Vísir - 04.04.1914, Side 2
OLSENS NAUTICAL ALMANAC 1914
(kostar 1 kr.),
scm cr alveg ómissctndi eign fyrir útgeröarmenn og sjómenn, fæst alltaf í
Sophie Christiane Thorsteinson.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Fædd 14. janúar 1839,
Dáin 21. mars 1914.
Við húskveðju 4, apríl 1914.
Kveðja.
H eyr angurmál hörpunnar: hún er skllin við,
in hugljúfa’ er farin. —
Sem englarnir góðu hún gekk með ljós og frlð
um garð sinn og arin,
Hjer fór hún um blómin sín mjúkum móðurhöndum —
sem morgunblær vorsins frá árljómans ströndum,
— Ó, hljóðvana húm ! — Hún dó, — hún dó sem ljós,
Á blíðtónum sál hennar lyfta vögguljóð.
að ljósvakans brunni,
er harmkveðjan síðasta bifar brjóstin hljóð,
frá barnanna munni:
Sof, elskaða móðir, í ættargrafreit þínum
hjá eilífðarblómum í heiðljóma sínum,
uns vekur þig vor, — guðs vor, — þitt vonar-vor!
Sem ljóðkveðja guðs yfir hjartans hljómgrunn leið
þín hugmilda blíða,
og vorfegurð elskunnar vafði sjerhvern meið
þín viðkvæmnin þýða.—
Hver dagurinn varð okkur hlýr hjá henni mömmu,
og heimurinn ljósbros að knjám hennar ömmu.
— Nú sveipar þig ró, guðs ró,— ó, sofðu’ í ró!
m
l
-av'
Skófatnaður allskonar
og
karlmannsfatnaðir
og!
drengjaföt af öllum
stærðum, þar á meðal fermingarföf, eru
• 0 * A * •
m\fuo oa^tatv
í
KAU PANG I,
en annarsstaðar.
Gæðin vita allir um, sem rcynt hafa.
Hið eilífa vanangur bak við himinbrú
þín bíður í ljóma,
og djúpstiltir, fagrir sem barnsins bjarta trú
þjer brúðsöngvar óma.
Guðs himneska páskasól stígur dýrðar-dansinn,
er dagroðinn sveigir að brá þinni kransinn.
Líð, blómsálin blíð, við hreim — til guðs þíns heim!
Guðm. Guðmundsson.
sUÆvr aj fcáAasaam o$ feátatóm
m^tom\5 \
Y eiðarfæraversL ,Y erðandi.4
f»s« f Kaupangi.
Verð: pd. 48 au.
Gott íslenskt smjör
fæst í Kaupangi.
Verð: pd. 95 au.
„The Times“ á penny.
það hefur vakið afarmikla eftir-
tekt um allt England,og jafnvel víö-
ar, að verð Lundúnablaðsins „ The
7imes“ hefur verið fært úr 2 pence
niður í 1 penny (71/, eyri).
Times kostaði um Iangan ald-
ur 3 pence og í fyrri daga jafn-
vel 6 pence eða meira. í fyrra var
verðið fært niður í 2 pence og
nú í 1 penny, eins og áður
segir.
Sala blaðsins hefur þegar auk-
ist um helming og hafa þó hvergi
nærri allir getað fengið blaðið,
sem um það hafa beðið, því
prentun þess er til muna vand-
aðri en annara blaða og þar af
leiðandi seinlegri.
Times er álitið merkasta og
ábyggilegasta blað heimsins. Frá-
sagnir þess verða ekki vefengd-
ar. „það hlýtur að vera rjett,
þyí jeg las það í Tímesa, heyrist
oft.
Dr. Woodrow Wilson forseti
Bandaríkjanna, hefur sagt: „Til
þess að vita hvað gerist í heim-
inum, les jeg Lundúnablaðið
Times.
íslensk mál í dönskum
hlöðum.
„Stubbeköbing Avis“ 10. f. m.
birtir frásögn af fyrirlestri, errit-
höfundurinn AageMeyer Benedict-
sen hefur haldið í Bogö nýlega.
Fyrirlesturinn nefndi hann „ís-
land-Danmark“. Rakti hann þar
sögu vora og virðist í flestum
verulegum atriðum hafa skýrt rjett
frá og óvilhallt að mestu. Lýsti
hann átakanlega einokunarveldi
Dana hjer á landi, og enn þykir
honum skorta á,að Danir sýni skiln-
ingsviðleitni og velvild í vorn garð,
t. d. vítir hann það, að engin
kveðja hafi komið frá Dan-
mörku eða Dönum til íslendinga
á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar,
— nema frá konungi einum.
Áherslu lagði ræðismaður á kelt-
neskan uppruna íslendinga og
keltnesk áhrif á fornbókmenntir
vorar. Fyrirlesarinn er lærður
vel, skáld gott og að nokkru leyti
af íslensku bergi brotinn.
— í „Extrabladet* 11. og 13.
f. m. hafa staðið greinar, þar sem
Sími 288. Hafnarstræti 18.
að á Laugavegi 19 fæst allskonar álnavara, prjónies og
I
tilbúinn fafnaður, svo sem: Karlmannsföt, Frakkar,
Skyrtur, Hálslín, Slaufur, Morgunkjólar, Kvenn-
skyrtur, Sokkar, Slifsi o. fl. o. fl-
JUft myaa undu vatvale^u
stungið er upp á og rætt um, að
Danirfæri að flytja sig tilíslands og
taka sjer hjer bólfestu, til þess að
græða á kvikfjárrækt og jarðyrkju.
þó virðast Danir eigi á eitt sáttir um,
hvort för sú myndi borga sig, en
fleiri virðast þó á því. Geraþeir
sjer von um, að járnbraudn milli
Rvíkur og Rangárvallasýslu greiði
Dönum veg að auðsuppsprettum
landsins, verði þeim þá ljettara
að leggja landið undir sig og nota
fossaaflið, er ella lendi í höndum
annara útlendinga. Blaðið hefur
efdr ungum Jóta,búsettum á íslandi
i 10 ár, að landbúnaður hjer eigi i
framtíð fyrir sjer, en annar dansk-
ur bóndi, er dvalið hefur 10 ár
á íslandi, er andstæðrar skoðunar.
— Enn eru Danir að stagast á
því í blöðum sínum, að járnbrautin
fyrirhugaða á íslandi verði ódýr-
asta járnbraut í heimi, og er fátt
í þeim greinum af visku eða skiln-
ingi skrifað.
— Berlinske Tid. geta sjálf-
kjörnu þingmannanna íslenskuog
tekur fram að 3 þeirra sjeu skiln-
aðarmenn, nafngreinir blaðið þá
Skúla Thoroddsen og Benedikt
Sveinsson í þeim flokki, en hinn
I 3. ekki.