Vísir - 13.04.1914, Side 3

Vísir - 13.04.1914, Side 3
VÍSIR Greitíjárrækt. Þaö er furða, hvað lítið er rætt eða ritað um geitfjárrækt. Mikið er farið að hugsa um kynbætur á fje, og nokkuð á kúm og hestum, en geiturnar, sem að líkindum munu vera arðvænlegustu, og jafnvel nauð- synlegustu húsdýrin, þær eru látnar vera afskiftalausar, og þekkjast ekki í sumum hjeruðum landsins. En þetta má ekki svo til ganga; það þarf að gefa þeim gaum og fjölga þeim í landinu. Þær ættu að vera til á hverju heimili. Það væri gott, ef þeir, sem eiga geitur, skrifuðu einstaka sinnum í búnaðarritin eða önnur blöð um arðsemi þeirra og gæfu skýrslu um, hvað þær mjólka og hvað fóðrið þeirra kostar; þá færu fleiri að veita þeim eftirtekt. Helst er það í Þingeyarsýslu, að töluvert er hugsað um geitur og víða eru þær til, en lítið held jeg að sje hugsað um kynbætur á þeim, og þaðan af minna um, hvaða fóður þær þurfa að hafa á vetrum, til þess að þær mjólki vel. Jeg vissi til, að einn bóndi þar athugaði eitt ár, hvað þær gæfu af sjer, og þær mjólkuðu jafnaðarlega 350 potta, og átu 500 pd. af út- heyi um árið. Ef maður svo reiknar mjólkina á 12 aura pott- inn, þá gerir það 42 kr., og ef maður reiknar heyið á 2 aura pundið, þá eru það 10 kr. Þarna eru þá 32 kr. í ágóða, og svo er þó kiðlingurinn nokkurs virði, og hugsa jeg, að hann sje nógur til að borga fyrirhöfnina, því fyrir- höfnin er lítil á geitum. Þær eru mjög reglusamar, og koma vana- lega heim á rjettum tíma til að láta mjólka sig, og má þá mjólka þær úti, því eng*r skepnur eru ’afn gæfar.*) Jeg kom á bæ í Þingeyarsýslu seint í ágústmánuði í fyrra sumar, þar voru til 6 geitur mjólkandi, og höfðu þær mjólkað 10 pt. á dag frá fráfærum tíl þess tíma. Þegar maður lítur á það, hvað geitur mjólka mikið, í samanburði við, hvað fóður þeirra kostar, þá má líka líta á það, að mjólkin úr þeim er sú hollasta og næringar- mesta mjólk, sem hægt er að fá, og er sjerstaklega nauðsynleg, þar sem börn eru og veikbygt fólk. Það er engiun efi á því, að geitur geta mjólkað meira en þær gjöra, ef þeim er sómi sýndur. Þær þurfa að hafa sem breytilegast fóður, góð hús og litla eða enga útbeit á vetrum. Fóðurrófur kostar lítið að rækta, og það er þeirra uppáhalds- matur, og af þeim mjólka þær vel, sömuleiðis er kál og kartöflur gott, og margt fleira er hægt að rækta handa þeim. Þær eru ekki mat- vandar, en þurfa að hafa sem breytilegast fóður. Það er líka góður kostur viö þær, að þær eru svo hraustar, aö það ketnur varla fyrir, að þær fái nokk- . * Eftir að jeg skrifaði þetta, hef Je&' frjett, að bóndinn hafi skorið u°dan geitunum strax eftir burð, og f.r Þá mjólkin reiknuð fyrir allan hmann OLSENS NAUTICAL ALMANAC 1914 (kostar 1 kr.), sem er alveg ómissandi eign fyrir útgerðarmenn og sjómenn, fæst alltaf í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. The British Dominions Generai InsuranGe Go„ Ltd., London, (með lcr. 7,280,000) . . -:a vaíryggir ódýrast gegn eidi hús, vörur og innbú. Umboðsmaður fjelagsins á íslandi; Garðar Gíslason. Vjelstjórar. Hjer með eru allir meðlimir vjelstjórafjelagsins „Eimur“ vinsam- lega beðnir að greiða ógoldin gjöld sín til undirritaðs fyrir 14. maí þ- á. Gjöldunum veitt móttaka á Skólavörðustíg 42 daglega. Reykjavík 6. apríl 1914. Sigurjón Kristjánsson, gjaldkeri. *€p8 mm 1 3 18 É 1 s Skof3.íriB.Olir allskonar og karlmannafatnaðir mi rm Og drengjaföt ar suom 1 stærbum, þar á meðal fermingarföt, eru || m\W\8 6&\\vaú í ísís m m! KAUPANGI en annarsstaðar. m í Gæðin vita allir um, sem reynt hafa. m m SJ ^kbbi W. * Kaupið aðeins íslenska niðursuðuvörur hjá kaupmönnum yðar, því það vitið þið, að þser eru góðar og gerðar úr besta efni. [Er það ekki hjákátlegt að kaupa innlendan mat (kjöt og fisk) frá útlöndum.] 5í\8tt*s\Mta\)exfosm\8\at\ ------..................—--------- ..w........—--------------... ....— Óskaðlegt mönnum og húsdýrum Söluskrifstofa; Ny Östergade 2 Köbenhavn. i ur veikindi, sem þó öðrum skepn- j um er mjög hætt við, sjerstaklega j kúm. Þýskur dýralæknir, sem hafði það verk á hendi í mörg ár, að skoða kjöt í sláturhúsum, segir, að 9 af hverjum 10 kúm sjeu meira og minna berklaveikar, en aldrei hafi ; hann fundið nokkurn sjúkdómsvott í geitakjöti. Enda segir hann, að bannað sje að brúka kúamjólk nema soðna, en ráðlagt að brúka geita- mjólk, sjerstaklega handa börnum og sjúklingum; hún sje að næring- argildi hjeruinbil sama og kúarjómi. Nl. M, Magnús. læknir og sjerfræðingur í húðsjúkdómum. Heima kl. 11 — 1 og 6*|2—8. Sírni 410. Kirkjustræti 12. *a\x8slúli&\a. Eftir Rider Haggard. ---- Frh. »Herra Murgur«, sagði Hugi, og gekk til hans, »látið okkur Gráa- Rikka fara fyrir upp götu þessa, því hún mun ekki með öllu ör- ugg umferðar. Þóttumst við þar verða varir við íllmenni áðan; eins og þjer vitið er mönnum laus hend- in hjer í Feneyum.* »Jeg þakka yður viðvörunina, herra Hugi«, svaraði Murgur, og sýndist Huga augu hans glotta und- ir silki-hettunni. Vissi hann, að Murgur glotti að viðvöruninni, sá hann nú líka, er hann minntist þess, sem á undan var gengið, að hún var óþörf. , »Hætta mun jegáþað! Og skul- uð þjer ganga á eftir mjer,« bætti Murgur við, og var rödd hans al- varleg og bjóðandi. Ljetu þeir hann ráða, og hjeldu af stað upp götuna kippkorn á eftir honum. Gatan var svo mjó að tunglið náði elcki að skína þar, og var koldimmt. Heyrðu þeir að blás- ið var í hljóðpípu, er þeir gengu inn í myrkrið, en urðu einskis ann- ars varir, fyr en þeir voru hjer um bil komnir hálfa leið. Hlupu þa skyndilega að þeim fimm eða sex menn, er verið hðfðu í launsátri milli húsa, þar sem dimmast var. Voru þeir allir grímuklæddir og blikaði á rýtinga í höndum þeirra. Tveir rjeðust á Murg en hinir reyndu að komast fram hjá honum að þeim Huga. En eitthvaö kom þá fyrir, er stöðvaði þá. Þeir Hugi sáu aðeins að Murgur rjetti upp hendina, fjellu þá hnífarnir úr hönd- um morðvarganna, og þeir hrökkl-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.