Vísir - 10.03.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 10.03.1914, Blaðsíða 2
V I S 1 R Góðar og ódýrar matvörur í Versluninni Hlíf. Dýr ástarbrjef Þau eru ekki send á hverjum degi ástarbrjef, sem kosta 14 000 krðnur! Ung stúlka í K.alkútta á Indlandi fjekk nýlega ástarbrjef, er að dómi breskra blaða sýndi frekar gáfusnilli gullsmiðsins en unnusta hennar. Það var þunn gullplata og á henni hjartamynduð silfurplata, en í hjart- að var greypt stutt og snotur kveðja í demöntum, er raðað var í bók- stafi. Alþekkt tónskáld sendi unnustu sinni, skömmu áður en hann lagði afstaðí hijómleikaferð, ekki færri en 12 ástarbrjef. Hvert þeirra kcstaði 600 krónur. Það voru hljómfögur ástarorð og hljómfagurt innilegt lag sett við þau. En handrit þessi voru fagurlega gulli rituð og dýr- msetar litmyndir dregnar umhverfis orð og lag. Gylliniskrautið og myndirnar eru eftir japanskan lista- mann, er einnig hafði skreytt öskju þá, er brjefin voru send í. Einn ástúðlegi yngismaðurinn vann hjarta og hönd ástmeyar sinnar með einkennilegu ástarbrjefi. Hann Ijet gera hjartamyndaða kniplinga- kraga,og voruknipluð í þá hjartnæm ástarorð, svo fíngerð sem kongu- lóar vefur væri. Her kniplingakonan fjekk 400 krónur fyrir verkið, og taska, ofin gullvír og silki, til að geyma í kragana, kostaði 150 krónur. þetta sendi hann svo allt í öskju afardýrri og gerðri af mikilli Iist. Eins og að líkindum ræður, gat stúlkan ekki staðist svo dýrmœta ást og tók piltinum feginshendi. Slík brjef eru eitthvað áhrifameiri en þessi hversdags-ástarbrjef á rauðum og bláum blómsturpappír í rósa um- slögnm, vættum í Iituðum vínanda! Finnland lýst f herkvíum. Dauðadómur kveðlnn upp yflr sjáifstæðl Flnna. Hinn 24. f. m. fluttu norsk blöð þá fregn frá Pjetursborg, að svo fremi sem þing Finna trássaðist við tilskipanir keisarans og hjeldi áfram mótþróa gegn Rússastjórn með þögninni, eins og áður til febrúar- loka, væri að fullu afráðið að leysa þingið upp og senda 2 skotliða- herdeildir og 2 kósakkahersveitir til Finnlands. í aprfllok á svo að setja þar heilan her á Iand og Iýsa land- ið f herkvíum og láta rússneskan her hafa þar fast aðsetur. Er það haft að yfirskini, að þetta sjeu var- úðarreglur gegn væntanlegum óeirð- um í Iandinu, en er auðvitað áfram- hald aukinna rússneskra hervarna á suöurströndum Finnlands til varnar gegn Þjóðverjum, ef til kemur, jafn- framt sem það er kúgunaráframhaid- ið viö Finna. Þegar landið verður lýst í herkvíum, verður finnska lög- reglan sett af og rússneskt lögreglulið sett í í staðinn. Frá Vilhjálmi Sfefánssyni norðurfara hefur enska blaðið »DaiIy Chronide* fengið skeyti, ritað á Herschel-ey 15. jan. þ. á. Þaðan var það flutt á sleða ttl Dawson Söngvarnir úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öllutn bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Fyrir sjómenn allskonar rúmteppi með stórum afslætti. Einnig sjómannadýnur,'vandaðar og ódýrar hjá Jónatan porsteinssyni, Laugaveg 31. Fortepiano. Vöruhúsið hefur einkasölu á fortepíanóum frá Sören Jensen, píanóverksmiðju í Kaupm.höfn. Til sýnis í Vöruhúsinu- l/' o forv [Efni til að varna I\ds SU« steinmyndun í ——......... gufukötlum. Er uppl. í vatninu í hæfilegu hlut- falli.] Ætíð tll í Vöruhúsinu. PflST* Nauðsynlegt hverju gufu- skipi. 7 A Laugavegi 5. Vindlar Slw, VindUagar, Munntóbak (Nobels). Reyktóbak (fjöldi tegunda.) Neftóbak (skorið), allt þekkt fyrir að vera besta og ódýrasta í bænum. y.evwes Njálsgötu 26., selur fyrst um sinn: Kaffi ágætt 0,78 pd. Export 0,48 — Cacao gott 1,10 — Lítíð fyrst inn, þegar á fatnaðí eða vefnaðarvöru þurfið að halda, Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstrætí 1, Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur. á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni daglega ki. 11 —12 með eða án deyfingar. Viðtalstími kl. 10—5 síðdegis. Sophie Bjarnason. Heilbaunir Haframjöl Hrísgrjón Rúsínur Hveiti gott Ótal tegundir af Kexi. 0,14 — 0,15 — 0,15 — 0,28 — 0,12 — Stúfasirts 1,40 — Sykur ódýrart enn ann- arsstaðar. nýkotnin í verslun Amunda Arnasonar. ± City, og símað þaðan til London. Vilhjálmur hefur haft ýrnsar fregnir af eskimóum um skip sitt Karluk, er gera mögulegt að skipið hafi komist í höfn við Bank-eyju. En ekki leggur Vilhjálmur mikið upp á því. Vilhjálmur komst til Collison Point 14. des. síðastl.; fann hann þar skonnorturnar »AIaska« og »Mary Sachs® og leið öllu vel. Því næst hitti hann heill á húfi skip syðri leiðangursins undir forustu Andersons, þau »Belvedere« og íPolar Bear«. Voru þau frosin inni í ís, en ekki í neinni hættu til vors, en þá er þeim ekki ugglaust, er ísinn brýtur upp og rekur. Vilhjálmur kveðst vera að búa sig undir sleðaför mikla yfirísinn á Beaufort vatni fram með 143.hádegis- baug. Hann ætlar að hafa 3 sleða og 18 hunda fyrir og vistir til 2 mánaða. Þar hefur aldrei skip farið lengra en 40 enskar mílur frá strönd- inni og fer hann því um algerlega ókunn svæði. Sprenging f dynamltverk- smiðju Nobels í Olasgow varð afarmikil 21. f. m. Orsakir eru ókunnar en aðal- lega varð sprengingin af menelit- tundri. Hús brunnu, 8 menn biðu bana og svo varð hristingurinn mikill, að allir gluggar brotnuöu þar í grend og jafnvel í næstu bæjum. 6000 pd. af tundurefni voru í verksmjðjuhúsi því, er spreng- ingin varð fyrst í, en aðalspreng- ingarnar voru 2. Þetta er hin mesta menelitsprenging er orðiö hefur í heimi. Palladómar. ---- Frh. Sagt hefur verið um Stgr. J., að það leyndi sjer ekki á þingi að hann væri konungkjörinn eða stjórn- kjörinn, og má vera að þetta sje nokkuð af glettni mælt. Menn hafa líklega stutt þetta við það, að hann hefur allt af fylgt að málum þeirri stjórn, er kvaddi hann til þingsetu. En ekki væri það allskostar rjett, að ota því fram, að hann hafi á knjábeð legið fyrir þeirri stjórn, er að völdum sat frá því á miðju þingi 1909 og fram eftir þingi 1911. Það mundi heldur nær sanni að segja, að hann andæfði þeirri stjórn, eftir því sem honum þótti efni standa til og samboðið vera »stjett hans og standi«. Heimastjórnarmaður hefur Stgr. J. allt af verið, frá því er hann kom á þing, og mun hafa verið talinn allóskeikull um þá stefnu, enda mikils metinn í sínum flokki. Fyrir því var hann líka einn þeirra manna, er Heimastjórnarflokkurinn valdi, til þess aö skipa milliríkja- nefndina 1907. Það verður heldur ekki að því fnndið, hversu hann hafi rekið erindi Uppkastsmanna. Stgr. J. skipar nú Sambands- flokkinn, svo sem aðrir Heima- stjórnarmenn, þeir er ekki skárust úr leik á síðasta þingi. Mun hann til alls góðs búinn að vinna með þeim flokki og foringja hans, og þótti það koma fram á þingi síð- ast. Þá voru uppi usm mál, er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.