Vísir - 19.01.1914, Síða 1
Vísir
er elsta —
breiddasta
íslandi.
besta og út-
dagblaðið á
Vísir
er blaðið
þitt.
Hann áttu að kaupa fyrst og fremst.
Kemur út alla daga. Sími 400.
Agr. í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd.
25 blöð (frá 8. jan.) kostafa áfgr. 50 au.
Send út um land 60 au.—Einst.blö 1 3 au.
Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi)
opin kl. 12—3, Sími 400.
, Langbestí augl.staður i bænum. Augl.
sje skilað fyrir kl. 6tdagin nfyrir birtingu.
Mánud. 19. jan. 1914. j
Háfl.kl.l0,39’árd.ogkl. 11,20’síðd.
Á morgun
Afmœli:
Björn Guðmundsson, múrari.
Jónas Sveinsson, bókbindari,
30 ára.
Jón Jónsson, kaupmaður.
(í gær hafði niisprentast í af-
mælunum Ólafsson í stað Por-
steinsson.)
Veðrátta í dag:
Loftvog ‘-V £ '< Vindhraði Veðnrlag
Vm.e. 754,8 4,5 SA 1 Alsk.
R.vík 754,2 2,7 A 1 Skýað
Isaf. 752,0 1‘8 0 Regn
Akure. 754,0 3,1 S 3 Skýað
Gr.st. 720,0 2,0 SV 1 Skýað
Seyðisf. 755,5 V SV 1 Ljettsk.
þórsh. 762,3 4,7 SSV 4 Regn
N—norð- eðanorðan,A — aust-eða
austan,S—suð- eðasunnan, V— vest-
eða vestan
Vindhæð er talin í stigum þann-
ig: 0—Iogn,l—andvari,2—kul, 3 —
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinnmgskaldi,7—snarpur vindur,8 ■—
hvassviðri,9 - stormur, 10—rok,l 1 —
ofsaveður, 12—fárviðri.
Skáleturstölur í hita merkja frost.
O' ' Biografteate
ÖICJ Reykjavíkur
Fagrir fjöirar.
Saga leikmeyar fjölleikahússins
í 3 þáttum.
Miss Saharet,
hin víðfræga dansmær,
leikur aðalhlutverkið.
Fallegustu líkkisturnar fást fe
hjá mjer—alltaf nægar birgð- 88
ir fyrirliggjandi — ennfr. lík-
klæði (einnig úr silki) og lík-
kistuskraut. m
Eyvindur Árnason. f’:
fkklstur fást venjulega tilbúnar
á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
gæði undir dómi alniennings. —
Sími 93. — Helgi Helgason.
Hjermeð tilkynnist vinum og
vandamönnum, að systir okkar,
Helga Pjetursdóttir, andaðist á
Landakotsspítalanum fimmtudag-
inn 15. þ. m.
Jarðarför hennar er ákveðin
næstkomandi miðvikudag og hefst
í Fríkirkjunni kl.12 á hád.
Systkini hinnar látnu.
frá
Sendisveinaskrifstofunni.
Sími 444.
Sendið augi.
tímanlega.
Leikfjelag Reykjavíkur.
Leikið næstkomandi miðvikudag kl. 8 síðdegis.
Ljenharður fógeti,
Aðgöngumiða má panta í bókaverslun
ísafo I dar.
Atkvæðamagn
í Eimskipafjelaginu.
Við fyrri umræðu utn lög Eimskipafjelagsins skildist mjer að ætlast
væri til, að hlutfallslegt,;atkvæðamagn hluthafa hjer, hluthafa í Vesturheimi
og landssjóðs, væri sem hjer segir;
1. Atkvœðamagn landssjððs til mðts við aðm hluthafa:
Á meðan hlutafjeð alls (að meðtöldu hlutafje landssjóðs 400 000 kr.)
fer ekki yfir 1 000 000 kr., hefur landssjóður 4 000 atkv. — eða 1 atkv.
fyrir hverjar 100 kr. (með öðrum orðum fullt atkvæðamagn fyrir 100 0C0
kr., en ekkert fyrir þau 300 000 kr., sem gert er ráð fyrir að gangi ti]
strandferöaskipanna). — En er hlutafjeð fer yfir 1 000 000 alls, fær lands-
sjóður 1 atkv. fyrir hverjar 125 kr. í aukningunni, uns hlutafje fjelagsins
nemur svo miklu, að Iandssjóður hefur með þessum hætti hlotið 1 atkv.
fyrir hverjar 25 kr. í hlutafje sínu (16 00U atkv.) — Skýrt «með tölum
þannig:
Hlutafje Atkvæði
Alrr>. hluthafar 600 000 kr. gerir 24 000
Landssjóður 400 000 — — 4 000
Alm. hluthafar 600 125 kr. gerir 24 005
Landssjóður 400 000 — — 4 001
Aim. hluthafar 600 250 kr. gerir 24 010
Landssjóður 400 000 — — 4 002
o. s. frv.
2, Hlutfallslegt atkvœðamagn á fjelagsfundum:
Sje gert ráð fyrir 400 000 kr. hlutafje hjer á iandi, 400 000 kr. frá
landssjóði og 200 000 kr. frá Vestur-íslendingum, skildist mjer atkvæða-
magnið eiga að vera þeíta, ef fund sækir helmingur hjerlendra hlut-
hafa eða umboðsmenn þeirra:
íslendingar hjer: 400 000 kr. hlufafje, mæta rtieð 200 000 gerir 8 000 atkv.
Landssjóður: 400 000 — hefur atkv. fyrir 100 000 — 4 000 —
Vestur-ísl.: 200 000 —■ teljast þá hafa 120 000 — 4 800 —
Er þá atkvæðamagn Vestur-íslendinga gert 3/5 móts við hlutafje þeirra
(i2oooo^ooooo — salveg eins og atkvæðamagn íslendinga á fundinum
(200 000 kr.) og landssjóðs (100 000 kr.) er 3/6 af atkvæðisbæru hlutafje
þeirra tveggja aðila.
Ymsum fundarmönnum þótti torskilin laga-ákvæðin um þetta og
þörf á, að gera þau ljósari.
Og sje um misskilning að ræða í þessum skýringum, það sein þær
ná, væri æskilegt, að rjettir hlutaðeigendur vildu leiðrjetta — áður en
kemur til annarar umræðu.
Fjelagsmaður.
Helgi Helgasson tónskáld og
fv. kaupmaður kemur hingað á
morgun með Ceres alkominn frá
Vesturheimi.
í dag eru 40 ár síðan þýska
skáldið Aug. Heinrich Hoffmann
andaðist. Hann var fæddur,1798.
Varð háskólakennari 1830, en
rekinn frá embætti 13 árutn síð-
ar fyrir nokkur ættjarðarkvæði er
hann hafði ort.
Hann hefur skrifað margt og
merkilegt bókmenntalegs efnis og
ljóð hans eru/rómuð mjög, eink-
um náttúrukvæði. Stgr.Th. hefur
þýtt nokkur kvæði hans ogGuðm.
Guðmundsson eitt.
Skallagrímur kom ígæraffiski.
Aflaði 50 smál. í salt og 300 körfur
í ís. Tekur hjer ís og fer aftur út
í dag.
Ceres liggur enn kl. 9. í Vest-
manneyum, tafðist í gær við upp-
skipun, vegna íllviðris, og fer þaðan
varla fyr en í kveld.
Vestmannaeyum í gær.
Fiskur er hjer nú allmikill, en
gefur sjaldan á sjó.
Lúðrafjelagið hjer liafði í gær
grímuball — það er hið 3. hjer í
vetur — og var Iroðfullt húsið og
þótli einstök shemmtun.
Afmæli sýslumanns er í dag og
hefur hann boð inni hjá sjcr all-
mikið.
Ceres liggur hjer og varla búist
við að hún fari fyr en í fyrramálið.
Frægur söngvari myrtur.
Sonarmorð.
Frægurbresk-frakkneskur söngvari
og gamanleikari, Harry Fragson, var
skotinn til bana í París 30. f. m.
Það gerði faðir hans, 83 ára þulur,
dálítill kubbur, 5 fet á hæð. Þeir
feðgar höfðu lengi búið saman og
óvenju mikið ástríki verið með þeim,
En er karl þóttist sjá son sinn líta
dansmeyj nokkra hýru auga, ætlaði
hann af göflunum að ganga, ætlaði
fyrst að fyrirfara sjer, en lauk svo
að hann skaut soh sinn til bana.
Var karl þá fluttur í fangelsi, játaði
hann glæp sinn viðstöðulaust, en
læknar dæmdu hann vitfirrtan og
var þá karl fluttur í geðveikrahæli.
En blöð Fiakka segja, að bæði vitn-
isburður hans og dansmeyarinnar
fyrir rjetti beri það “augljóslega með
sjer, að sonarmorð þetta hafi verið
fyrirfram afráðið.
Dr. Cook í London.
Dr. Frederick A. Cook, norður-
fari, er að halda fyrirlestra í Lon-
don um þessar mundir. Fáa fær
liann áheyrendur. En hann held-
ur því fast fram enn sem fyrri,
að norðurheimskautið hafi hann
fundið og kveðst sannfærður um
það, að fyrir dómstóli almenn-
ingsálitsins muni hann að lokum
ná rjetti sínum. Kveður hann
upp harðan dóm yfir vísindafje-
lögum þeim, er ekki vilja trúa
sjer. Hann sýnir skuggamyndir
við þessa fyrirlestra af ís, bjarn-
dýrum, skrælingjum o. fi.— Sem
kunnugt er, á Cook enn allvíða
ítök í áliti manna, þótt flestir
telji hann lygara og svikara.
Jlerliilegt liandrit
til sölu.
Á Englandi er boðin til sölu
gerðabók Whigga-flokksins frá
átjándu öld. Þar eru m. a.
undirskriftir þeirra Fox, Burke,
Sheridan’s, Cannings o. fl. nafn-
frægra stjórnmálamanna. Búist
er við gífurlegu verði á hand-
ritinu og vekur furðu tnikla, að
hók þessi skuli vera á boðstól-
um.