Vísir - 29.03.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 29.03.1914, Blaðsíða 1
Kemur út alla daga. Sími 400. Afgr. í Austurstr. 14, kl. 1 lárd.tii 8 síðd. Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. 1,80 ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.). Skrifstofa í Austurstrætil4, (uppi), opin kl. 12—3. Sími 400. Langbesti augl.staður í bæmtm. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtlngu. ■Sunnud. 29. mars 1914. Háflóð kl. 6,42‘ árd. og.kl. 5,58‘ síðd. y A morgun: Pótáœtlun: Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Austanpóstur kemur. Ifkkistur fást venjuiega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og t3 gæði undir dómi almeunings.—• Sími 03. — Helgi Helgason. Biografteater jj ' ' Reykjavíku r OIO Hinnsta æfíkvGldið, Sjónleikur í 2 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Mlle Polaire, París. Bestur hinna þriggja. Vitagraph gamanleikur. Stioam við Bergstaðastræti og Grundarstíg : Samkofna í kveld kl.?'61|2. Allir velkomnir. D. Ösílund. í Betel snnnudaginn 29. mars kl. 6V2 síðd. • Efni: Sáftmáii góðrar sam- visku við Guð. Hvenœr og hvernig á að gera hann, svo hann sje samkvœmt skip- un Drottins? Allir velkomnir. O J. Olsen. Trúlofiinar- hringa smíðar BjörnSímonarson. Vallarstr.4.Símil53 . ( R B & N U M 8 Fríkirkjumessan er kl. 5 í kveld, en ekki kl. 6. Hafnargarðurinn er kominn út í Effersey og má nú ganga þangað þurrum fótum, svo með há- flóði sem fjöru. Sjálfstæðisfjelagsfundur var haldinn í fyrra kveld í húsi K. F. U. M. Umræðu efni var: Hvað skilur? (Stjórnmálastefn- urnar í landinu). Um það töluðú Bjarni Jóns- son frá Vogi, Sv. Björnsson málfærslumaður, Sigurður Jóns- son kennari og Jakob Möller. Framfjelagsfundur var hald- inn í gærkveldi í Templarahúsinu. Umræðuefni: Alþingiskosningar. þar talaði Gúðm. Björnsson landlæknir, úm hvérs vegna hann styddi framboð þéirra Jónanna hjer i bænum til þingménnsku. Auk þess töluðu þingmannaefni Sambandsflokksins. Jón Magnús- son bæarfógeti aöallega um ríkis- Kvennfjela^ið „Hring’urinn leikur tvo gamanleika þriðjud. 31. mars og miðv.d, 1. apríl (Sjá nánar á götuauglýsingunum.) Ágóðinn rennur til fátækra berklaveikra sjúklinga í Reykjavík. Kvöldskemmfun. Sökum þess hve marglr urðu frá að hverfa í gærkveldi, verður skemmtunin í K. F. U. M. endurtekin í kvðld kl. 6 í sama augna- miði. — Inngangur kostar 0.25 fyrir alla. Aðgöngumiðar seldir í K. F. U. M. ráðssetu-ákvæðið og Jón þor- láksson verkfræðingur um nauð- syri járnbrautar hjer á Suður- landi. Hrafnkell. IH frá útlönoomI^s Elfsabet Rúmenfudrottning, skálddrottningin »Carmen Sylva«, lagði á yngri árunum mikla stund á að læra söng og varði til þess miklum tíma. Hjá því gat ekki farið, að hún fengi nóg af fagurgala og smjaðuryrðum fyrir söng sinn, eins og vani er að hlaða á konung- borið fólk. Allir kepptust við að fullvissa hana um, að hún syngi eins og engill og yröi stórfræg fyrir rödd sína. Drottningu þótti nú lofsyrði þessi mikið þægileg áheyrnar, en bún vildi ekki byggja mikið á þeim. »Jeg er hrædd um, að þeir hrósi fretnur drotthingunni en söngkonunni,* sagði hún. »En sannleikanum verð jeg að komast að.« Svo fór hún einn góðan veður- dag Iátlaust búin, alein síns liðs og Ijet ekki nafns síns getið, til frakk- neska söngfræðisprófessorsins Du- manois, er þá var staddur í Bukarest. Hún bað hann að reyna hljóð sín og sönghæfileika. Prófessorinn gerði það með mik- illi samviskusemi, ljet drottninguna syngja tónstigann fyrst, svo Ijóðlag og því næst »aríu« úr söngleik. Að því loknu mælti hann: »Rödd, sem svo er nefnt, hafið þjer ekki. En þjer syngið með tilfinningu, beitið laglega þessum Iitlu hljóðum, sem þjer hafið og farið vel með orð. Jeg skal gjarnan takast á hendur að kenna yður að syngja fyrir söng- leikahús, — en, satt að segja yður, skortir yður fegurð í sjón til þess að yður farnist þar vel, þótt hljóðin væru nóg.« Drottningin þakkaði prófessornum hreinskilnina, galt honum ríkulega ómakið, rjetti honum nafnseðil sinn og kvaddi hann. Síðan hefur drottningin ekki sungið nema sjálfri sjer til afþrey- ingar, en aldrei í viðurvist annara. Fimm börn brenna inni. í Ploderberg í Steiermark kveiktu 6 börn í húsi. Þau voru alein inni og voru aö leika sjer að eldspýt- um. Fyrst hljóp eldurinn í glugga- tjöldin og læsti sig síðan um alla stofuna. Eftir mikla þraut tókst að slökkva eldinn, en aðeins eitt, hið elsta þeirra, 7 ára gamall dreng- ur náðist lifandi. Hin 5 börnin voru köfnuð f reyk og brunnin til bana. Siærstu kirkjur f heími. Að tumhæð til eru þýsku kirkj- urnar stærstar. Dómkirkjan i Ulm hefur 162 stikna háan turn, dóm- kirkjan í Köln 156 st., Mikkaels- kirkjan í Hamborg 150 st., og klausturkirkjan í Strassburg 142 st. Eru það langhæstu kirkjuturnar í Norðurálfu. En sjeu kirkjurnar mældar eftir rúmi eða höfðatölu þeirra, er þær taka, verður annaö uppi á teningnum. Þá verður Pjet- urskirkjan í Rómi stærst, enda er hún mest kirkja í heimi. Hún tekur alls full 54 000 manns. Næst henni er dómkirkjan í Mailand, er tekur 37 000 manns og Pálskirkjan í Rómi er tekur 36 000. Dómkirkjan í Köln tekur 30000, Pálskirkjan í London 25 000, Petroníus-kirkjan í Bologna, 25 000, Jóhannesarkirkjan í Rómi 23 000, dómkirkja Stefáns píslarvotts í Vínarborg 12 000, dómkirkjan í Písa 12000, Dominikuskirkjan í Bologna 11500, Frúarkirkjan í Múnchen 11 000 og Markúsarkirkj- an í Feneyaborg 7 000. — Til samanburðar má geta þess, að dóm- kirkjan í Reykjavík tekur aðeins 800—1 000 manns. Leikfjelag Reykjavikur. Augu ástarinnar. síðastasinni sunnud 29. mars kl. 8 síðd. Aðgöngumiða má panta í bóka- verslun ísafoldar. seudxsvjevua frá Sendisveinaskrifstofunni *Sími 444. Finnska þingið hefur mótmælt í einu hljóði gerræði Rússastjórnar og gengist fyrir áskor- un meðal allra borgara Finna, að mótmæla því, að rússneska verði gerð að dóms- og skóla-máli á Finn- landi. Garðyrkja. Eftir Ketil. 1. Góðviðrið þessa dagana minnir menn á, að nú sje kominn tími til að hugsa um blómin og nytja- jurtirnar, sem eiga að vera manni til ánægju og gagns í sumar. — Sumarið er stutt hjá okkur' og þá kemur sjer vel að geta lengt það dálítið eða gróðurtímann; þetta er ekki hægt að haustinu, en á vorin má það takast með vermireitum. Vermireitina þarf að útbúa í aprí! og sá í þá seint í þeim mánuði eða í byrjun maí. Leiðbeimingar um fyrirkomulag vermireita má lesa í síðasta árgangi Búnaðarritsins. Vand inn er ekki mikill að .búa þá til og hirða um þá; í byrjun er það framkvæmdarsemin, sem mest ei undirkomið, og síðan, við hirðing þeirra, hugsunarsemin. Dálítinn kostnað hafa vermireit- irnir í för með sjer í byrjun, ekki verður hjá því komist, en mikill þarf hann ekki að vera.1 í kassana má hafa óvönduð borð og hiaöa svo utan að þeim grasrót, getur það bæði orðið skjólgott og fallegt. Yfir reitina þarf glugga, má vel nota til þess ytri glugga af liúsum eða aukaglugga, sem víða eru til, en þá þarf breidd kassans að svara til hæðar glugganna. Niður í botninn á reitnum er grafin dálítil gryfja og í hana látið ýmislegt rusl, sem hiti hleypur í,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.