Vísir - 09.02.1914, Síða 2

Vísir - 09.02.1914, Síða 2
Keisarinn klýfur í eldinn . Vilhjálmur þýskalands keisari hefur verið lasinn upp á síð- kastið og læknar hans ráða hon- um til líkamlegrar áreynslu. Keisarinn er því alla daga ár- degis út í Sanscouci-garðinum ásamt þjóni sínum einum að saga hrenni til eldneytis. þegar þeir hafa sagað sundur trjen, klýfur keisarinn trjebútana í mjóarspýt- ur með exi og að síðustu hleð- ur hann sjálfur eldsneytinu í köst. Fótalausir elskendur. Raunaleg loká ástaræfintýri nokkru hafa vakið umtal mikið í Berlin. Ludwig Rexhauser heitir maður, ritstjóri í Berlín, allnafnkunnur og hatursmaður mikill jafnaðarmennsk- unnar. í desember síðastl. strauk hann til Sviss með íylgikonu sinni, er raunar var kona annars ritstjóra. Þau áttu litlum vinahótum að fagna, þegar þangað kom og allt var þeim andstætt. Þegar þau komu til Berner Oberland voru þau Ieið orðin á lífinu og að kvöldi dags fóru þau á afvikinn stað úti í fjöll- unum, tóku bæði svefnlyf (opium) og ætluðu að deya saman í faðm- lögum. En um morguninn rökn- uðu bæði úr rotinu, eitrið hafði ekki verið nóg —, menn bar að og þau voru flutt í næstu mannahíbýli. En nú kom það í Ijós, að bæði hafði kaiið á fötum í frostinu um nóttina og drep hljóp brátt í fæt- urna. Þau voru þá flutt í sjúkra- hús og þar voru báðir fæturnir teknir af þeim hvoru um sig. Verða nú hjónaleysi þessi að ganga á hækjum það sem eftir er æfínnar. Holdsveiki í París. Innanríkisráðherra Frakka hefur snúið sjer til Iækna Pasteur-stofnun- arinnar og beðið þá aö Iáta í ljós álit þeirra um útbreiöslu holdsveik- innar. Við rannsókn hefur tekist að sanna, aö 5 % af rottum Parísar- borgar eru holdsveikar og bera þær með sjer veikina til fólksins og sýkja það. Nú eru 300 holdsveikir menn í París, en að eins 50 í fyrra. Á einum stað í Bretagne eru 40 holds- veikissjúklingar, og á landamæruni Frakklands og Ítalíu eru á einum stað 60 sjúklingar, og í Marseille hafa allmargir fundist holdsveikir. Dr, Marchoux, læknir við Pasteur- stofnunir.a, telur vel geta svo fariö að veikin nái aftur sömu útbreiðslu og á miðöldunum fyrir 600 árum. Læknanefnd situr á rökstóium til að ræða um varnir gegn veikinni. M. Magrtús. læknir og sjerfræðingur í húðsjúkdómum. 11 — 1 og 6V2—8. Sími 410. Kirkjustræti 12 Kaffi-og matsöluhúsið, Laugav. 33 selur eins og að undan- förnu heitan mat allan dag- inn, smurt brauð, kaffi, súkkulaði, öl, limonade og fl. Söngvarnh úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öilum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Lítíð fyrst inn, þegar á fatnaðí eða vefnaðarvöru þurfið aðpalda, til Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Waverley heimsfrægu Lindarpennar eru seldir í Afgreiðslu Ingólfs, Laugaveg 4. Fermingarbörn í Fríkirkjusöfnuðinum eiga að koma í Fríkirkjuna f| kl. 4 síðd. í dag mánudag- mn. Fallegustu likkisturnar fást hjá mjar—alltaf nægar birgð- ir fyrirliggjandi — ennfr. lík- klæði (einnig úr silki) og lík- kistuskraut. Eyvindur Árnason. KJOTPARS og KJÖT í smákaupum er ávalt til sölu í niðursuðuver ksmiðj unni. Síuii 447. í dag fæst FISKIFARS. Hin störa rýmingariitsala hjá Jónatan Porsteinssyni, Laugaveg 31., er byrjuð og stendur yfir þessa viku. Afsláttur gefinn af öllum vörum. Af veggfóðri, gólfdúkum, vaxdúk- um og gólfábreiðum 15—50% afsláttur. Af öllum húsgögnum gefinn afsláttur. Notið þetta ágæta tækifæri til að eignast góðar og gagnlegar vörur fyrir lágt verð. Jónatan Þorsteinsson. Massage-Iæknir Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. tímanlega. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394. Óskaðlegt mönnum og húsdýrum. Söluskrifstofa: Ny Östergade 2. ÚR „#T IfAGKLÉFJÁLL" Eftir Albert Engström. ---- Frh. Nú var hagrætt svo að við gæt- um allir haldið til í bústað landa ckkar, Johns Wedins. Fiærnar og annað íllþýði úti á Emmy hafði orðið okkur um of óþægilegt. Við vorum ný-lagstir útaf og varia sofn- aðir í okkar fyrirmyndar-rúmum er við heyrðum þrusk og gaura- gang í stiganum (við hjeldum til uppi á lofli). Rökkur var en ekki myrkur' og risum við upp I rúm- unum. Fyrir utan var einhver að gera tilraun til aö brjótast inn, og það var skylda okkar, sem gesta, að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Við sveipuðum að okkur klæðum og fórum á móti innbrotsmannin- um. Það var íslendingur, fullur eins og egg, sem skreið eins og þreyttur snákur upp stigann, — þótt raunar þesskonar ormar sjeu ekki til á ís- landi. Við beindum stefnu hans í aðra átt — sem sje niður á við. Hann sagðist vilja fá að tala við herra Wedin (rjett er áhersl- an á seinna atkvæðinu, eins og öðr- um nöfnum í sænsku er enda á -in. Þýð.) Að stundarkorni liðnu sáum við hann fálma sig áfram yfir flötina, ýmist með höfðinu eða fót- unum, líklega til þess að vita hvort dygði betur. Þetta er örðugt verk og þekkja þeir það best, sem reynt hafa. — Svefn, algleymi! Ó, Siglufjörður! Þú ert alis ekki meöal hinna minnstu bæa íslands, þegar fiskiflotinn er inni. Daginn eftir. Enn þá sólskin og blíða. Við skutum fyrst máfa handa fálkunum, sem Wulff keypti á Akur- eyri, en það var okkur engin skemnit- un og fengum við því fyrsta vjel- sfjóranum morðvopnið í hendur. Hann var allra mesta blíðaiogn að sjá, en grimmur í hjarta; það sá- um við fljótt á morðsýki hans, — það er að segja veiðihug. Við riðum dálítið út. Jeg er enn þá við það heygarðshornið, að vilja eiga hestinn, sem jeg ríð. Og jeg kemst að því, að það eru fleiri, sem vilja eiga hann, hann er einn af bestu Iiestunum á Norður- landi. Jeg skíri hann Hrólf kraka og hann virðist taka því mikið vel, Jeg ber hann ekki, og á því, hve fast hann klemmir saman munn- vikin sje jeg alvarlegt áform hjá honum að vita, hvernig grasið í Grisslehamn muni vera á bragöið. Frh. Magdeborgar-Brunabótafjelag. Aðalumboðsmenn á tslandi: O. Johnson & Kaaber.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.