Vísir - 29.03.1914, Blaðsíða 2
VI SIR
hrossataö, þang, heyrusl og deigur
nálmur. Allt| er þetta iagt í smá-
lögum, hvað innan urn annað og
stðan eftír að hiti er kominn í þaó,
er látið moldarlag þar ofan á, má
það varla þynnra vera en 8 þuml.
Þegar moldin er orðin hlý í
reitnum, er farið að sá í hann fræi
af ýmsum matjurtum og blóm-
piönturn.
Rjett er að sá nokkru af gul-
rófnafrcá í vermireit, til þess að
fá þær fyr á borðið að sumrinu.
Þá má ekki gleyma grœnkálinu,
það er ein hirt holiasta og nær-
ingarmesta matjuri, sent við getum
ræktað, og það sprettur vel, jafn-
vel þó því sje sáð á bersvæði á
líkan hátt og gulróíum, en það
kemur fyr til, ef því er sáð í vermi-
reit og flutt svo þaðan út i garðinn
í júní byrjun,
Ýmsum fleiri káltegundum þarf
að sá í vermireit, svo sem blöðru-
káli (savoy-kál) og loppkáli (spids-
kál). Þær tegundir gefa góð höfuð
í súpu með nýa kjötinu í septem-
ber og október. En ekki fá þessar
tegundir viðunandi stærð, ef til
þeirra er sáð á bersvæði.
Blómkálinu má ekki gleyma og
heldur ekki rauðkáli og hvítkáli.
Þær þrjá káltegundir þarfnast sjer-
staklega góðs undirbúnings að vor-
inu. Þeim er sáð í vermireit í
apríl og síðan eru þær fluttar út
í garðinn í júní. Blómkálið gefur þá
höfuð í ágúst og hinar tvær teg-
undirnar gefa höfuð í september,
ef sumarið veröur gott, en þá þarf
þaö að verða betra en í fyrra, enda
vonum við öll að það verði svo.
Allar þessar káltegundir þurfa góð-
an og áburðarmikinn jarðveg og
sói og hita og skjól.
Til þess nú að hjálpa þessum
káltegundum enn þá betur á veg
er ráðið það, að sá þeim nú í
lok mars í jurtapotta eða smá kassa
inni, ala smáplönturnar þar upp í
góðu eftirlæti, láta þær fá næga
birtu og vafn og hæfilegan hita, og
þetta er hægt að veita þeim inni í
stofugluggunum. Setja svo þessar
plöntur út í vermireit í byrjun maí,
planta þeim þar til bráðabirgða
með 3 — 4 þuml. millibili; láta
þær svo þróast þar fram í júní-
byrjun og færa þær þá út í garð-
inn. Þá eru þær orðnar að þrifa-
vænlegum plöntum og þær munu
bæta í búið, þegar fram á sumarið
líður.
Nú er tíminn kominn til að sá
ýmsum biómplöntum inni á svip-
aðan hátt og þessum þremur kál-
tegundum, og má síðan að miklu
leyti iiaga ræktun þeirra eins. Þær
blómjurtir, sem .nú er kominn tími
til að sá, eru þessar: Stjúpablóm,
levköj, asters, reseda, ilmbaunir,
tropaeolum og ýmsar fleiri.
Sumarið 1914 á að verða merkis-
sumar fyrir Reykjavíkurbæ. Þá á
hann að verða miklu biómlegri,
en hann hefur nokkurntíma áður
verið. Bíómgarðarnir hafa líka allt-
af verið að fjölga hin síöari árin,
og von er um að þeim fjölgi drjúg-
um enn, úr því einu sinni er kom-
inn skriður á.
Næstu dagarnir eiga að vera sán-
ingardagar.
OLSENS NAUTICAL ALMANAC 1914
(kostar 1 kr.),
sem er alveg ómissandi eign fyrir útgerðarmenn og sjómenn, fæst alltaf í
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Á 25 AURA
fást falleg p o s t u I í n s-b o 11 a p ö r í
VERSLUN JONS ÞORÐARSONAR.
Strandferðirnar.
Gufuskipið »Ask< fer fyrstu strandferðina
kring um landið og leggur af stað frá Reykja-
vík 15. apríl.
Skipstjóri verður Guðmundur, Kristjáns-
son.
Afgreiðslumaður í Reykjavfk er Björn
Guðmundsson, kaupmaður.
A. V. TULINIUS
(eftir umboði).
m
Atvinnu við mjaltir
getur ein stúlka fengið í Viöey.
Upplýsingar í
EAUPASÖI
lT.Ta./
Verslunin HLIF
(Grettisgötu 26)
er vel byrg af flesföllum nauösynjavörum.
Verðið óvenju lágt. Vörurnar einkar góðar.
Brennt og malað kaffi
hvergi ódýrara.
—----------------
Fisksölumálið.
Það er leiðinlegt verk að ieggja
sig niður við að svara slíkri vit-
leysu og þvætting, sem staðið hef-
ur í »Morgunblaðinu« um það
mál undanfarið, en með því að
umrætt blað virðist að vera einn
meðlimur í þeim stórflónahóp, sem
skipar sjer um þar fram kornnar
skoðanir á því (málinu) og með
því að enn kunna að vera hjer til
nokkrir flciri fáráðlingar, sem síðar
kynnu að láta Ieiða sig í þenaan
hóp, þá virðist vera beint gustuka-
verk, að gefa þessum lýð nokkrar
bendingar í málinu, setn vonandi
koma honum á rjettan kjöl aftur.
Blaðið talar um *einkaleyfi til að
hafa hjer fisksölu á hendi*. En
það er aðeins um það að rseða, að
bærinn leigi manni lóðarblett, til
þess að byggja á honum frysti- og
fisksöluhús. Veit ekki blaðið að
hjer eru að minnsta kosti 2 íshús
fyrir, sem undanfarið hafa fryst og
selt fisk? Veit ekki blaðið að hjer
eru 15—20 fisksalar, að þeim manni
fráteknum, sem sækir um umrædda
lóð? Og veit ekki blaftið ennfrem-
ur, að hjer'er alls' ekki^um það að
ræða, að banna öðrum tshúsum og
-----i'*.i I - i.il lj ■ 'UJI H. »i.'-
fisksölum, aö selja sinn fisk hjer
eftir sem áðtir? — — Nei, auð-
vitað veit blaðið ekki neitt um hvaö
það er að fara með.
Jeg hef hjer fyrir framan mig
143. tbl. Morgunbiaðsins. Þar er
áskorun frá nokkrum mönnum til
bæarstjórnarinnar hjer þess efnis,
að húu neyði einhvcrn einstakann
mann til þess að selja bæarbúum
fisk framvegis fyrir 2—5 aura pund-
ið, að lúðu undanskilinni, sem þeir
vilja gefa 12 aura fyrir. En takist
þetta ekki, þá vilja þessir vesalings
menn að bæarstjórnin sjálf sjái þeini
fyrir fiski með þessu verði um
mikinn meiri hluta þess tíma á
ári hverju, sem hjer fer fram nokk-
ur sala á nýum fiski. Ca. x|6 hluta
fisksölutímans vilja þeir þó borga
dálítið rneira.
Þessi áskorun er svo aurakvunar-
lega vitfirringsleg, að óþarft virðist
að fara um hana mörgum orðum.
Jeg skai aðeins geta þess, að fryst
iúða er keypt og seld á 17 aura
pr. pd. til útflutnings. Upsa vilja
þessir menn láta 'bæarstjórnina út-
vega sjer á 2 aura pundið! Það
mun vera ríflega ílagt að áætla 1200
pd. af nýum óslægöum upsa f skpd.
af honum þurrum, en fást fyrir
hann kr. 48 hjer pr. 9kp. til út-
flutnings, cn umrett 2 aura verð
yrði kr. 24 pr. skpd. að viðbættum
ca, 6 kr. fyrir salt og verkun, sera
er ríflega áæilaö þegar notað er
skrápsalt* eins og venja er til.
Jeg hugsa, aö bæarstjornina langi
ekki til þess að byggja dýrt hús
og taka aft sjer aö selja bæarbúum
fisk, þar sem hún hefði 2 íshús og
15—20 fisksala fyrir keppinauta,
jafnvel þó hún hefði óbundnar hend-
ur til þess að seija hann svolítið dýr-
ari en fyr um getur! Svo hef jeg
ekki tekið hjer með utanbæarmenn,
sem selja hjer nýan fisk.
Hrifsaði bæarstjórnin aftur á móti
undir sig einkasölu á fiski hjer í
bænum, þá væri það virkilega sú
hættulegasta braut, sem málið gæti
komist inn á, bæði fyrir bæarstjórn-
ina og þó einkum bæarbúa yilrleitt.
Meiri hluti þess fiskjar, sem bærinn
brúkar, er fenginn hjá útlendum
skipum, frönskum, þýskum og ensk-
um. Nú skulum vjer gjöra ráð
fyrir, að bæarstjórnin sje búin aö
að taka undir sig einkasölu á fiski
og umboðsmaður hennar kominn
um borð, til að kaupa fisk, ásamt
mörgurn keppinautum, — þvf ekki
er hægt að banna mönnum að kaupa
fisk og það er hægt að hafa . upp
úr honum á annan hátt en selja
hann i bænum, eins og jeg hef
áður bent á. —
Nú skyldi vilja svo ílla til, að ein-
hverjir af keppinauttmum væru
betur fleygir í málunum, en um-
boðsmaöur bæarstjómarinnar og
þeir væru búnir að kaupa fiskinn,
áður hann varði, og yröi hann
svo að kaupa jfiskinn af þessum
tnilliliðum aftur, eða bærínn að
vera fisklaus. Skyldt þetta reynast
heillaríkt til þess, aö gera þessa
vöru ódýrari ? Annars gæti svo
farið, að bæarstjómin yrði iðulega
að kaupa af milliliðum, bæöi á
þann hátt, sem jeg hef bent
; á og með því að keppinaut-