Vísir - 27.03.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 27.03.1914, Blaðsíða 1
Vísir er elsta — besta — út- breiddasta og ódýrasta dagblaðið á Islandi. Vísir er blaðið jaitt. Hann áttu að kaupa fyrst og fremst. 1 Kemur út alla daga. Sími 400. Atgr. í Austurstr. 14. kl. 1 lárd.til 8 síðd. Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. 1,80 Skrifstofa i Austurstræti 14. (uppi), ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.) opin kl. 12—3. Sími 400. Langbesti augl.staður i bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birttngu. I.O.O.F. 953279. Föstud. 27. marsí984. Biografteater Reykja.íkur í BRÚÐUB, DAUBAÍS. Þýskur sjónleikur í 2 þáttum. Aðalhlutverkiðleikur//e/z/ryPör/e/!. INNBROTSPJÓFUR 1 BRÚÐARSÆNG. Gamanmynd. JtoUB frá Sendisveinaskrifstofunni. 'Simi 444. IIy ?■ ð \VM TS i»-^ ~r~é£-—^tga- ~ •t' • —io l löS L en og ódýrust í V e i ð ar f æravei sliminni 1 ,Yerðandi.5 | Sími 28S. Hafnarstræti 18. . 1 gr--^ grr..---------------------------------------------------i;--------ft)ó "1“ v ' —%)•« -->1 '»?T •" •'•"?) * Sfkklstur fást venjulega tilhúntr a á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og ® gæði undir dórr.i almennings. -- SmmES Sími 93. — Helqi Helqason. k Verslunin HLiF J| (Greítisgöíu 26) jj| iNi er vel byrg af flesíöiium nauðsynjavörum. ev K Sfr <|| Verðið óvenju lágt. Vörurnar einkar góðar. ||> 3 Brenn: og milað ka?fi H- __ ^ Kvergi ódýrara. Óskaðlegt mönnum og húsdýrum, Söluskrifstofa: Ny Östergade 2. Köbenhavn. Palladómar. ---- Frh. Nokkuð þótti H. K. viðvanings legur á þingi, og má það vart til lýta færa, því »fár er smiður eð ; fyrsta sinn«. Á það ætti beldur að líla, að mönnum virtist sem hann langaði til að faka þátt í þingstörf- j unum, og láta eitthvert gagn að sjer verða á þingi, og væri betur, að það mætti á öllum tímum segja um alla þingmenn. Sumum þeim nýmælum hreyfði H. K., er sjálfsagt munu til nokk- urs nýt. Má þar undir telja breyt- i ing á lögum um kosningar til Al- þingis. Breyting þessi fer því frarn, að gera kosningarn3r vandaminni fyrir kjósendur almennt. Með þessari Hákonar rjettarbót er krossgerðin á kjörseðlunum úr gildi feid, en lögtekin í þess stað stimplun. Og fleira er það, sem rjettabótiri sú sýnist færa beldur í lag, enda fóru hagar hendur um hana í þinginu. Nefna mætti enn önnur nýmæli, er H. K. flutti með öðrum; en kosningarlaga nýmælið stóð bon- um í al!a staði næst, og var víst að mestu leyti lians verk í upphafi. Það er álit manna, að H. K. hafi sýnt sig í ýmsu þjóðrækinn. Og þótti eitt bera bestan vott þar um. Það var þá, er hann við 3. umr. fjárlaganna í efri deild bar fram til- lögu um 4000 kr. fjárveitingu, til þess að gefa út á þýsku Riettarstöðu íslands, eftir Einar háskólakennara Arnórsson. Þetta þjóðræknis- og þjóðmetnaðar-verk hafði ýmist lagst undir höfuð eða vafist um hendur þeim mönnum þingsins, er skyldara átti að vera það og skiljanlegra en Flákoni. Og er því fremur vert að láta þess getið honum til vegsauka og öðrum til þjenustusamlegrar eftir- breytni. Þá bar mönnum nokkuð saman um það, að H. K. mundi vera frelsisvin og framfara. Að vísu flutti hann engin stiirmæli uniþærgrein- ar þjóðmálanna, en mönnum virtist orð hans og smærri tillögur votta þetfa. Enn má greina það, að H. K. taldi sig vera sparnaðarmann á fje landsins, og því trúðu allir. Skild- ist mönnum sem hann hyggði það eina af æðstu skyldum hvers þing- mauns að vera »forstöndugur« í þjóðarbúskapinum og framfylgja því með krafti síns myndugleika, að ekki væri farið órjelega nieð lands- ins kassa, eða úr kassa þeim só- Iundað í öktunar- og agaleysi með frívilja- og fyrirhyggjuskorti. Held- ur ætti að passa þar hvern eyri, svo sem sjáaldur auga síns, nema við neglur útgiftirnar, ef þær horfðu ekki til þrifa almúga landsins, og hafa járngreipar laganna á allri heimtu á kassans inntekt. Þá mundi eðlilega svo komið innan skamms hag kassans, kistuhar.draða lands- ins, að hægt væri tír honum að bítaia eitt og annað í aðskiljan- legunr framfara-innrjettingum þjóð- arinnar, Barðstrendingum og öðr- um til gagns og gamans. Á þessum rökum og öðru fleiru | sögðu menn það reist, að H. K. vildi fella niður 500 kr. fjárveitingu til hvors þeirra, sýslumanns Barð- streninga og hreppstjórans íHergilsey, »í viðuikenningarskyni fyrir góða framgöngu við tilraun til að hefta botnvörpungo. Það liafi svo sem ekki leynt sjer, sögðu menn, að hann gæti unnað þeini yíirvöldum , fjár, frægðar og fullsælu. En hann S hafi ekki liugað þá svo aðþrengda, | að skapa niundi þeint aldurtila biðin eftir því, að eitthvað svo lítið safnað- ist í kistuhandraöa landsins, Og svo gátu menn sjer þess til, aö hjer hefði ráðið eðlilegur og reyndar lofsverður metnaður hjá Hákoni. Honum hafi þótt þessar 500 kr. til hvors þeirra »í virðirigarskyni« fyrir slíka »íramgöngu«, hálfgerðar hunds- bætur, bara af því að hjer áttu í hlut yfirvöld í kjördæmi hans. Frh. Massage-læknir Guðm. Pjetrsrsson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastfg 9. (niðri). Sími 394. Eflir Rider Haygard. . ----- Frh. »Já,« svaraði Rikki. Eklci bar á að-hin drungaíega nótt hefði nein áhrif á liann. »!-|jer rnun riddar- inn með langa natninu deya og hjer mun Svisslendingurinn deya, og munti þeir stíga niður til þess staðar, sem er kannske enn heiíari en þessi Feneyaborg. Hafa þeir þá litiar frægðarsögur að segja undangengn- um forfeðrum sínum. Við Sánkti Georg! Jeg vildi aö klukkan væri orðin níu á morgun!« »Guð!asta þú ekki, Rikki,« sagðr Hugi og brosti raunalega, »stríð er viðsjál! leikur, og enginn veit hver okkar sjer forfeðurna á morguti og hver þarf að biðja skaparann misk- unnar.« Að svo mæitu fóru þeir burtu og niður að sjónum. Voru þar stórir stöplar fram með steinstjettarbrún- j unum, er notaðir voru til að binda við hafskip, því þetta var ein af höfnum borgarinnar. Ekkert skip lá þar þetta kveld, en eitt var að koma. Stoð hópur af mönnum á bryggjunni og horfði á það. »Það er í meira lagi kynlegt hvernig þetta skip hafnar sig«, sagði Grái Rikki, »Það sigiir afturábak!« Hugi virti skipið fyrir sjer, og sá hann að.það var stór galeiða, há að fratnan og aftan en lægri ntiðskipa. Var það hafskip mikið og margróið. Undarlegt var það að enginn sást undir árum, hreyfð- ust þó árarnar aftur á bakogáfram óreglulega, og voru margar þeirra brotnar eða brákaðar. Fáein segl löfðu ennþá á ránum, flest voru þau rifin. Þó voru nokkur heil, stóð næturgoían í þati, svo skipið þokaðist áftam. Ekkert ljós var tendrað á skipi þessu og enginn há- vaði heyrðist frá því, svo sem skip- unarhróp stýrimanns og hljóðpípa bátsmanns, sem vant' er að heyrast, er stór skip hafna sig. En þó var eins og einhver ósýniieg stjórn þok. aði skipinu hægt og hægt að bryggjunni. Flestir þeirra, er á bryggjunn! stóðu, voru sjómenn, þó voru nokkr- ir borgarar sem hitinn hafði hrakið út. Tóku þeir að tala ^saman um skipið. Þeir töiuðu í hálfuin hljóð- um, og voru auðsjáanlega óttaslegn- ir, enda var eíns og nóttin væri þrungin ótta, og einhver skelfing vofði yfir. Jafnvel þessir grimm- úðugu sjómenn voru nú veikróma og skelkaðir eins og konur. »Þetta er ekkert skip«, sagði einn. »Þetta er skipsdraugur. Þegar jeg var unglingur, sá jeg slíkan draug í Indlandshafi, og litlu síðar fórst skipið, sem jeg var á, og drukknuðu allir, nema jeg og mat- sveinnintr.«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.