Vísir - 11.03.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 11.03.1914, Blaðsíða 1
936 Vísir erelsta— besta — út- breiddasta og ódýrasta dagblaðið á fslandi. u Vísir er blaðið þitt. I Hann áttu að kaupa fyrst og fremst. | Kemur út alla daga. Sími 400. Afgr. í Austurstr. 14. kl. 1 lárd.til 8 siðd. Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr.?l,80 ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.). Skrifstofa í Austurstræti 14. (uppi), opin kl. 12—3, Sími 400. Langbesti augf.staður i bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu. Miðvikud. 11. mars 1914. Háfl. kl. 4,55' árd.og kl. 5,8’ .síðd. Á morgun Afmœli: Fru Kristín Guðmundsdóttir. Sigríður Runólfsdóttir. Ungfrú Kristjana Einarsdóttir. Póstáœtlun: Ingólfur til og frá Garði. Veðrátta í dag. Loftvog £ y< | vindhraði Veðurlag Vm.e. 751,5 2,1 A 19 Regn R.vík 749,3 0,5 A j7 Alsk. ísaf. 754,4 5,2 0 Skýað Akure. 754,4 10,6 0 Ljettsk. Gr.st. 719,3 11,0 VNV 5 Heiðsk. Seyðisf. 757,5 6,1 0 skýað þórsh. 755,7 3,5 \ Skýað N—norð- eða norðan,A —aust-eða austan.S—suð- eða sunnan, V— vest- eða vestan Vindhæð er talin ístigumþann- ig: 0—logn, 1 —andvari, 2—kul, 3 — gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stínnmgskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9 — stormur, 10—rok,l 1 — ofsaveður, 12—fárviðri. Skáleturstölur í hita merkja frost. Bíó Biografteate Reykjavíkurl 50 Vegir rjeitvísinnar. Sjónleikur í 2 þáttum. Leikinn af leikendum »Itala Film Co«. Leynilögreglufillinn. Ovenjulega skemmtileg dýramynd. L. F. K R. Fundur fimmtudag 12. mars kl. 8Y2 síðd. á lesstofunni. Fyrirlestur, upplestur o. fl. Mætið stundvíslega. Stjórnin. § fkttls*ur fást venjulega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. — Sími 93. — Helgi Helgason. Trúlofunar- hrioga smíðar BjörnSímonarson. Vallarstr.4.Sími 153 set\&\sW\t\ frá Sertdisveinaskrifsiofunni. Sími 444. | kirkjunni og fríkirkjunni í kveíd. 5 (Sr. Bjarni Jónsson í dómk.) Borðeyri í gær. Slys af snjóflóði. Snjóflóð fjell nýlega skamml fyrir ofan bæinn í Skrapatungu í Laxár- dal í Húnavatnssýslu og urðu fyrir því tveir drengir, er þar gengu til rjúpna, annar 16 ára og hinn 13, synir bóndans þar, Jóns Helgason- ar. Eldri drengurinn hafði sig við ílian leik úr flóðinu og komst heim á bæinn með veikum burðum, all- mikið skaddaður. Var þá þegar brugðið við að leita hins drengsins. Sá aðeins lítið eitt á handlegg hans upp úr sjódyngjunni. Hann var meðvitundarlaus er hann var graf- inn upp og ílla útleikinn af meiðsl- um. Læknir var þegar sóktur og telur hann lítil líkindi, að hann muni halda lífi. þórarinn á Hjaltabakka er nú tekinn að hressast (eftir legu síðan í sumar), sendi hann hraðboða til Hvammslangafundarins og tilkynnti, að liann hjeldi þingmálafund að Melstað 28. þ. m. Sandi í gær. Gott veður í dag og alnaennt róið. Hlaðafli. Borðeyri í gær. þingmálafundinn á Hvamms- tanga sóktu þingmannaefnin Guð- mundur Ólafsson í Ási og Tryggvi Bjarnason aiþm. og sýslurnaður Björn Þórðarson. Sýslunefndar- mennirnir voru þar aliir, þar sem sýslunefndarfundur var ný afstaðinn og nokkrir inenn úr þorpinu, en fáir fjær, þar sem veður var íllt. Fund- urinn stóð 3 tíma, byrjaði sýslu- maður með freklega klukkutíma ræðu, rakti hann þar sögu stjórn- arskrárfrnmvarpsins. Engin ályktun var tekin. Hallgrímsmessa Pjeturssonar var haldin á Blönduósi á sunnu- daginn var (8. þ. m.), hafði ekki orðið haldin fyrr vegpa íllviðris. Ö R BÆNUM Gefin saman í gær Erasmus Gíslason, kaupmaður, og ym. Rannveig Vilhjálmsdóttir.Grett- isgötu 22 D. S. d. Jón Ól. Porkelsson, | Magnús Blöndahi, fyrv. *lþm,, lýstiyfir á þingmálafundi í Hafnarfirði í fyrrakveld, að hann byði sig fram til þings fyrir Gullbr. og Kjósarsýslu. Sterling fór til útlanda í gær- kveldi og allmargir farþegar ineð. Þar á- meðal 6 vesturfarar. Var einn þeirra Jón Guðnason, Vestur-íslend- ingur, er lijer hefur dvalið 1 ár eftir 20 ára veru vestra, og Daníel Hjálmsson, vegavinnustjóri kynnisför til bróður síns, sjera Pjeturs Hjálms- sonar. Ennfremur fóru til útlanda: Þórhallur Daníelsson, kaupmaður, Mattías Þórðarson, útgerðarstjóri, Sigurður Pjetursson (frá Hrólfsskála), skipstj., Jón Erlendsson, stýrim., kona Magnúsar Magnússonar, kenn- ara. Hödd, norskt botnvörpuskip, kom inn í gærkveldi. Tunglmyrkvi, hinn eini er sjest hjer á landi í ár, verður í nótt. Stendur hann yfir frá kl. 1,42’ til kl. 4,44’ (árd. þann 12.) og er mestur kl. 3,13’ og nær yfir níu tíundu hluta af þvermáli tungl- hvelsins. Friðrekur krónprins er 15 ára í dag, oger flaggað á nokkrum stöng- um í bænum í minningu þess. Kolaskip kom í morgun tit frakknesku verslunarinnar. —g—w—p—aww—mm• Ig rRÁ ÚTLÖNDUM wm Leikhús lokað f 2000 ár. í borginni Siragosa, sem í forn- öld hjet Syracusa, á Sikiley er leik- hús frá dögum Forn-Grikkja. Þar hefur ekki verið leikið í 2000 ár. En nú á að fara að leika þar sjón- leikinn »Agamemnon« eftir gríska skáldið Aiskylos, á gamla leiksvið- inu. Ettore Romagnoli, prófessor í Padua, sjer um leik og búninga, er gerðir eru eftir myndum á göml- um kerum í safninu í Siragosa. Leiksviðið er jafngott að kalla má eftir allan þennan tíma, er það hef ur verið ónotað. fLeíðinieg misgrip. Lútzhöft, stiftsprófasturíOdense, jarðsöng 2 lík, konu og karlmann, eftir guðsþjónustu í kirkju hins heilaga Knúts konungs, 15. f. m. Bröttugötu 3. og ym. Þóra Jórvs- j En er hann hjelt líkræðuna yfir dóttir s. st. - fyrra líkinu, skjöplaðist honum ílla: j Föstumessur eru bæði í dóm- hann hjelt að sá framliðni væri K F. U.M Kl. 8V2. Fundur í U.-D. Guðm. Bjarnason og Þorv.Guðmundssori lesa upp sögur. Allir piltar, 14 — 17 ára, velkomnir. karlmaður. Hagaði hann svo máli sínu sem um dugnaðarmann væri að ræða, sem mí liefði hvílt sig frá erfiðu og löngu dagsverki og tók ekki eftir því, hve mjög líkfylgd- inni og einkum ættingjum kon- unnar fór að verða órótt undir ræðunni. Honum var berit á mis- gripin áður en hann hóf hina lík- ræðuna og varð hann þegar að biðja ættingja konunnar afsökunar. Fiskiveiðarnar við Lo- foten. Ágætur afli hefur verið við Lo- foten í vetHr. Þar eru að veiðum 700 fleiri bátar en í fyrra á sama tíma, eða alls [3373 bátar. Á þá hafa aflast 1 200 000 þorskar eða hálfri miljón fleiri en í fyrra. Yfir- leitt er aflinn jafn á bátana. Verðið er hátt, hærra en í fyrra. 26. f. m. voru gefnar 40—48 kr. fyrir 100 af hnakkakýldum þorski, 12—24 aur. fyrir pottinn af lifur. Eimlest sprengd í loft upp. Hinn 23. f. m. var hermanna- eimlest, er flytja átti fótgönguliðs- sveit frá Jalapa i Mexiftó til Litna, sprengd í loft upp af uppreistar- mönnum. Biðu þar bana 55 herinenn og eímlestarstjór- inn sjálfur. Uppreistarmenn skutu í ákafa á eimlest, er flutti ferðamenn og kom á eftir þessari, en hún fór á hraða ferð aftur á bak og tókst þannig að forða far- þegum frá líftjóni. Voðasprenging varð í Ruminelsb'urg við Berlín 26. f. m. í anilínverksmiðju; biðu 12 menn bana en 8 særðust hættulega. Grutiur var á, er síðast frjettist, að fleiri væru særðir eða iátnir undir rústunum. • Slys mikil urðu 27. f. m., — annað í Kpn- siantinopel, — þar hrundi múr ofan á menn er voru að vinnu í garði kvennabúrs soldáns; urðu 20 menn undir og biðu 5 bana en 2 meidd- ust mikið. Hitt slysið varð í Budtt- Pest; þar var verið að leggja raf- magnsbraut, en straumurinn snerti járnstöng og urðu -7 vinnumenn fyrir honum, — dóu þeir allir sam- stundis. Grímudansleikur Iðnaðarmanna verður laugardaginn 21. þ. m. Nánar síðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.