Vísir - 16.04.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 16.04.1914, Blaðsíða 3
VÍSIR úti, en var búist við-. þeim heim á hverri stundinni. Að lítilli stundu liðinni fengum við nokkra steikta silunga og hurfu þeir ofan í okk- ur, eins og ofan í einhverja gjána. Kaffið er ávallt gott á íslandi. Við utðutn meira að segja svo lítil- þægir, að fara að borða með því sætabrauð, sem er að eins matur fyrir konur, börn og ellihruma menn. I Og svo komu hin virðulegu Albi- ; ons-börn æðandi inn í borðstofuna og varð þá fljótt kliður þar inni. Auðsjáanlega efnað fólk. Ferða- klæðnaður þeirra var hinn besti og konurnar voru af hinu rjetta Burne-Jones-kyni, en karlmennirrtir voru aftur á móti magrir og úti- teknir, eins og kapphlaupatnenn. i Jeg nærri því skammaðist trtín t fyrir vaðmálsjakkann ntinn og sjó- stígvjelin af Siglufirði, er jeg dáð- ist að snyrtibúning þeirra. Frh. ; Kosningin í (xullbr,- og Kjósar-sýslu lítur þannig út: B B. og B. Kr. fengu 30 atkv. — Kr. D. — 12 — — M. Bl. — 79 — B. Kr. - Kr. D. —. 367 — — M. BI. 30 — Kr. D. - — 22 — Alls 540 atkv. Björn Bjarnarson hlaut 121 atkv. Björn Kristjánsson — 427 — Kristinn Daníelsson — 401 — Magnús Blöndahi — 131 — 19 seðla var engin Ieið að taka gilda, og voru gailarnir á þeim margvíslegir; stimplað við eitt nafn, við ofmörg eða yfir auka- augun líka, alveg utan við augun aftan við nafn, og á einum seðli voru nöfn mannanna svert, en ann- að ekki. Fjöldamargir af þeim seðl- um, sem gildir voru teknir, voru allavega klestir og kámaðir. Virðist svo sem einhverjar kjörstjórnanna hafi lítið gert að leiðbeiningum, eða skilningur sumra kjósenda verið ærið takmarkaður. Sumar kjörbækurnar voru ófornt- lega og mjög ógreinilega færðar; báru vott um, að kosningarlögin mundu ekki alstaðar hafa verið við hendi á kjörfundunum. En í þessu efni er líklega víðar »pottur brotinn«. Viðstaddur. Óliæfa. Mjer varð gengið inn að Skerja- firði utn daginn, Á leiðinni sá jeg hrafn, vængbrotinti og meira særður; hafði auðsjáanlega verið skotið á hann, særður þannig, og svo skilinn eftir hálfdauður út á hjarninu. Sæmilegra væri fyrir þá, sem skjóta a hrafna sjer til gamans, að ganga ( hannig frá þeim, að þeir kunni ei \ tíðindum að segja, heldur en í The Bí'itish Ðominions Genepal ínsurancG Go., Ltd„ London, (með kr. 7,280,000) vátryggir ódýrast gegti eldi hús, vörur og innbú. »Btð þú hjer stundarkorn«, sagði Rikki við hanu, »má vera að hús- bóndi minn þurfi að tala við þig nokkur orð bráðlega.« Umboðsmaður fjelagsins á íslandi: Garðar Gíslason. \ Skósmiðir! Söðlasmiðir! ggsmEPtaa (rrrrrTJKH w rjaaatMB BSggHHMBHMi WCMBIIBEBIB Undlrritaður útvegar ykkur a!!t leður og allt annað tilheyandi handverkinu með snnkaupsverði. Sýnishorn og verðlisti sendist ékeypis þeim, sem óska. Virðingarfylst HJiGlsen, Ausií.trstræti lO. Gamalt gert nýtt. Allskonar viðgerðir á orgelum og öðrum hljóðfærum hjá Markúsi þorsteinssyni. Frakkastíg 9. Mjaltakonu vantar í Viðey nú þegar. Talið við bústjóra. ' Stúíkur geta fengið atvinnu við síldar- verKun á Eyjafirði í sumar. Uppl. í Fischerssundi 1. Góð jörð í Gullbringusýslu óskast maka- skift fvrir húseign í Reykjavík. Laust til ábúðar í næstu fardög- um. Lysthafendur semji sem fyrst v Boga Brynjólfsson, yfirrjettarmálaflutningsmann, Hótel ísland, 2. hæð, herbergi 28, Sími 250. láta þá veltast hálfdauða og hungr- aða um freðna jörðina. Fuglavinur. Yauðstufil^a. Eftir Rider Haggard. ----- Frh. Að svo mæltu fór hann úr káp- unni sem Davíð lánaði honum og, fjekk Huga hana. Greip nann svo árarnar og rjeri burtu. Heyrðu þeir fjelagar, er eftir stóðu, aftur vængja- þytinti, sem smátt og smátt dó út, er báturinn færðist fjær. En þögnin var stutt. Brátt kváðu við óp, hræðsluóp og reiði, þaðan sem leið Murgs lá, fyrst nærri en smátt og smátt lengra burtu, þar til þau einnig dóu út í fjarlægð. »Herra Hugi*, stundi Davíð upp, »hver haldið þjer að þessi ógur- legi maður sje?« »Dauði, hyggjeg, sje nafn hans*, svaraði Hugi stilliléga, og Rikki hneigði höfuð sitt til samþykkis. »Þá erum við feigir«, sagði Davíð og skalf rödd hans af geðs- hræringunni, »en jeg er alls ekki tilbúinn að deya.« »Vertu óhræddur«, sagði Hugi«, »líklega er að við sjeum ekki feigir. Dauðinn fór fram hjá okkur í betta sinn. Ger bú aðeins' sem hann sagði þjer, að orða þetta ekki við nokkurn mann.« »Það veit sá sem allt veit að jeg skal þegja,* svaraði Davíð; hann skalf og nötraði af ótta. Er þeir komu að húsdyrunum, spurði Hugi Rikka hvaða skotspón hann hefði haft í huga handa Murg. Hafði hann orð á, að skotspónn sá mundi hafa verið allfjærri, eftir flugi örvarinnar að dæma. »Ekki vil jeg segja yður þas, húsbóndi«, mælti Rikki, »gæíi þá vel farið svo, að þjer hyggðuð mig ennþá ruglaðri en jeg er, og er þó nóg komið af því í kveld. En bíðum við, jeg mun segja Davíð það, svo hann getur verið vitni mitt ef á þarf að halda«. Kallaði hann á Davíð lítið eitt afsíðis og mælti lágt við hann. Gengu þeir þá inn í húsið um bakdyr einar, voru þá allir gengnir til hvílu og varð enginn þeirra var. Og þar eð enginn hafði heldur orðið var við burtför þeirra, hugðu bæði húsbændur og heimilismenn, að þeir hefðu aldrei út farið og væru löngu gengnir til hvíldar í herbergjutn sínum, Komust þeir brátt að dyrunum á herbergjum sínum, og var Davíð cmj, í fylgd með þeim, því hann svaf við sama fran^ oo- þeir. Kveiktu þeir á kyndlum, er vord þar 11 taks, og gengu tnn í her- btrgtð. Gekk Rikki þegar að glugg- anurn, og glotti iítið eitt. »Hann hefur ekki hitt«, sagði hann, — »eða rjettara sagt,« bætti hann við efablandinn, »skotspónn- inn er horfiiin þaðan, sem hann var.« »Hvaða skotspónn?* spurði Hugi þreytulega, því hartn var ákaflega þreyttur orðinn, og langaði til að fara að sofa. En er hann snjeri sjer við að bvílu sinni með kyndilinn í hendinni, lttökk hann aftur á bak og rak upp óp af undrun. Á rúm- stólpanum, sem var beint á móti glugganum, hjekk hlutur sá, er Huga varð svo hverft við að sjá. »Hver hefur hengt hjálm sinn á rúmstólpa trtinn?« mælti hann, »er það áskorun frá einhverjum hjer- lendum riddara?« Rikki gekk fram og athugaði hjálminn. »Fyrirburður hygg jeg,« sagði hann, »en ekki áskorun. Komið og aðgætið þetta betur.* Hugi gerði svo og sá þá furðu- lega sýn. Hjálmurinn var sá hinn sami, sem hann hafði tekið af Pjttri riddara frá Hamri dauðum í orust- unni við Crecy, — hjálmur Játmund- ar Akkúr. Stóð ör í gegnum hann og djúpt inn í glerharðan Sedrus- viðinn í rúmstólpanum. Þegar Rikki kom, þá um daginn, með herklæði Akkúrs frá hertoganum, hafði hann látið hjálminn í gluggann. Þá er Rikki hafði um stund horft á vegsummerki, gekk hann út úr herberginu og kallaði á Davtð. »Vinur,« sagði hann og stóð á milli Davíðs og rúmstólpans, svo Davíð gat ekki sjeð hjálminn. »Hvað sagði jeg þjer að mjer hefði flogið í hug, er Murgur þessi spurði mig, á hvað hann aetti að miða ör þeirri, er hann skaut af boga mínum?« »Riddarahjálmur,« svaraði Davíð, »riddarahjálmur, sem stóð í glugg- anum á herbergi þínu í húsi sendi- herrans. Skjaldarmerkið á hjálminum var svanur.« »Heyrið orð hans,« sagði Rikki, »og koniið báðir og sjáið. »Hvað er það, sem hangir á rúmstólpan- um? Svara þú Davíð, má vera að jeg sjái ofsjónir.« »Riddarahjálmur,« svaraði Davíð »og er skjaldarmerkið svanur á sundi. Ör stendur gegnum hjálm- inn.« »Hvernig var ör sú er jeg fjekk Murgi, herra Hugi,« spurði Rikki. »Ör sú var með tveim svörtum fjöðrum og einni hvítri, þó lítið eitt móleitri, og með fjórum dökk- um dropum,* svaraði Hugi. »Þá er hjer komin sú hin sama, sem Murgur sendi af streng meira en mílu hjeðan ?« Hugi skoðaði hana vandlega. Þrisvar skoðaði hann hana, bæði odd, skaft og fjaðrir. »Svo er, sem þú segir,« sagði hann. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.