Vísir - 20.04.1914, Blaðsíða 3
V 1 S I K
2.S
geta fengið fasta atvinnu nú þegar og
fram í júní,
Stör þjenusta. *Tpif|
GLASGOW-KJ ALLARAN U M
Guðm. E. J. Guðmundsson.
hefur ekkert gert til að koma
máium í viðunanlegt horf. Á fund-
um situr hún, og fulltrúarnir eru
að deila um það í 3 og 4 tíma,
hvort gluggi í einhverjum hús-
kofanum eigi að vera 1 tommu
hærri eða lægri. Borgarstjóri
og bæarfulltrúar hafa vanrækt
skyldur sínar. En það má hon-
um til afsökunar færa, að hann
hefur ofmiklum störfum að gegna
og það þótt duglegri maður væri,
en Páll Einarsson. Fátækramálin
eru svo mikil, að borgarstjóri
getur ekki sinnt þeim nógsam-
lega> þótt hann feginn vildi.
í bæarstjórn hafa verið menn,
sem sungiö hafa sparnaðarsálma
við bvert tækifæri, en sparnaöur
þeirra hefur verið bein eyðsla
og vanræksla á og með fje bæ-
arins. Starfsmenn bæarins ganga
rifnir og svelta. það á að heita
sparnaður að láta þá hafa oflítil
laun; hvað þeir gera og hverju
þeir geta afkastað, er minna
hugsað um.
Jeg vil launa þá menn vel,
sem vinna fyrir bæinn, svo þeir
geti gefið sig alla að starfinu.
Hafa að eins almennilega menn
og'duglega, en reka hina burtu.
Jeg sagðist vera horfinn frá
tillögu minni með að rannsaka
fátækramálin, er það ekki af því,
að jeg viti ekki, að með því
mundi margt koma í ljós, sem
fróðlegt væri að vita í þeim efn-
um, heldur af því að það mundi
síður verða til gagns.
__________ Frh.
ÚR „§§T JtÁGfíLEFJÁLL.*
Eftir Albert Engström.
---- Frh.
— Hjer er fornfræg grund, hjer
er heilög jörð, hjer bærðist hjarta
íslands um nær 900 ára skeið.
Hjer voru lög sett, hjer börðust,
drukku og Ijeku allir þeir, sem lifa
með frægðarverkum sínum í sög-
unum allt fram á þennan dag og
koma heitum roða fram í kinn-
arnar á hverjum rjettum Norður-
landabúa. Þú gerir þá athugasemd
*ð menn þessir hafi verið grimmdar-
seggir, óeirðamenn, bardagahundar.
Hverju á jeg að svara? En þá var
öldin önnur, en nú er, tilfinningarn-
ar voru ríkar, harmarnir æðiþrungnir,
það var öld 'hættunnar og dáðríkis-
Vjelstjórar.
Hjer með eru allir meðlimir vjelstjórafjelagsins „Eirnur" vinsam-
lega beðnir að greiða ógoldin gjöld sín til undirritaðs fyrir 14. maí
þ. á. Gjöldunum veitt móttaka á Skólavörðustíg 42 daglega.
Reykjavík 6. apríl 1914.
Sigurjón Kristjánsson, gjaldkeri.
llÉgl 1 i ii i 1
SÍCOfSltnSÖlll allskonar
°g karlmannafatnaðir
II og drengjaföt >r m_
stærðum, þar á mebal ferniingarföi, eru
m o&^vavv
5g4* K A U P A N G 1
en annarsstaðar.
Gæðin vita allir um, sem reynt hafa.
mi
ins. Þegar Egill Skallagrímsson
hafði fundið sjórekið lík sonar síns,
þess er hann unni framar öðrum,
setti hann það fyrir framan sig á
hestinn og reið með það að haugi
föður síns, opnaði hauginn og lagði
son sinn þar hjá föður sínum. Sag-
an segir svo frá, að hann hafi ekki
mælt orð frá munni meðan á þessu
stóð, en nærskornu fötin rifnuðu
utan af vöðvunum. Segðu að þessi
sorg sje einfeldnisleg, segðu að
sagan sje tilbúningur, en jeg ætla j
að trúa henni og skilja hana.
Hjer um þetta hraun hefur Njáll j
gengið og Gunnar frá Hlíðarenda, j
tveir hinir fremstu af mikilmennum ,
sögunnar. í hólmanum þarna í I
Öxará var síðasta lögleyfða einvígið
háð; það voru skáldin Gunnlaugur
ormstunga og Skáld-Hrafn, er háðn
þar einvígi um Helgu hina fögru
frá Borg. Allir þeir, sem drukkið
hafa aí Suttungamiði, heya fyr eða
síðar bardaga"um konur, en nú er
skáldum einvígi bannað, nú berja
|jeir hver á öðrum í rómönum. Tím-
arnir breytast og mennirnir með.
Hingað hefur afburðamaðurinn
Skarphjeðinn riðið í fylgd með föð-
ur sínum, hjer hefur Snorri Sturlu-
son komið fram brögðum sínum og
leifar af búð Snorra goða má enn
sjá í brekkunni við Almannagjá.
Og Víga-GIúmur og Börkur digri,
Þorsteinn þorskabítur; Mörður gígja
o. s. frv. — allar gömlu söguhetj-
urnar hafa gengið um hraunið á
Þingvöllum. Þarna undir eystri vegg
Almannagjár hlýtur hið rjetta Lög-
berg að hafa verið; þar stóð lög-
sögumaður og sagði fram lögin,
tilkynnti dóma o.s. frv. Og einhvers-
staðar hjer, þar sem viðnú stöndum,
sat lögrjettan á rökstólum, 144menn
alls, þar á meðal allir goðar landsins, 39
að tölu, — allt velmegandi stór-
bændur og margir þeirra víkingar, *.
er sótt höfðu sjer kvonfang af írsk-
um konungsættum.
Fyrir vestan Öxará sjást ennþá
Ieifar af búðunum, þar sem almenn-
ingur hjelt til í, meðan þing stóð
yfir, sem var hálfur mánuður, seint
í júní og snemma í júlí ár hvert.
Upphaflega voru það goðarnir, sem
höfðu búðir og urðu þeir að sjá
þeim mönnum fyrir gistingu, er
þeir kvöddu til þingfarar með sjer;
en er tímar liðu, gerðu fleiri sjer
búðir. Búðir þessar hljóta að hafa
verið bæði stórar og margar. Þær
voru bygðar úr steini og torfi, fer-
hyrndar og þó lengri á annan veg-
inn, gaflarnir hlaðnir upp oddmynd-
aðir, þaktar meðan þing stóð yfir
með vaðmáli eða Ijerefti, er menn
fluttu með sjer að heiman. Mikill
nluti af íbúum ísfands kom saman
á Þingvöllum, meðan alþingi var
háð. Menn riðu þangað með konur
og börn og mikið fylgdarlið, sem
oft yar nauðsynlegt, því það bar
við, að dómum væri hleypt upp og
menn gripu til vopna. Snorri goði
hafði einu sinni 600 manns í fylgd
með sjer til þings.'
Yfir öllu var þjóðhátíöablær og
menn kepptust við að koma þar
fram svo skrautlega búnir, sem föng
voru á. í öllu verulegu voru konur
þeirra tíma eins og konur vorra
tíma, og vjer getum skilið að þær
hafi notað tækifærið til að reyna
að bera hver af annari.
Flestar búðarleifarnar eru fyrir
vestan Almannagjá, eo það hlýtur
að hafa þurft mikinn hluta vallar-
ins til þess, að fólkið kæmist fyrir.
Inni í Almannagjá sjást einnig greini-
leg merki eftir gististaði. Á seinni
tíma hafa eflaust verið notuð tjöld
jafnfratnt. Hin mikla mergð af
hestum var höfð á beit úti á al-
menningi. En þeir, sem staðið hafa
fyrir þessu eða komið hinu upp-
haflega skipulagi á, hafa verið ölluni
fremri til þess starfa.
Frh.
Eftir
Rider Haggard.
---- Frh.
Að svo mæltu gengu þeir niður
til dögurðar. Var þeim sagt, að
matur yrði borinn á borð klukkan
sjö. Hittu þeir sendiherrann í borð-
salnum.
»Jeg vona, að þjer hafið sofið
vært, herra Hugi«, sagði hann,
»var það hyggilegt af yður, að
ganga snemma til hvílu, er þjer
áttuð þennan erfiða dag fyrir hönd-
um. Er og ábyrgð sú mikil, er
hvílir á yður, heiður lands yðar og
konungs.«
»Þakka yður fyrir, herra sendi-
herra,« svaraði Hugi, »hef jeg sof-
i ið ágætlega og notið hinnar bestu
hvíldar; en hversu hafið þjer sofið?«
»I!la, framúrskarandi ílla! Veitjeg
ekki hvað að mjer gengur og öðr-
um hjer í borginni, er eins og
loftið sje eitrað! Þjer finnið hitann
og sjáið þessa móðu, sem Iiggur
yfir öllu, hvorttveggja er alveg
»