Vísir - 26.02.1914, Síða 2

Vísir - 26.02.1914, Síða 2
Nýtt fórnarmorðmál? Mikil gauragangur er en af nýu hafinn í Kieff út af því, að þar á fórnarmorð að hafa farið fram. f ) bænum Fostoff, sem er 40 enskar mílur frá Kieff, var kristinn drengur, er bjó hjá gyðinga-fólki, myrtur fyrir 2 mánuðum. Brátt barst sá orðrómur út, að ekki myndi allt 'með feldu um morð þetta og líkið var grafið upp; sáust þá 13 sár á líkinu, og einhver gyðinga fórnar- eiður hafði verið haíður við barnið áður en það dó. Búast menn við að þetta verði upphaf gyðingaof- sókna þar. Krónprins Grikkja fer í næsta mánuði til Bukarest í heimboð til Rúmeníu-konungsfólks- ins. Er þá talið líklegt, að festaröl verði drukkið þeirra krónprinsins og Elísabethar, prinsessu í Rúmeníu, þegar sorgartíð grísku konungs- hirðarinnar er liðin. I vor, senni- legast um þær mundir, fer Vilhjálm- ur Þýskalands-keisari til Korfu og æltar að dvelja í orlofi hálfsmánað- artíma á Grikklandi. Forsætisráðherra Svía er orðinn 18. þ. m. Hammarskjöld barón og er hann jafnfraint her- málaráðherra. Utanríkisráðherra er Knut Wallenburg. Hammarskjöld, 'ninn nýi forsætis* ráðherra, mætti fyrsta sinni á þingi Svía sem slíkur þann dag. Hann sagði í ræðu sinni, að stjórnin myndi gera allt sem hún gæti, til þess að greiöa sem skjótast og svo allir mættu vel við una úr hervarnar- málinu, er deilunni olli milli kon- ungs og hins fyrra ráðaneytis. Ráða- neytið liti svo á, að leggja beri af konungs hálfu nýtt hervarnarfrum- varp fyrir ríkisþingið eftir að leyst væri upp neðri deild þingsins og færu svo allshérjarkosningar fram um þetta mál. Stjórnin bað alla flokka að Iáta allar aðrar spurning- ar liggja niðri um sinn, hve merk- ar og rjettmætar sem væru. Stjórn- in myndi gefa út nýa varnarkostn- aðaráætlun og veita fje til að stand- ast ný útgjöld til hervarna. Það eitt vekti fyrir stjórninni með aukn- um hervörnum, að vernda hlut- leysi Iandsins á ófriöarlímum. Efri málstofan fagnaði mjög ræðu forsætisráðherrans, en allskörpum og harðorðum mótmælum sætti hún í neðri málstofunni. Ennfremur var því Iýst yfir af stjórnarinnar hálfu f báðum málstofum, að engin á- stæða væri til að byrja baráttu, byggða á ræðu konungs og um- mælum við ‘bændur, og stjórnin væri sannfærð um, að konungur hefði aldrei gert neitt og myndi aldrei gera neitf, er gagnstætt væri anda stjórnarskrárinnar. Sama dag kom sendinefnd frá 1300 háskólakennurum og stúdent- um frá hinum 4 sænsku háskólum heim til Staaffs, hins fráfarna for- sætisráðherrans. Formælartdi þeirrar nefndar Ijet í ljós þá ósk, að verki hins frjálslynda ráðaneytis væri ekki lokið að fullu, en lægi að eins niðri um stundarsakir. V I 3 I R Söngvarnir úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. TISIR. Besta blaðið. Nauðsynlegasta blaðið. Ódýrasta blaðið. Kostar um mánuðinn aðeins 60 aura. [það má reiða sig á, að VÍSIR gerir ekki tilraun til að hækka verðið.] Nýir áskrifendur að marsmánuði fá gefins það, sem eftir er af febrúarblöðum, þegar þeir gefa sig fram, og ennfremur aðrahvora bókina: UM LOFTSKEYTI eftir V. Finsen, eða HUGSÍMINN, sögu eftir Fox Russel. (Fá eint. eftir.) Erlndi um Winnipeg flytur Pá'II Bergsson fimmtu- daginn|26, þ. m. í Goodtempl- arahúsinu kl. 8 síðd. Lítíð fyrst inn, þegar á fatnaðí eða vefnaðarvöru|þurfið aðjhalda, til Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, ■in wmm i p Magdeborgar-Brunabótafjelag. | || Aðalumboðsmenn á íslandi: | O. Johnson & Kaaber. | J! | Gramalt gert nýtt. | Allskonar viðgerðir á orgelum og 3 öðrum hljóðfærum hjá Markúsi þorsteinssyni. | Frakkastíg 9. Ágætar kartöflur, en þó rrtjög ódýraiy fást ætfð hjá Jes Zimsen. Vefnaðarvörudeild Edinborgar selur í dag og næstu daga au sem hafa kostað frá kr. 1.10 til 2.00, nú á alinin, Giervörudeildin hefur einnig nokkuð af Búsáhöldum, sem seljast með afarlágu verði. Þetta er tækifæriskaup, sem er einsdæmi. Versl. EdinLors:. Rottur Óskaðlegt mönnum og húsdýrum. Söluskrifstofa: Ny Östergade 2. $&ewwttva$tva* Og sítewwtvfeatil til sölu. Jtvc. JS\anvasotv. Waverley heintsfrægu Lindarpennar eru seldir í Afgreiðslu Ingólfs, Laugaveg 4. 5*.no- 500> 717> 720> VlSlr 733, 735, 753 eru keypt háu verði á afgr. Vísis. Fy rirtaks Geymslupláss í miöbænum (Hafnarstræti), er til leigu. Afgreiðslan vísar á.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.