í stað þess
að vera leigjendur. Með verðlaun-
um mætti, ef á þyrfti að halda,
bæta atvinnuveginn enn meira.
En mjer Ieikur enginn vafi á því,
að þess konar hvatningar þarf eigi
við, jafnhliða ráðstöfuninni. Að
minnsta kosti get jeg öruggur íull-
yrt það, að fjárupphæð sú, er þannig
væri varið, væri viss að borga sig,
Það myndi þurfa margra ákvæða
og einstakra atriða til þess að koma
þessu fyrirtæki á laggirnar; en þau
eru ýmist svo augljós eða svo
mjög komin undir því, hvernig á
stendur, að það væri óþarfi að
útlista þau nákvæmar eða gera til-
lögur þar um.
Annar meiri framfaratá mi í því,
að verka og geyma fiskinn, er hið
dýra útlenda salt, og hefi jeg góða
von um, að imfflutningur þeirrar
vöru muni einhvern happadag
verða miklum mun minni eða hverfa
alveg. Vonir mínar byggjast á því,
að ekkert sje því til fyrirstöðu, að
jafn nytsöm vörutegund geti orðið
framleidd á voru landi. Það er
fjeð og áræðið, sem vantar, en hið
fyrtalda myndi styðja hið síðar
talda og haldast eigi að eins við,
heldur og aukast af afleiðing sinni.
Jeg læt nú úttalað um sjávar-
síðuna, er gæti orðið þjóðinni ti!
ekki svo lítilla þæginda með þeirri
stjórnaraðferð, er jeg hefi stuttlega
drepið á, og sný nú máli mínu til
sveitanna, og fæ jeg þá eigi varist
því, er jeg bendi á úrræðin, að
finna í einu til ánægju og nreð-
aumkunar með vesli.igs löndun-
um mfnum. Þótt þeim væri eigi
hjálpað, hefði þeim þó án efa átt
að vera innan handar, að koma á
nokkrum framförum í því, að jbæta
jarðveginn Þá er jeg sje, að sjer-
hver tilraun til k irnyrkju hefur haft
svo mikil vqnbrigði og svo mikla
tímaeyðslu í för með sjer, þá verð
jeg að spyrja: Hvar eru hinir ó-
sigrandi erfiðleikar, sem standa í
vegi fyrir því, áð nautgripum og
sauðfje sje fjölgað að miklum mun?
En það er augljóst, að á þessu ætti
aðalmegun íslendinga að hvíla. í j
þessu sjáum vjer áhrif hleypidóm-
anna, sem eru svo skaðvænlega
magnaðir og svo rótgrónir af aldr-
inum, að þótt þörfin til þess að
hrinda þeint af sjer sje sorglega
auglíós, þá þarf duglegrar stjórnar
við til þess að stinga á kýlinu.
Einn einstakur landeigandi gæti bætt
fyrir sjer með því, að kasta burt
öllum hleypidómum og taka upp
það fyrirkomulag, er betur kemur
lieim við skynsemi og reynslu. En
engin líkindi væru til þess, að
nokktir myndi fylgja þessu góöa
dæmi, nema það væri valdboðið,
eða það yrði að öðrum kosti svo
slæglega og ófullkomlega stælt, að
það svaraði ekki kostnaði, nema að
nokkru leyti, og þá að eins á fám
stöðum. Það sem einkum er til
baga, er skorturinn á vetrarskýli og
fóðri fyrir fjenaðinn. Bæði sauða-
og nauta-hjarðir eru oft látnar eiga
sig skýli - og fóður-lausar í drep-
andi hörkum. Frh.
06 VERSLUNIN KAUPANGUR iliIISPÍ . o> P ss
D Lindargötu 41, tSX VOS 0—'
o selur góðar vörur ódýrara, en aðrir, t. d.: *s g y
Z Kaffí, óbrennt pd 78 au.
< Melís í kössum 23 0$ <5
CL Kandís í kössum — 25 —
o Rúsínur — 25 P
< Jólahveitið góða - 12-13 -
* Haframjöl — 15 c*
z Hrísgrjón 15 • P*
Malaðan maís í sekkjum '(126 pd.) kr. 9,50 0«
z Heilan maís í sekkjum (126 pd.) kr. 9,25 sO
D Sykursaltað sauðakjöt . . au. . . pd. 32 &
kJ Stumpar allskonar kr. 1,40 cP ci
Cí) Skófatnað ailskonar, einkum handa <5
06 börnum sterkari en annarsstaðar. Til- p* oSÉ
UJ búinn fatnaður seldur með 25% af- C9 eP
> > slætti. Alnavara seld með 20% afslætti. \0
1 ' Ýmsar nýársgjafír ódýrar og fallegar. Alls- konar barnaleikföng 0. m. fl. H g %
Eftir
Rider Haggard.
----- Frh.
Það dró áhyggjusamlegan skugga
yfir svip klerksins og rnátti gerla
sjá í hinu skýrlega yfirbragði lians
og myrku augum, að hann var í
vandræðum.
„Jeg get ekki skorið úrþví“sagð'
hann síðan heldur hikandi eftirnokkra
umhugsun. «Þessi klerkur Nikulás
er vafalaust enn þá með umboði
drottins vors, þótt jeg telji hann
argan þorpara, því að hin helga at-
höfn heldur sínu gildi, þótt hún sje
framin af óverðugum þjóni. Ef því
væri ekki svo farið, mundu vissu-
lega fáir vera rjettilega skírðir, gefn-
ir í hjónaband eða skriftað á tilhlyð-
ilegan hátt. Og þótt jeg geti best
trúað því, að hann hafi sjálfur bland- í
að ólyfjanina, þá er óvíst, að hann
viti, aö hún hafi verið byrluð þjer,
en þú stóðst þögul við altarið og
að því er sjá mátti, samþykk þvf
er fram fór. Því miður! Athöfnin
var fullkomnuð; jeg heyrði sjálfur
að. hann las yfir ykkur blessunar-
orðin, Faðir þinn var til aðstoðar
og gaf þig brúðgumanum í áheyrn
safnaðarins. Ákæru-efnið er þetta, að
þjer var byrluð ólyfjan, en til hvers
er að halda því fram, þar sem þú
ert ein'til frásagna. Hvar eru sann-
anirnar? Jeg óttast, dóttir mín!, að
samkvæmt kirkjunnar lögmáli sjert
þú lögleg eiginkona Játmundar
Akkúrs —.«
Kirkjunnar lögniáli*, greip hún
fram í, —«en hvernig samkvæmt
drottins lögmáli? Þarna liggur sá
! maður, sem jeg er einum heitbund-
in og jeg mundi fyr bíða bana
hundrað sinnum, en jeg Ijeti nokk-
urn annan svo mikið sem snerta hónd
mína. Og ef í nauðir ræki, skyldi
jeg fyrirfara mjer og flytja mál mitt
til sigurs frammi fyrir Sankti Pjetri
fyrir hliði Himnaríkis.*
»Ussum. sussu! Talaðu ekki svona
gapalega. Það, sem kirkjan hefur
bundið, fær hún aftur leyst. Þessu
máli verður að skjóta til hins heilaga
föður páfans. Jeg skal taka að mjer
að leggja það fyrir hann. Brjef skulu
verða send til Avignon, þegar örugg
ferð fellur. Meira að segja má vel
vera, að drottinn sjálur frelsi þig,
með sverði dauðans, sem er hans
þjónn, Þessi eiginmaður þinn, — ef
hann er þá þinn eiginmaður, — er
argasti landráðamaður. Englakonung-
ur stundar eftir lífi hans, og svo er
annar maður-, sem einnig mun kapp-
kosta, að ráða hann af dögum áður
en langt um Iíður,« — og leit hann til
Huga, þar sem hann Iá í öngviti.
«Vertu ekki of harmþrungin dótt-
ir! Huggaða þig heldur við það, að
ekki er vrra í efni, og að þú ert heil
á húfi. Vel mátti það henda, að þú
hefðir verið hrifin á braut, áður en
fundum okkar bæri saman. Mál þetta
ekki á enda kljáð og getur útleiðst
betur en varir. Farðu nú og hvíldu
þig. Þú þarfnast hvíldar. Mjer er
nóg að hafa hönd yfir einum sjúk-
fingi í senn. Æ! leitaðu hvíldarinn-