Vísir - 15.02.1914, Side 2

Vísir - 15.02.1914, Side 2
 V I s I R A. T. fyiöJier sokkinn. Oufuskip frá Haugasundi í Nor- egi með því nafni sökk við Nor- egsstrendur 30. f. m. Hafði rekist á sker. Hásetarnir, 13 alls, fóru í björgunarbátinn, en er í hann kom, sáu þeir að vjelastjórann vantaði. Þeir rjeru þá aftur að skipinu og skipuðu honum að hlaupa í sjóinn, til þess að þeir gætu tekið hann upp í bátinn. En hann neitaði að yfirgefa skipið. Rjett á eftir sökk skipið og vjelstjórinn með. Eldur í kvikmyndahúsi kom upp meðan á myndasýningu stóð í Surabaya á Java 29. f. m. Biðu þar bana 58 börn, 16 konur og 1 karlmaður í troðningum þeim, er urðu í húsinu, er allir ruddust út í dauðans ofboði. Konur f suðurheimskauisför. Prófessor Felix König, formaður suðurheimskauts-Ieiðangurs þess, er Austurríkismenn kosta, fór frá Vínarborg 3. þ. m.; ætlaði hann til Kristjaníu, en bjóst við að koma við í Berh'n, Hatnborg og Kaup- mannahöfn. í Kristjaníu ætlar hann að búa allt undir ferðina. Hann hefur þegar keypt 150 grænlenska hunda. Með honum verða í förinni alla leið nokkrar eskimóa-konur, er best þykja kunna að skinnasautn. Gas>sprenging varð mikil á eimskipinu mikla, Mauretania, nýlega á höfninni í Liverpool. Pað er eign Cunard- línunnar. Sprakk gashylki mikið og skalf skipsbáknið stefna milli svo líkast var, sem það myndi liðast sundur. Fjórir menn biðu bana og margir meiddust hættulega. E!d þann, er upp kom við spreng- inguna, tókst með hörkubrögðum að slökkva. Ekkja Wiliiam Morris, mikla breska skáldsins, er nýlátin. Hún var lengi talin fegursta kona heimsins. Þau giftust 1859, varhún þá 19 ára, og komst hann í kynni við hana, er hann og skáldið Rosetti voru að ferðast um og máia myndir, því þeir voru báðir ntálarar jafnframt því sem þeir voru skáld. Sjómenn, sem þurfa tóbak áður þeir fara til sjós, skulu fá það ódýrast á Laugavegi 5. Komið þar áður en þið gerið kaup annarsstaðar. Palladómar. --- Frh. Engar brigður eru á það bornar, að G. E. sje gáfumaður, Iærður lögfræðingur og »stundi upp á bók- aramennt*, þó það sje sagt, að sumum þótti einstaka sinnum frammistaða hans á þingi ekki eins gáfuleg og þeir höfðu vænst eða Söngvarnfr úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öilum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Til athugunar. Ef þið viljið fá ódýrar og góðar vörur, þá komið í „ H E R M E S Njálsgötu 26. 'ýrír sjómenn allskonar rúrteppi með stórum afslætti. Einnig sjómannadýnur, vandaðar og ódýrar hjá Jonatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31. Yerslnn Jóh. Ögm.Oddssonar, Laugaveg 63., er ennþá vel birg af flestallri matvöru, sem selst með hinu velþekkta lága verði — jólaverði, t. d.: Haframjel 15 aura. (Ódýrara í 10 pd.) Grjón 15 — ( ) Hveiti frá 13 — ( -.- ) Margaríne frá 42 — ( Maís 10 — ( -,- ) Hsensnabygg 10 — ( -,- ) Ostar, sætt Kex, Kæfa og Kartöflur, sem allt selst með vægasta verði. Ennfremur talsvert af * Alnavöru, sem selst með stórmiklum afslætti. Virðingarfyllst Jóh. Ögm. Oddsson, Langavegi 63. best á kosið. Voru einhverjir að geta þess ti! — af því enginn efaði að vitið væri nóg af guði gefið —, að þetta hefði átt sjer orsakir, eins og allt annað í þessum veraldar- garmi. Giskuðu þeir svo upp á, að þetta hefði »komið svona út«, af því að hann hefði kann ske í fumi misskilið orð og ætlanir foringja síns, ekki kunnað að vega með vopnum þeim, er beitaskyldi, . eða þá ekki valdið vopnunum, sakir aflsmunaleysis, líkamlegs eða and- Iegs. — En sá fer oft villt, er geta skai. Og svo getur ósköp vel hafa verið hjer. Það sýndist mönnum á mörgu, að G. E. vildi' láta fara nokkuð fyrir sjer á þingi, og hjeldu sumir að honum væri líka ætlað það af þeim, sem yfir honum stóðu. Hann ljet því margt til sín taka, og var stund- um þar máihreifur, er menn hugðu, að bagalííið væri, þó hann Ijeti af- skiftalítið. Og ekki ljet hann á sjer standa, að reyna að fiytja nýmæli með öðrum. Má þar til nefna lög- in um hvalveiðamenn. Ljet hann sjer mjög annt um það lagasmíð. En víst hefur það verið meiri- háttar lygi, að hann bljesi Iíkast hvölum af kvölum í því máli, þangað til Matthías minntist á kett- ina. Þá hafi hann fundið sig yfir- unninn. Því kettirnir komu vitan- lega ekki minnstu vitund við hvala- kvölunum þeim. En fram komst málið fyrir óþreytandi góðfýsi þings- ins. Og það var vitanlega fyrir mestu, ef svo landssjóður gæti orð- iö útlagur um skaðabætur til ein- hverra hvalveiðamanna vegna laga- setningar þessarar. Þá mætti svo sem nefna annað nýmælið, er G. E. flutti með þing- manni Seyðfirðinga. Það var tillaga um atkvæðagreiðslu um að nema bannlögin úr gildi. G. E. er víst mestur fjandmaður bannlaganna, þeirra er sátu síðasta þing. Hann hefur því liklega gert sjer það til hugarhægðar, að bera fram tillöguna, og ekki búist við lofi eða frægð fyrir það. Enflavarð frægðin ærið kljen, því tillagan var felld með öllum atkvæðum móti tveimur. Það var heldur ekki við öðru að búast. Hann liafði gert þetta án lofs og liðsinnis foringja síns. Þær þingnefndir voru ekki all- fáar, er G. E. skipaði. En ekki var talið, að það stafaði einungis frá ahnennu trausti til hans. Hitt var fremur á orði haft, að nokkuð staf- aði það frá flokksforingja hans. Flokksforinginn hefur vitanlega vilj- að þar í sýna góðfýsi, jafnframt og hann hefur sennilega .viljað sýna traust sitt á G. E., og loks hefur flokksforinginn að sjálfsögðu viljað nota sína menn, svo sem frekast væri hægt. í sumum nefndarstörfunum tókst G. E. óaðfinnanlega að ganga er- inda flokks síns og lýðhyllinnar, svo setn í banaráðum við skatta- málafrumvörp stjórnarinnar. (Sbr. stökubrotið: »um iaun og skatta iýðmálgur* o. s. frv.). Aftur voru önnur þau nefndarstörf, er honum þóttu fara í frekara lagi slundursam- lega. G. E. sat reikningslaganefnd neöri deildar, og var gerður þar að skrif- ara og framsögumanni. Það starf þótti sem honum færi hvorki sköru- lega eða málamannslega úr hendi. Frumvarpið um samþykkt á lands- reikningnum fyrir árin 1910 og 1911, með tillögum yfirskoðunar- manna alþingis, og frumvarp til fjár- aukalaga fyrir sömu ár, kom nefnd- inni í hendur 4. júlí.1 Hve fljótvirk nefdin hafi verið og skrifari hennar afkastamikill, sjest á því, að nefndin skilar áiiti sínu um fjáraukalögin 26. ágúst og um landsreikninginn og tillögur yfir- skoðunarmanna 27. s. m. Var þá nefndin búin að liggja á lands- reiknignum í 54 daga = 7 vikur og 5 daga. Það væri nú að sjálfsögðu sök sjer, þótt reikningslaganefndin eða skrifari hennar hefðu ekki verið býsr.a skjótvirk, ef verk hennar eða hans hefðu verið góð og gagnleg. En hjer mun hafa verið að sumu leyti öðru nær. Nefndarálitið um tillögur yfirskoðunarmanna lands- reikningsins (Alþ. tíð. 1913. A, þsk. 590) sýnir sig sjálft. Það er nærri því eins og linjan og lyppuháttur sje þar á hverju strái, ef svo má j, orða það. Enda ljet annar yfir- | skoðunarmanna landsreikningsins (L. > H. B.) það ekki óvítt í neðri deild. | Var það að vonum, því yfirskoðunar- \ mennirnir höfðu eftir atvikum búið ■ reikningslaganefndinni vel í hendur. | Og ekki dregur álit nefndarinnar » um samþykkt á landrreikningum (Alþ. tíð. 1913. A, þgsk.) hitt álitið um garð. Það álit virðist sjer lík- ast nærri því helst bera vott um hroðvirkni, hlaufaskap eða fákænsku. Breytingartillagan, sem felst í því, mundi vera sæmilegur vottur uni !) Tillögur yfirskoðunarmanna um Iandsreikninginn fyrir árið fi1911 komu að vísu ekki nefndinni í hendur fýr en 17.—20. júlí.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.