Vísir - 21.01.1914, Qupperneq 2
V 1 S 1 K
Grikklandseya-deilan.'
Þýska stjórnin, ítalska og aust-
urríkska, hafa allar komið sjersam-
an um að standa sem einn maður
í deilum Tyrkja og Grikkja um
eyarnar í Egeifshafi. Fallast þær á
uppástungu Edwards Grey, utan-
ríkisráðherra Breta, um að Grikkir
skuli fá eyarnar Mytilene og Chios.
Aidingarðurinn Eden.
William Willcocks lávarður varsá,
er rjeð stjórn Ung-Tyrkja til þess að
geravatnsáveiturmiklaraustur í Meso-
potamiu, þar sem hann og ýmsir
aðrir halda því fram að verið hafi
í öndverðu aldingarðurinn Eden, á
svæðinu milli Babylon og Bagdad.
Tyrkjastjórn fól verkið fjelaginu
John Jackson, ltd., og þótt við örð-
ugleika mikla væri að stríða var
fyrsta áveituflóðinu veitt yfir landið
15. des. síðastl. Mannvirki þessi
eru stórkostleg, skurðir grafnir, skip-
gengir um áveitulímann, garðar
hlaðnir og stíflur, er halda vatninu
jafnhátt á hverjum ákveðnum tima,
og flóðstigar til áveitu á svæði þau er
hærra liggja. Vatninu er veitt úr Efraí,
og er þar flóðgaröur mikill gerr við
Hindia, hjer um bil 47 enskum
mílum fyrir norðan Bagdad. Graf-
inn hefur verið upp og hreinsaður
eldgamall skurður við fornborgina
Hiliah og Babylon á 50 mílna svæði
flæðir nú vatn um öll hrjóstur þau
og sanda, er áður voru einhver frjó-
sömustu hjeruð í heimi og fegurstu.
Vænta menn sjer mikils gagns af
jarðabótum þessum hinum miklu,
er ef til vill gera þar aftur Eden á
jörð vorri.
Dýrasta eignasala í heimi
af einstaks manns
hendi.
Hertoginn af Bedford hefur selt
20. f. m. Mallaby-Deeley þingmanni
í Harrow, hina miklu eign Covent
Oarden í London. Á lóðinni eru
þrjú stór leikhús og sönghöll ein
mikil og 26 stræti. Þessi ióða- og
eignasala er talin mest, er fram hefur
farið af einstaks manns hendi í heimi.
Verðið hefur ekki enn verið gert
heyrinkunnugt, en bresku stórblöðin
»Times« og »DaiIy Mail«, telja kaup-
verðið muni vera 52—54 000 000
króna. Kaupandinn er afbragðs vel
menntaður auðmaður, og hefur eink--
um auðgast á stórfelldum lóðakaup-
um og sölu. Hann kveður enga i
breytingu verða á eigninni, þótt kom-
in sje í sínar hendur, og verði leik
húsum og sönghöll stjórnað með
sama fyrirkomulagi og áður.
Covent Garden er frægur staður;
nafnið er afbakað úr CouventGarden,
sem þýðir klausturgarður, enda var
svæði þetta í öndverðu bæði garð-
ur og greftrunarstaður munkanna í
Vesturklausíri (Westminster). En er
eignin komst í eign Bedford-ættar-
innar á öndverðri 17. öld var hún
seld á aðeins 115 kr. Eignin er nú
rúmar 19 ekrur enskar í miðri borg-
inni. Ársleiga fyrir sölutorgíð þar
í Covent Garden er 450 000 kr.
og grunnleiga undir leikhúsunum
og sönghöllinni er 436 000 kr.
Sendið augi.
tímanlega.
Palladómar.
--- Frh.
Sá er dómur reyndra þingmanna,
er unnið hafa í nefndum með H.
St., að hann sje þar kyr og spak-
ur, ekki kappsamur og stundum
nærri afskifíalítill, en geti þó verið
þjettur og ýtinn, ef svo ber undir.
Um starfsemi og atorku er minna
getið. Aftur er það sagt, að hann
muni vera óhvikuil um sínar skoð-
anir og þó samvinnuþýður. Eu
ekki telja menn hann skjótsýnan,
vopnfiman og snarráðan, svo sem
flokksforingja hans, og mundihann
þó vilja eftir foringja sínum líkja
sjer til nytja, ef auöið væri.
Menn telja víst, að H. St. unni
framförum lands og lýðs, þar með
kjördæmis síns. En ekki verður
verulega mál í það borið, að hann
hafi fyrir það beitst eða farið með
nýmæli um þá hluti. Þó má þess
ekki dyljast, að hann fjekk á þingi
1912 smeygt inn í lögin um rit-
síma- og talsímakerfi íslands tal-
símaáímu frá Ólafsvík til Sands, án
þess að tillagið frá Snæfellsnesssýslu
til símans hækkaði þar fyrir. En
því miður Ijet hann sjer þá gleym-
ast, að reyna að fá talsímaálmu
miili Hjarðarfells og Borgarness,
og telur þó syðri hluti kjördæmis
hans sjer það mesta nauðsynjamál.
Með símalínunni milli Ólafsvík-
ur og Sands mun nú upptalið flest
það, er H. St. hefur unnið kjör-
dæmi sínu til bóta, að ógleymdri
100 kr. fjárveitingu til ljóskersins á
Svartatanga hjá Stykkishólmi. Varla
mun þurfa að þakka honum fjár-
veitingu til Stykkishólmsvegarins í
núgildandi fjárlögum. Hún er fram-
hald af eldri fjárveitingum, runnin
undap rifjum landstjórnarinnar að
tilhlutan landsverkfræðingsins. Þá er
ekki heldur að telja Svörtuloftavit-
ann og breytingu á Öndverðanes-
vitanum hans verk. Öndverðanes-
vitann bar þingm. Snæfellinga, Sig.
próf. Gunnarsson, fram á þingi
1909, og náði í fjáraukalögum
1908—1909 3500 kr. fjárveitingu
til ljóskersins á Öndverðanesi. 1911
gerði Krabbe verkfræðingur tillög-
ur um bygging vita á Öndverðanesi
í brjefi til fjárlaganefndar neðri
deildar (dags. 6. apr. 1911), og að
tiihlutan hans gerði landsstjórnin til-
lögur til fjáiveitingar, 18000 kr.,ásíð-
asta þingi til þess að byggja vita á
Svörtuloítum og breyta Öndveröa-
nesvitanum. Ersennilegt, að síðasta
alþingi hefði heimilað þessa fjárveit-
ingu, þótt ekki hefði notið þar við
þáverandi þingmanns Snæfellinga.
Formaður fjárlaganefndar neðri
deildar hefði vafalaust reynt, að sjá
fjárveitingurmi borgið af gamaili
tryggð víð hjeraðið, og þá ekki
síður fyrir það, að hann telur skylt
að efia og bæta sjávarútveg lands-
ins á alla lund. (Sbr. ummæli hans
um fjárveitingu til Fiskifjelagsins á
síðasta þingi o. fl.). Að sjálfsögðu
er vitamál þetta eitt af stór-nauð-
synjamálum þjóðarinnar. En það
sýnist einnig vera allnúkilsvert fyrir
það hjerað, er hlut á að máli, Snæ-
fellsnes.
Mönnum ber saman um þaö,
að H. St. hafi ekki sýnt sig að vtra
þingskörungur, og reyndir menn
og gætnir telja, að fæst af því hafi
komið fram í þingmennsku hans, er
beri vott um að svo muni heldur
geía orðið hjer eftir. Telja margir
auðsæan mun á þingmennsku hans
og beggja þeirra þingmanna, er
fóru með umboð Snæfellinga næst
á undan honum, þeirra Lárusar
prófessors H. Bjarnason og Sig-
urðar prófasts Gunnarssonar. Starf
prófessorsins á 9 síðustu þingum
(1901—1913) er svo mikið og víð-
tækt, að ekki verður saman jafnað
við H. St. Og þá má ekki gleyma
því hversu ókvikult og trútt pró-
fessorinn bar fyrir brjósti þarfir og
framfarir Snæfellinga, þá er hann
fór með umboð þeirra, og mætti
margt til telja. Er það mál margra,
að ekki mundi hafa skilið leiðir
hans og þeirra, ef ekki hefði komið
til ofurást hans á Uppkastinu. Þá
verður heldur ekki borin saman
þingmennska prófastsins og H. St.
Sigurður prófastur reyndist fyr og
síðar á þingi starfgóður og starf-
mikill, tillagahollur og tillagadrjúg-
ur. Og ekki lagðist hann undir
höfuð þarfir og framfarir kjördæmis
síns, og mætti þar margt telja. Er
og margra mál það, að miður hafi
verið ráðið, er prófastur Ijet af
þingmennsku.
Þeirri spurningu hefur verið
varpað fram: Eiga Snæfellingar og
Hnappdælir engan mann innan
hjeraðs, sem gæti farið með um-
boð þeirra á alþingi næst, þann er
sýndist vera þar eins og ofuriítið
leiðindaminni en H. St., og jafn-
framt farið þar með meira erindi
en hann í þjóðmálunum og hjeraðs-
málum þeirra?
Þessari spurningu verður vitan-
lega ekki svarað. En geta má þess,
að fleygt er því, að foringi Heima-
stjórnarmanna megi ekki heyra nefnt,
að Snæfellingar eigi annan mann á
þingi nú í bráðina en H. St.:)
Þá er það ólukkans kvis, — sem
getur svo verið ein lygin —, að
það hafi einhvern tíma, þegar best
Ijet á síðasta þingi, orðið að sátt-
mála millum foringja Heimastjórn-
armanna og Sjálfstæðismanna, að
þeir eftirljetu honum kjördæmi H.
St. til fullrar og óátaldra umráða
og afnota handa sínurn mönnum.
Og því sje það, að Sjálfstæðis-
menn þykist — en það getur nú
verið önnur lygin — hvorki mega
nje þora það, að láta innan-hjeraðs-
Sjálfstæðismann vera í boði við
næstu kosningar hjá Snæfellingum
og Hnappdælum. En helst voru
;; [) Sú saga er næsta lygileg, þótt
: fyrir henni sje góð heimildin, þar
sem er »Lögrjetta«, langbest rit-
! aða blaðið nú á seinni tímum, auk
| annara minniháttar heimilda, að H.
I St. verði óhjákvæmlega að ná kosn-
1 ingu í Snæfellsnessýslu, til þess að
geta lagt niður þingmennsku og
fengið það kjördæmi foringja Heima-
stjórnarmanna til viðfangs, ef hann
(foringi Heimastjórnarmanna) kynni
að falla við kosningar annarstaðar.
Öllum góðum mönnum er farið
um þetta eins og Njáli. Þeir láta
segja sjer þrem sinnum áður en þeir
trúa, og hafa þar einungis fyrir aug-
urn sæmd foringja Heimastjórnar-
manna, enda trúa því varla, að til
þess þurfi að taka.
einhverjir að bera upp ! sjer
hræðsluna.
í annan staö hefur ef til vill
kannske bólað á þeirri reyfarasögu,
að ekki þyrðu Sambandsmenn með
nokkuru Iifandi móti, að hafa í boði
innan hjeraðs Sambandsmann við
næstu kosningar hjá Snæfellingum
og Hnappdælum. Þeir þættust vita,
að þar væri í rauninni að etja við
foringja Heimastjórnarmanna, og
kviðu því, að þeir bæru þar skarð-
an hlut fyrir honum. Þættust eiga
þar, er hann væri, við ærnu að
sjá í vopnaskiftunurn á heimavett-
vangi, þótt ekki seildust þeir um hurð
til lokunnar í snerrumiþeim. Og svo
er um þá sem Sjálfstæðismenn, að
helst er eins og menn beri upp í
sjer ótta þeirra.
Hvort nokkuð sje til í einhverju
af þessu — til í sáttmálanum, til
í hræðslu Sjálfstæðismanna og til
í ótta Sambandsmanna, er vitanlega
reynslan ein áreiðanlegastur vott-
urinn um, nú, og svo vilji kjós-
enda vestur þar — ef þeir þá ekki
eru lamaðir af vetrarfarinu og ann-
ari óáran.
En ef einhver tilhæfa væri í
einhverju af þessu, og Snæfellingar
kysu H. St. enn á þing?
Hvernig færu Snæfellingar og
Hnappdælir þá með ráði sínu?
Frh.
AGKLEFJALL*
Eftir Albert Engström.
---- Frh.
Maður fær betri hugmymd um
íslendinga, þegar maður veit að
þeir komu til landsins fyrir þús-
und árum með búslóð sína, þræla,
konur og önnur heimilisgögn.
þrælarnir voru Lappar og Keltar
og Finnar — meðal annara. það
varð þess vegna blóðblöndun,
því konur og karlar voru eins
sköpuð þá og nú. Og sá sem
Iesið hefur miðaldasöguna hlýtur
að hafa tekið eftir því, að höfð-
ingjakonur vildu gjarnan nálgast
þræla manna sinna — eða þræla
yfirleitt. En það er víst náttúr-
unnar eigin þrá og stefna að
blessun blóðblöndunarinnar.
það kvað vera myndað fjelag
í Svíþjóð til að annast þesskonar
afkvæmi. Verði þeim að góðu.
Eftir að hafa margvillst út af
vegum og vöðum út í kletta og
klungur og aðrar torfærur og með
aukandi undrun yfir fótvissu hest-
anna, náðum við loks að Reykja-
hlíð. Hún liggur vel við Mývatni.
Að ári liðnu mun standa í Bæde-
ker: Grand Hotel Reykjahlíð!
Bóndinn var að byggja sjer hús
úr steinlími og hraunmöl, með
stórum gluggatóftum. Hann stóð
jafnan með hendurnar í vösun-
um, er við töluðum við hann.
Við vorum velkomnir og feng-
um mat eftir matarseðli Troils.
Okkur var boðið inn í bestu
stofuna. þar var „pluss“-albúm,
brjefspjöld og glansmyndir, vísit-
kortahrúga og allir þessir ótelj-
andi smáhlutir, sem prýða heim-
ilin. Alveg hjá bænum lagði hvíta
mekki upp úr iðrum jarðarinnar.
Eigandinn var sýnilega örlaga-
trúarmaður eins og við.