Vísir - 26.01.1914, Blaðsíða 3
V fj S Í R
um snjerist hann að Uppkastinu
1908 og úr honum hvarf hann í
Sambandsflokkinn 1912, svo sem
aðrir Heimastjórnarmenn og sumir
af Sjálfstæðismönnum. Hefur hann
síðan með Sambandsmönnum
unnið, þótt hann væri einn þeirra
manna, er mynduðu Bændaflokk-
inn á síðasta þingi og hafi þá um
leið sagst úr Sambandsflokknum.
það mun satt vera, að Heima-
stjórnarmenn töldu P. J. tii hinna
mætari manna sinna, og svo mun
því einnig vera varið um Sam-
bandsmenn. Veldur það, að hann
þykir maður trúr í flokki og ekki
ýfingasamur eða [hvikull í ráði,
enda talinn vinfastur og dyggur
sínum málum. það hefur og sagt
verið, að hann fylgdi sínum flokki
í öllu því, er gert hafi verið að
flokksmálum, hvort sem undir-
staðan hafi verið góð eðaíll;enda
mæla sumir, að stundum muni
honum hafa þótt flokkksböndin
full fast reyrð.
þingreynsla P. J. er mikil og
margvísleg. Hann er maður ein-
staklega ólatur til starfa, sívinn-
andi öllum stundum. þess hefur
líka við þurft, því á hann hefur
verið hlaðið á þingi mörgum störf-
um og vandasömum. Hann hef-
ur verið skipaður í mesta sæg af
nefndum, er undir hafa komið
mikilsverð mál og vandasöm, svo
sem skatta- og tollamál, búnaðar-
mál og önnur atvinnumál, kirkna-
mál, læknamál, skólamál, auk ótal
margra annara mála. Má þar
tilnefna fjárlögin. Hann hefur
skipað fjárlaganefnd neðri deildar
á sjö þingum (’95, ’97, ’Ol, ’05,
’09,—’13) og þrem sinnum (’03,
’05 og ’13) verið skrifari og fram-
sögumaður nefndanna. þykir það
starf, framsaga fjárlaganefnda ásamt
skrifarastarfinu, umfangsmikið og
erfitt. Sýnir það ljóslega traust
það, er hann nýtur, að hann hef-
ur verið til þess kjörinn. þá
hefur hann fjórum sinnum (’95,
’02, ’07 og ’13) skipað þær nefnd-
ir, er fjallað hafa um stjórnarbót-
armál vor (stjórnarskrárbreyting-
ar).
það er mál þeirra manna, er
mikið hafa starfað með P. J. í
nefndum, að hann sje þar sam-
vinnugóður, ör til starfa og skjót-
virkur; vilji hugsa málin ogvinna
sem best úr þeim, enda raun-
hygginn um það, að láta úr störf-
um verða. Og það hafa þeir sagt,
er um mættu vita, að hann hafi
mun ljósari skilning á fjármálum
vorum og fjárhag en margir þeir,
er við þau mál fást. Komi það
fram í allmörgu, og þá ekki síst
í starfi hans við fjárlögin. Hann
vilji reisa fjárlögin í öllum aðal-
efnum á skynsemd, gætni og
framsýni, svo sem framast sje
auðið. En hann hyggi, að hvorki
verði landinu komið úr skulda-
súpum nje tekið fyrir hendur
ógætinnar landstjórnar með því
einu, að hengja aftan í flestar smá-
fjárveitingar þetta takmörkuna r-
kennda viðskeyti „allt að“. Hann
búist við, að fyrir það eitt muni
skuldasúpuna grynna lítið, og að
þetta „allt að“ muni ekki fyrir-
Yerslun
Jóh. Ögm. Oddssonar.
Laugaveg 63.,
er ennþá vel birg af flestallri maivöru, sem selst
með hinu velþekkta lága verði — jólaverði, t. d.:
Haframjel 15 aura. (Ódýrara í 10 pd.)
( ---------)
( -------------)
------)
( -.---------)
( -.---------)
og Kartöflur, sem
Qrjón 15 ■
Hvaiti frá 13 —
Margaríne frá 42 --
Maís 10 —
HænsnabygglO —
Ostar, sæit Kex, Kæfa
allt selst með vægasta verði.
Lúðuriklingurinn
þykir nokkuð dýr, en það er sá besti, sem fæst í
borginni.
Virðingarfyllst
JóL ðgm. Oddsson, Laugavegi 63.
íbúðarhús
til sölu á framtíðarstað bæarins, rjett við höfnina.
(Til afnota 14. maí.)
Afgr. v. á.
Nýkomið:
Vínber,
Laukur,
Rauðkál,
„Rödbeder“,
Epli,
Appelsínur,
Hvítkál,
Gulrætur, ,
Piparrót, „Purrer'
Sellerí og
ágætar kartöflur
r
v e r s 1 u n
inars Arnasonar.
S í m i 19.
En ska
er alheimsmálið, sem allir þurfa að
Eflaust eru enn einhverjir í borginni, sem
læra meira en þeir kunna.
Tækifærið býðst nú að verða fullnuma.
Komið á Laugaveg 30 A, til
kunna.
þurfa að
I
»
Runólfssonar.
landsstjórninni, að geta
leitað aukafjárveitingar, „eftir at-
vikum“, hafi þurft eða þurfi „að
þar til gefnu tilefni“, að drýgja
einhverja fjárveitingu, sem þessi
miklu og alvöruþrungnu orð „allt
að“ eru hengd aftan í. Segjaþeir,
sem þetta eru að dæma, að P. J.
sje miklu víðsýnni og hyggnari
fjármálamaður en svo, að hann
láti sig það blekkja, að þessi
prýðilega velvöldu orð ein út af
fyrir sig sjeu það bjargráð, er
tryggi fjárhag landsins. Hann for-
taki vitanlega ekki, að þau geti
orðið eins og til lítilsháttar stuðn-
ings í því efni. Frh.
Violanta.
Framhald af Cymbelínu.)
---- Frh.
VI.
Sama kveldið, og de Morgant
ræðismaður Frakka sótti heim Ru-
beoli greifa, komu þau René de
Vancour og Marion Coverland til
Neapel, og settust að í Hotel Royal
des Etrangers á Via Partenope.
René hafði ekki frið á sjer fyrri
en hann vissi eitthvað um Violöntu,
og er hann vissi, að Rubeoli greifi
hafði farið til Neapel, taldi hann
snjallast að elta hann, — þennan
mann, er þóttist hafa fengið með-
mæli til föður hans frá honum, en
hann vissi engin deili á.
Marion hertogadóttir var óhugg-
andi eftir hvarf Violöntu og hjeldu
henni engin bönd frá þvf að fara
með honum. Gömlu hertogahjónin
löttu þau og eigi fararinnar, því
þeim fjell óneitanlega illa atburður
þessi.
René tók 4 ágæt herbergi í gisti-
liúsinu og Marion leigði sjer 2
herbergi á næstu hæð hússins.
Þau voru þreytt eftir ferðina og
sváfu af um nóttiua. En á hádegi
daginn eftir fór René á fund
frakkneska ræðismannsins de Mor-
gants baróns.
Marion hertogadóttir beið hans
með óþreyu. Hugur hennar var
allur hjá Violöntu, og von og kvíð
börðust í brjósti hennar út af ör-
lögum meyarinnar.
Tíminn leið og loks kom René
heiin. Hann gekk til herbergja
hertogadótturinnar og var sýnilega
í geðshræringu mikilli, enda þótt
hann reyndi að láta sem minnst á
henni bera í návist hennar.
Marion bað hann að setjast. Hann
gerði svo og strauk svitann af
enni sjer.
»Hvað er svo títt?« spurði hún.
»Jeg veit eiginlega ekki hverju
jeg á að svara yður, göfuga her-
togadóttir!« svaraði René og varp
öndinni mæðilega. »Jeg er Iitlu
nær eða engu. Vonbrigði, von-
brigði, — og ekkert annað! Hann
er undarlegur maður þessi fulltrúi
Frakkastjórnar hjer, — jeg skil hann
ekki vel, en svo mikið er mjer Ijóst,
að hjer eru einhver meiri en meðal-
brögð í tafli. Nú skal jeg segja
yður sögu mína í dag og dæmið
svo sjálfar!«
»Jeg hitti ræðismann heima og
náði tali af honum eftir óvenju mikla
vafninga. Fyrst hitti jeg aðstoðar-