Vísir - 16.04.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1914, Blaðsíða 2
V l S I R HjórtaskHrsaiur í sænsku konungsætiinni. Hertogafrúin í Södermanlandi, af rússneskum stórfurstaættum, Maria Pavlovna, flýði í haust frá manni sínum, Vilhjálmi Svíaprins. Nú hefur sænska ríkisráðið og hirðrjetturinn veitt þeim skilnað að lögum. Hertogafrúin er 24 ára og býr sem stendur hjá föður sínum, Paul Alexandrovits, sem er föðurbróð- ir rússneska keisarans. PaiÁ stórfursti var giftur dóttur Georgs Grikkjakonungs, en er nú giftur til vinstri handar rússneskri greifafrú. Hertogahjónin giftust 1908 og eiga 5 ára gamlan son. Hertog- inn er sonur Svíakonungs. OeiBur í Svíþjóð. Eins og lesendum „Vísis“ er kunnugt eru nú deilur miklar í Sví þjóð út af hervörnunum,sem jafn- framt, sökum framkomu konungs, hafa orðið til þess, að mikið hefur verið talað um, hvort væri heppi- legra konungsvald eða lýðveldi. Hvað þeir, sem fylgja konungs- valdinu og hervörnunum, reka mál sittaf miklu kappi má sjá af því, að nýr landvarnarpjesi eftir Sven Hedin er bráðlega í vændum og á að prenta hann í 1 millj. ein- tökum. Á hahn að vera 80 bls. og er þar meðal annars einnig dýrðarbragur um sænsku kon- ungsættina. y Afengisbanniög í Danmörku. í þjóðhagfræðisfjelaginu danska hefur C. C. Heillsen lögfræðing- ur talað um bannlög gegn áfengis- nautn- Rakti hann sögu áfengis- löggjafarinnar og komst að þeirri niðurstöðu, að hún stefndi að banni og kvað það líka vera það eina skynsamlega. Meðal þeirra, sem studdu mál hans, var próf. Westergaard, en á móti mælti m. a. þjóðbankastjóri Rubin. Islensk fáskiföng* fluit úi frá Noregi. Skýrsla er komin út um hversu mikið hefur verið flutt út frá Noregi á þessu ári til 21. f. m. af alls- konar fiskiföngum. Er þar á meðal íslensk síld, 5 214 tunnur (mest frá Kristjánssandi 1170 tn., Álasundi 971, Stavangri 899 og Hauga- sundi 878), og íslenskur saltfiskur 288 042 tvípund, (frá Björgvin 197 760 tvípund og Kristjánssandi 902 82 tvípund) SnarræðÉ. Málafærslumaður í Pérreux, Lan- gorex að nafni, vildi skilja við kon- una, sem hafði hlaupist á brott. Kom frúin inn á skrifstofu mannsins og vildi sættast og halda hjóna- bandinu áfram. En þegar maður- inn ekki vildi það, þá tók hún upp úr vasa sínum marghleypu og skaut á hann. Hann fjell á gólfið við fyrsta skotið og þegar konan sá það, hjelt hún að hann væri dauð- ur og veitti sjálfri sjer bana. Reis þá málafærslumaðurinn upp aftur, því hann hafði alls ekki særst og hafði hann vafaiaust bjargað lífi sínu með þessu snarræði. j OLSENS NAUTSCAL ALMANAC 1914 (kostár 1 kr.), | sern er alveg ómissandi eign íyrir útgerðarmenn og sjómenn, fæst alltaf í BókaversSun Sigfúsar Eymundssonar. 1 Sogi Brynjölfsson A. V, Tulinius | yfírrjeítarmálaflutningsmaður, * Kótei ísiand. Miðstr. 6. Tals. 254. | Annari hæð. Herbergi Æ 28. Venjulega heima kl. 12—1 Brunabótafjel. norræna. og 4—6 Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr Sími 250. Slyifstofutími 9 — 3. Vjelsíjórar. Hjer með eru allir meðiimir vjelstjórafjelagsins „Eimur“ vinsam- lega beðnir að greiða ógoldin gjöld sín til undirritaðs f'yrir 14. maí þ. á. Gjöldunum veitt móttaka á Skólavörðustíg 42. daglega. Reykjavík 6. apríl 1914. Sigurjón Krisijánsson, gjaldkeri. M iðrffunarves einscaieytöu, þessi alþekktu og ágæfu og ómissandi fyrir hvern sjórnann, ) ' i . verð áður kr. 10,oo, seljast fyrir 14. maí fyrir aðe’ns kr,8.oo, fást í versl. Verðanda, versl. Vöggur, í Slippnum jJÍ * og hjá aðalútsölumanni flotfjelagsins, ís>ot$a ‘öomass^tú, . Laufásveg 20. *zz :mm: M. Stör afsláttur af öllum fyrirliggjandi tegundum af Veggfóðri og Gólfdúkum verður gefinn, til þess að rýma til fyrir nýu vörunum, sem ern á leiðinni. Afgangar og búíar langi undir verði. Nýkomin með »Ceres« hvít gardínutau, sem seljast mjög ódýrt. Jónatan Þorsteinsson. % Kaupið aðeíns íslenska niðursuðuvörur hjá kaupmönnum yðar, því það vitið þið, að þser eru góðar og gerðar úr besta efni. [Er það ekki hjákátlegt að kaupa innlendan mat (kjöl og fisk) frá útlöndum.] ÚR ST sagklefjIll: Eftir Albert Engström. ----- Frh. Út frá nokkruVn eldfjöllum, sem nú eru útbrunnin, sjerstaklega frá Skjaldbreið (1060 m.) hefur einhvern tíma í fyrndinni runnið geysimikið af hraunleðju, sem brotist hefur fram í suðvestur og staðnæmst þar sem nú er Þingvallavatn, annað stærsta stöðuvatn á ísiandi. Hraunið liggur að því bæði að norðan- og austan- verðu. Tugir ára liðu, ef til vill hundruð ár, ef til vill þúsund ár, allt í einu ljet jarðvegurinn undan þessum feykilegu þyngslum og sá hluti hrraunsins, hjerumbil ferhyrn- ingsmíla að stærð, seig niður og varð mun lægri en hitt sem kvrt varð, þannig liafa báðar gjárnar myndast, Almannagjá og Hrafna- gjá, sem takmarka Þingvallahraun bæði að austan og vestan. Fjar- lægðin mílli þeirra er 5 km. Al- mannagjá er 8 km. á lengd, Hrafna- gjá 5, liggja báðar frá norðaustri í suövestur, Hinn eiginlegi þing- völlur, þar sem Alþingi var háð frá 930, erstrax austan við Almanna- gjá, þar sem Öxará fellur út í Þing- vallavatn rjett hjá kirkjustaðnum. Fallegur foss er í ánni, þar sem hún fellur fram af vestri gjábarmin- um, sem er hjer um bil 20 m. hærri en hinn eystri, niður í gjána. Millihinna þverhnýpta basaltveggja Almannagjár, sem eru 30 og cirka 12 rnetrar á hæð, riðum við áfram drjúglanga stund, til þess er eystri gjábarmurinn opnast og brú kemur yfir hina freyðandi Öxará. Fyrir frarnan okkur voru Þingvellir. 1 suðri blánaði flöturinn á Þingvalla- vatni breiður og sljettur, kirkjan skínandi hvít og íjöllin liinum meg- in við vatnið báru græn og fjólulit við suðurhimininr,. í austri og norðri — — en eftirtekt okkar verður gagntekin af öðru, miklu meira varð- andi en öll náttúrufyrirbrigði í heim- inum, og það er af Valhöll, ekki ekki hinni himnesku, en nærri því, og hún blasir með ljómandi báru- járni fyrir augum vorum, eins og stjarna fyrirheitisins. Þar er hótel og við erum hungraðir eins og úlfar eftir fimmtíu kílómetra reið. Við hleypum síðasta sprettinn og þarf nú ekki að herða á hestunum, því hressandi túngrasið bíður þeirra, að minnsta kcsti gras í einhverri mynd, og við erum komnir á stað- inn. Hótel á Þingvöllum! Ekki er óhugsanlegt,að SnorraSturluson, sem var maöur bæði framsýnn og hag- sýnn, hafi órað fyrir einhverju í þá áttina, en að líkindum mun þó hug- takið gistihús og það, sem því fylgir, hafa legið fyrir utan hugmynda- svið hinna gestrisnu íslendinga. Valhöll er að vísu ekkert hótel með gulli skreyttum dyratjöldum, lyftivjelum, vínkrám og knattborð- um. Húsið er ein hæð, með borð- sal, eldhúsi og svefnstofu, þar sem rúmin eru út með veggjunum, hvert upp af öðru að hætti sjó- manna. Flokkur Englendinga, full tylft, karlar og lconur, gistu þar nú. í svipinn voru. þau einhverssíaðar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.