Vísir - 20.05.1914, Side 3
V 1 S 1 K
Dömuklæðin
dæmalausu,
vönduð — vel unnin — fallef,
frá 1,45 til 2,75,
fást í
Versl. Edínborg.
Hafnarstræti 12.
*
*
Ford-bifreiðar. |
Hinar heimsfrægu Ford-bifreiðar hafa lækkað í verði,
frá 1. maí þessa árs, þannig:
6 manna bifreið, sem áður kostaði 4500 kr.,
kostar nú 4000 kr. V-'agninn er 1630 pund að þyngd,
6 fet og 5 þuml. á hæð, 5 fet og 10 þuml. á breidd og
11 fet og 3 þuml. á lengd.
5 manna bifreið, sem áður kostaði 3500 kr.,
kostarnú3IOO kr. þessi bifreið er 1400 pund að þyngd,
4 fet og 3 þuml. á hæð, 5 fet og 10 þuml. á breidd og
10 fet og 10 þuml. á lengd.
2 manna bifreið, sem áður kostaði 3100 kr.,
kostar nú 2900 kr. þessi bifreið er 1400 pund að
þyngd, 4 fet og 3 þuml. á hæð, 5 fet og 10 þuml. á
breidd og 10 fet og 10 þuml. á lengd.
Vöruflutninga bifreið, sem áður kostaði 3800
kr., kostar nú 3600 kr. þessi vagn er 1479 pund á
þyngd, 6 fet og 5 þuml. á hæð, 5 fet og 10 þuml. á
breidd, 11 fet og 3 þuml. á lengd og ber um 1000 pund
upp hvaða brekku, sem ekki rís meir en 1:6.
þessi mikli verðmunur stafar af hinnu miklu eftir-
spurn og hinni feiknarlegu sölu á þessum bifreiðum. "T.
d. árið 1913 voru 290000 Ford-bifreiðar seldar.'
Allar Ford-bifreiðar hafa 20 hesta ah og hraðinn er
upp að 60 enskum mílum á klukkustund.
Bifreiðarnar verða fluttar fyrir þetta verð á hvaða
höfn sem er á Islandi og skip koma. Ef eigandl
tekur við vagninum ósamsettum, fæst IOO
króna afsláttur.
Rafmagnsljós og annar nýtísku útbúnaður Ford-bif-
reiðum viðvíkjandi fæst keypt hjá undirrituðum, sem einn-
ig gefur allar upplýsingar, hvort heldur munnlega eða skrifl.
Einnig get jeg selt þeim, sem þess óska, stærri, þyngri,
skrautlegri, kraftmeiri og dýrari mannflutninga bifreiðar. —
Verð 4500 kr. upp í 9000.
Sömuleiðis stærri, þyngri og kraftmeiri vöruflutninga-
bifreiðar, sem bera frá 1500 —40000 pund. Verð 5500
kr. upp í 23000 kr. — Ennfremur vagna sem hinar þyngri
vöruflutningabifreiðar draga. Verð 450 kr. upp í 16 000
kr. Allt eftir stærð og lögun vagnanna.
Myndir af öllum þessum bifreiðum, vögnum og verð-
skrár eru tíi sýnis. — Komið og finnið mig áður en þjer
festið kaup annarstaðar.
Fyrst um sinn verður mig að hitta á Kárastíg II.
(Kárastöðum,norðanverðu uppi) kl. 10-12 og 6-8. Tals. 429.
Sveínw Öddssow
(Einkaumboðsmaður fyrir Ford-bifreiðar á íslandi).
„íþróttafjelag
Reykjavíkur”
heldur hina árlegu fimleikasýningu sína Uppstigningardag kl. 2
e, h. á íþróttavellinum.
Leikið verður á horn.
Allir verBa að %\í \iessa eintl
$\mle\bas^n\Y\$\x ársins.
©
Kaffi
brennt og malað kostar 1,10 í
Templarasundi 3,
óbrennt kaffi 0,75.
Spariðfleog’kaupiðíijá
Jóh. Norðfjörð
Bankastræti 12.
*
Od^ustu o$
$\aldðestu
tauin eru
Iðunnar-dúkarnir.
Þeir sem vilja fá sliigóð föt
kaupið þau þar.
Verkamenu,sjómenn munið þett?
vauSs^\W^.
Eftir
Rider Haggard.
Frh.
Þakkarávarp.
Af hrærðu hjarta votta jeg öll-
um nær og fjær rritt alúðarfyllsta
þakklæti, sem sýndu mjer hlut-
tekningu við fráfall og jarðarför
mannsins míns elskulega. Sjer-
staklega þakka jeg hr. lækni
Magnúsi Júlíussyni fyrir sína að-
dáanlega góðu framkomu nú sem
fyrri á mínu heimili. Hann var
sem af guði sendur til að lina
þrautir míns ástkæra manns í
dauðanum, og einnig til að hugga
okkur syrgjandi ástvinina bæði
með orðum og gjöfum.
Sömuleiðis þakka jeg af hjarta
Slippfjelagsmönnunum, sem hafa
tekið saman bróðurhöndum, til
að gleðja mig í hinni þungu sorg
minni. Og ótalmargir hafa rjett
mjer hjálparhönd, sem yrði of-
langt upp að telja. En guð þekk-
ir þá og launar þeirra velgjörðir.
Að síðustu bið jegalgóðan guð
að blessa alla af ríkdómi sinnar
náðar, sem hafa rjett mjer hjálp-
arhönd í neyðinni. Ennfremur
þakka jeg, öllum sem glöddu barn-
ið mitt á Fermingardaginn sinn.
1914.
Nýlendugötu 16.
Guðrún Finnsdóttir.
Goðfreður Karlsson lifði konu
sína í tvo daga. Fjekk hann
hægt andlát og þjáningalaust, var
það blóðeitrun sem dró hann til
dauða.
þeir Hugi oð Rikki og Davíð
viku ekki frá honum allan þenn-
an tíma. Voru þeir, og ein far-
lama kerling einu íbúar hússins,
allir aðrir voru annaðhvort dauð-
ir eða flúnir. Konan sauð mat
þeirra; hafði sonarsonur hennar
verið þjónn sendiherrans, og dá
ið úr pestinni. Voru nægileg
matvæli í húsinu því húsmóðir-
in hafði verið búkona mikil og
rausnarleg í öllu. þurftu þeir
því ekki að kvíða hungurs,
var óþægilegast að afla matar
handa sjúklingnum, gat hann ein-
ungis nærst á ávöxtum og vatns-
blönduðu víni.
í tvo daga fyrir andlátið lá
Goðfreður meðvitundarlaus, en
um nóttina, er hann dó, fjekk
hann meðvitundina og kallaði
þegar á Huga. Hugi svaf í næsta
herbergi, en Davíð vakti þá stund-
ina. Brá Hugi þegar við og
þeir Rikki, og skunduðu inn til
sendiherrans. Brosti hann er
þeir komu, og var ró mikil yRr
honum.
„Vinir mínir“, mælti hann með
veikri röddu, „fyrir Guðs náð
verð jeg senn leystur úr þessum
eymdarstað, og verður injer sæl
heimkoma til himnaríkis. En
ef þau undur er skeð hafa eru
ekki upphaf heimsendis, þá vona
jeg að þið eigið langt líf fyrir