Vísir - 07.05.1914, Side 2

Vísir - 07.05.1914, Side 2
V I S I R Herför Bandamanna tii R/1exskó. Borgarastyrjöldin mikla í Mexí- kó virðist nú senn á enda, hve lengi sem friður verður tryggur þar í landi. Hefur nú loks reynt svo á þolinmæði Bandamanna, að þeir hafa ekki mátt sitja leng- ur kyrrir hjá. Fjöldi manna úr Bandaríkjum á eigna og hags- muna að gæta í Mexíkó, og hef- ur það verið Bandaríkjunum mikil hvöt, til þess að skerast í leikinn og stilla til friðar. Auk þess hafa borgarar annara ríkja sætt þar þungum búsiíjum, sem nærri má geta, sumir látið eign- ir sínar og jafnvel sviftir lífi fyrir litar sakir eða engar. Hef- ur Bandamönnum þótt skyldast að reka þessa rjettar, enda vilja þeir sjálfír eigi unna öðrum þjóð- um íhlutunar um deilur ríkja þar í álfu. Nú hafa Bandamenn hafist handa, eins og frá var sagt í símskeyti um daginn, en ekki hefur frjest enn greinilega, hversu það atvikaðist. Útlend blöð segja þó, að herlið í Mexíkó hafi her- tekið nokkra sjóliða úr her Banda- manna og ekki sýnt Bandaríkja fána skyldavirðingu, og ennfremur að Mext'kómenn leggi í vana sinn að stela brjefum þeim, er sendi- herra Bandaríkja hefur frá sjer sent. Um páskana sendi því Wilson flotadeild tii borgarinnar Tampicó í Mexíkó og hjet að hertaka þá borg og Vera Cruz nema Huerta ljeti að fullu und- an. í flotadeild þessari vóru 11 stór-vígdrekar og liðsafli til landgöngu 15 þúsundir manna. Uppreisnarmenn sátu áður í Tampico, en hjeldu á burt áður Banda-herinn kom og brutu upp járnbrautarteina á leið sinni til þess að torvelda þeim eftirförina. Um þessar mundir átti Villa hers- höfðingi níu daga orusu við stjórnarherinn við St Pedro og bar um síÖir hærra hluti. Höfðu fallið þrjár þúsundir manna af hvoru liði. þá er Huerta kom hersagan frá Bandaríkjunum, er mælt, að hann hafi boðist til að leggja deiluefnin í gerð í Haag, en Wilson kvað nú of seint að bjóða slíkt. — Huerta hefur einnig símað til „New York Times“ að Mexíkó ætti ekki illdeilur við nokkurt annað ríki og allra síst við Bandaríkin. Væri ekki mark takandi á atvikum þeim, er gerst hefði í Tampico (um töku her- mannanna). Sagt er, að Huerta hafi boðið að skjóta 21 kveðjuskoti til virð- ingar við Bandaflotann, er hann kæmi, með því skilyrði, að hanrt tœki kveðjunni á sama hátt. En kveðjurnar hafa orðið kald- ari þegar til kom, því að hrað- skeytin segja, að Bandamenn hafi tekið Vera Cruz eftir harða orustu og mikið mannfall. Eftir það hefur víst alvarlega farið að sljákka í Huerta, því að sagt er að farið hafí að semjast skömmu síðar og eigi smáríkin í Mið- Ameríku að gera um sakirnar. VASABIBLIAN er nú komin og tæst hjá bóksölunum í Reykjavík. Bókaversiun SÉgfrsar Evmuttdssonar. Skósmiðir! Söðasmiðir! Txsea Undirrifaður úivegar ;rkkur alit leður og "allt annað tilheyrarjdi handverkinu, með innkaupsverði. Sýnú horn og verCliut sendist ókeypis þeim, sem óska. Virðtngaríyllst Jr, Jlielsen Austui'stræti 10. er Uuq o&útast \ Jóns &ega. Plóra er komin en l)ún skildi eftir i borginni marga íagia muni, komna frá útlandinu. Ailra best er leirtauið sem kom í t uðina í Kolasundi. Ef eittlwað brotnar núna hjá ykkur í hreingjörningunun’, þá hafið ráö mín að skreppa í KOLASUND og athuga þar verð og gæði, áður enn þið kaupið annars- staðar. Sendið auglýsíngar í VÍSI tímanlega. Reiðhjól^ ensk og þýsk, karla sem kvenna, ávalt fyrirliggjandi hjá G. Eirfkss, Lækjartorg 2, Reykjavík. Talsími 477 t^i Ef þið viljið fá góðan 4^* I «^í ! rjóma, þá hringið upp j Talsimi 477 ! H?ar kaupa menn helst veítvaíavvötul Hjá ji því þar er ún ódýrust, best og | fjölbreyttust. Bogi Brynjölfsson yfirrjettarmálafluíningsmaður, Hótel ísland. Annari hæð. Herbergi Æ 28. Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 Sími 250. Járnbrautarslys vaið í Englandi þriðja í páskum; rákust tvær lestir saman. Vjelarstjóri Og kyndari biðu bana og fjórir aðrir lemstruðust. UR MnP 1 EAGKLEFJaLL-. Eftir Albert Engström. ----- Frh. — Áður en við gáfum okkur að því að kasta sápunni ofan í ginið á Geysi, suðum við nokkra matvælabauka í svolitlum síólgandi hver, skammt frá Blesa, og snædd- um morgunverð í konungshúsinu. Því næst fluttum við sápubaggann út að barminum á Geysi og voru skóladrengirnir fúsir til hjálpar við það. Vatnið í Geysi var alveg kyrt og sijett á yfirborðinu og lagði upp af því daufa gufu. Skálin er kringl- ótt, hjer un bil 20 m. að þver- ináli og einn metri á dýpt. Pipan í miðjunni er þrír metrar að þver- máii og um 20 inetrar á dýpt. Fylgdarmaðurinn fullyrti við okk- ur að það liði ávalt hálíur annar til tveir tímar áður en Geysír færi að gjósa, eftir að hann hefði ver- ið malaður á sápu. Við álitum að hann myndi láta sjer nægja með dáiítið minna en allan sápubagg- ann og hjeldutn því nokkrum kíló- um eftir handa báðum hinum hverunum, sem við ætluðum að erta á sama hátt, meðan við bið- um eftir gosinu. Okkur var sagt að á undan því heyrðust neðan- jarðar dynkir, svo löngu fyrir, að við hæglega gætum fíutt okkur þangað, hvaðan sem væri á þessu svæði. Við íórum því með kvik- myndavjelarnar að Óþerrisholu, scm venjulega sýnir þakklátsemi sína fyrir nokkra bita af sápu strax ettir nokkrar mínútur. En við vorum ekki meira en búnir að selja upp fótgrindina fyrr en heljarmiklar neðar.jarðar þrumur komu jörðinni til að skjálfa undir fótum vorum. Við þrifum óðara bæði fótgrindina og vjelina, hlupum hið bráðasta aftur og komum alveg mátulega til þess að sjá vatnsyfir- borðið á Geysi fara að ólga og bóia uppi, en æ þjettari gufu lagði upp af honum. Allt í einu hóf vatnið sig yfir pípunni í heljarmiklar eimandi blöörur, nokkra metra á hæð og sífellt þjettist gufan — og með dunurn oghvinumkom gosiö. Vatns- stólpi, cða rjettara sagt samfeld heild af vatnsstólpum, hófu sig hjerum- 'oil 50 m. í loft upp, vatnið í skál- inni flóði út yfir barniana, stólpinn seig aftur niður með dunum og braki, gufumökkurinn leið burtu og skálin varð tóm nokkrar mínútur, en fylltisc svo brátt aftur. Wulff hafði fengið ágæta kvik- myndaræmu og það var fyrsta sinni sctn Geysir hafði veriö kvikmynd- aður. Nú var hann með dauft gufuský upp af sjer sem áður, óvit- andi um viðburð þennan, sem koma skyldi við veraldarsöguna. Við biðum nokkra stund eftir gosi nr. 2, en þeir þarna neðanjarðar þótt- ust vera búnir að gera nóg í það skiftið. Frh.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.