Vísir - 09.01.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 09.01.1914, Blaðsíða 1
\) Isu Vísir er blaðið þitt. Hannáttu að kaupa fyrst og fremsL Kemur út alla daga. Sími 400. Agr. í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. 25 blöð (frá 8. jan ) kosta á afgr. 50 au. Send út um land 60 au.—Einst. blöð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi), opin kl. 12—3, Sími 400. Föstud. 9. jan. 1914. Háfl.kl.3,10’ árd. og kl. 3,35’ síðd. Á morgun Afmæli: Frú Guðrún Jónsdóttir. Fru Guðrún Magnúsdóttir. Póstáœtlun: Ffafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Veðrátta í dar: O o ed -c ■< XJ c > ba c: <L» > Vm.e. R.vík Isaf. Akure. Gr.st. Seyðisf. þórsh. 742.4 741.4 741.3 745,1 709,0 751,2j5,7 759.3 4,9 5,6 4,8 8.5 5.5 2,0 A 10 ;asa 5 s 9 0 s 7 SSA 5 SA 7 Regn Regn Skýað Hálfsk. Skýað Regn N—norð- eða norðan,A— aust eða austan,S—suð- eða sunnan, V— vest- eða vestan Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—logn.l—andvari,2—kui, 3 — goia, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7 —snarpur vindur,8 - hvassviöri,9 stormur.lO—rok,l 1 — ofsaveður, 12—fárviöri. Skáleturstölur í hita merkja frost. fkklstur fást venjulega tilbúnar *á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almeunings. — Sími 93. — Helgi Helgason. Btó Biografteaterl p ' ' Reykjavíkur |OlO Lifandi frjettablað. Búktalarinn. (John Bunny). Flóttinn úr fangelsinu. (Miss Dorothy). , Amatör“-ljósmyndarinn. UR BÆNUM Bjarni Björnsson er nú að ferð- ast um nágrennið og skemmta mönnum með gamanvísum og eftir- hermum. Var hann á sunnudaginn í Hafnafirði, í dag í Keflavík, og í hyggju hefur hann að fara til Vest- manneya. Miklar áskoranir segist hann hafa fengið um að endurtaka hjer »Alþýðuskemmtun« sína þá uni daginn, og er svo að heyra sem hann muni verða við því ef hús fæst. Jón forseti kom í gær frá Patreks- firði. Sá hann engan ís á leið sinni. Baldur og fleiri botnvörpuskip sá hann við veiðar inni á Breiðafirði. í Palladómum í gær stendur í 20. línu o. 1. d. boði, á að vera blaði; í 8. 1. n. 1. d. stungið, á að vera slungið, Og í 21. 1. o. 2. d. stjórnmála, á að vera stjórnmála- flokki, Mars kom í gærkveldi (rneð póst- inn). Bænavika Ev.Bandalags Samkoma í Sílóam í kveld kl. 8. Allir velkomnir, án tillits til trúflokka. April fer t'l útlanda í dag. K. F. U. M. hjelt hátíðlegt 15 ára afmæli sitt í gærkveidi. Verður þess getið nánar á morgun. Matg’jafirnar. í gærmorgun kl. 10 byrjuðu matgjafirnaríO. T. húsinu — saln- um upp’. — Fratnmistöðukona er þar María Pjetu rsdóttir,Skó!a- vörðustíg 35, og hefur hún sjer til aðstoðar 2 eða fleiri konur úr G, T. fjelaginu, er skiftast á um að vera þar. Á fyrsta klukkutímanum kontu , 18 börn og 4 fullorðnir og svo voru börn og fullorðnir að tín- ast að fram undir síðustu mfnút- ur fyrir 1, en þá var lokað. Maturinn var hrísgrjónavelling- ur, tvær sneiðar af smurðu rúg- brauði og mjólkurbolli. Alis komu til máltíðarinnar 38 börn og 14 fullorðnir. voru það heimilisfeð- ur og mæður. Yngsta barnið var á 5. ári. Borðað er við eitt langborð og geta 20 menn setið þar við í einu, en smáborð og sæti nóg eru víðsvegar um salinn. Alls er vel hægt að afgreiða 100 manns ef efni ieyfa. Nokkr- ir kaupmenn hafa sent maíar- sekki og íleiri eiga ósent enn. I dag er hafragrautur með mjólk og brauði, á morgun salt- fiskur með kartöflum og viðbiti og kaffi á eftir. Frá bæarstjórnarfundi. í gær. 1. Tilkynnt 3 brjef frá stjórn- arráði íslands um staðfestinngu á frumvörpum, um breytingu á vatnssalernagjöldum,gjaldskrá fyr- ■ ir hreinsun salerna og breytingu I á reglugerð um mjólkursölu í bænum. 2. Stjórnarráðið beiðist álits bæarstjórnar, um hve marga sjó- dómsmenn skuli skipa og tillög- ur um, hverja skipa skuli. Til að íhuga það mál, var kos- in nefnd: H. Hatliðason, Sv. Björnsson og J. Jensson. 3. Samþykktar tillögur kjör- stjórnar viðvíkjandi næstu bæar- stjórnarkosning. 6 kjördeildir (í fyrra voru 5). í kjördeildir var kosið þannlg: /. kjördeild: Jón þorláksson, ungfrú Laufey Vilhjálmsdóttir og Kr. Linnet. 2. kjördeild: Sv. Björnsson, ungfrú Ingibjörg Sigurðardóttir og Jörundur Brynj- ólfsson. 3. kjördeíld: Hannes Hafiiðason, frú Helga Torfason og Magnús Sigurðsson. 4. kjördeild: Arinbjörn Sveinbjarnarson, ung- frú Ingibjörg Brands og Guðm. Ólafsson. 5. kjördeild: Kr. þorgrímsson, ungfrú Ragna Stefensen og Ólafur Lárusson. 6. kjördeild: þorv. þorvarðarson, frú Stein- un Bjartmarsdóttir og Guðm. Sveinbjörnsson. 4. Kosnir til að semja Ellistyrkt- arsjóðsskrá: þorv. þorv., P. G. Guðm. og Kr. þorgr. 5. Kosnir til að undírbúa al- þingiskjöfskrá: Borgarstjóri, Sv. Bj. og Kl. Jónsson. 6. Erindi frá Geir Guðmunds- syni um stofnun barnahælis og fyrir fátæka. Var vísað til fátækra- nefndar. 7. Umsókn um burtfelling skóla- gjalds fyrir 2 börn var samþ. 8. Kr. þ, flutti beiðni frá Magn- úsi Magnússyni og Valentínusi Eyólfssyni um burtfelling á skil- yrði fyrir byggingarleyfi þeirra við Fúlutjarnargranda. Allmikið var þetta rætt og að síðustu var samþykt að fella skil- yrðið burtu. 9. Brunabótavirðingar samþ. á húsi nr. 7 í Grjótagötu, kr. 12 393, og húsi Ingim. Pjeturssonar við Sellandsstíg kr. 4 912. 10. Hafnað var forkaupsrjetti a eigninni Eskihlíð fyrir 12 þús. kr. Á fund vantaði. H. J., P. G. G. K. M. og G. L. Hrafnkell. (^ Uppboð á Akranesi. Uppboð var lialdið á Akranesi í gær og fyrradag á því, sein bjarg- að hafði verið úr skipinu Force. Fyrst var fiskurinn boðinn upp í stórum köstum, nokkur skippund í hverju, og fóru þau á 10—30 kr., var sá fiskur ekki mannamatur lengur, sökum þess að mikill sand ur hafði gengið í hann. Þá var brakið boðið upp, hafði það brotn- að mjög smátt og var selt í smáum köstum, var það mest aðeins hæft til eldiviðar ug komst í sæmilegt verð. Möstrin þrjúseldust 20 til rúm- ar 40 kr. Það, sem eftir var af skips- skrokknnm á skerinu, með gufuvjel Langbestí augl.staður í hænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrir birtiugu. Leikfjelag Reykjavifcun Föstud. (9. jan.) kl. 8 síðd. Ljenharður fógeti. Aðgöngumiða má panta í ísafold. ^aesscw. Yfirrjetíarmálaflutningsmaður, Pósthússtræti 17. Venjulegaiieima kl. 10—1] og4—5 Talsími 16. Rottur JIS1§Í Óskaðlegt mönnum og húsdýrum. Söluskrifstofa: Ny Östergade 2. Köbenhvn. og festum, var ekki selt. Fjöldi manns sótti uppboöið bæði Skaga- menn og nærsveitamenn. Fyrir uppboðið hafði skipstjóri selt skipsbáta, segl o. fl. undir hendinni og þótti þar ólíku betra verð á. m Hlg FRA U7L0NDUM jg Miljónafölsun. Nýlega hefur komist upp fölsun á bókfærslu við Karlevi nýa hluta- banka í Helsingfors og nam hún freklega 1 miljón finnskra marka. Allt þetta hefur verið gert á einu ári (1911). Kolum var fyrst brennt í New- castle-on-Tyne árið 1230 og urðu þau 50 árum síðar verslunarvara þaðan og til Lundúna. Sýking næmra sjúkdóma kveður merkur læknir einn breskur mjög valda óvani sá, er tíður er meðal skólabarna að sjúga ognaga penna- sköft. Ljósmyndir má enginn taka á Rússlandi.'nema með sjerstöku leyfi sfjórnarinnar. Embættismenn þar eru svo hræddir um að teknar verði augnabliksmyndir af sjer, en sltkt athæfi varðar þar afarháum fje- sektum og Síberíuvist, ef myndin er óvirðuleg á einhvern hátt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.