Vísir - 22.05.1914, Side 3

Vísir - 22.05.1914, Side 3
VISIR Vísir * er elsta — besta — út- breíddasta og ódýrasta dagblaðið á íslandi. A. V. Tulinius. Miðstr. 6. Tals. 254. Brunabótafjel. norræna. Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr. Skrifstofutími 9—3. Yfirrjettarmálaflutningsmaður, Pósthússtræti 17. Venjulegaheimakl. 10-11 og4-6. Talsími 16. Trúlofanar- hrÍLlga smíðar BjörnSímonarson. Vallarstrl.Sínú 153 Skamma stund horfðum við þegjandi á ernina en hugsuðum þess fleira. Loks rauf fóstri minn þögnina og sagði, að rjettast væri að halda þegar heimleiðis og fá skyttu til þess að reyna að bana þessum óvelkomnu gestum, það væri nú ekki.vert að styggja þá neitt nú, þegar við hefðum engin tök á að vinna á þeim. Var því snúið við og haldið heimleiðis, °g vóru allir í bátnum í þungu skapi og hugarástandið |afn öm- urlegt og það haiði verið ljett og glatt um morguninn. Ekki síst var jeg stúrinn í huga og þóttist nú sjá fyrir forlög vona minna, sem höfðu verið svo glæsilegar og þegar voru teknar að rætast. Segir nú ekki ar' ferðum okk- ar fyrr en við lentum í vörinni heima eftir langan og erfiðan róð ur, því að mótstraumur var alla leið. I þorpinu voru nokkrar allgóðar skyttur. En best þeirra allra var kaupmaðurinn, enda átti hann bestar byssur. Fór því fóstri minn á fund kaupmannsins og bað hann koma með sjer og reyna að eyða fyrir sig vargi þeim, er nú væri lagstur á varp sitt. Brást kaup- maður vel við þessum málaleit- unum og tók þegar að hlaða skot- hylki í besta riífilinn sinn, var það ekki langrar stundar verk og að hálfri stundu liðinni var hann því albúinn til herferðar móti hinum herskáu víkingum eyjanna. Rakleiðis var nú aftur róið sömu leiðina og um morguninn og öllu knálegar fyigt á eftir hverju árartogi. að því cr mjer sýndist, enda var nú í hernað haldið og vígahugur í öllum, jafnt konum sem körlum. Kaupmað- urinn var inn kátasti. Hafði hann víða farið erlendis á yngri v árum sínum og kunni því frá mörgu að segja. þótti mjer hin mesta unun að frásögum hans og gleymdi við það alveg vonbrigðum þeim, er ernirnir höfðu valdið mjer, enda vakti sú von alltafhjá mjer undir niðri, að eitthvað sögulegt niundi gerast í'-viðureign þeirri, er nú lá fyrir. Sími 281. ^ímnefni; »Gís!dSon*. (aðeins fyrir kaupmenn og kaupfjelög) meðal annars: Kaffi, Hveiti (margar teg.), Hrísgrjón, Rúgur, Rijgmjöl, Fóðurtegundir (ýmiskonar), Kartöfiur, Margaríne, Vikingmjólk, Cacao, Þakjárn, Þakgluggar, Saumur, Baðlyf, Sápur, Eldspítur, Vindlar, Vindlingar, »Caramellur«, »Hessian« og margt fleira. Stórt sýnishornasafn af atiskonar úHendum vörum. Afgreiðslan fijót og viðskiftin viss. IJtsæðiskartöflur. * Hinar ágætu útsæðiskartöflur „Up to date“ og „Richters Imperator", sem reynslan hefur sýnt að hafa þrifist einna best hjer á landi, fást hjá Óskari Halidóissyni garðyrkjumanni. Klapparstíg i B. Sími 422. * WM m Eftir Rider Haggard. ---- Frh. Hjer þagnaði hann um stund, því hann var orðinn mjög mátt- farinn. „í öðru lagi vil jeg biðja ykk- ur“, sagði hann, með hvíldum, „að flytja lik mitt út á rúmsjó og sökkva því þar. Get jeg ekk* hugsað til þess að það rotni hjev í þessu pestarbæli. Vil jeg held- ur njóta hinnar hinstu hvíldar í bládjúpi úthafsins. Bið jeg ykk- ur nú að krjúpa á hnje og biðja með mjer í hinsta sinni. Verð jeg að fá syndalausn mína beint frá drottni almáttugum, er enginn prestur er við hendina. Nei, þakkið mjer ekki! jeg heFi sagt skilið við þennan heim. Krjúpið á knje og biðjið með mjer, vil jeg og biðja fyrir ykkur, að ykk- ur auðnist langt og farsælt líf, og að við fáum að lokum að mætast sælir á himnum. Verður mjer heimkoman góð, er konan mín og aðrir ástvinir bíða mín þar“. þeir Hugi gerðu sem Goðfreð- ur bað þá, og var ekki laust við, að Gráa Rikka vöknaði um augu. Beygðu þeir höfuð sín og báðu. Er þeir litu upp, sáu þeir að Goðfreður var andaður. Slokn- aði líf hans eins og ljós, hægt og þjáningalaust. Morguninn eftir reru þeir með líkið til hafs. Hjer um bil mílu frá landi sökktu þeir hinum aldna riddara og dánumanni, og báðu bænir sínar yfir legstað hans. — Höfðu þeir skilið gömlu konuna eina eftir í húsinu, en er þeir komu aftur var hópur af þjófum að reyna að brjótast inn t húsið. Menn þessir voru hálf- dauðir úr hungri og bágindum. þeir Hugi gáfu þeim mat og ráku þá burtu með hann. Gamla konan var flúin burtu úr húsinu og voru þeir því einir, tóku þeir að tína saman skrautgripi Goð- freðs og konu hans, var það mikið fje. Grófu þeir það allt í kjallaranum, þar sem þeir hugðu öruggast, að því mundi ekki verða stolið. Höfðu þeir áður látið gripina í þrjú járnskríni. Komu þeir kjallaragólfinu í samt lag aftur, og var ómögulegt- að sjá, að neitt hefði verið við því hreyft. Er þeir gengu upp úr kjallar- anum aftur mun efalaust öllum hafa flogið hið sama í huga: Hvort þeim mundi auðnast að lifa til að vitja fjárins síðar. Heyrðu þeir, að einhver barði að dyrum, á bakdyr hússins og er þeir opnuðu var þar komin gamla konan. Hafði henni ekki litist á blikuna, er út í borgina kom, og snúið aftur heim í átt- hagana. Varð hún fegin er hún sá þá fjelaga; en þeir báðu hana að bera hið skjótasta fram mat, því að þeir voru orðnir hungraðir eftir allt erfiðið um daginn. „þar eð það virðist svo sem Murgur æfli að efna loforð sitt“, sagði Rikki, „að við lifum nokk Frh.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.