Vísir - 06.04.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 06.04.1914, Blaðsíða 4
»'Jeg' sje" þaö á þjer, að þjer dettur eitthvaö í hug, sem þú hefur heyrt fyrir löngu síðan,« sagði maö- urinn. »Líttu á mig og segðu mjer, hver jeg er.« Hugi leit á hann og hristi höf- uðið. »Jeg hef aldrei sjeð yður fyr og aldrei neinn, sem líkist yður.« »Nei, þú hefur aldrei sjeð mig fyr. Þó hef jeg verið nálægt þjer tvisvar eða þrisvar. En, gerðu svo vel, að líta á mig aftur.« Hugi gerði,sem honum var boðið, og sá hann þá fjölda af dúfum yfir höfði mannsins. Tvær raðir af dúf- um upp frá öxlum hans, aðra hvfta, hina svarta. Raðirnar voru svo langar, að þær hurfu lengst úti í loftinu og heyrð- ist af þeim vængjaþytur mikill. Hugi skildi loks til fulls frammi fyrir hverjum hann stóð, og í fyrsta sinn á æfi sinni fjell hann á hnje fyrir manni, eða rjettara sagt veru þeirri, er bar manns mynd. »Nafn yðar er Mfjrgúr^ hlið'him- insins,* sagði hann. »Þjer eruð Murgur hinn mikli, sá er sjera Arn- aldur sá í hofinu á landinu Cathay. Eru járndrekar hallarverðir yðar. Mörg hlið eru á hofinu, en í for- garðinum er vatnsþró.* »Já,« svaraði Murgur með þrum- andi rödd, »jeg er Murgur, Hlið himnanna, Leiðin til guðanna. Þú hefur hætt iífi þínu til að verja Murg, og laun þín er vinátta hans. Menn hyggja hann óvin sinn, cn vita skaltu, að Murgur er vinur alls mannkynsins. Frh. Drengja- fermingarföt ódýrust og best í Kaupangi. ffl M hættir Ú T S A L A N f Sápuhúsinu, AUSTURSTRÆTI 17., og Sápubúðinni, LAUOAVEGI 40. Gjörið kaup yðar þessa daga. jUU vexBur seU ajav ó6j^r\\ mmm m Fósturjörðin” er það blað, sem allir alþýðumenn ættu sín vegna að styðja og lesa. Hún er engum háð, nema sinni eigin óbreytanlegu, þjóðlegu vel- ferðarstefnu. Hún vill hefja alþýðuna og hvetja hana til hugsunar og afskifta um hagi sína, — um almenn mál, — svo að hún geti notið rjettar síns í landinu. Hún vill auka vald (jafnræði og jafnrjetti) alþýðunnar, ogjafn- framt takmarka hið ábyrgðarlausa sjálfræði valdhafanna í löggjafar- og fjármálum þjóðarinnar. Og hún vill (með aðstoð laganna) gera nauðsynjastörfin (og einkum framleiðslustörfin) lífvænleg og eftirsóknarverð. -- Og ótal margt fleira vill hún gera þjóðfjelaginu til hamingju. — Já allt, sem unnt er. Kynnist því þessu blaði, þjer alþýðumenn og konur, og gerist kaupendur þess. — það er skylda yðar gagnvart afkomendum yðar og þjóðfjelaginu. Blaðið er til sölu á 4 stöðum í bænum: Njálsgötu 22. — Laugaveg 63. — Laugaveg 12. — og í Nýju versluninni í Vallarstræti. Drengjaföi Drengjafrakkar nýkomnir í stóru úrvali, Brauns verslun. Aðalsft'æti 0. J PASKAHVBlTIfi besta og aörar nauðsynjavörur til hátíðarinnar mun nú, eins og fyr, heppilegast að kaupa hjá Jes Zimsen Stör afsláttur af öllum fyrirliggjandi tegundum af VeggföðH og Gólfdúkum verður gefinn til páska, til þess að rýma til fyrir nýu vörunnm, Stm eru á leiðinni. Afgangar og bútar langt undlr verði. Nýkomin með »Ceres« iivít gardinutau, sem seljast rnjög ódýrt. Jónatan Þorsteinsson. l I Silkibúðina í Bankastræti 14 eru nýkomnar margar vörur, t. d. ljómandi fallegir silkiboröar og silkitau, hvít Ijerept, flónel, gardinu- tau, kjólatau, svuntutau, flauel með ýmsum litum, kjólaleggingar og margt fleira, allt vandað 02 fallegt. það borgar sig að skoða þar vörurnar, áður en fest eru kaup annars staðar. I Utgdandi: Einar Gunnarsson cand. phil, — O.tlunds-prentamiðjr, The British Dominions General insurance Go, Ltd, London, (með kr. 7,280,000) vátryggir ódýrast gegn eldi hús, vörur og innbú. Urnboösmaður íjelagsins á úlandi; Garðar Gíslason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.