Vísir - 10.03.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 10.03.1914, Blaðsíða 4
V I S I R Iðunnardúkar. Pessir ágætusíu dúkar að allra rómi, sem reynt hafa, viðurkenndir hinir haldbestu, fegurstu, ódýrustu, fást á Laugavegi 5. Nú eru mjög margar nýar og fagrar gerðir komnar og allt af fyrirliggjandi mjög stórt úrval- Er þetta allt selt með hinu alkunna lága verði verksmiðjunnar. Menn minnist þess að þetta er íslenskur iðnaður. Á sama stað fœst allt, er til fata heyrir. Vefnaðarvöruverslunin, Laugavegi 5. DAl LY MAIL — vikublað—. fvelwslns. f Ö&v^asta Ma3 bexmsvns. Utbrelddast allra erlendra blaða á íslandi. jQ s iqi Ðl S1 jENT beint frá London til áskrifenda hjer. Tefst ekki hjá miliiliðum. Kostar í 12 mánuði að með- töldum burðareyri að eins kr. 4.75. 3s^axvAs-a5^«v3s^axv Vefcwc \jv8 poniuwum. £atvdsvtvs stærsta og besta Einars Árnasonar Sími|49. Aðalstræti 8 Fundur í Hafnarfirði 2. mars. Til fundar þessa liafði boðað fasteignasali Jóhann Jóhannesson í Reykjavík, til að ræða um fjármál og sjerstakiega um veðdeildariög síöasta alþingis; og hafði hann boöið bankastjóra, Birni Kristjáns- syni, að mæta á fundinum og þáöi bankastj. boðið. Fundarstjóri var kosirin bæargjaldkeri Guðm. Helga- soh og skrifari bæarfógetaskrifari Sigurður Kristjánsson. Fundurinn var háöur í Good-Templarahúsinu og svo vel sóttur, að salurinn var troðfullur og margt inanna var og uppi á leiksviðinu. Bankastjórinn óskaði eftir, að fyrirlestrinum yrði breytt í fund, svo unnt yrði að hafa umræður á eftir, og ieyfði frummælandi það strax. Þá tók tii máls Jóh. Jóh. og flutti iangt og snjallt erindi og tók sú ræða tvær stundir; taiaði fyrst um fje, sem afl þeirra hluta, er gera skai, og um fjárhagsástæður iandsins, er hann taidi í óvænt efni komið, en síðan um veðdeildarlögin, og fór um allt þetta mál mörgum kátlegum orðum og beindi ýmsum kýmilegum orð- um að bankastjóranum, og var oft hiegið dált að orðum hans, og þótti mörtnum þetta hin besta skemmtun, enda fór þarallt saman: rödd, framburður, orðaval, tilburðir og ræðuefni, til aö veita fólkinu hina bestu skemmtun, enda dundi við lófaklapp um allan saiinn, er hann Iauk þessari ræðu sinni. Þá stóö upp bankastjórinn og talaði hálfa stund, og skýrði ákvæði veödeildarlaganna, sem frummælandi hafði fundið margt til foráttu, og var aö sýna, hversu orð hans stydd- ust aö eins við misskilning, þekk- ingarieysi og vitskort, og lauk máli sínu eitthvað á þá leið, að nú hefði hann á hálfri stundu hrakið allt það, er Jóh. Jóh. hefði rætt um á tveini strindum, og lýsti því, að frummæi- andi hefði aðeins »bóndavit« á máli þessu. Klappað. Þá tók frummælandi aftur til máls, og var sami blær sem fyr yfir ræðu hans. Fyrst gerði hann sjer góðan mat úr »bóndavitinu« og beindi málinu til »kjósenda«. »Þiö hafið bóndavit, piltar,* og margt mælti hann kátlegt og kýmilegt, svo að áheyrendur hlógu að,en fátt mælti hann nýtt um sjálft málsefniö. Fór enn sem fyr, að iófaklapp dundi við, er hann lauk máli sínu. Bankastjóri svaraði aftur og reyndi að kveða niður »bóndavitið«, sem móðgunarorð til kjósenda, og las npp úr einhverju blaði þau orö Jóh. Jóh., að meiri fión en íslenska kjósendur þekkti hann ekki. Dundi þá við Iófaklapp um salinn, og þótti þá fremur sókn en vörn af hendi bankastjóra. Þá bar frummælandi upp tillögu um, að veðdeildarlögunum yröi breytt til batnaðar, og var tillagan svo væg og hógieg, að stakk í stúf við ræður hans, og hefði vel mátt samþykkja, en þájalaði kaupm. Sigf. Bergmann nokkur orð og kom fram með aðra tillögu ^þess efnis, að fundurinn Iýsti óánægju yfir árás- um frummæianda á bankastjórnina. Munu þá hafa runnið tvær grímur á fjölda manna, að samþykkja þessa tillögu, þar sem Jóh. Jóh. hafði skemmt mönnum stundum saman svo ágætlega. Þá kom fram tillaga um, að greiða engin atkvæði á fundinum, þar sem fundur þessi væri aðeins umræðu- fundur, og var sú tillaga samþykkt með meiri Iiluta greiddra atkvæða. Svo lauk fundi þessum heppilega. »Síðan fóru seggir heim til siuna kofa, því flestir voru fúsir af þeim að fara að sofa.« (Sv. Eg.) Það var oröið framorðið, en flest- ir munu hafa iokið upp einum munni um það, að betri skemmtunar hafi þeir sjaldan átt kost. Fasteigna- skrifstofan að Njálsgötu 22. vill kaupa nú þegar litia fasteign, er iítið hvílir á, annaðhvort í skiftum eða gegn borgun í vörum og pen- ingiim. Einnig hefur hún til söiu verslun hjer í bæ, með góðum kjörum, og nokkur hús. Útgefandi Einar Gunnarsson cand. phil. Östlunds-prentsmiöja. Vinnumaður, vanur sveitavinnu, óskast á golt heimiii austaufjalls. Afgr. v, á. Unglingsstúlka, hmust og þrif- in, óskast nú þegar til hjálpar konu, er hefur eitt barn. Afgr. v. á. Stúika óskar eftir atvinnu í búð eða bakaríi eftir miðjan maí í vor. Meðmæli til sýnis. Afgr. v. á. Stúlkur tvær duglegar geta feng- ið vinnu í vor og sumar. Hátt kaup í boöi. Uppl. á Hverfisg. 54. Stúlka óskar eftir vist nú þegar, Afgr. v. á. Stúlka óskar eftir afgreiðslustörf- um í bakaríi nú þegar eða 14. maí. Afgr. v. á. KAUPSKAPUR Grímubúningar karlmanns og kvennmanns fást leigðir á Laugav. 27, niðri. Kvenngrímubúningur sjerlega fallegur er til leigu. Afgr. v. á. Mjólk, mikil og góð, fæst allan daginn á Laugav. 52. Kvenngrímubúningur mjög fallegur er til sölu eða leigu. Afgr. v. á. Saltaður fugl ódýr til sölu hjá Jóni Bjarnasyni kaupmanni, Laugav. 33. HÚSNÆÐI íbúð, góð og ódýr, 2—3 her- bergi og eidhús, er til leigu nú þegar og til 14. maí. Uppl. hjá Ól. Oddsyni, Pósthústræti 14 B. 3 stofur og eldhús (neðri hæð) ásamt geymslu í kjallara er til Ieigu frá 14. maí. Uppl. á Njálsg. 40, uppi. 2 herbergi og eldhús í kjall- ar og lítið loftherbergi fyrir ein- hleypan kvennmann fæst leigt frá 14. maí. Uppl. Hverfisgötu 13. (búðinni). Lítil íbúð óskast frá 14. maí. Uppl. á Laugav. 23. 2 smá herbergi og eldhús óskast til leigu frá 14. maí. Uppl. á Laugavegi 23. 2 herbergi (helst mót suðri) og eldhús óskast til leigu 14. maí. Afgr. v. á. Nokkur ágæt herbergi verða til leigu á Bergstaðastíg 3. frá 14. maí n. k. og fyrr, ef óskað er, með eða án húsgagna, fyrir ein- hleypa, og jafnvel fyrir litla fjöl- skyldu. Hólmfríður Þorldksdóttir. TAPAЗFUNDIÐ Silfurnál fundin. Vitja má á Hótel Reykjavík. Silkisvunta svört tapaðist í Iðnó eða þaðan upp á Laugaveg um 18. febr. Skilist á afgr. Vísis. 2 þorska átti drengur að bera upp í Barnaskóla á laugardaginn. Hann skilaði þeim aldrei. Hafi einhver orðið var við drenginn, er hann beðinn að gera viðvart á afgr. Vísis. Skóhlífar fundnar. Vitjist á Bergstaðastfg 35.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.