Vísir - 09.01.1914, Side 2
V I S 1 R
lýr 10 hesta
Bolindermótór
til sölu.
Tiinbur og kolaverslun
Reykjavikur.
í
Palladómar.
— Frh.
Allmörg mál hafa undir B. Sv.
komið á þingi í nefndum. Mælti
þar til nefna sambandsmáiið, sam-
göngumál, fiskiveiðar, toll-lög (auka-
tekjur landssjóðs, erfðafjárskatt, vita-
gjald, útflutningsgjald, farmgjald)
og bankarannsókn, auk annars. Hef-
ur hann að málunum unnið með
ráðvendni og drengskap, en ekki
þeim skörungsskap eða dugnaði, ,
að af beri öðrum mönnum. Það er
og mál manna, að hann sje ekki
nema meðalmaður til þingstarfanna,
hvorki starfsækinn nje starfþolinn,
en þó liðlækur til hvers sem er,
þá er til verks sje komið, Þó hafa
sum þau mál verið, er hann hefur
lagst allur í.
B. Sv. var einn af »Spörkurum«
á þingi 1911, því liann stóð fyrst-
ur flutningsmanna að vantraustsyfir-
lýsingu á hendur þáverandi ráð-
herra (B. J.).1) Hafði hann orð
fyrir »Spörkurum« í neðri deild.
(Alþ. tíð. 1911, B II, 674—685),
og þótti hvergi hlífast við. Hefur
hann staðið í þeim stórræðum mest-
um á þingi.
Nokkuð ganga menn í tvær sveit-
ir í dómum sínum um þingmennsku
B. Sv. Að sjálfsögðu deila það fáir
brotum, að hann sje maður þjóð-
rækinn og þjoðhollur, unni sjálf-
stæði vnru og þjóðrjetti af heilum
hug og hviki þar hvergi frá ogsje
kjördæmi sínu hollur í hvívetna.
En þeir eru til, er telja, að hann
sje þegar búinn að sýna þitigmanns
hæfileika sína og beri ekki af öðr-
um, enda muni ekki taka sjer veru-
lega fram, fremur hjer eftir en hing-
að til. Þá eru þeir, er svo líta á,
að hann sje meiri blaðamaður en
þingmaður, vinni flokki sínum og
málefnum vorum meira og betra
gagn sem blaðamaður utan þings,
og njóti sín ekki eins vel á þingi.
Þó að því verði kann ske ekki
fyllilega móti mælt, að B. Sv. vinni
málum þjóðarinnar, flokki sínum
og málefnum hans mikið gagn
með blaðamannsstarfi sínu, og það
sje margkunnugt, að honum fari
það vel og drengilega úr höndum,
þá mun það tvímælalaust rjett, að
hann getur átt gott og mikið er-
indi á þing, eins og málum vor-
um nú er farið. Flestir láta sjer
því það eitt skiljast, að Norður-
Þingeyingar sjái það fylliiega vel
ráðið, að kjósa B. Sv. enn á þing.
Frh.
J Þessir voru þeir »Sparkarar«
í neðri deild, er fluttu vantrausts-
yfirlýsinguna, auk B. Sv.: Bjarni
frá Vogi, Jón á Hvanná, Skúli
Thoroddsen og Jón á Haukagili. —
Flutningsmenn vantrausisyfirlýsingar
þá í efri deild voru þessir »Spark-
arar«: Ari Jónsson,Kristján Jónsson
og Sigurður Stefánsson.
“1 ^ ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda-
ÍUl lllIJL bækur og sögubækur með myndum frá
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
£ax\&s\t\s
stærsta og besta
evs\uxv
er
Einars Árnasonar.
Sími 49.
Aðalstræti 8.
Ibúðarhús
til sölu á framtíðarstað bæarins, rjett við höfnina. &
(Til afnota 14. maí.) Ð
S
KJÖTFARS og KJÖT
í smákaupum er ávalt til sölu
í niðursuðuverksmiðjunni.
Sími 447.
• t« • • mm
ÚR *T SACKLEFJALli:
Eftir Albert Engström.
---- Frh.
Morgunverður: andaregg, silung-
ur, mjólk og kaffi. Verra gat það
verið. Síefán, fylgdarmaðurinn, varð
að leita lengi að einum hestanna,
ett við höfðum góðatt tíma. Þegar
hestum er sleppt í haga að kveld-
inu, eru þeir heftir á framlöppun-
um, svo þeir geti ekki farið allt of
langt í burtu. Þeir verða því áð
eins kottar þrííættu furðuverki; en
sjálfir eru þeir ekki svo hissa á
því, þvt svona fara þeir stundum
langar leiðir, meira að segja hátt
upp í fjöll stundum. Og það get-
ur kostað fylgdarmanninn ntarga
klukkutíma að ná í þá.
Náttúrlega fór hálffúna og stökkva
ístaðsólin mín í sundur, er jeg
ætlaði á bak. Með ólympískri still-
ingu tók Stefán rjettmætu skömm-
unum. Hann svarar ekki iHvebe* ?
heldur við öllum spurningum.
Jeg fer að verða vantrúaöur á
dönskukunnátlu hans, þrátt fyrir
gagnfræðaskóla-námið.
En þetta var nú Iagað í bili,
eins og allt á íslandi, og við hjeld-
um af stað til að sjá Goðafoss.
Gæðamaðurinn Arngrímur fylgdi
okkur; hann fullyrti að síns þyrfti
með, og við komumst fljótt að raun
um það. Vegslóðinn var reglu-
legur krákustígur, og nokkra slæma
læki hefðuni við átt íllt með að
komast yfir, efhann hefði ekki verið
með. Einn þeirra var meira að
segja alls ekki hættulaus; botninn
var afarvondur, við urðum að fara
alveg í spor Arngríms, ýmist til
vinstri eða hægri, til þess er við
náðum bröttum leðjubakka, þar
sem það var einungis færleik hest-
anna að þakka, að við komumst upp,
plus Arngríms auðvitað.
Nú heyrðum við dunurnar í
Goðafossi, fengum Stefáni hestana
til gæslu og gengum svo yfir bratta
hæð, vaxna birki, hrísi og bldm-
um,'til fossins.
Hann er verulega fallegur, svo
fallegur, að jeg hef löngun til að
kalla hann sætan, hann er fyrir-
myndarfoss, »Himneskur« myndu
stúlkurnar segja, með einu oröi sagt:
gallalaus. En það væri ef til vill
ofdirfska að kalla hann einnig mikil-
fenglegan. Jeg lofa öðrum ferða-
söguhöfundum að tala um dunur
og froðh, sem er alveg eðlilegt og
óhjá.kvæmilegt í sjerhverjum fossi,
enda þótt jeg gæti fyllt heila bók
meðskáldlegu orðahjómi um þennan
eina foss. Goðafoss á skilið að
verða sjeðnr. Farðu þangað sjálfur
og vittu! En varaðu þig á að haga
þjer eins og jeg gerði, þegar jeg var
við það að detta ofan í hann. Við
klífruðttm upp á eina traunsnösina
vestánmegin. Jeg var dálítið stirður
eflir reiðina og ætlaði að mistakast
að stökkva yfir sprungu, sem var
þó ekki nema hálfur annar metri á
breidd. En það tókst þó, annars
hefði þetta orðið óskrifað. Frh.
Jónas Guðmundsson, löggilt-
ur gaslagningamaður, Laugavegi
33. Sími 342.
Elín Andrjesdóttir,
Laugavegi 11 uppi, tekur
stúlkur til kennslu í hann-
yrðum.
Gramalt gert nýtt.
Allskonar viðgerðir á orgelum og
öðrum hljóðfærum hjá
Markúsi þorsteinssyni
Frakkastíg 9.
Magnús Sigurðsson
Yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Kirkjustrœti 8.
Venjulega heima kl. 10—11.
| fallegustu líkkisturnar fást §3
i hjá mjer—altaf nægar birgð |
I ir fyrirliggjandi — ennfr. lik á
f| klæði (einnig úr silki) og lik |
kistuskraut. “
Eyvindur Árnason. m
. . Sá
LÆKNAR
lOuðm.BjörnssonÍ
landlæknir.
j Amtmannsstíg 1. Sími 18. k
íí Viðtalstími: kl 10—11 og 7—8. w
Massage-læknir
Guðm Pjetursson.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394.
M. Magnús,
læknir og sjerfræðingur
í húðsjúkdómum.
Viðtalstími 11 — 1 og ól/2 — 8.
Sími 410. Kirkjustræti 12.
Þorvaldur Pálsson
læknir,
sjerfræðingur i meltingarsjúkdómum.
Laugave? 18.
Viötalstími kl. 10--11 árd.
Talsímar: 334 og 178.
m--------------------------i
Þórður Thoroddsen ©
ðð fv. hjeraðslæknir. sé
(H Túngötu 12. Sími 129. ^
Viðtalstími kl. 1—3. @3
f
1