Vísir - 06.02.1914, Qupperneq 2
Mark Twain og konguióin.
þegar Mark Twain, kýmnis-
skáldið heimsfræga, var á yngri
árum sínum ritstjóri blaðs nokk-
urs í Missouri, skrifaði hjátrúar-
fullur gamall lesandi blaðsins hon-
um brjef og kvaðst hafa fundið
konguló í blaði sínu og bað hann
segja sjer, hvort þetta væri fyrir-
boði góðs eða ílls. Mark Twain
svaraði honum í blaðinu þannig:
Gamall lesand'ú það er hvorki
fyrirboði góðs nje ílls, að þjer
finnið konguló í blaðinu yðar.
Kongulóin tók sig til og las blað-
ið okkar, til þess að ganga úr
skugga um, hvaða kaupmenn aug-
lýsa þar ekki, því þangað ætlaði
hún undir eins að fara og vefa
vef sinn í dyrunum, — hún vissi,
að þar yrði hún ekki ónáðuð
framvegis með aðsókninni!"
Palladómar.
---- Frh.
Vorið 1908 kom Sambandslaga-
uppkast milliríkjanefndarinnar, eins
og er margkunnugt. Móti því lagð-
ist Kr. J. Gerðist hann til þess,
með öðrum atkvæðamönnum, að
sýna fram á hverjar bætur þyrftiað
ráða á Uppkastinu, svo að viðun-
andi gæti oröið. Þóttu það mikil
tíðindi, er þaö sannspurðist, og góð
þótti þeim tíðindin, er móti Upp-
kastinu lögðust. Svo mikils vert
þótti fylgi hans, tillögur og rök- ,
færsla í því máli, enda löngum til
orða hans skírskotað um þær
mundir.
Kr. J. var einn af helstu mönnun-
um, er mynduðu Sjálfstæðisflokk-
inn á þingi 1909. Var hann einn
af meginstoðum flokksins á því
þingi, um öll þau ráðin, er vörö-
uðu Sambandsmálið, þótt ekki ætti
hann þátt í umræðum um það
sakir þess, að hann var forseti efri
deildar. Og með Sjálfstæðisflokkn-
um vann hann á þingi allt það, er
hann taldi sjer og flokknum sam-
boðið, þangað til flokkurinn riðl-
aðist 1911. Þá eða fyr skildu leið-
ir hans og flokksins. Hafði margt
það gerst frá því, er ráðherra (B. J.)
skipaði þriggja manna nefnd 26.
apríl 1909 til að rannsaka allan
hag Landsbankans og til þess, er
hjer var komið (á þingi 1911),
ekki síst frávikning alira Lands- i
bankastjóranna 22. nóv. 1909, sem j
varðaði Kr. J. mikils sem privat- i
mann og epibættismann, og þykir j
ekki hlýða, aö rekja þær greinar i
hjer.
En rjett gæti verið að drepa á
það, að lyktir þær, er urðu á þess- \
um greinum öllum á þingi 1911, ^
báru ódulinn vott þess, hve afskap- ’
lega sveif úr fyrra horfi forysta og
samheldni Sjálfstæðisflokksins, jafnt
og þær sýndu, hve djúphygginn,
drjúgráður og fasthentur Kr. J. var
þá á málin, að mörgu öðru ónefndu
því, er rás viðburðanna ljet þá
verða.
Eftir að Kr. J skildist við Sjálf-
stæðisflokkinn, mun hann hafa tal-
iö sig utanflokka, þótt hann hins-
vegar á tveim síöustu þingum stæði
í atkvæðasambartdi við Sambands-
flokkinn um sum mál.
JEvdasala,
hjá Th. Th., Ingólfshvoli.
(MT I dag.
H|, Eimskipafjelag
íslands.
Út af fyrirspurnum, sem fjelagsstjórninni hafa borlst víðs-
vegar að, vill stjórnin láta þess getið, að tekið er enn við
hlutaáskriftum á skrifstofu fjelagsins í Reykjavík, og jafnframt
mælist hún til þess, að hlutafjársafnarar úti um land haldi
áfram að taka við hlutaáskriftum og innborgunum af hluta-
fje. — Til þess að njóta sömu rjettinda og stofnhluthafar,
verða menn að hafa skrifað sig og greitt hlutafje að fullu
fyrir 1. júlí næstk.
Stjórnin.
ÚTSALAN
hjá Marteini Elnarssyni, Laugavegi 44.,
stendur nú sem hæst. Allar vefnaðarvörur, sjóföt og II. selt með afar-
miklum afslætti; því ætti enginn að gleyma, að koma og kaupa, meðan
útsalan stendur.
Virðingarfyllst.
Marteinn Cinarsson, Laugavegi 44.
Hjer með
skora undirritaðir á alla þá, sem við fþróttir hafa fengist síðustu ár, og
við þær eiga nú, að mæta á fundi, sem haldinn verður í Bárubúð uppi
miðvikud. 11. þ. m. kl. 87i síðd.
Til umræðu verður aðaláhugamál allra íþróttamanna, og því
óafsakanlegt, ef eigi er mætt.
Reykjavík 3. febrúar 1914.
Eftir umboði í. S. í.
A. V. Tulinius, Hallgr. Benediktsson,
Helgi Jónasson, Ben. G. Vaage,
Sigurjón Pjetursson.
Stúkan Einingln nr. 14 heldur tombólu í
Goodtemplarahúsinu
n«#tk"sunnudag (8. febr.) kl. 8 sfðd.
Ekkert núll. Marglr ágætir munir.
Meiri hagnaðarvon en nokkru sinni fyr.
ftBT’ Ef vel gengur veröur dansað á eftir dálitla stund. HMI
Aðgangur 15 aura. Drátturinnn 25 aura.
Aðeins fyrir Templara.
Þaö var sagt í upphafi þessa
máls, hver væri dómur um þing-
mennsku Kr. J., þeirra er best
kynnu skilin þar á. Og skal því
hjer við bætt, að hann hefur að
vísu ekki talist til umbrotamanna á
þingi, þegar alls er gætt, en hvik-
laust hefur hann viðnám veitt, hafi
honum þótt það hlýða, enda talinn
drjúgvirkur, tillagamikiil um stærri
málin og mæta vel máli farinn.
Hann hefur verið talinn framfara-
maður, en jafnan mun hann hafa
þótt varfærinn í þeim málum, eins
og hann hefur ávalt þótt varfærinn
í meðferð á landsfjánum.
Nú er það haft fyrir satt, að Kr.
J. muni ekki hyggja á þingsetu
framar, og mun ekki verða talin að
því þingbót. Hitt er aftur mál
margra manna, að þinginu og þjóð-
málunum í heild sinni væri það
skaðlaust og landsyfirrjettinum al-
veg vansalaust, þó dómendur hans
sætu ekki á þingi og vösuðust
ekki í stjórnmálum og pólitískum
deilum. Frh.
Waverley
heimsfrægu
Lindarpennar '
eru seldir í Afgreiðslu Ingólfs,
Laugaveg 4.
Brent og malað
AFFI
ódýrast og best
í versl.
ÁSGRÍMS EYÞÓRSSONAR,
Austurstræti 18.
I