Vísir - 26.02.1914, Side 3
V » S l R
Palladómar.
----- Frh.
25. Hannes Hafstein,
2. þingmaður Eyfirðinga.
(Fæddur 4. des. 1861).
Frá þeiin tnanni er uú að se?ja,
er ekki verður nema að mjög litlu
leyti mældur með þeirri stikunni,
sem við má leggja aðra þingmenn.
Og sú er ekki heldur ætlanin hjer,
að minnast eiginlega á annað en
það, er til hans kemur sem þing-
m a n n s. Þess væri hvort sem er
enginn kostur, sakir rúmleysis og
annara atvika, að reifa hjer, rekja
og dæma feril hans sem æðsta
veraldlegs valdsmanus á landi voru.
Það er vitanlegt hlutverk þeirra
blaða, er með stjórnmál fara, að
rekja það mál og reifa, að ógleymdu
hlutverki Alþingis í þeirri grein,
svo og dómsvaldi þess, þingræð-
inu.
H. H. hefur setið átta þing, eitt
í umboði ísafjarðarsýslu (1901) og
sjö í umboði Eyfirðinga (1903—
1915). Á þessum átta þingum hef-
ur hann farið með ráðlimerradó
1905, 1907 og 1909, þangað til
Björn Jónsson tók við völdum 31.
mars þ. á., og enn hefur hann far-
ið með ráðherradóm á þingi 1912,
frá því er Kristján Jónsson sleppti
völdum 24. júlí þ. á., og loks á
þingi 1913. Mun því ekki rjettu
máli hallað með því að telja, að
hann hafi setið hálft fjórða þing
(1901, 1903, 1911 og hálft þingið
1909) með þingmanns umboði einu
saman, og hálft fimta þing með
ráðherravaldi að auki. Er þá talið
þar undir allt þingið 1912, því
ekki voru nema 8 dagar af því á
valdasviði Kr. J.
Það er uni H. H. að segja, að
hann er mikill maður að vallarsýn.
Er hann í hærra lagi, þrekinn og
karlmannlegur, ólotinn, herðibreið-
ur, þykkur undir hendur, hálsstutt-
ur og nokkuð breiðvaxinn, manna
bcst á fót kominn og prúðmann-
legur í limaburði. Nokkuð gerist
hann nú feitlaginn, og er jafnholda.
Þótti hann á Ijettaskeiðinu maður
íturvaxinn og afbrigða vel á sig
kominn. Hann er yfir sig mikilleit-
ur og fríður sýnum, enni mikið,
sljett og breitt, brúnamikill nokkuö,
augun dökk, djúp og hýrleg, jafnt
og þau eru skær, nefið nær því
beint, svipfrítt og ekki þunnt. Hann
er þykkleitur og nokkuð brúnn á
yfirbragð, breiðleitur við hóf, kjálka
þykkur og ekki hökumjór. Hann
er dökkur á hár og skegg, skotinn
hærum á höfði, og skegglaus, nema
granarskegg. Er hann höfuðstór og
höfuðfríður, mikilhærður og fer
vel. Og sá er rómur allra, óvina
sem vina, að saman fari hjá hon
uni í framgangi og viðmóti yfir
lætisleysi, höfðinglegur þokki, alúð
°g prúðmennska. Veit heldur eng-
inn til, fyr nje sí5arj ag hann hafi
nokkuru sinni sem prívatmaöur eða
í opinberu starfi sýnt neitt það, er
líkst geti stirfni, óþörfum myndug-
leika eða ofurmennsku, enda ger-
sneyddur öllum þeim ósjálfráðum
afbrigöum og því uppteknu látæði,
er gerir menn auðþekkilega eða
affiktislega.
Smjör, kæfa og fiður
fæsí tneð göðu verðl hjá
Guðjóni Björnssyni, pakkhúsm.
hjá versl. Björn Kristjánsson.
Nýkomið mikið úrval
af enskum húfum, sömuleiðis af treflum og færeyskum peysum til
Th. Th. & Co.
Austurstræti 14.
Húsið:
Vatnsstíg m 10
n ^ II _í nmcl
er
laust til íbúðar frá 14. maí næstkomandi.
Menn snúi sjer til w T
H. TH. A. THOMSEN.
áruhúsið.
Allt Báruhúsið uppi er til leigu frá 1. eða 14. mai næstk
Menn snúi sjer til
Jónasar H. Jónssonar
fyrir 15. mars.
Aðeins í örfáa daga verða seldar góðar
Kartöflur á kr. 7,50 tunnan (200 pundin).
Gulrófurnar góðu
eru komnar aftur.
Klapparstíg 1 B.
Sími 422.
Rauðkál
Rauðbeður
Gulrætur
PÚTur
Ávextir og kálmeti
nýkomið í
Liverpool.
Appelsínur 4. teg. Hvítkál
Bananar
Epli
Mandarínur
Sítrónur Sellerv
Tomatar pjy ót
Vmber
Laukur og kartöflur.
Komið sem fyrst í Liverpool.
Gulrætur,
sem eru
ágætt skepnufóður.
selur
Jes Zimsen
mjög ódýrt.
Á það hefur verið minnst alloft
hjer að framan, hversu komið hafi
verið stjórnarbótamáli voru á þingi
1901. Þykir því ekki hlýða, að
rekja þær greinar enn á ný.
Því verður vitanlega ekki neitað,
að nokkuð var á tilraunaskeiði við-
nám þaö, erHeimastjórnarmennveittu
Valtýskunni á þessu þingi. En engu
síður var það ljóst og er enn, að
viðnámið var þá veitt af vaskleiki
ættjarðarást og bjartsýni, jafnt og
þar gætti fimleika og margra ann-
ara góðra hæfileika af hálfu þess
manns, er til þess var kjörinn, að
hafa orð fyrir Heimastjórnarmönn-
um í neðri deild. En það varð
hlutverk H. H., því hann varfram-
sögumaður minni hluta stjórnar-
skrárnefndarinnar.
Liðsafli Heimastjórnarmanna eftir
kosningarnar 1900 var ekki mikill.
Þeir voru í minni hluta, þá er á
þing kom 1901. Og það var þeim
enn tilfinnanlegra þá, vegna þess
að það var eins og stefnuskrá þeirra
væri annarsvegar ekki nægilega
ákveðin í öðru en því, að verjast
Valtýskunni, þótt þeir hins vegar
hefðu að undirstöðu stjórnarbótar-
stefnu Benedists sýslumanns Sveins-
sonar í meginatriðunum. En til-
finnanlegast var þó Heimastjórnar-
mönnum, að þá skorti foryst -
una, er á þing kom. Enginn var
foringinn í liði þeirra, en ekki mátti
án hans vera.
Foringjahlutverkið hjá Heima-
stjórnarmönnum fjell því H. H. í
skaut, eins og nokkuð sjálfkrafa,
sakir almenns trausts, er flokkurinn
bar til hans þegar í stað. Frh.
Violanta.
Framhald af Cymbelínu.
_____ Frh.
René hnykkti mjög við þetta svar.
Hann sá að látbragð, svipur og
andlitsfall þessa manns var nakværn-
lega líkt því, er faðir hans hafði
lýst, _ hann þorði því ekki að
þræta við þennan mann og var i
óvissu um hverju hann skyldi nu
svara. .......
Greifinn brosti og báðir þogðu
um stund. ,
»Hafið þjer ekki nýlega verið a
ferö í Parísarborg?* spurði Rene.
»jú, de Vancour! Jeg er oft á
ferðalagi. En má jeg spyrja yður,
hvers vegna spyrjið þjer mig þess-
ara kynlegu spurninga?«
René sagði honum þá í fám orð-
um frá manni þeim, er komið hafði
ti! föður síns með meðmælin, og
frá því er Marion hertogadóttir hafði
sagt um fund þeirra í Boulogne-
skóginum rjett áður en Violanta
hvarf.
Greifinn hristi höfuðið forviöa
mjög.
»jeg vona,« mælti hann, »að
þjer vænið mig ekki þess, de Van-
cour, að jeg hafi látið mjer detta
í hug að falsa nafn yðar og koma
mjer í mjúkinn hjá föður yðar með
svikum. Slíkt atferli væri ósamboð-
ið ítölskum aöalsmanni. Hjer hlýt-
ur að vera misskilningur á ferð-
Um — einhver hefur stolið minu
*nafni — verið svo ósvífinn bófi,
að ræna mínu hágöfuga nafni og