Vísir - 15.02.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 15.02.1914, Blaðsíða 1
Ketnur út alla daga. Sími 400. Agr. i Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. Kostar 60 au. um mánuðinn. Skrifstofa í Hafnarstræíi 20. (uppi) Einst. blöð3au. opin kl. 12—3. Sími 400. Sunnud. 15. febr. 1914. Háfl. kl. 8,38‘árd. og’kl. 9 síðd. Á morgun Afniœli: Magnús Pálsson, verslunarmaður. Halldór Gíslason, trjesmiður. Póstáœtlun: Botnía fer til Seyðisfjarðar og útlanda. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Oí A.I BiografteaterírjíA l5lO| Reykjavíku r| ö 10 Myrkraverk. Alvöruleikur í 3 þáttum. Leikinn af kunnum dönskum leikurum. Hinar helgu „Gazellur“ i Nara-dýragarðinum í Japan. Fegurri dýramynd er naum- ast hægt að hugsa sjer. Æfintýri á gönguför eftir C. Hostrup, sunnudaginn 15. febrúar kl.8. Verður leikið að eins fáein kveld. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó. Nemendur kennaraskólans sýna í Good-Templara-húsinu í kveld gamanleikina Kox og Box og Hann drekkur, Ágóðinn rennur í Nemendasjóð kennaraskólans. Aðgöngumiðar verða seldir í Good-TempIara-húsinu í dag kl. 12—3 og 4—6 og kosta kr. 0,75 sitjandi, kr. 0,50 standandi og kr. 0,35 fyrir börn. HT Leikirnir byrja kl. 9 síðdegis. Cigarettuverksmiðjan A. G. Cousis & Co., Cairo & Malta, býr til heimsins bestu egyptsku og tyrknesku sígarettur. Þær eru seldar um víða veröld. Þýskalandskeisari reykir þær og Noregskonungur. Engar aðrar sí- garettur er leyft að selja í Tunis °g Japan. Þær fást í Levis tóbaksvers'un. send\s\)e\w frá Sendisveinaskrifstofunni. Simi 444. ^&UttJ^vwtestttv í Betel sunnudaginn 15. febr. kl. 6lf síðd. Efni: Boðskapur á vorum tíma. Hið síðasta kall til ibúa heims- ins (Opinberunarbókin 14,6—14). Hvað er merki dýrsins? Allir velkomnir. O. J. OLSEN. Myndir sýndar fyrirlestrinum til skýringar. 5 IKkistur fást venjulega tilbúm ■ á Hverfisg. 6. Fegurð, verð o S gæði undir dómi almennings. - ■««« Sími 93. — Helgi Helgasoi I Fallegustu líkkisturnar fást | hjá mjer—alltaf nægar birgð- ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- a klæði (einnlg úr silki) og lík- ® kistuskraut. Eyvindur Árnason. Trúl ofun a r hringa smíöar Björn Símonarsoi Vallarstr. 4. Sími 15 SwttjYjettu. ísafirði í gær. Þingmálafund hjelt sjera Sig- urður Stefánsson í Vigur hjer á laugardaginn var og lýsti þar yfir að hann byði sig fram til þing- setu fyrir kaupstaðinn. Sýslu- maður (hinn frambjóðandinn) sókti ekki fundinn. Reitingsafli var hjer síðastliðna viku. ís segja botnvörpuskip engan, þau er hjer komu inn nýlega. Hettusótt fer nú allvíða um bæinn, en er mjög væg. Mótórskipin Hrólfur, Freya og Oeysir eru nú að leggja af stað suður til Miðness eða Vestmann- eya. Vestmanneyum í gær. Afli er hjer allgóður nú. Æfintyrið er leikið hjer í kveld til ágóða fyrir ekkju Sigurðar Jónssonar.sem drukknaði á mótor- skipinu ísak um daginn. Áður hefur verið leikinn hjer Skugga- sveinn í sama augnamiði og komu inn 80 kr. og önnur fjölbreytt skemmtun haldin, sem gaf af sjer 225 kr. Hettusóttin breyðist nú óðum út hjer, en væg er hún. Áburðarverksmiðjan hjer, þeirra Gísla Jónssonar & Co. er nú kominn allvel á leið. Skip með vjelarnar í hana hefur legið hjer fullar 3 vikur og ekki getað komið í land enn nema nokkru af farminum sökum brima. Bjarnl Björnsson skopleikari hefur haldið hjer tvær eftirhermu- skemmtanir. Hermir hann eftir Reykvíkingum aðallega, en er líka farinn að taka okkur eyarskeggja. Akureyri í gær. Ljenharður fógeti verður ieik- inn hjer um næstu helgi. Leikur Hallgrímur Kristinsson kaupfjel- agsstjóri Ljenharð, Jónas Þór- arinsson vefari Eystein og Mar- grjet Valdimarsdóttir Guðnýu. Helgi Magri, botnvörpuskip Ásgeirs Pjeturssonar kaupmanns, kom úr Noregsför sinni á mið- vikudaginn. Var aðeins 31/, sól- arhring hingað frá Björgvin. Hafði aflað sæmilega. Gistihús það, er Scherr, vestur- heimski auðmaðurinn, ljet reisa hjer, var opnað 11. þ. m. Fyrir manninn kostar um nottina 20 aura, en fyrir hestinn 10 aura. Samsöng halda þeir hjer ann- að kveld Valdimar læknir Ste- phensen og Sígurður dýralæknir Einarsson. Um sambandsmálið talar Stef- án skólameistari Stefánsson í kveld. Hann er formaður Sam- bandsíjelagsins hjer. Aflalaust er nú um allan fjörð- inn. *þ Þorlákur Jónsson, gamall bóndi á Torfunesi í Kinn, er ný- látinn. Til útlanda brugðu sjer hjeð- an nýlega Ásgeir Pjetursson kaup- maður, Vigfússon Sígfússon gest- gjafi, Rögnvaldur Snorrason versl- unarstjóri og þórður kaupmaður Gunnarsson í Höfða. Samskotin til þeirra er n biðu af húsabrunanum síðasta í Húsavík eru nú orðin hjer í bæ um 7 hundruð krónur, en í Húsa- vík og þar í grend er talið að hafi safnast um 1000 krónur. Grímudans er haldinn hjer í kvöld og taka þátt í honum á annað hundrað manns. Langbestí augl.staður i bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu. ÚR BÆNUM Landsbókasafnið 1913. Útlán voru á lestrarsal 24461 bindi, en lesendur þar 16868, Annars voru lánuð út 3645 bindi og lánstak- endur 305. Mest aðsóknin að safn- inu í janúar og febrúar, núnnst í júlí og ágúst. Safninu bættust á árinu 2273 prentuð einlök og 36 handóts- númer. íshúsfjelagið hefur verið að taka ís á Tjörninni undanfarna daga (8) og er nú gerfyllt húsið suður frá og hátt orðið í hinu. Býst við að taka ís einn dag enn. Að verki þessu hafa atarfað um 140 menn daglega með 12—20 hesta (með sleða) og er útborgun á vinnu- launum við verkið orðin hátt á fjórða þúsund krónur. Æfintýrið var Ieikið í gærkveldi fyrir fullu húsi og gerður góð- ur rómur að því. Árnesingar hjer hafa ákveðið Árnesingamót 28.þ.tnán. Slys það varð í Völundi á föstu- daginn, að Guðmundur Jóns- son trjesmiður, er þar var að vinnu, lenti með vinstri hönd fyrir hefiltönn og skarst framan af 4 fingrum. Hann gekk upp á Landa- kotsspítala til umbúnaðar þar. Vendsyssel, aukaskip hins Sam- einaða, lagði af stað í gærkveldi frá Kaupmannahöfn áleiðis hingað beina leið. Ætti þá að koma um næstu helgi. Tribune, botnv. skip frá Grims- by, kom í gær að fá sjer vistir. Earl Hereford, botnvörpungur, kom af veiðum í nótt; hafði fisk- að um 900 körfur. þykir það lítill afli og ætlar eitthvað til veiða um leið og hann fer með afla sinn til Englands. Vesta er áísafirði, kemur hing- að á þriðjudag. (Frh. bæarfrjetta á öftustu bls.) Síioam við Bergstaöastræti og Grundarstíg : Samkoma í kveld kl. ó1^. Efni: *y.\t\ tttikitt oV\3\ttd\. Allir velkornnir. D. Östlund. Vítisvjel sprakk á Carmogötu í Lissabon 27. f. m. meðan verið var að ganga í skrúðgöngu til heiðurs Alfonso Costa forsætisráðherra. Mjög margir særð- ust. Rjett á eftir rjeðu fjandmenn forsætisráðherrans á skrúðgöngu- liðið og dreifðu því. Varð þá skot- hríð af beggja hálfu, ýmsir fjellu, fjöldi særðist og tnargir voru hneppt- ir í varðhald.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.