Vísir - 18.02.1914, Page 3

Vísir - 18.02.1914, Page 3
V í S 1 R En svona er * því nú varið um °ss, þessa Adams syni, *að allir trum vjer menn«, eins og mál- tækið segir. Niðurstöðu meiri bluta nefndar- mnar (4 nefndarmannanna) um bankarannsóknina, þóttust menn ekki fá sjeða aðra en þá, sem felst í áliti hennar um innsetning gæslu- stjóra efri deildar (Alþ.tíð. 19n ^ bls. 312-318). Og í raunogveru fór ekki nefndin þar því fram, að bankarannsókninni annarsyrði rask- l , eða vc,tug' virt, eða að bankarannsóknin hefði verið alls- kostar óþörf og allsendis órjettmæt. Og ekki sýnist meiri hluti nefnd- arinnar fara framar um þetta efni 1 xAgripsskýrslu« sinni .(Alþ.tíð. 1911. A, þgsk. 964), sem var þó eins og lyktaorð hennar í því máli. Þar var eins og aðalverkefni nefnd- arinnar, bankamálsrannsóknin, væri sokkið í aukaatriðum, er sennilega bafa átt að felast í þessn: »m. m«. Það var ef til vill nærri líkast því sumra dómi, sem bankarann- sóknin væri þar oröin að lítilmót- tegn skriðlús á símamálinu, silfur- bergsmálinu, viðskiftaráðunautnum °g Thore-málinu. Því var það, að ekki alifáir litu svo á, sem sjálfri bankamálsrannsókninni hefði verið lítið eitt lengra komið um undir- stöðuatriðin, ástand og hag Lands- bankans, þá er rannsóknatnefnd efri deildar lauk starfi sínu, heldur en henni var komið, þá er nefndin hóf starf sitt. Aðalefnið hefði eins Og horfið fyrir aukaatriðunum. Og þetta þótti í rauninni meiri »upp- sláttur« fyrir ráðherra og þá guös- barna þrenning, er lauk banka- rannsókninni, en nokkurntíma var búist við. Frh. Sparsamir borgarar lesi þetta. Af alveg sjerstökum ástæðum verður í dag eftir kl. 3 og næstu daga selt töluvert af ágætu kaffi með innkaupsverði eða: Tegund Nr. 1, betra en besta kaffi borgarinnar, kr. 0,74 pd. --Nr. 2, jafngott og almennt gerist kr. 0,71 pd. Kaffið er afvigtað í 2 pd. og 5 pd. pokum og ekki selt öðruvísi. Notið þetta einstaklega góða tilboð, sem að eins stendur meðan birgðirnar endast, og sem væntanlega verður að eins nokkra daga. Tóbaksbúðin á Laugavegi 5. Yfrrjettarmálaflutningsmaður, Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—6. Talsími 16. LÆKNA R Guðm. Björnsson landlæknir. Amtmannsstíg 1. Sími 18. Viðtalstími: kl 10—11 og 7—8. Massage-læknir Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394. M. Magnús læknir og sjerfræðingur ’ í húðsjúkdómum. Heima kl. 11—1 0g 6'2—8. Sími 410. Kirkjuslræti 12. Dorvaldur Pálsson læknir, 8|erfræBingUr i meltingarsjúk- dómum. , Laugaveg 18. Viðtaistfmi kl. 10-11 árd. Talsimar: 334 o<y 178 Þórður Thoroddsen fv. hjeraðslæknir. Túngötu 12. Sími 129. Viðtalstími kl. 1—3. tR „ST JÁGKLErJÍÍLL: Eftir Albert Engström. ---- Frh. Fjörlegur drenghnokki á sel- skinnsskóm kom á móti okkur, og þótt hann talaði íslensku, '’skildum við svo mikið, að hann væri sonur prestsins og að presturinn væri að skíra tvö börn einhversstaðar, en mundi fara að koma heim. Vild- um við bíða, værum við vel- komnir inn í stofu. Húsakynni prests voru alveg ný og úr timbri. Húsgögn voru einnig ný, snyrtilegri en svo, að maður gæti búist við, að þau væru íslensk. Við dáðumst að því, hve allt væri nýtt óg snot- urt innanstokks meðan við drukk- um kaffið sjálfsagða, þá heyrðist jódynur og inn komu tveir menn. Rannsakandi augnaráð — meira að segja mjög rannsakandi — var okkur aðkomumönnum gefið, látlaus kveðja og ekki önnur kynning. Annar þeirra, maður risavaxinn, beinn, dökkur að yf- irlitum, var Jónmundur Hall- dórsson, prestur á Barði. Hinri var einhver kandidat X — jeg tók ekki eftir hvað hann hjet, en hann var sendill einhvers stjórnmálaflokks og var á ferða- lagi til að snúa mönnum til rjettr- ar trúar í pólitík. Hann var gagndrepa, hás, troðfullur af kvefi og þó enn þá fyllri af mælgi. Hann beið ekki boð- anna, heldur fór strax að tala um stjórnmál og það með svo mikilli áfergju, að það var varla að við eða presturinn gætum skotið inn orði við og við. Hann hafði ferðast all-lengi um Norðurland og var orðinn svo gagnsýrður af mælgi, að tungan gekk alveg af sjálfu sjer. Mjer virtist ekki betur en að hann á- liti ísland nú sem stæði vera miðdepil heimsins, eða að minnsta kosti hefðu undantekningarlaust allir íbúar heimsina augun á ís- landi einmitt um þessar mundir, og um samband þess við Dan- mörku. Við teyndum að sann- færa hann um, að svo væri ekki, — en þá' fyrst komst verulegt skrið á hann. Orðin flóðu út úr munninum og horinn út úr nef- inu og augun leiftruðu. Jeg sá að presturinn þráði annað umtalsefni Tók jeg þá upp neftóbaksdósir mínar, Ljung- löf nr. 1, og þjóðmálaskúmurinn þagnaði eins og haun hefði verið hálshöggvinn í einum svip. ís- lendingar eru hamslausir nef- tóbaksmenn, en þegar hver sker fyrir sig, verður tóbakið eftir því. Mitt tóbak var hið besta, sem fundist gat, hvar sem leitað var í heiminum. Við gæddum okkur óspart á því þarna og samræðurnar komust inn á allt aðrar brautir. Presturinn fór að tala. Húsakynninn öll höfðu brunnið til ösku ekki alls fyrir löngu. það var ástæðan að því, að allt var svo nýtt. En meðal þess sem brann voru allar bæk- ur hans, og fyrir fátækan prest var ekki auðgert að koma sjer upp nokkru safni af bókum aft- ur. Og honum þótti vænna um bækur en nokkuð annað. Frh. Violanta. Framhald af Cymbelínu. ----- x Frh. Nú var snúið snerli á hurð að stofunni og úti fyrir var sagt: »Hann sefur hjerna. Gerið þið svo vel!« í sama vetfangi komu 4 menn inn og gestgjafinn með þeim. Lee sá þegar á búningi þeirra, að þetta voru ekki venjulegir strætisbófar eða innbrotsmenn. Þeir voru með ein- kennishúfur og stórir og sterklegir, en stilltir vel að sjá. Robert Lee gekk þegar á mót þeim. Þeir störðu á hann og lurkinn. Sá, er virtist vera fyrir þeim, mælti hljótt til gestgjafans: »Nú svona, hann er þá bersýnilega mjög háska- legur vitfirringur!« Lee heyrði orðin og mælti: »Er það jeg sem þessir háttvirtu herrar titla svona?« Gestgjafinn flýtti sjer að grípa í öxl þess er talað hafði og mælti: »Nei, nei, fyrir alla muni! Þetta er allt annar maður, — þetta j er ekki vitfirringurinn. Má jeg spyrja « yður, herra minn!« mælti hann enn fremur og snjeri sjer að Lee, »hvað eruð þjer að gera hjer á næturþeli í herbergjum de Vancour, herra Lee?« »Og má jeg spyrja«, svaraði Lee, »hver leyfir yður að vaða hjer inn á næturþeli til vinar mfns, — í herbergi, er hann hefur leigt og borgaö að fullu?« »Jeg er húsráðandi hjer. En þjer vitið víst elcki, hver þessi de Vancour er, sem þjer kallið vin yðar! Vitið þjer að hann er alveg sjóð- andi, bandvitiaus maður, sem geng- ur með vopn um göturnar og skýt- ur fólk niður eins og ketti. Ha.iu hefur fengið eitt kastið í kvöld og slegið sjer saman við einhvern götu- dólg, sem ekki sást hver var og hefur víst heldur ekki þekkst í æðinu og svo særa þeir og drepa fólk í sameiningu.« »René de Vancour vitlaus. Hvaða fádæma vitieysu eruð þjer að fara með, maður!« »Já, hann er alveg bandóður, þeg- ar hann fær þessi köst, og þakkið guði og hinni heilögu guðsmóður fyrir, að jeg kem hjerna með geð- veikrahælisiækni og þjóna hans til að taka hann, — annars væruð þjer sjálfsagt dauður ntaður í fyrramálið. Mjer var gert aðvart frá geðveikra- hælinu í kvöld og nú er vitlausa kerlingin komin út í vagninn kefld og mýld, sú er með honum er.« »Jeg mótmæli öllu þessu bulli gersamlega,« svaraði Lee, »og banna að leggja höndur á de Vancour. Hann er ekki fremur vitskertur en jeg!« »Það er mjög líklegt að þjer segið það satt, eftir hegðun yðar og útliti að dæma«, sagði geðveikra- læknirinn kuldalega. »En gerið svo vel að fata úr vegi, ef þjer viljið ekki að yður verði stungið í spenni- treyjuna líka!« Robert Lee fór fyrir herbergisdyr René’s, kreisti höndum um stafinn og bar hann fyrir sig. Þá hratt René upp huröinni að baki honurn og kom fram í nær- klæðunum með skammbyssu í vinstri hendi. Hann hafði vaknað við harkið. »Hvað gengur hjer á?« hrópaði hann. »Handjárnin á þá! í spenuitreyju með vilfirringana!« öskraði læknir- inn. »Sko, hann er með skotvopn. Varið ykkur, þarna sjest hvort hann er ekki vitskertur!* Tveir þeirra hlupu fram, en Lee sparkaði fæti fyrir brjóst öðrum, svo hann fjell um koll, en keyrði staf- inn á handlegg þeim, er handjárnin, hafði, svo þau fjellu niður og mað- urinn rak upp hljóð. Það kom hik á hælismennina. f René gekk þá fram og spurði, hvað | leikar þessir ættu að þýða. ( »Vjer skiftum ekki orðum við vit- l firringa!« svaraði læknirinn. »Þjer y ; vitið ekki hvað þjer segið nje ger- . ið! Kotnið nú góðfúslega með okkur | og leggið af yður morðvopn þetta. ' Þjer hafið drepið nógu marga með ( því, þótt þjer bætið ekki fleirum við. ) Jeg hef strangar skipanir stjórnar- valda vorra utn, að taka yður, og þakkið guði fyrir að yður er ekki stungið inn í fangelsi áleiðis til af- tökustaðarins. Þjer hafið þó allt af von um að verða heill heilsu og frjáls niaður eftir dvölina hjá okk- ur.« »Hvern fjandann ætlið þjer með mig?« »Verið þjer nú rólegur,—víð vilj- um yður vel og skulum láta vel fara um yður,—taugar yðar eru í ólagi,—

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.