Vísir - 23.01.1914, Side 2

Vísir - 23.01.1914, Side 2
V I S I R Sprengikúlum kastað í Leeds. Verkfall hefur verið í Leeds á Englandi undanfarið og einn dag- inn í vikunni eftir nýárið var tveim sprengikúlum varpað að húsum þar og annari þeirra að rafmagnsstöð- inni. Varð þó minna af en lil var ætlast, tveir menn særðust og gat kom á lVa þuml. þykka hurð. Gluggar brotnuðu mjög margir. Talið er að dynamit hafi verið not- að í sprengikúlurnar og muni til- ræði þetta standa í sambandi við verkfallið, en ekkert hefur enn komist upp, hver valdur sje að verkinu. Jarðskjálfiar á Grikklandi. Afarharðir jarðskjálftar urðu um áramótin í Elis-hjeraði og á Pelopsskaga, er ollu geysimiklu eignaíjóni og húsahruni. Gömul kona. í kofa nokkrum í Elstead í Surrey á Englandi býr ekkja eft- ir bónda þar, frú Stovold, sem er fædd 1813, tveim árum fyrir or- ustuna við Waterloo, þar sem Napoleon beið síðasta ósigurinn mikla. Hún á 5 börn, eitt þeirra er 76 ára, 17 barnabörn og yfir 40 barnabarnabörn. Sjálf er hún við góða heilsu. Koss dauðans. Móðir litils drengs, Johtis Bas- ham, er var 5 ára gamall, hafði Jegið lengi sjúk, og er hún kom heim núna um nýársleytið, hljóp drengurinn ofan stigann og niður í eldhúsið til að fagna henni, Hljóp upp um hálsin á henni og kyssti hana, en rak um leið hönd- ina í skaftpott með sjóðandi súpu í, velti honum um og súp- an heltist um herðar honum og brjóst, svo hann dó af bruna- sárum rjett á eftir. Líkfylgd með tómri kistu. Mikill undirbúningur var ný- verið undir jarðarför Signor Al- phonse Arena, höfðingja mikils í Neapel, er dó þar í sjúkrahúsi fyrir ólæknandi menn. En á síð- ustu stundu Ijetu yfirvöldinn ætt- ingja hans vita, að Signor Arena hefði dáið úr vatnsfælni (hydro- phobia) og yrði lík hans ekki jarðað fyrri en það hefði verið krufið. Nú voru gestir komnir þúsundum saman til þess að heiðra útför mannsins7og til þess að gera þá ekki afturreka, rjeðu ættingjarnir af, að halda þessu leyndu, og var tóm likkistan, hulin blómsveigum, borin til grafar með fríðu föruneyti, sökkt niður í gröfina, molduð og allir útfararsiðir viðhafðir, eins og hinn framliðni væri í henni. brúkaðar íslenskarsögu-og ljóða- bækur, ennfremur orðabækur: ensk-ísl,. ísl.-ensk og dansk-ísl. Hallgr. Tómasson Laugavegi 55. IJR *AGKLEFdALL.‘ Eftir Albert Engström. ---- Frh. Jarðvegurinn er gljúpur og volgur, og milli hólanna sukkum við æ dýpra í, því lengra sem við áræddum inn í dalinn. Við fór- um gætilega, reyndum fyrir okk- ur með keyrinu við hvert skref. Svona-nú! Jeg sökk í upp að hnjám, settist, velti mjer flötum, til þess að sökkva ekki inn að miðdepli jarðarinnar. Jeg hafði stígið í flag af gullglitrandi brenni- steini. Kalla Daníel þótti betri krókur en kelda — meira að segja stór krókur, Wulfif hljóp yfir ofurlítið op á brennisteins- hver, sökk einnig í upp að hnjám, en bjargaði sjer með því að kasta sjer flötum áfram. þetta var víst til að sýna ^okkur, að við ættum að fara enn þá varlegar. Jeg lagði eyrað að opi einu, þar sem jörðin bljes út angri sínu. það var alveg eins að heyra og í Vesúvíusi, er jeg var þar 1894. það var eins og þar langt niðri væri vjel að andafrásjer: Shvu! Shvu! Shvu! það stynur, þýtur og bylur í þessu og stundum kippir maður höfð- inu dálítið snögt frá gula opinu. það er ekki gott að vital Hjer getur verið hægt að fá ærlega ,,á ’ann“, eða að minnsta kosti verða fýrir óþægilegu ati — svo mikið er hægt að skilja, er maður sjer og heyrir hið magnþrungna starf undir fótum sínum og alit í kring. Flestir þeirra, er ritað hafa um Hlíðarnámur, hafa nefnt Inferno Dantes í sambandi við þær. Og nú geri jeg það einnig; því sumar af teikningum Doré’s við þetta rit Dantes minna verulega á þetta landsvæði. Væri ekki vel til fallið, að setja hjer á stofn sjerstakan skóla fyrir prestaefni, til þess að þeir geti aukið þekk- ingu sína, svo að haldi komi, og þurfi ekki eins mikið á fimbul- fambi að halda, er þeir á síðan fara að lýsa eilífu kvölunum fyrir mönnum? Einmitt nú, þegar jeg er að ritaumþetta heimahjá mjer,tek jeg upp brennisteinsmola frá Hlíðar- námum og kveiki í honum. Undir eins kemur myndin af þessu myndarlega jarðneska helvíti fram í huga mínum, Námufjall með sinn skærgula lit og Hverfjall með sína fögru og alvöru- þrungnu drætti. En það fer að verða ógerlegt að þola loftið hjer. Manni finnst eins og lungun sjeu orðin brenni- steind, og maður heldur að nefnið sje farið að gulna. Við fálmum okkur því fram til hesta okkar aftur, og leggjum af stað til Reykjahlíðar sama veg og við komum. Nú höfðum við betra tækifæri til að athuga hraunið, sem er milli Námafjalls og bæ- arins. Á leiðinni hingað höfðum við horft meira framávið og uppá- við en niöurávið. Frh. Jónas Guðmundsson, löggilt- ur gaslagningamaður, Laugavegi 33. Sími 342. KJOTFARS og KJO í smákaupum er ávalt til sölu í niðursuðuverksmiðjunni. Sími 447. í dag fæst riSKIFAES, Ungur kvennmaður, sem er vel fær í reikningi og skrifar góða hönd, getur fengið slöðu við stærri verslun. Brjef með eiginhandarskrift, merkt: „Skrifslofa", sendist afgreiðslu Vísis. Violanta. Framhald af Cymbelínu.) ---- Frh. De Morgant færði sig nær greif- anum og hlýddi á með ákefð, eins og hann ætlaði að gleypa hvert orð. — »En það er líka launung, er farið er mjög leynt með. Hann kvað hafa orðið ástfanginn af ein- hverri ungri aðalsmannsdóttur fiá Bretlandi, er hvarf skyndilega í París, þegar jeg var þar fyrir skemmstu. Hvarf hennar fór ekki hátt, en grun- ur Ijek á, að hún hefði fyrirfarið sjer út af ástmála-vonbrigðum ein- hverjum. En við hvarf ungmeyar- innar snjerist hugur de Vancours allur frá stjórnmálanáminu og hann | telur föður sínum trú um, að stúlk- | an hafi verið numin á brott og \ heldur því fram, að hún hafi farið Sj hingað til Ítalíu, — jafnvel sje í ! þessari borg. Þessi fluga stendur svo föst í heila hans, að hann kvað hafa tekið sjer ferð á hendur til þess, að elta þessa stúlku og heimta , stjórnaraðstoð og jeg veit ekki hvaö, til þess að finna hana. Einhver hálf- vitlaus piparmey, er með stúlkunni var, þegar hún hvarf, kvað líka espa hann upp og styrkja hann í þessari vitleysu.« »Þetta er sorglegt að heyra,« '■ mælti ræðismaður. »En hvað getur 1 þetta komið bófafjelaginu við?« »Uss! Þær hafa nefið ofaní öllu, þessar bölvaðar rauðglyrnur! Nú, jeg he!d það geti svo sem skeð, að þessir þrjótar hafi líka stolið stelp- unni, — til útlausnar, ef hún er rík, til dæmis. — Annað eins hef- ur nú heyrst. En í París var það víst opinbert leyndarmál, að hún væri dáin með þeim hætti, er jeg gat um.« »Þetta eru mjer mjög mikilsverð- ar upplýsingar, herra greifi, og jeg þakka yður sem best! — Jeg sje af þessu, að best er að hafa að engu það, sem René de Vancour kann að fara fram á og reyna að smeygja sjer út úr því. En væri ekki þörf á, að hafa gætur á honum, fyrst viti hans er svo sorglega komið?« »Jeg hygg ekki. Hann er ekki óður, — hefur aðeins lausa skrúfu, sem maður segir, bítur sig fast í einhverja ranga hugmynd og vill ekki af henni láta. Jeg vil ráða yður til, að Iáta ekki á því bera fyrst um sinn, að þjer vitið að nokkuð sje honum ósjálfrátt. Og mjög væri varhugavert, að fara að hneppa hann inni.« »Jeg skil það, jeg skil það, herra greifi! — Það verður snjallast að fara að öllu sem hljóðlegast og ekki láta á neinu bera.c »Já, og auðvitað gera ekkert í nafni stjórnarinnar, — aðhafast ekk- ert sem ræðismaður, hvað sem fyr- ir kann að koma. Eins og þjer sjáið getur maður, sem ekki er — já, ekki er með öllum mjalla, tekið upp á ýmsu, sem gæti komið op- inberum embættismanni í slæma klípu, og dottið margt í hug, sem ekki væri gott að trúa eða byggja á.« »Auðvitað, herra greifi! Hafið mínar bestu þakkir fyrir aðstoð yð- ar og ráð, og feginn vii jeg eiga yður að!« »Ekkert að þakka! Mín er ánægj- an, kæri herra barón!* Að því búnu kvaddi ræðismaður Rubeoli greifa, sem fylgdi honum út til vagns með hneigingum og beygingum. De Morgant ók nú heim til sín og þóttist hafa gert góða ferð. En sá sem glotti íbygginn var Rubeoli greifi,'er hann lokaði hurðinni. Frh.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.