Vísir - 11.03.1914, Blaðsíða 2
V I S 1 R
Stjórnarbylting
f kvennaskólanum.
Lögreglan hefur lengi haft grun
um, að ekki myndi vera allt með *
feldu í kvennaskólanum — í Maton-
don í Riga. Nú er komið upp úr
kafinu að kvennaskólinn er byltinga-
miðstöð og æsingaskóli gegn stjórn-
inni. Stúlkurnar höfðu sjálfar prent-
smiðju og gáfu þar út og prentuðu
á nóttinni uppreisnar-fiugrit. Fastar
eru þegar teknar 8 stúlkur, sem
fengust við prentun þessa og útgáfu
og annað ólöglegt athæfi. Og
sorglegast er, að þetta kvað vera
allar fallegustu stúlkurnar í kvenna-
skólanum!
Norrænt dýralækna þing.
Dýralæknafjelag Norðmanna í
Kristjaníu hefur samþykkt að boða
til allsherjar dýralæknaþings fyrir
öll Norðurlönd þar í borginni
1916. En sænskir dýralæknar vilja
hafa þingið í Sviþjóð 1918.
Fyrverandi Kínverja-
keisari
er að eins 8 ára, er nýlega trúlof-
aður japanskri prinsessu. Þegar
liann er 15 ára á hann að fara til
Berlínar í skóla; nám hans þar
kosta Japanar.
Christian Leden,
norskt tónskáld, er fór í fyrra norð-
ur í höf til þess að rannsaka lífsháttu
og einkum söng Eskimóa, komst
í skipreika við Hudsonsflóa í októ-
ber í haust er leið, missti öll föt
sín og mestallan farangur. Hann
bjó mánuð í snjókofa, er hann
hafði grafið sjer, og er nýkominn
til manna byggða eftir miklar hörm-
ungar og var þá nef og fingur
kalið af honum.
Palladómar.
--- Frh.
29. Sjera Björn Þorláksson,
5. konungkjörinn þingmaður.
(Fæddur 15. apríl 1851).
Þingæfi hans er að vísu ekki
löng, en sjálfsagt er hún ekki að
því skapi lítilvæg. Hann hefur setið
fjögur þing, tvö í umboði Seyð-
firðinga (1909 og 1911) og tvö
konungkjörinn (1912 og 1913).
Þeir, sem geta að líta sjera B,
Þ., munu sjá mann, sem óneitan-
Iega er þjettur á veili, og þeir,
sem kynnst hafa þingmennsku hans,
munu hafa komist að raun um, að
hann getur verið þjettur í lund.
Maðurinn er eitthvað annað en
fisið tómt, og er hann þó ekki
nema gildur meðalmaður að hæð.
Annars er honum farið svo sem
nú verður sagt. Hann er maður
lítið eitt lotinn í herðum, ekki bar-
axla, herðibreiður og einkar þykk-
ur um herðar, manna búkgildastur
og þó ekki holdugur, flatvaxinn
nokkuð, þykkur undir hendur og
jafnvaxla, breiður á mjöðm og ekki
búklangur; útlimir eru ekki all-
langir, beinir, gildir og kraftalegir,
og allur er maðurinn saman rekinn.
Hann er vel á fót kominn, og fer
saman, að hann er í fasi prúður
og ódeigur. Hann er maður ekki
býsna handstór, en svo er hann
handþykkur og fingragildur, að
r ?r
Útsala
á
húfum og karlmannshálstaui.
Mikið af slaufum og slifsum, vasaklútum, hálsklútum úr silki
og ull, hálstreflar, brjósthlífar, skyrtur hvítar og mislitar,
einnig dálítið af nærfötum og sokkum,
sem allt verður selt með miklum afslætti,
ennfremur talsverður afsláttur af fataefnum.
Andjres Andrjesson,
klæðskeri.
Bankasiræti 10, uppi.
Litíð fyrst inn,
þegar á fatnaði eða vefnaðarvöru þurfið
að halda,
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1.
[Efni til að varna
fi\d s oU« steinmyndun í
j gufukötlum. Er
uppl. í vatninu
í hæfilegu hlut-
falli.j
Æti8 til (
Vöruhúsinu.
BgP" Nauðsynlegt hverju gufu-
skipi.
*>DetsUx\\t\ ^emes,
Njálsgötu 26.,
selur fyrst um sinn:
Kaffi ágætt
Export
Cacao gott
Heilbaunir
Haframjöl
Hrísgrjón
Rúsínur
Hveiti gott
Ótal tegundir af Kexi.
Stúfasirts
Sykur ódýrari enn ann-
arsstaðar.
0,73 pd.
0,48 —
1,10 —
0,14 —
0,15 —
0,15 —
0,28 —
0,12 —
1,40
Fortepiano.
Vöruhúsið hefur einkasölu á
fortepíanóum frá
Sören Jensen,
píanóverksmiðju í Kaupm.höfn.
Tii sýnis í
Vöruhúsinu.
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngarðar og einstakar
tennur,
á Laugavegi 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni
daglega kl. 11 —12 með eða án
deyfingar.
Viðtalstími kl. 10—5 síðdegis.
Sophie Bjarnason.
Sjöl
nýkomin í verslun
Ámunda Árnasonar.'
ekki eru margir þar um meiri, og
3Ó eru hendurnar fríðar og sljettar.
Björn prestur er bjartur yfirlitum,
rauðbleikur á hár og skegg, hærð-
ur mikið og vel, og alskeggja. Hann
er höfuðþykkur, ennibreiður og
ennið sljett, ekki allhátt og óvik-
ótt, brúnamikill nokkuð, gráeygur
og ekki stóreygur, og liggja augun,
djúpt; hann er söðulnefja nokkuð
og ekki nefstór,| breiðleitur og
sljettleitur og svarar andlitið sjer
vel. Hann er maður sæmilega fríð-
ur sýnum, en svo er hann svip-
fastur, að hann gerir það í senn,
að vera þekkilegur og að bjóða
góðan þokka.
Sjera B. Þ. var kosinn á þing
1909 undir merkjum Sjálfstæðis-
manna, og með þeim vann hann
á því þingi slíkt, er hann mátti.
Á næsta þingi (1911) gerðust ýms
tíðindi, og hefur nokkrum sinnum
verið á þau minnst. Ráðherraskiftin
gerðu þá mesta skurkið.
Sjera B. Þ. var einn þeirra átta
manna í neðri deild 1911, er
greiddu atkvæði á móti vantrausts-
yfirlýsingu á hendur þeim, er fór
með ráðherravöldin í þingbyrjun,
og vítti það enginn. Aftur á móti
orkaði það honum árnælis hjá flokks-
mönnum hans, Sjálfstæðismönnum,
er hann, að þeirra dómi, barg þeim
undan vantraustsyfirlýsingu, er síð-
ar á því þingi skipaði ráðherra-
sessinn. Bjargráðið var rökstudda
dagskráin, er hann bar þá fram
(Alþ. tíð. 1911. B. II., 810), sú er
samþykkt var með 13 atkvæðum
móti 12.
Dagskráin þessi var að margra
dómi líkust listasmíði. Einum þjóð-
kunnum manni og mikilsmetnum
fórust orð um hana á þá Ieiðina,
að hún væri eitt þinglegasta »Pro-
duktið«, er fram hefði kornið á
síðari árunum. Hún viðurkenndi
þingræðið nokkurn veginn nægi-
lega, gerði þó ráð fyrir afbrigðum
frá þingræðinu, ef í nauðir kynni
að reka, treysti ráðherra til að
iframfylgja stjórnarskrárbreytingu á
þessu þingi. (= 1911) — ‘engra
væri ekki traustið það teygt , og
sýndi öllum þingflokkunum nokk-
uð jafnrjetti, þ. e. reyndi að halda
jafnvæginu, ef.kostur væri. Annars
væri ekki mikið á henni að græða,
og við því mætti ekki búast, eins
og á stæði.
Að vísu verður ekki að þessu
sinni farið djúpt í þetta mál. En
víst mun mega fullyrða það, að
Sjálfstæðismenn töldu sjera B. Þ.
hafa sýnt sjer hjer mesta bellibragð,
og ekki munu þeir hafa talið hann
í sínum flokki eftir þetta.
Eins og kunnugt er náði sjera
B. Þ. ekki kosningu hjá Seyðfirð-
ingum haustið 1911, og er slíkt
ekki einsdæmi um marga góöa
menn á þeim síðustu og veritu
tímum á landi voru. Aftur á móti
var hann 1912 með konungkjöri
kvaddur til þingsetu. Eru fyrir því
orð Sjálfstæðismanna, að konung-
kjörið á sjera B. Þ. væri að skoða
sem laun trúrra þjóna. Verður hjer
ekki um það sagt, hvort svo hafi
verið, og ekki heldur tekin ábyrgð
á þessum orðum. Sjálfstæðismenn
eiga að vera ábyrgingar þeirra oröa.
V I S I R
Sjera B. Þ. var einn þeirra manna,
er aðhylltist »Bræðinginn« svo
nefnda, og mun því hafa skipað
Sambandsflokkinn á þingi 1912.
En sú er söga margra, að ekki
hafi hann gengist við desember-
sáttmála Dana 1912 um sambands-
málið. Og víst er um það, að liann
taldi sig á síðasta þingi utan flokka.
Honum hefur sennilega þótt felast
sannleikurí gamla máltækinu: »Ljett
er þeim, sem lausum hala veifar«.
Og svo var flokksleysið ábyrgðar-
og vandaminna.
Frh.
ÚR „pT iJAGKLEFJÁLL"
Eftir Albert Engström.
---- Frh.
Við Ijetum nú í >haf og stefnd-
um beint á Horn, nyrsta oddann
á Vestfjörðum hinum stórfenglegu.
Vestfirðir nefnast þríhyrndur skagi,
sundurgrafinn af hrikalegum fjörð-
um, sem mynda norð-vesíur hlutann
á Isiandi, umkringdan af Húnaflóa
að austan verðu, en Breiðafirði að
sunnan verðu. Það varð ekkert úr
stormi þeim, sem búist var við o^
íshafið var í besta skapi. Sólin
skein og var hlý, eins og um sum-
ardag á Kattegat, við og við bljesu
hvalir hjer og þar, smá hnýsu-
hópar Ijeku sjer í kringum skipið.
Við komumst í kunningsskap viö
ýmsa og fengum áreiðanlega vit-
neskju um, að Svíþjóð er íslend-
ingum alls ekki ógeðfeld. Skyld-
leikinn með íslenskunni og hinum
Norðurlandamálunum virðist vera
skýrastur hjá sænskunni og það á
ef til vill einhvern þátt í því, — ef
ástæðan á sjer þá ekki enn dýpri
rætur. Eftir nokkrar niáltíðir urðu
aliir farþegarnir sem ein fjölskylda.
Menn skemmtu sjer með söng,
söng öllu öðru framar, Fjöldi
ungra stúlkna, flestar með húfu,
sem er höfuðbúnaður þjóðbúnings-
ins, — að öðru leyti nýtískur,
söfnuðust saman í kvennasalnum,
fóru í leiki og sungu. En brátt
þyrptust karlmennirnir þangað inn
meðan rúmið ieifði. Gerðist að vísu
þröng þar inni, en þrátt fyrir það
kom öllum vel saman og niinnti
þaðá,.að »þröngt mega sáttir sitja«.
Skipstjórinn vann hjarta mitt og
Wulffs, ekki einasta fyrir það, að
hann bauð okkur að setjast að
groggiíklefa sínum, heldur einkum
og sjer í Iagi vegna sinna sönnu
eiginleika
Um kveldið fórum við fram hjá
Horni. Hið norska »Nordkap« er
stnámunur á nióts við þetta, bæði
hvað fegurð og hæð snertir. Hjer
stíga hin bröttu basalt-björg 400
metra upp úr sjónum, sem þó
hækka uni 100 metra á Kdlfatindi,
spölkorni Iengra inni í landinu. Og
að baki blasir Drangjökull í fjarska,
mílu breiður eða meira. Bjargsíð-
urnar eru gráhvítar vegna bjarg-
^ugla fjöldans, sem liefst þar við.
Horn er nefnilega eitt af mestu
fuglabjörgum íslands. Einmitt núna
þegar sólin er að síga í sævardjúp-
ið, fær basaltið í vestrinu á sig
grá-blárauðanlit, næslum sjálflýsandi
blæ. Frh.
arnir- úr Ljenharðl íógéta
eftir ÁRNA THORSTEINSSON
erti komnir út og íást hjá öllum bóksölum bæarins.
Bókavarsltta Sigfúsar Eymundssonar.
Iðunnardíik
rómi, sem reynt hafa,
ódýrustu, fást á
Þessir ágætustu dúkar að aiira
viðurkenndir hinir haldbestu, fegurstu
Laugavegi 5.
Nú eru mjög
margar nýar og fagrar gerðir
komnar og allt af fyrirliggjandi mjög stórf úrvai.
Er þetta allt selt með hinu alkunna iága verði
verksmiðjunnar.
Menn minnist þess að þetta er íslenskur iðnaður.
Á sama stað fæst allt, er til fata heyrir.
Vefnaðarvöruverslunin.
Laugavegi 5.
Stór Utsala
Leir-og Glervörubúðinni
í Kolasundi
byrjar á morgun fimmíudag.
Meir; og mirm! afsláttisr gefinn af öiiu.
Notið tækifærið.
iViargt er iagiegt í Sundinu.
m
-iu-gGa'1-
Til söl
er í Vestmannaeyum móforbatur í ágætu standi, nýum
seglaútbúnaði og línuspili.
Báturinri er sterkur og sjerlega góður sjóbátur með 8 hesta
Gideonsvjel tvöfaldri
Verðið er mjög sanngjarnt.
Lysthafendur snúi sjer til «J. P. T. Brydes verslunar,
Reykjavík eða Vestmannaeyum.
Eftir
Rider Haggartí.
----- Frh.
»Nú, sakir þess að konungt r
hefur slegið mig til riddara fyrir
drýgðar dáðir, og sakir þess að
konungur hefur kvatt mig kappa
sinn með eigin liendi að viðfestu
innsigli sínu, — þá í viðurvist
yðvarri, tigni hertogi, og allrar hirð-
arinnar tkora jeg af nýju á herranrr
af Kattrínu til einvígis, þar til ann-
arhvor bíður bana. Skal til vígs
hafa lensu, sverð og rýting. Skal
liann bera bleyðiorð og níðings
nafn, ef hann þorir eigi!« —- og
í sama bragði svifti Hugi stálhansk-
anum aí hendi sjer og kastaði hon-
um fyrir fætur Akkúrs, svo að glumdi
við í marmaragólfinu.
Varð nú skvaKdur mikið í höll-
inni og nokkur fagnaðaróp, því að
Huga hafði mælst vel og drengi-
lega. Höfðu áhorfendur sjeð á svip
hans, að hann fór með satt mál.
Þá iæddist skuggalegur maður í
klerkaklæðum til Akkúrs og hvíslaði
af skyndingu í eyra honum. Var það
Nikulás prestur sá, er byrlað hafði
Rögnu ómynnisveigarnar. Þá brá
hertoginn upp hendinni og varð
þögn í salnum.
Hertoginn mælti: »Herrann af
Kattrínu! Herra Hugi frá Krossi,
sem hingað er kominn í umboði
Englakonungs, hefur skorað á yður
til einvígis, þar til yfir ljúki með
yður. Hverju svarið þjer?«
»Jeg, tigni hertogi?« svaraði hann
fullum rómi. en dró nokkuð seim-
inn, eins og hann væri miður sín
af þreytu. »Vissulega skal jeg segja
það, að ef einhver gasprarinn vill
fá grafreit í hinni fögru Feneyja-
borg, þótt það sje honum í raun-
inni ofgott, þá ætla jeg ekki að
bægja honuin frá því, er jeg sje
að hinn barkaskorni konungur —«
»Sem sendiherra konungs þessa
mótmæli jeg«, greip herra Goð-
freður fram í. »Það er móðgun
að niæla slík orð í viðurvist minni*.
»Jeg viðurkenni mótmæli yðvarr-
ar hátignar, en hafði gleymt viður-
vist yðvarri*, svaraði Akkúr og
hneigði sig. — »Er jegsjeaðkon-
ungur hans, sem ekki er barkaskor-
inn« — og í því sauð hláturinn í
öikim hópnum, þótt auðsjeð væri
á svip hertogans, að honum geðjað-
ist ílla að slíkum orðum,— »hefur
kosið að slá til riddara þennan
Krossverja. Eða það segir hann
sjálfur, en af því getið þjer sjeð,
allir góðir menn, hversu hart muni
vera um það, að finna göfugmenni
í Engíandi!«
Aftur sauð hláturinn í þeim, er
viðstaddir vóru, en Gráa Rikka
setti sótrauðan og beit svo fast sam-
an vörunum að blæddi úr.
»Þar sem þjer ætlið að taka
áskoruninnU, greip hertoginn fram
í skjótum orðum, »Þásparið ókvæð-
isorð, herra minny sem beíur sæma
fokreiðu kvennskassi, en manni þeim,
sem á fyrir höndum að leggja líf
sitt í háska, og takið upp hanska
Englakonungs«.
Herrann af Kaitrínu litaðist um
og bað knapa sinn að hlýða boði
hertoear.s os: mælti síðan: