Vísir - 28.04.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 28.04.1914, Blaðsíða 3
VÍSIR og hjer heima, þó er ekki skól- agjald hátt, um 50 dali fyrir vet- urinn. SiðferÓi er þar líkt og hjer heima, og virðist ekki menntunin hafa nein sjerstök betrandi áhrif á hegðun manna fremur þar en hjer. Um efnahag íslendinga í borginni er það að segja, að ríkir er útlit fyrir að verði 8—10 menn, miljónerar engir enn, geta þó orðið það, ef heppnin er með, geta líka orðið efnalausir á skömmum tíma, því þeir leika nokkurskonar lukkuspil, láta býggja hús, er þeir selja; heppn- ist það, fer allt vel, en komi óáran og eignirnar falli í verði, getur allt kollvarpast. Efnamenn eru þar nokkrir, 2—300, ereiga hús sín sjálfir, og bjargálnamenn enn fleiri, er keypt hafa hús en standa í skuld fyrir þeim, verða að leita sjer daglegrar vinnu og fáist hún stöðug geta þeir komist af, annars ekki. En langstærsti hópurinn á hvorki til hnífs nje skeiðar, er stunda þá vinnu, er helst fæst, eru klæðlitlir fyrir konur sínar og börn. Frh. SttwisanetagarYi er best og ódýrast í V eiðarfæraversl. .VERÐANDI- Kær- fatnaðar Ódýr Og góður í versl. »Yon,« Laugavegi 55. J&lowvaá&wftuwww er nýkominn, dósin kostar 60 aura. Einar Helgason. Sögubækur Islenskar, Enskar og Þýskar, fást ódýrastar og bestar hjá Guðm. Gamalíelssyni, Lækjargötu 6, (kjallaranum). ^vergi annað elns úrval af sjófatnaði °g i Veiðarfæraversl. ! -VERÐ AN Di«. [ I da or Eftir Rider Haggard. Frh. SIÐASTIDAGURINK af hinu STORA UPPBOÐI í G-oodtemplarahúsinu, byrjar kl. 4. Miklar birgðir af Sápum, Ilmvötnum, Svömpum. »Toiletvörum, o. m. fl. á að selja. Auk þess seljast TÖMIR KASSAR, H F Sápuhúsið. ’Eaupmenn og aðrir, sem þurfa að kaupa tunnur undir lýsi, hrogn o. fl., æltu að kaupa þær hjá JÓNI JÓNSSYNI á Laugavegi 1. Hvergi á landinu fá þeir vandaðri tunnur nje ódýrari. Ennfremur viðgerðir á tunnum fljótt og vel af hendi leystar. Allir, sem styðja viljt innlendann iðnað, kaupa hjá undirrituðum. 3óxv 3ÓWSSOW, « HTJS&A&NADUEAE, og DÍVANTEPPI, margar tegundir, mjög ódýrt. GARDÍNUEFNI, stórt úrval, hjá Jónatan Poratemsspi. A. V. Tulinius. Miðstr. 6. Tals. 254. Brunabótafjel. norræna. Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr Skrifstofutími 9—3. Bogi Brynjölfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður, Hótel ísland. Annari hæð. Herbergi M 28. Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 Sími 250. Þá gekk fram kallari hertogans og las enn á ný hólmgöngulögin. Hlustuðu þeir Hugi lítt á lestur þann, var þó jafnóðum þýtt á ensku og upp var lesið. Að því búnu voru þeir spurðir, hvort þeir hefðu nokkrar athugasemdir að gera, og kváðu þeir það ekki vera. Ambrósíus fann þó að því, að Rikki hafði boga og örvar. Kallaði Rikki þá í Davíð Dag og seldi honum í hendur bog- ann, og bað hann geyma vandleg meðan á hólmgöngunni stæði. » Falli jegc, mælti Rikki, »fær þú Huga begann, en föllum við báðir, skal, þú fá herra Goðfreði hann«, og lofaði Davíð því. Tókst nú allmikið þras um hvern- ig haga skyldi hólmgöngunum. Vildu nokkrir, að þeir berðist allir í einu og mætti hjálpa hver öðrum, er þeir hefðu gert út af við mótstöðu- mann sinn. En Kattrína aftók það með öllu, því hann grunaði að Rikki mundi fljótlega vinna á Ambrósíusi og þá snúast í Iið með Huga og verða ekki smáhöggur. Þeir fjeiagar Hugi og Rikki kváð- ust algjörlega leggja málið undir dóm hertogans. Eftir miklar málalengingar kvað hertoginn upp dóm sinn, og var hann á þá leið, að þeir Rikki og Ambrósíus áttu fyrst að eigast við, en að því búnu Hugi og Kattrína. Hinir fyrnefndu áttu að berjast á fæti, en riddararnir á hestum. Var liðinn fullur hálfur tími fram yfir stefnustund er málum þessum var lokið. Gengu þeir Rikki og Ambrósíus fram á völlinn og stað- næmdust þar hver andspænis öðrum, Biðu þeir eftir að merki væri gefið aðJhefja hólmgönguna. Ljet Am- brósíus all-óðslega, og var ekki laust við að berserksgangur væri á honum. Aftur á móti stóð Rikki kyr og var ekki skapmikill að sjá, horfði hann sljólega á mótstöðumann sinn. Merkið var gefið með því, að blásið var snögglega f hvellan lúður. Rikki stóð ennþá kyr í sömu sporum, en er Ambrósíus sá það, óð hann að honum og hjó til hans af reiði mikilli með öxinni. Vjek Rikki sjer til hliðar og missti högg- ð hans. Ambrósíus hjó til hans í annað sinn, en Rikki skaut fyrir sig skildinum og hopaði lítið eitt undan. Var helst að sjá að Rikki væri hræddur, hopaði hann, fyrst hægt, en herti brátt á flóttanum og endaði með því að hann rann und- an Ambrósíusi og hljóp í spretti. Tóku menn nu að hrópa : »Bleyða, hugleysingi, raggeit, Englendings- úrþvætti,« öskruðu menn, en Rikki herti heldur á hlaupunum. Skildi Hugi ekki, livað hann fór, og var með öndina í hálsinum. Óskaði hann af heilum huga, að Rikki snjeri sem fyrstámóti Ambrósiusiaftur. Liðu svo nokkrar mínútur, fóru hrópin í vöxt, en Ambrósíus elti Rikka og var ekki þegjandi, veifaði hann öx- inni, en náði aldrei til mótstöðu- manns síns með henni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.