Vísir - 23.04.1914, Síða 2

Vísir - 23.04.1914, Síða 2
V ! S I I' $ Til fermingarinnar: Fermingarföt, viðurkennd fyrir fallegt snið, gott efni og lágt verð. Fataiau, tvíbr., blátt og svart cheviot, einnig blátt og svart kamgarn, ágætt í fermingarföt. Háisiín og húfur í stóru úrvali. Handa telpum: Náttkjóiar, Skyrtur, Buxur og Skjört. Langsjöl, í stóru úrvali, úr silki, frá kr. 0,75 og 1,85. Kápur með nýustu sniðum, fallegar og ódýrar. BEAUN S YEKSLUN Aðalstræti 9. Svissneskur prófessor, Joseph Emile, háskólakennari í tungumálum, 58 ára gamall, varð undir bifreið í London 3. þ. tn. og beið samstundis bana. Hann var að ganga heim til sín úr veislu ásamt vini sínum, Charles Klein, og höfðu þeir fjelagar eitlhvað í kollinum, að því er síðar hefur t pplýst verið. Duttu þeir báðir á götuna, — reis Klein upp og sá »rauða augað« á bifreið, er að þeim brunaði; hann kallaði á pró- fessorinn, en hann hreyfði sig ekki og hinn var ekki svo fastur á fót- unum, að hann gæti komið honum til hjálpar. Þaut vagninn yfir hann og marðist prófessorinn þegar til bana. Jeg fyrir mitt leyti hef ekkert unnið mjer inn síðan í janúar, og svo er að sjá, sem cumarið verði öllum ónýtt, er smíði stunda. Jeg vil því eindregið ráða öllum frá, að ferðast hingað í atvinnuleit í þessari voðatíð.« Vínolia Raksápa er besf. Hvert stykki í loftþjettum P nikkelbauk. STORT UPPBOÐ verður haldið í Good-Templara húsinu næstkomandi föstudag 24. og laugardag 25. þ. m. Uppboðið byrjar kl. 4 stundvísiega. þar verða seldar allskonar Vörur af bestu tegimdum: Sápur, ilmvötn, „Eau de CoIogne“, hár-og fat£t-burstar, pakkalitir, njarðarvettir, ofnsverta, fægismyrsi, giervörur, katnbar, skrautkerti og margt margt rleira. Sápuhúsið. Austurstræti 17. * i Bulls Eye Kerti (SUNLIGHT) eru þau ódýrustu. björtustu og; bestu. Biðjið ávallt um þau. Atvinnuieysi í Ameríku. í blaðinu »Sociai Demokraten« er 6. þ. m. birtur brjefkafli frá manni, sem býr í Bridgeport í Ame- ríku og dvalið hefur þar vestra langvistum. Kafli þessi hljöðarsvo: ».......Út'af fyrirspurn þinni um atvinnuástandið hjer í Ameríku, skal jeg ekki draga dulur á, að tímarnir eru svo afarslœmir, að jeg hef aldrei vitað slíkt öll þau 22 ár, sem jeg hef dvalið hfer. Það er kyrrstaða nálega á öllum svœðum. Verksmiðjurnar vinna aðeins með hálfum mannafla, svo þúsundum saman eru duglegustu menn at- vinnulausir. Heill herskari atvinnu- lausra manna er á leiðinni til for- setans og þingsins í Washington, til þess að bera þar fram kvartanir sínar. Týnd erfðaskrá. Charlotta, keisaraekkja frá Mexikó, sem nú er geðveik og hefur verið það langa iengi, er enn á lífi 74 ára. Hún gerði erfðaskrá sína fyrir 30 árum, en nú er erfðaskráin týnd og tröllum gefin. Hún var geð-* veik orðin, þegar hún gerði erfða- skrána, en gerði hana eittbvert sinn er af henni bráði í bili. Hún hafði kveðið svo á í henni, að ættarhöfð- ingi /<b6«/gættarinnar skyldi erfa sig, og eignir hennar eru nú með rentum og renturentum taldar nema 72 miljónum kröna. Eftir Leopold Belgíukonung lát- inn eiga dætur hans að taka arfinn Þær eru skuldunum vafðar eins og skrattinn skömmunum og bíða með óþreyju eftir að kerlingin hrökkvi : upp af, og er þá búist við erfða- i málaferlum. | Erfðaskrárinnar er leitað í ákafa, en hún finnst hvergi. Til skýringar skal þess getið, að Charlotta keisarafrú er ekkja eftir síðasta keisara Mexíkómanna, Maxi- milian, er þjóðveldissinnar skutu árið 1867, svo sem rækilega var skýrt frá í »Vísi« í greinum frá Mexíkó sumarið 1912. Mexíkó hefur verið Þjóðveldi frá falli Maxi- milians, En voða atburðir þeir, er urðu í Mexíkó um það leyti og keisarafrúin var sjónarvottur að, ollu því, að hún missti vitið. ~æw%: m: ú s m æ ð u r i Biðjið kaupmann þann, er þjer verslið við, um Sápur frá Ogsíon & Tennanf,Ltd. Handsápur svo sem: »Butlermilk«, »Floral«, »ÉIegance«, »Savon de joie«, »Ba!moral« og ótal fleiri teg., og í>voftasápur svo sem: sBalmoral Cleanser«, »Balmoral, Carbolic«, Bal-Naphtha«, »Eclipse» »Cold water* »Primrose Pale«, Cowslip Paie o. m. fl. og Grænsápur »Kristalsápa«, »finest«, »exlra« o. fl. Með sáp- unum þvæst allt sem af, verður þvegið án þess nokkkuð saki. Beynið Ogston & Tennants sápur’ og þjer munuð nota þær með ánægju framvegis. Kaupmenn og kaupfjelög fá Ogston & Tennatlts sápur í stórkaupum hjá S. S'stasotv & ’y.av*, m: * * Ægilegt sjálfsmorð. Einhver helsti kaupmannahöfðing- inn í Madrid, Salvator Lopez stór- kaupmaður, varð nýlega gjaldþrota I vegna óheppni í fjárhættumálum. Missti hann út af því vítið og gerði enda á æfiferli sínum 4. þ. m. á óvenjulegan hátt fyrir allra augum. Hann fór upp í háturn dómkirkj- unnar, skreið út um einn turnglugg- ann og klifraði áfram upp eftir turn- toppinum, þangað til hann komst efst upp á flaggstöngina. Fjöldi manns safnaðits af að kirkjunnigöt- | unum og horfði á þessa fífldirfsku, ' glæfraför vitfirringsins. Svo kastaði hann sjer ofan af stangarknappinum, fjell niður á rafmagns-sporbraut og < kom niöur á hálsinn svo höfuðið hjóst frá bolnum; valt það inn í kaffistofu þar hjá og hlupu gestirnir upp, óttaslegnir er alblóðugt höfuðið valt inn gólfið til þeirra. Fátækramálið á bæarstj ó r n arf u n d i. ---' Nl.. 5v. Bj. talaði um það viðvik heil- brigðisnefndar, sem Jóh.nefndi í ræðu sinni, Sagðist hafa leitast við að afstýra því,að óþverri væri borinn ofan í tjörn- ina, en þær tilraunir engan árangur haft. Hann hafi staðið menn að því, að bera þangað ösku og annað, nefnt við þá að gera það ekki, en þeir hafi svarað því, að borgarstj. hafi sagt þeim það. (Hlátur.) Tillögu um

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.